Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 25 Iþróttir i ÍR-inga í gærkvöldi og boltinn (ór ofan í Seins horft og beðið þess sem verða vill. DV-mynd Brynjar Gauti Æf ðu endasprett í klukkutíma - og það skilaði Njarðvíkingum sigri í Keflavík, 82-86 DV, Suðumesjum: „Við æfðum endasprettinn í klukkutíma á æfingu í gærkvöldi, þessi leikur þróaðist alveg eins og á æfingunni og það kom okkur til góða,“ sagði Teitur Örlygsson, leik- maðurinn snjalii í liði Njarðvíldnga, eftir góðan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 82-86, í gærkvöldi. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur, ekta nágrannaslagur, og gat sigurinn lent hvorum megin sem var. Bæði liðin léku vel og gáfu ekki eftir þumlung í slagnum. Þegar Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, kom inn á breyttist leik- ur þeirra til hins betra og hann dreif hðið mjög vel áfram. Þegar 7 mínútur voru eftir voru Njarðvíkingar yfir, 64-69, en þá var dæmd tæknivilla á Kristin Einarsson og í næstu sókn fékk Teitur Örlygsson á sig ásetn- ingsvihu. Keflvíkingar komust yfir og virtust vera að snúa leiknum sér í hag. Njarðvíkingar voru ekki á því að gefast upp og lokasekúndurnar voru æsispennandi. Keflvíkingar hefðu getað jafnað þegar 20 sekúndur voru eftir og stað- an 82-84, en skot Guðjóns Skúlasonar geigaði - Njarðvíkingar nýttu sér það og gerðu síðustu stigin í leiknum. Keflvíkingar náðu ekki að spila sem ein hðsheild nema á köflum. Þegar það gerðist náðu þeir vel sam- an en þegar einstakhngsframtakið réð ríkjum áttu leikmenn það til að gera slæm mistök. Albert Óskarsson, Jón Kr. og Lenear Bums léku mjög vel og Falur Harðarson í fyrri hálf- leik. Hjá Njarðvík átti Teitur góðan leik, Rondey Robinson var öflugur og eins Jóhannes Kristbjörnsson. „Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari. Við þurfum að laga okkar leik á lokamínútunum og fínpússa þær. Þetta er samt aht á góðri leið,“ sagði Albert Óskarsson, leikmaðurinn sterki hjá Keflavík. -ÓÁ Grissom enn meiddur „Það losnaði liðband í hné. Ég hef ekkert getað æft síðan þetta gerðist en má byija að hlaupa eftir viku og gæti verið orðinn góður fljótlega eftir ára- mót,“ sagði Davíð Grissom, Keflvíkingurinn öflugi, sem hefur misst af síðustu fjórum deildaleikjum hðs- ins. Fíarvera hans er mikið áfall fyiir Keflvikinga. Þór með sorgarbönd Körfuknattleikshö Þórs frá Akureyri lék með sorg- arbönd gegn KR-ingum þegar hðin mættust í úrvals- deildmni á Seltjarnamesi í gærkvöldi. Það gerðu Þórsarar th að minnast Þóris Guðlaugssonar, fyrrum leikmanns og síðan aðstoðarþjálfara hðsins, sem lést í vikunni eftir veikindi. Staðan Staðan í DHL-deildinni í körfu- knattleik eftir leiki 19. umferðar í gærkvöldi: A-riðill: Haukar.....19 16 3 1689-1433 32 Njarðvík...19 15 4 1722-1511 30 Keflavík...19 12 7 1747-1579 24 Tindastóll... 19 10 9 1451-1476 20 ÍR.........19 9 10 1542-1553 18 Breiðablik... 19 4 15 1499-1774 8 B-riðill: Grindavík... 19 14 5 1825-1543 28 Skahagr....19 10 9 1472-1512 20 KR.........19 10 9 1634-1627 20 Akranes....19 6 13 1648-1803 12 Þór A......19 6 13 1583-1578 12 Valur......19 2 17 1432-1855 4 Stigahæstir: Milton Bell, Akranesi.......573 Michael Thoele, Breiðabhki..506 Torrey John, Tmdastóh.......500 Jonathan Bow, KR............491 Fred Wihiams, Þór...........461 Herman Myers, Grindavík.....453 Herbert Arnarsson, ÍR.......422 Teitur Örlygsson, Njarðvík..413 Lenear Bums, Keflavík.......400 EkelundtilCity Enska knattspyrnufélagið