Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 13 „Efnaminna fólk verður margt friðlaust þegar það horfir á þessar fyrir- myndir og lætur ginnast af bruðlinu," segir Jón m.a. í grein sinni. Hugtakið „neysla tU sýnis“ (e. „conspicuous consumption"), sem einnig mætti kalla „sýnineyslu", er eftir þvi sem ég best veit komið frá bandaríska félagsfræðingnum Thorstein Veblen. Hann notaði það tU að lýsa því háttalagi sumra að eyða miklu og gjarnan óhóflegu fé í það að ganga í augu samborg- aranna. Ýtrasta form þessa hátta- lags mætti kaUa „sýnibruðl“ á ís- lensku. Ekkert er við því að segja að fólk viðhafi hóflega sýndar- mennsku hvað hinu ytra borði við- víkur. Hjá því verður ekki komist í mannlegu samfélagi. Þegar á hinn bóginn áherslan á yfirborðið er orðin slík að umbúðirnar eru famar að sliga innihaldið þá er hætta á ferðum. Þetta á tU að mynda við þegar efnafólk kemur sér upp óhóflega dýrum stöðutáknum og verður að eins konar fordönsurum í dansin- um í kringum giUlkálflnn. Efna- minna fólk verður margt friðlaust þegar það horfir á þessar fyrir- myndir og lætur ginnast af bruðl- inu. Fólk þetta brestur á hinn bóg- inn oft aUan mátt tU þess að taka þátt í leiknum. Því finnst það samt nauðbeygt til að „dansa með“ til að halda viröingu sinni. Endirinn verður oft sá að þessir máttlitlu sporgöngumenn örmagnast. Óhóf sem sligar Eitt það ógáfulegasta sem nokk- ur stjómandi getur gert er að stunda óhóf í einkaneyslu sinni og umbúnaði rekstrar síns. Stundum virðist mega tengja slaka afkomu og léleg kjör starfsfólks við þetta í Didache „kenningum postu- lanna" segir: „Hýsa skaltu að- komumann, sem á leið fram hjá af gestrisni í tvo daga. Vilji hann setjast að og sé hann fagmaður skal hann fá verk að vinna. Eng- inn skal stunda iðjulaust líferni eingöngu. Því sá hinn sami vUl þá hagnast á Kristi. Þú verður að vera á varðbergi gagnvart þess- konar mönnum." íslendingar hafa á fyrri öldum lifað eftir þessvun kenningum og dyggUega stutt aðkomumenn sem og flækinga sem hvergi áttu höfði að að haUa. Gerðust menn heima- setnir var þeim fengið starf. Kynnu þeir að skemmta voru þeir látnir segja sögu eða lesa á kvöld- vökum. Oft voru iðjuleysingar flæmdir landshluta á mUli. í dag eru aUir teknir upp á arma hins opinbera án þess að spurt sé hvað viðkomandi ætlar að gera í sínum málum. Fjölskyldan, vinir eða ættingjar eru oft ekki hafðir með í ráðum. Stóri bróðir ræður fram úr öUu með hjálp sérfræð- inga er hann veitir vinnu. Komm- únískt kerfi, oft stutt af ríkiskirkj- unni en er ekki endUega sú kristi- lega samhjálp sem Kristur predik- aði. Brenndur grautur FuU af samúð höfúm við komið Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsingaþjónustu Háskólans óhóf. Kostnaðarsamt bruðlið er bein orsök þess að ekki er unnt að greiða mannsæmandi laun eða halda fyrirtækjum á floti. Nýlega frétti ég af aðUa sem stofnaöi fyrirtæki sem virtist geta orðið mjög arðbært. Hann gerði á hinn bóginn þau afdrifariku mis- tök að setja nálægt helminginn af stofnfé sínu í að kaupa sér glæsij- eppa í stað þess að nýta það í að treysta reksturinn. Nokkru síðar var hann kominn á hausinn og ástæðuna mátti að sögn rekja beint til kaupanna á rándýru og óþörfu tryUitækinu. Dýr siðferðisbrestur Oft er