Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Fréttir Verkalýðsfélögin sem sögðu upp kjarasamningum hyggja á aðgerðir: Yfirvinnubann mun setja loðnuvertíð úr skorðum - hafa ákveðið að vera ekki með ólöglegar aðgerðir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, segir í ítarlegu viðtali sem birtist í DV á morgun að ef félags- dómur dæmir uppsögn kjarasamn- inga ólöglega komi ólöglegar að- gerðir hjá verkalýðsfélögunum ekki til greina. Hins vegar verði gripið til löglegra aðgerða sem hann vildi ekki greina nánar frá. Það liggur i augum uppi að yfir- vinnubann er beittasta vopn félag- anna sem hefur verið beitt áður. Samkvæmt heimildum, sem DV tel- Fjárlagafrumvarpið: Engin kreppu- fjárlög þrátt fyrir nið- urskurð - segir Jón Kristjánsson „Nei, þetta eru engin kreppu- fiárlög. Þrátt fyrir þennan mikla niðurskurð sem hefur veriö kynntur. Meðal annars má nefna að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir þriggja milljarða niður- skurði I heilbrigðiskerfmu er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir auknum útgjöldum bæði til heilbrigðismála og menntamála. Þetta eru því ekki kreppufjárlög að því leyti til,“ sagði Jón Krist- jánsson, formaöur fjárlaganefnd- ar. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög hækki um 187,2 milljónir króna og þá er gert ráð fyrir aö heildarútgjöld íjárlaga árið 1996 verði 123,9 milljarðar króna og fjárlagahall- inn fari niður í 4 milljaröa en gert er ráð fyrir að hann verði 10 milljarðar króna í ár. „Lykilatriðið í þessu, þar sem atvinnulífið er nú heldur að taka við sér, eins og glöggt má sjá, er eðlilegt að rikið dragi heldur við sig og að opinber rekstur sé stilltiu- af á meðan. Þegar samdráttur er má réttlæta það að ríkið auki heldur útgjöld- in,“ sagði Jón Kristjánsson. - Ef við hittumst hér i þing- inu að liðnum 365 dögum áttu þá von á að þú getir sagt mér að fjárlagahallinn hafi ekki orðið nema 4 milljarðar á árinu 1996. „Ég ætla ekki að lofa þér því að ég geti staðið viö þaö. Það hafa margir góðir menn haft góð áform þar um á liðnum árum en gengið heldur illa. En eins og staðan er nú er ekkert undan- færi að taka vel á í þessum efh- um og það ætlum við aö gera,“ sagði Jón Kristjánsson. -S.dór ur öruggar, hafa verkalýðsfélögin fimm, Dagsbrún, Hlíf, Baldur, Verkalýðs- og sjómannasfélag Kefla- víkur og Eining á Akureyri ákveðið meðal annars yfirvinnubann í vetur takist samningar ekki. Yfirvinnu- bann er lögleg aðgerð. Loðnuvertíð- in byggist að mestu leyti á kvöld-, nætur- og helgarvinnu þeirra sem vinna í loðnubræðslum og líka við loðnufrystingu. Þá þarf líka að af- greiöa Qugvélar á Keflavíkurflug- velli utan dagvinnutímá, á kvöldin, næturnar og um helgar. Allt þetta „í fjárlagafrumvarpinu fyrir þetta ár sem er að líða er veittir 46 millj- arðar til heilbrigðiskerfisins í land- inu. Fyrir árið 1996 verður fjárveit- ingin til þessa málaflokks 49 millj- arðar. Það er ósköp eðlilegt að menn spyrji þá. hvar sé verið að skera niður. Þegar talað er um nið- urskurð er það vegna þess að verið er að reyna að stemma stigu við hinni sjálfvirku útþenslu sem er í kerflnu. Þetta er mjög fjárfrekur málaflokkur og mjög viðkvæmur