Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 53 Sýiúngar Þrjá leikkonur fara með hlut- verkin í leikgerðinni. Hjartastaður Steinunnar í kvöld kl. 21.00 verður nýstár- leg kynning á nýju skáldverki í Kaffileikhúsinu. Um er að ræða frumsýningu á leikgerð eftir nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, Hjartastaður, og er það Ingunn Ásdísardóttir sem hefur gert leikgerðina en í henni er brugðið upp stuttum mynd- um úr bókinni og kallast leik- gerðin Hjartastaður Steinunnar. Leikarar eru Anna Elísabet Borg, Kolbrún Ema Pétursdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er Ingunn Ásdisar- dóttir. Hjartastaöur er ævintýraferð um ytri heima og innri. Harpa Eir leggur í erfiða ferð til að bjarga dóttur sinni, Eddu Sól- veigu, frá undirheimalýö í Reykjavík. Hún fær vinkonu sína, þekktan flautuleikara, tO að aka þeim mæðgum á ættaróð- alið austur á fjörðum þar sem þær ætla að hafa vetursetu. En leiðangurinn sem upphaflega var lagt í til að bjarga baminu verður öðrum þræði að leit móð- urinnar að sjálfri sér. Stekkjastaur kemur til byggða í dag kl. 14.00 kemur Stekkja- staur til byggða og tekur Skóla- kór Kársness á móti honum í Þjóðminjasafninu ásamt öðrum bömum. Fílharmonia Söngsveitin Filharmonia verður með tónleika í Kristskirkju i Samkomur kvöld. Einsöngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir. Bókalestur á Sóloni ís- landusi Lesið verður úr hókum á Sóloni íslandusi í dag kl. 17.30. Um kvöldið leikur Jazztríó Ólafs Stephensen. Jólafundur Hraunprýði verður í Skútunni í kvöld kl. 19.00. 65 ára afinælis minnst. Veislustjóri Flosi Ólafsson. Dansæfing verður hjá þriðjudagshópnum kl. 20.00 í kvöld. Sigvaldi stjórn- ar. Þá er fundur með fjármála- ráðherra kl. 17.00 í dag. ITC-deildin Irpa heldur fund í safiiaðarheimili Grafarvogskirkju í kvöld kl 20.30. Tvímenningur verður spilaður í kvöld kl. 19.00 að Fannborg 8 (Gjábakka). KÍN — leikur að Itera! Vinningstölur 11. desember 1995 1* 2*9*11*13-18*30 Eldrí úrslit á símsvara 568 1511 Á vegum Listaklúbbs Leikhús- kjallarans mun Stórsveit Reykja- víkur halda tónleika í kvöld kl. 21.00. Þar mun hún leika lög af ný- útkominni geislaplötu með sveit- inni. í Stórsveit Reykjavíkur eru margir af þekktustu djassleikur- um landsins en þeir sem skipa Skemmtanir hljómsveitina eru Einar Jónsson, Jóhann Stefánsson, Snorri Sigurö- arson og Andrés Bjömsson sem leika á trompeta, Sigurður Flosa- son, Ólafur Jónsson, Jóel Pálsson, Haukur Gröndal og Gestur Páls- son á saxófóna. Ámi Elfar, Stefán Ómar Jakobsson, Sigrún Sævars- dóttir, Bjöm R. Einarsson og Dav- id Bobroff á básúnur. Hrinsveitina skipa þeir Kjartan Valdimarsson, píanó, Ársæll Másson, gítar, Stórsveit Reykjavfkur leikur lög af nýrri plötu í kvöld. Gunnar Hrafnsson, bassi og Einar Ólafsson og Ragnar Bjamason, Valur Scheving, trommur. Með Stjórnandi Stórsveitarinnar í sveitinni í kvöld syngja Egill kvöld er Stefán S. Stefánsson. Snjóföl og hálka á vegum Vegir á landinu eru allflestir fær- ir en snjóföl og hálka er á