kostnaðurinn við sýni- neysluna ekki það mikUl að komi niður á launum eða rekstri. Sá sið- Kjallarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri upp velferðarkerfi sem átti rétt á sér á krepputímum en er í dag eins og ófreskja, búin að belgja sig út af skattpeningum. Út um munn- vikin veUur svo brenndur grautur- inn. Við viðurkennum óheft at- vinnuleysi og látum ríkið vinna í því að hefta framtak og koma mönnum á velferðarkerfið. Ljóst eða leynt. Vel þekkt er umhyggjan fyrir sauðkindinni og fátækramörkum ferðisbrestur stjómenda að berast á meðan ekki er unnt að borga mannsæmandi laun er samt sem áður óverjandi. Stofnanir og fyrir- tæki gjalda slíkt oft dýru verði þegar vinnumóraUinn hjá starfs- fólki þeirra dalar eða jafnvel hryn- ur. Lélegur starfsandi leiðir oft af sér minnkun afkasta sem numið getur tugum prósenta. Þannig get- ur hlutfaUslega óveruleg sýnin- eysla stjómenda komið harkalega niður á afkomu heUdarinnar, jafnt á þeirra eigin sem annarra. Hún er því mjög oft alvarlegur afleikur hvernig sem á málið er litið og þótt meira en nóg fé sé tU tU að standa undir henni. Danskt fordæmi Fyrir nokkru kom í Ijós að ís- lendingar sem höfðu flust tU Han- stholm tU að stunda fiskvinnslu fengu miklu hærra kaup en þeir hötðu haft í sambærUegri vinnu hér á landi. Þetta var svo, þrátt fyrir það að hér á landi væri að- fjárbænda. Ríkisbankarnir eru líka „vinveittir smælingjunum", veita lánsfé ótæplUega og fram- lengja lán og hækka án ábyrgðar. Jafnvel eins og það sé einkamál ríkisbankans og viðskiptavinar- ins. Síðan eru viðkomandi gerðir upp og aUir líða fyrir faUið. Gjaldheimtan og Tollstjórinn eru höfð með í ráðum. Kröfuhark- an er þar hvað mest og þessar stofnanir láta sig ekki fyrr en fórn- arlömbin em orðin rænulaus og gjaldþrota. Þá er hið opinbera tUbúið að taka viökomandi upp á arma sína. - Býður fátækraskírn, félagslega aðstoð og atvinnuleysisbætur. Ein- staklingar sem „vinna vel“ í kerf- inu geta fengið aUt að 90 þúsund- um á mánuði skattfrjálst. Á meðan verða aðrir að láta sér nægja 60 þúsund eftir skatta og langan vinnudag. staða á margan hátt hagstæðari, tU dæmis mun betra hráefni. Er farið var að leita skýringa þá kom ýmislegt í ljós. í fyrsta lagi þá unnu eigendur dönsku fyrirtækj- anna á gólfinu með starfsfólki sínu í stað þess að vera í „fmumannale- ik“ úti í bæ. Og í öðru lagi þá virt- ist einkaneysla þeirra miklu hóf- legri en neysla „kollega" þeirra hér á landi. Meðal annars þá virt- ust þeir eiga auðvelt með að kom- ast i og úr vinnu án þess að ferð- ast á fjaUajeppum. Svipuð dæmi má finna um heim aUan þar sem menn hafa náð góð- um árangri í rekstri. Ööru fremur þá byggir hann á duglegum, nýtn- um og umhyggjusömum ráða- mönnum, sem sýna öðrum öflug persónuleg fordæmi sem vekja virðingu um leið og þau efla og treysta starfsandann. Slíkir hafa engan áhuga á að ganga í augu samborgaranna með persónuleg- um íburði og óhófi. Jón Erlendsson Enginn veit hvert fer Kerfið er ekki einungis gjöfult tU sinna, það heldur og uppi lág- um launum i sínum fátækraiðn- aði. Vegna þess hversu hið opinbera er aðsópsmikið í aðdrætti leiðir það af sér álögur á fyrirtæki og þá sem þar vinna. 