og mikilvægur. Það sem er mikilvæg- ast og það sem ég tel mig vera að vinna að er að ná fram meiri sam- hæfingu sjúkrastofnanna í eigu rík- isins. Ég tel að þar náist fram hin raunverulega hagræðing í þessum færi úr skorðum ásamt ýmsu öðru ef yfirvinnubann yrði sett á. Það blasir því alvarlegt ástand við eftir áramótin ef ekki takast samningar. í viðtalinu við Kristján Gunnars- son á morgun kemur fram afar hörð gagnrýni á forystu ASÍ. Hann segir orsök klofningsins innan ASÍ hafa byrjað 1990 með þjóðarsáttarsamn- ingunum. „Síðan hefur ófaglærðu verka- fólki verið haldið niðri í launum. Við höfum verið í einhverri fátækt- arstefnu síðan. Menn hafa verið að geira,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra í samtali við DV í gærkvöldi. Þá stóð yfir 2. umræða um fjár- lagafrumvprpið. Að vonum var mik- ið rætt um heilbrigðiskerfið í þeim umræðum, enda er sá málaflokkur sá fjárfrekasti í fjárlögunum. Marg- ir bentu á niðurskurð um 3 millj- arða í heilbrigðiskerfinu og sögðu að verðið væri að skerða velferðar- kerfið, jafnvel rústa það. Ingibjörg sagði að mjög ósann- gjamt væri að segja að verið væri að rústa heilbrigðiskerfið enda væri það í mótsögn við þaö sem verið er að gera. „í þessu fjárlagafrumvarpi erum við að leggja meira fé til hjartaað- gera núll samninga eða þá með mjög litlum kjarabótum,“ segir Kristján. Hann segir verkalýðshreyfmguna máttlausa. „Ég hef stundum sagt að mið- stjóm Alþýðusambandsins sé eins og einhvers konar lávarðadeild. Þar situr þreytt forysta á fundum sem tekur fyrir ályktanir sem samdar hafa verið af starfsmönnum." Hann segist taka undir þá skoðun að verkalýðshreyfingin sé risi á brauðfótum. Hann segir forystu ASÍ gerða á börnum hér heima. Við erum að leggja meira fé til glasa- frjóvgunaraðgerða, sem er ein af stærstu framkvæmdunum sem við erum að fara í um þessar mundir. Við erum að efla geðverndarþjón- ustu á Norðurlandi. Og við erum nýbúin að opna glæsilega öldrunar- deild á Landakoti. Svo segja menn að við séum að rústa velferðarkerf- ið. Við erum auðvitað að bæta það. Ef við ætlum að verða við ýtrustu óskum varðandi heilbrigðiskerfið þá þyrftum við marga milljarða til viðbótar. Þeir sem þess krefjast verða þá að benda á hvar á að taka þessa peninga. Um það snýst mál- ið,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir. -S.dór Annrfki er venjulega hjá þingmönnum síðustu dagana fyrir jól eins og öllum landsmönnum og eru þessi jól engin undantekning því að í gærkvöld var fundað í þinginu langt fram á nótt. Hér má sjá þá félagana Össur Skarphéðins- son, Alþýðuflokki, og Guðmund Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki, í hrókasamræðum enda margt að ræða og það jafn- vel þótt menn tilheyri hvor sínum væng stjórnmálanna. DV-mynd GS Niöurskuröurinn í heilbrigðiskerfinu: Verið er að styrkja kerfið en ekki rústa - segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra Aukafjárveiting vegna halla Ríkisspítalanna „Rekstrarhalli Ríkisspítalanna er í dag um 300 milljónir króna. Þetta er uppsafnaður halli frá árinu 1994. Þetta er sem sé arfur sem ég fæ frá fyrri heilbrigðisráðherra. Hallinn stefndi í 400 milljónir en við höfum náð honum niður