Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 > > I > Í > > ! i I tilveran Grýla frægasti óvætturinn: Stekkjarstaur kom í nótt: Grýla er helst á ferli fyrir jólin að hlusta eftir óþægum börnum. Engin ástæða er víst til þess að telja hana dauða þótt svo segi í ónefndu kvæði. böm Vill helst óþæg Grýla er einna frægust þeirra óvætta sem nefndar eru í íslandssögunni. Orðið sjálft merkir einna helst ógn, hótun, hryllingur og sést þannig notað bæði í fornum ritum og nýjum. Grýla birtist sem flagð eða óhræsi þegar á 13. öld ef marka má bók Árna Björnsson, Sögu daganna. Þar seg- ir hann fjölmörg Grýlukvæði og þulur vera varðveitt frá 17. öld og lýsingar á útliti hennar og atferli séu margar hverjar herfilegar. „Eftirlætismatur Grýlu er kjöt af óþægum börnum, en henni er lítt gefíð um fiskmeti, súpur og grauta. Þessi óvættur á sér margar samsvaranir víða í Evrópu en fáar eru samt eins ógnvekjandi og Grýla,“ segir Árni Björnsson í Sögu daganna. Þar segir enn fremur að í kvæðum komi fram að Grýla sé fyrst og fremst á ferli í kringum jólin til þess að hlusta eftir börnum sem hrína, ærslast og angra móður sína. Hún býðst jafnvel til þess með ógnvekjandi elskusemi að losa móðurina við þau. „Ljóst er að Grýla hefur gegnt miklu hlutverki við að temja börn og ala þau upp,“ segir í hókinni. í samtali við DV segist Árni ekki sjá neina ástæðu til þess að ætla að Grýla sé dauð. -sv Stekkjarstaur sendi þessa mynd í gegnum lurkinn. Hann sagðist ekki muna hvort þetta væri hann sjálfur eða Giljagaur bróðir hans en það má einu gilda. Hér er annar hvor þeirra klæddur upp á gamla mátann. Giljagaur er annar í röðinni og kemur til byggða næstu nótt. DV-myndir GVA Börnin verða að vera prú „Við erum búnir að vera ægilega uppteknir þvi jólaundirbúningurinn er farinn að taka svo mikinn tíma. Ég kom til byggða í nótt og gaf þægu börnunum í skóinn," sagði Stekkjar- staur í samtali við Tilveruna. Hann sagði þá bræður hafa haft það afar gott síðan á síðustu jólum en þeir væru að verða nokkuð gamlir. Að- spurður kvaðst hann ekki muna sinn eigin aldur en bræður hans væru nokkur hundruð ára gamlir. „Það eina sem við biðjum um er að börnin fari ekki seint að sofa því við getum ekki gefið þeim börnum í skóinn sem eru vakandi þegar við komum. Við komumst i alla glugga, á hvaða hæð sem börnin búa og hvort sem þeir eru opnir eða lokað- ir. Hvernig við gerum það get ég ekki sagt ykkur,“ sagði Stekkjar- staur. Hann sagðist hlakka óskap- lega mikið til þess að fá að ganga í kringum jólatré með börnunum og spurði hvort nokkuð hefði heyrst til byggða þegar sveinarnir voru að æfa jólalögin á dögunum. Hann bað öll börn að læra vel jólalögin til þess að hjálpa þeim við sönginn. Þeir væru gamlir og gleymnir og stund- um rugluðust þeir á textanum. „Það er eitthvað sambandsleysi í lurknum en ég sé ykkur, krakkar mínir . . .,“ sagði Stekkjarstaur. -sv * Hríngar Mikið úrval af hringum úr gulli, handsmíðaðir, með eða án steina. Verð frá kr. 5.300. <$uU (SfföUin Laugavegi 49 - Símar 551 7742 og 561 7740 Stafahálsmen Þessi skemmtilegu stafahálsmen fást í Gullhöllinni, Laugavegi 49. Þau eru úr 14 karata gulli með demanti sem er 0,01. Verð án festar er kr. 6.100. <$uti oum Laugavegi 49 - Símar 551 7742 og 561 7740 Töfra- rúnir Silfur m/festi, verð kr. 1.850. Laugavegi 49 - Símar 551 7742 og 561 7740 Krossar Krossar með faðirvorinu úr silfri eða gulli. Verð á silfurkrossi kr. 1.950, verð á 8 karata gullkrossi kr. 4.950 m /festi. Laugavegi 49 - Símar 551 7742 og 561 7740 Handsmíðaöir módelsilfurkrossar, verð kr. 3.600-8.000. <&til @%öltin Laugavegi 49 - Símar 551 7742 og 561 7740 Jólaskeiðin Þvörusleikir, sú fjórða í röðinni, smíðuð eftir verðlaunateikningu nemanda úr 12 ára bekk í grunnskólanum, mjög skemmtileg gjöf úr ekta silfri. Verð aðeins 4.900. Ath.: einnig eldri skeiðar Stekkjastaur, Giljagaur og Stúfur. ^utt '&töllin Laugavegi 49 - Símar 551 7742 og 561 7740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.