Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 14
Jólasveinarnir: Börn Grýlu og Leppalúða Jólasveina er fyrst getið á prenti í texta frá því á 17. öld. Þar er Grýlukvæði sem eignað er síra Stefáni Ólafssyni í Valla- nesi þar sem Grýla er tengd jól- um á þann hátt að jóla- svein- arnir eru sagðir börn hennar og Leppalúða. ís- lensku jólasveinarnir eru því upphaflega af allt öðrum toga en heilagur Nikulás. Ógerlegt er að vita hversu gamlir þeir kunna að vera í alþýðlegum hugarheimi. Þetta kemur fram í ISögu daganna eftir Árna Bjömsson og þaðan er eftirfar- andi fróðleikur um jólasvein- ana einnig tekinn. Ekki lengur ■ mannætur í Tilskipun um húsaga á ís- landi frá 1746 er þess krafist að lagður verði niður sá heimsku- lega vani að hræða börn með jólasveinum og vofum. Jóla- sveinarnir halda einhverju af eðli sínu fram á miðja 19. öldina en þegar lengra líður á öldina Itaka þeir eUítið að mildast. Menn fara að efast um að þeir séu böm Grýlu og þeir eru ekki lengur taldir mannætur þótt bæði séu þeir hrekkjóttir og þjófóttir. Af fjöllum eða hafi .4 Qlveran Yfirleitt voru jólasveinar taldir koma ofan af fjöllum á jólafóstu. Þó voru óljósar spum- ir af því frá Norðurlandi að þeir kæmu af hafi meö noröanátt á jólaföstu og fæm aftur með sunnanátt um þrettánda. Þessi hugmynd finnst öllu greinUegar sums staðar á Austurlandi. Þar komu þeir annaðhvort frá Finn- mörku, Hellulandsóbyggöum eða Grænlandi, og þá á skinn- bátum. Þessir jólasveinar komu nokkru fyrir jól og skiptu sér niður á bæi. Sumir sögðu að þeir væru dökkir yfirlitum, aðr- ir að þeir væru klofnir upp í herðar með kringlótta fætur og klær fyrir tær og fingur. „Við höfum annars vegar okkar gömlu gaura, sem komnir eru af heiðnum tröllum, og hins vegar Santa Claus sem kominn er af ka- þólskum biskupum. Uppruni þess- ara karla er mjög ólíkur og upphaf- lega var það Claus sem gaf börnun- um í skóinn. Hann er ekki amerísk- ur eins og margir hafa haldið fram heldur Grikki sem fluttist, eins og svo margir Evrópubúar, til Amer- íku á 17. öldinni. Hann er hins veg- ar líklega 1500 ára sem Evrópubúi," segir Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur í samtali við Tilveruna. Eins og flestir vita kom fyrsti jólasveinn- inn, Stekkjarstaur, til byggða í nótt, þrettán dögum fyrir jól. „Við eigum að sjálfsögðu að halda í okkar gömlu sveina en það er þó ekkert þvi til fyrirstöðu að Santa Claus komi hingað til lands sem ný- búi eða flóttamaður,“ segir Árni. Síðan varð málamiðlum Árni Björnsson segir að Santa Claus hafi komið hingað til lands fyrir sjötíu árum og að ástæðan fyr- ir því að sá rauöi hafi sést miklu meira en hinir sé sú að menn hafi hér áður aldrei vitað hvemig hin- ir voru klæddir. Aldrei hafi verið Jólasveinarnir: Karlarnir koma í þessari röð Stundum vefst það fyrir okkur þegar unga fólkið spyr hvaða jólasveinn komi þennan daginn eða hinn. Það upplýsist hér með að Stekkjarstaur kom í nótt sem leið og Giljagaur kemur í nótt. Sá þriðji í röðinni er Stúfur litli og síðan koma þrír i röð sem eiga það sameiginlegt að þykja gott að sleikja, Þvörusleikir, Pottasleikir og Askasleikir. Sjöundi er Hurðaskellir og þá koma matmennirnir Skyrgámur og Bjúgnakrækir. Sá tíundi er Gluggagægir og Gáttaþefur ellefti. Á Þorláksmessu kemur Ketkrókur og á sjálfan aðfangadag Kertasníkir. í sömu röð fara þeir síðan til fjalla og sá síðasti á þrettándan- um, 6. janúar. -sv tU myndir af þeim og þessi rauði hafi strax þótt álitlegri sem auglýs- inga- og kynningarvara. „Það sem síðar gerist er sú mála- miðlun að gömlu karlarnir