vegum, Færð á vegum nema á Suðausturlandi og Aust- fjörðum. Verið er að moka Breiða- dals- og Botnsheiðar og áttu þær að opnast um hádegisbil. Einstaka leið- ir sem liggja hátt eru ófærar, má þar nefna Öxarfjarðarheiði og Lág- heiði á Norðurlandi og á Austfjörð- um er Mjóafjarðarheiði þungfær. Á Vestfjörðum er Eyrarfjall ófært vegna snjóa. Ástand vega O Hálka og snjór E Vegavinna-aögSt s Öxulþungatakmarkanir Lokaö'rStOÖU ® Þungfært 0 Fært fjallabílum Dóttir Önnu Dóru og Halldórs Litla myndarlega stúlkan á myndinni, sem hefur fengið nafnið Sunna, fæddist á fæðingardeild Barn dagsins Landspítalans 4. desember kl. 8.59. Hún var við fæðingu 4150 grömm að þyngd og 55 sentímetra löng. Foreldrar hennar em Anna Dóra Sæþórsdóttir og Halldór Lúðvigs- son og er hún fyrsta bam þeirra. Sylvester Stallone og Julianne Moore leika ásamt Antonio Banderas aðalhlutverkin í Assassins. Launmorðingjar Sam-bíóin hófu í síðusfu viku sýningar á spennumyndinni Assassins. í henni leikur Sylv- ester Stallone atvinnumorðingj- ann Rath, sem hefur verið sá hæst skrifaði í faginu í langan tíma en er nú búinn að fá nóg og leitar leiða til að geta hætt. Hann hafði meðan á kalda stríðinu stóð haft í mörg horn að líta en nú er orðið erfiðara fyrir hann að starfa þar sem mórallinn er Kvikmyndir farinn að segja til sín. Antonio Banderas leikur Bain sem er í sömu starfsgrein og Rath og vill veröa sá besti en meðan Rath er við lýði er erfítt fyrir hann að telja sér trú um að hann sé best- ur. Julianne Moore leikur einnig stórt hlutverk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar er Ric- hard Donner sem á að baki marg- ar vinsælar spennumyndir. Meðal mynda sem Donner hefur leikstýrt í seinni tíð má nefha Lethal Wea- pon myndimar þrjár, Superman, Scrooged og Maverick. Nýjar myndir Háskólabíó: Saklausar lygar Laugarásbió: Mortal Kombat Saga-bió: Dangerous Minds Bíóhöllin: Algjör jólasveinn Bíóborgin: Assassins Regnboginn: Beyond Rangoon Stjörnubíó: Desperado Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 294. 12. desember 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 65.370 65.710 65,260 Pund 100,330 100.840 101.280 Kan. dollar 47,320 47,610 48,220 Donsk kr. 11,6900 11,7520 11,7440 Norsk kr. 10,2620 10,3180 10,3220 Sænsk kr. 9,7300 9,7830 9,9670 Fi. mark 15,0300 15,1190 15,2950 Fra. franki 13,1270 13,2020 13.2300 Belg. franki -2,2026 2.2158 2,2110 Sviss. franki 55.8600 56,1700 56,4100 Holl. gyllini 40,4300 40,6700 40,5800 Þýskt mark 45,2900 45,5200 45,4200 Ít. líra 0,04100 0,04126 0,04089 Aust. sch. 6,4320 6,4720 6,4570 Port. escudo 0,4309 0,4335 0,4357 Spá. peseti 0,5315 0,5348 0,5338 Jap. yen 0,64420 0.64810 0,6426- irskt pund 103,600 104,240 104,620 SDR 97,01000 97,59000 97.1800- ECU 83,0600 83,5600 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270. 904*1700 Verö aðeins 39,90 mín. ígígGl II Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn ftalski boltinn Þýski boltinn Önnur úrslit 8S NBA-deildin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.