7% tryggingargjald á flest laun, virðisauki á útselda vinnu og staðgreiðsla. AUt er þetta tengt launum í landinu, auk 10% lífeyrissjóðsgjald, sem enginn veit hver fær. Oft er þetta jafnvirði útgreiddra launa. Helmingur launa í landinu? Stalíniska kerfið er löngu faUið og vissulega er verið að taka tU í kerf- inu okkar. En grundvaUarskipu- lagið og gamli hugsunarhátturinn er enn blómstrandi og tekur á sig nýjar myndir. Sigurður Antonsson Með og á móti Samþykkt borgarráðs um félagslegar íbúðir EÍdrÍ íbúðirnar ódýrari „Innkaupa- stofnun auglýsti fyrir hönd Hús- næðisnefndar Reykjavíkur- borgar eftir nýj- um og notuðum íbúðum og það er rétt að tílboð- in vegna nýju íbúðanna voru mjög hagstæð. Einhver mis- skUningur kom upp i sambandi við tUboðin því svo virðist sem þeir sem buðu eldri íbúðirnar hafi reiknað með gagntUboði, líkt og gerist og gengur á fasteignamark- aðnum, og því haft verðið örlítið hærra en þeir síðan treystu sér tU þess að láta þær á. Þegar Innkaupastofnun er að óska eftir verði er það endanlegt en ekki gert ráð fyrir að prútta þurfi um það fram og til baka. Það sem hefur komið í ljós er að gömlu íbúðimar fást á betra verði en fram kemur í tilboðinu. Það hefur því ekki reynt á það til fuUnustu hversu hagstætt eða óhagstætt verðið er. Það virðist að auki vera sam- dóma álit manna í borgarráði, bæði í meirihluta og minnihluta, að brjóta beri upp með einhveij- um hætti þá stefnu Húsnæðis- nefndar að vera með íbúðirnar á tUtölulega þröngu svæði. Menn hafa vilja dreifa þeim um borgina. Sumir vUja búa í gamla bænum, aðrir í nýju hverfunum. Sjálfsagt er að reyna að bjóða fólki upp á val í þessum efnum.“ Ekki hvaða verð sem er „Húsnæðis- nefnd Reykja- vikur fékk heimUd frá Hús- næðisstofnun ríkisins tU framkvæmda- lána, að kaupa eða byggja 110 íbúðir, nýjar eða gamlar. Þetta var seinni hluta ársins. Að undangengnu útboði var ákveðið að kaupa 59 íbúðir í Grafarvogi. Ástæðan var einfold: Nýju íbúð- irnar voru þegar upp var staðið ódýrari en þær eldri sem tilboð fengust um. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur sendi þessa tUlögu tU Innkaupastoftiunar og borgarráðs eins og samþykktir segja tU um en því miður hafnaði borgarráð þess- ari tUlögu Húsnæðisnefndar en samþykkti tUlögu sem er ekki í neinum tengslum við samþykkt Húsnæðisneftidar og nánast í and- stööu við nefndina. Nokkur umræða hefur verið í borgarkerfinu um að æskilegt væri að dreifa félagslegum íbúð- um meira um borgina en gert hef- ur verið. Ég get fallist á þau sjón- armið en samt sem áður er ekki hægt að kaupa þau hvaða verði sem er. í 47. grein reglugerðar um félagslegar íbúðir segir m.a. að framkvæmdaraðilar skuli sjá tU þess að íbúðir sem byggðar eða keyptar séu á þeirra vegum séu svo ódýrar í byggingu sem frekast sé kostur. -sv „Lélegur starfsandi leiöir oft af sér minnkun afkasta sem numiö getur tugum prósenta. Þannig getur hlutfallslega óveruleg sýnineysla stjórnenda komið harkalega niður á afkomu heildarinnar, jafnt á þeirra eigin sem annarra.“ Fátækraiðnaður „FuU af samúð höfum við komið upp vel- ferðarkerfi sem átti rétt á sér á kreppu- tímum en er í dag eins og ófreskja, búin að belgja sig út á skattpeningum.“ Hilmar Guðlaugs- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðjsflokks- ins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.