okkar fara í fotin hans Clausar en halda samt sínum eigin nöfnum og halda áfram að vera þrettán. Það getur svo vel verið að Claus sé kominn hingað tU lands núna en ég held að enginn sjái muninn," segir Árni. Allar bjargir bannaðar Aðspurður hvernig standi á því að við sjáum þá stundum án hvíta skeggsins og klædda upp á gamla mátann segir Árni ástæðuna einfaldlega þá að þeir vilji halda í gömlu hefðirnar eins og aðrir. En eru þeir ekki eitt- hvað farnir að ró- ast? Sigrún Elívarðsdóttir: Lítið um jólasveina „Það var lítið um jólasveina þeg- ar ég var að alast upp og í raun ekki fyrr en ég fluttist hingað til Reykja- víkur fyrir um 20 árum. Það var tal- að um Grýlu og Leppalúða og okkur krökkunum var sagt að Grýla kæmi með skjóðuna sína ef við værum ekki stillt og prúð. Ég hef mjög gam- an af þeim sið sem hefur skapast í kringum jólasveinana og börn, og stundum ekki síður fullorðnir, lifa sig inn í þetta af heilum hug,“ segir Sigrún Elívarðsdóttir. -sv Þrettán sveinar Elstu heimildir um fjölda jólasveinanna eru í handriti frá 18. öld. Þar er meðal annars Grýlukvæði og þeir sagðir 13 talsins. Það er þó ekki fyrr en í fyrra bindi þjóðsagna Jóns Árnasonar, sem prentað var í Leipzig árið 1862, að tiltekinn fjöldi jóla- sveina kemur fyrir sjónir alls al- menn- ings. Tal- an 13 virð- , ist senni- legri en 9 því hún fellur saman við tölu jóladaga frá aðfanga- degi fram að þrettándanum. Töluna 9 hefur Jón úr heimild- um að noröan og helstu rök fyr- ir henni eru þulan alkunna, „Jólasveinar einn og. átta“. Nöfnin á þessum vinum nú- timabarna eru geysimörg og miklu fleiri en þrettán. Fyrir utan þau þekktustu virðist nokkuð landshlutabundið hvaöa nöfn þeir bera að ööru leyti. -sv Gömlu jólasveinarnir hafa farið í föt Santa Claus: Svanfríður Magnúsdóttir: Þjóðleg hefð segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur „Við trúðum að sjálfsögðu á jóla- sveinana í minni æsku og þeir gegndu þá nákvæmlega sama hlut- verki og þeir gera í dag. Þetta er skemmtileg hefð og við megum alls ekki glata henni. Hefðin er þjóðleg og hún á að lúta þeim reglum sem sagan hefur sett henni. Jóla- sveinarnir eiga bara að koma til byggða þrettán dögum fyrir jól og mér finnst kaupmennirnir ekki mega misnota jólasveininn og taka hann fram þegar þeim hentar," seg- ir Svanfríður Magnúsdóttir. -sv ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 3D>"V Marteinn Pétursson: Gömlu karlarnir skemmtilegir „Jólasveinarnir hafa alltaf verið til og þeir hafa alltaf gegnt sama hlutverki. Mér finnst siðurinn af- skaplega skemmtilegur og við meg- um alls ekki týna honum niður. Karlarnir í gömlu fotunum setja skemmtilegan svip á stemninguna og mér flnnst allt í lagi að gera þeim svolítið hærra undir höfði. Þetta eru allt sömu karlarnir en þarna eru þeir bara í gömlu fötunum sínum. Menn þurfa að huga að því að jóla- sveinarnir eiga ekki að koma fyrr en þrettán dögum fyrir jól.“ -sv „Ég held að það séu fyrst og fremst aðstæðurnar sem eru aðrar í dag. Þeim eru í raun allar bjargir bannaðar. Þeir komast ekki í mjólk- ina vegna mjaltavélanna, enginn notar aska lengur, kertin eru ekki lengur úr tólg og hangikjötið hangir ekki lengur í eldhúsunum þegar kjötkrókur kemur í bæinn á Þor- láksmessu. Nú er víst líka búið að fá þeim vinnu í Hveragerði og það verður fróðlegt að sjá hvort þeim tekst að sitja á strák sínum. Það er fyllsta ástæða fyrir fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum körlum því þeir eru enn varasamir þegar sá gállinn er á þeim,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.