Manc- hester City fékk í gær danska sókn- armanninn Ronnie Ekelund lánaðan frá Barcelona á Spáni til tveggja mánaða. Ekelund var í láni hjá So- uthampton í fyrravetur og skoraði þá grimmt. Atletico tapaði Atletico Madrid, topplið spænsku knattspymunnar, tapaði í gær þegar dómstóh FIFA úrskurðaði að rúss- neski landshðsmaðurinn Viktor Onopko væri með réttu leikmaður Real Oviedo. Bæði félögm töldu sig hafa samning í höndunum sem sýndi kaup á Onopko frá Spartak Moskva. RiEey fyrstur Wayne Rhey frá Ástrahu er fyrstur eftir fyrsta keppnisdaginn á heims- meistaramóti Johnnie Walker sem hófst á Jamaíku í gær. Rhey lék á 66 höggrnn í gær, Vijay Singh á 69, Loren Roberts og Fred Couples á 70 og Bemhard Langer á 71 höggi. Keflavik - Njarðvík (43-39) 82-86 7-5, 9-18, 21-21, 34-34, 41-34 (43-39), 46-41, 52-52, 60-60, 64-69, 73-71, 82-81, 82-86. Stig Keflavíkur: Falur Harðar- son 16, Lenear Bums 16, Albert Oskarsson 15, Jón Kr. Gíslason 11, Guðjón Skúlason 10, Sigurður Ingimundarson 9, Gunnar Einars- son5. Stig Njarðvikur: Rondey Robin- son 21, Teitur Örlygsson 19, Jó- hannes Kristbjömsson 17, Páll Kristínsson 8, Friðrik Ragnarsson 8, Rúnar Ámason 7, Kristínn Ein- arsson 6. Fróköst: Keflavík 25, Njarðvík 3ja stiga körfur: Keflavík 7/17 (41%), Njarðvík 2/10 (20%). Ðömarar: Kristinn AJbertsson og Helgi Bragason, góðir. Áhorfendur: 550. Maður leiksins: Teitur Örlygs- son, Njarðvík. „Vorum óheppnir" - naumt tap Vals gegn Skallagrínn, 84-86 „Viö vorum óheppnir að vinna ekki þennan leik en strákamir eru að spha eins og fyrir þá er lagt. Ég er ekki vanur að segja áht mitt á dómurunum, ég læt þá heldur heyra það frá mér þeint,“ sagöi Torfi Magn- ússon, þjálfari Valsara, eftir að Skahagrímsmenn höfðu sigrað þá í spennandi leik á Hhðarenda í gær- kvöldi, 84-86. Valsmenn byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og hittu vel úr langskotum sínum en Skahagrímsmenn komust fljótlega inn í leikinn og náöu að komast yfir í lok fyrri hálfleiks. í seinni háifleik fóm Borgnesingar að spha betur og náöu tólf stiga forskoti og þegar um þijár mínútur vom th loka virtist sigur þeirra vera í höfn. Valsmenn fóm þá að spha pressu- vöm ahan vöhinn og náðu að minnka muninn í þijú stig. Þegar 15 sekúndur vom eftir fékk Ragnar Þór möguleika á að jafna en var óheppinn að sefja boltann ekki niður. Valsmenn brutu strax á Borg- nesingum en fengu dæmda á sig ásetningsvhlu sem var mjög vafa- samur dómur. Skahagrímsmenn tryggðu svo sigurinn með því að setja vítaskotin niður. Skahagrímsmenn hafa oft sphað betur en ágætir kaflar sáust þó hjá þeim. Bestir vom þeir Ari Gunnars- son og Ermolihski en einnig sphuðu Tómas Holton og Bragi ágætlega. Hjá Val sphuðu Ragnar Þór og Bayless mjög vel og Bjarki Guðmundsson var grimmur í fráköstum. -SS Valur - Skallagr. (43-46)84-86 19-9, 32-24, 38-38 (43-46), 50-56, 60-71, 66-73, 84-86. Stig Vals: Ronald Bayless 27, Brynjar Karl Sigurðsson 26, Ragn- ar Þór Jónsson 18, ívar Webster 5, Bjarki Guðmundsson 4, Hjalti Jón Pálsson 4. Stig Skallagríms: Bragi Magn- ússon 18, Ari Gunnarsson 15, Alex- ander Ermolinski 14, Tómas Hol- ton 11, Grétar Guðlaugsson 8, Sigmar Eghsson 7, Gunnar Þor- steinsson 4, Sveinbjöm Sigurðsson 2. Fráköst: Valur 37, Skallagrímur 36. 3ja stiga körfur: Valur 11, Skallagrímur 4. Dómarar: Kristján Möher og Einar Einarsson, slakir Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Ari Gunnars- son, Skallagrími.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.