í 300. Við gerum ráð fyrir því að á fjáraukalögum fyr- ir þetta ár verði Ríkisspítölunum bættur þessi halli upp á 240 milljón- ir. Um þetta hefur náðst samkomu- lag milli mín og fjármálaráðherra,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir hefl- brigðisráðherra í gærkvöldi. Hún sagði að í þessum sama pakka væri gert ráð fyrir að 150 miUjónum króna sem fjármálaráð- herra fengi til ráðstöfunar. Hann á að nýta þessar 150 milljónir til að úthluta til stofnana sem best koma út varðandi hagræðingu. „Þannig erum við búin að ná utan um haUa Ríkisspítalanna. Það mun nást mikU hagræðing með aukinni samvinnu spítalanna á höfuðborgar- svæðinu og þeir munu því fá af þessu fé fjármálaráðuneytisins," sagði Ingibjörg Pálmadóttir. -S.dór vera aumingjakór sem hann hafi því miður sjálfur sungið eina rödd í. Kristján bendir á að þeir hópar launafólks, sem fóru í verkfóU fyrr á þessu ári, eins og kennarar, rútubif- reiðastjórar og flugfreyjur, hafi fengið langbestu kjarasamningana. „Ég vU ekki beita verkfallsvopn- inu fyrr en í ýtrustu neyð. Hins veg- ar hefur það hvarflað að manni að kannski sé verkfall það eina sem viðsemjendur okkar skUja," segir Kristján Gunnarsson. -S.dór Ogmundur Jónasson: Ráðherrar óska eftir fé til að reka fólk „í þessu bréfi ráðherranna til fjárveitinganefndar er verið að biðja um 150 miUjónir króna í sérstakan sjóð sem fjármálaráð- herra hafi yfir að ráða. í bréfinu er það beinlinis tekið fram,“ sagði Ögmundur Jónasson al- þingismaður um þennan nýja sjóð sem fjármálaráðherra fær til umráða. í bréfinu til fjárlaga- nefndar segir meðal annars: „Veitt verði 150 miUjónum króna á fjárlögum ársins 1996 sem sett verði á sérstakan lið í fjármálaráðuneytinu tU ráðstöf- unar á næsta ári til að kosta hagræðingarátak í rekstri ríkis- stofnana og létta undir stofnun- um til að ná varanlegum sparn- aði. Gert er ráð fyrir að stofnan- ir geti sótt í þennan sjóð fyrir tímabundnum kostnaði sem fell- ur á við aö ná fram varanlegri hagræðingu, s.s. tU greiðslu bið- launa.“ „Þama bókstaflega er það tek- ið fram að nota eigi sjóðinn til greiðslu biðlauna vegna varan- legrar hagræðingar,“ sagði Ög- mundur Jónasson. -S.dór Stuttar fréttir Viðræður um kvóta Viðræður um skiptingu kvóta úr norsk-íslenska sUdarstofnin- um hófust í Færeyjum í gær. Heildarkvótinn er áætlaður um miUjón tonn á ári. Norðmenn krefjast.87% kvótans, íslending- ar 25%, Rússar 25% og Færey- ingar 10%. Skv. RÚV þokaðist lítt í samkomulagsátt og eftir er að semja við ESB. Hátt verð á skinnum Blárefaskinn hækkuðu um 17% á uppboði í Kaupmanna- höfn í gær miðað við I septem- ber síðastliðnum. Minkaskinn hækkuðu um 18%. RÚV greindi frá. Vill banna innflutning Dýralæknir á Keldum hefur lagt tU að innflutningur á gælu- dýrafóðri frá Bretlandi, sem inniheldur nautgripakjöt, verði bannaður. Stöð tvö greindi frá. . Jólaskreyttar þrælabúðir MUli 800 og 900 manns eru á atvinnuleysisskrá hjá VR. Tím- inn hefur eftir formanni VR að troðið sé á réttindum verslun- arfólks sem ekki þori að leita réttar síns af ótta við vinnu- missi. Formaðurinn líkir versl- unum við jólaskreyttar þræla- búðir. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.