Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 Afmæli Bragi Guðmundsson Bragi Guðmundsson verkfræð- ingur, Hjarðarhaga 36, Reykjavik, er sjötugur í dag. Starfsferill Bragi fæddist á bænum Lauga- læk við Kleppsveg í Reykjavík en ólst upp á Kirkjusandi við Laug- amesveg. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1946 og verkfræðiprófi frá KTH í Stokkhólmi 1954 með land- mælingar sein sérgrein og stund- aði framhaldsnám við KTH 1960-64. Bragi starfaði við landmælingar og landskipta- og landamerkjamál hjá Landnámi ríkisins 1954-59 og við landmælingar, myndmælingar og útreikninga hjá Forverki hf. og hjá Skipulagi ríkisins um skeið 1959-60. Hann var prófdómari og kenn- ari við KTH í Stokkhólmi 1961-76 og var samtímis ráðgefandi verk- fræðingur, einkum við þríhym- ingsmælingar og kortagerð, h)á Ingenjörsbyrán VIKAK AB í Stokkhólmi en þar hafði hann umsjón með skipulagningu mæl- inga og kortagerðar fyrir marga stærri og minni þéttbýlisstaði og sveitarfélög i Svíþjóð. Þá vann hann þar á tölvudeild við forritun og úrvinnslu gagna. Bragi var for- stjóri Landmælinga íslands 1976-85, kenndi landmælingar við HÍ 1976-85 og var aðjunkt um helming þess tíma og var yfir- verkfræðingur Landmælinga ís- lands frá 1985 en lét af störfum fyrir aldurs sakir í ársbyrjim 1993. Bragi var tilnefndur í nefiid vegna undirbúnings laga um land- mælingar á íslandi, hefúr verið meðdómari í landamerkja- og landskiptamálum í héraðsdómi og yfirskiptadómi og var skipaður af ráðherra í vixmuhópa vegna til- raunaverkefnis um gerð staf- rænna staðfræðikorta og land- fræðilegs upplýsingakerfis og var formaður vinnuhópa um landmæl- ingar og myndmælingar. Bragi keppti með Ármanni í frjálsum íþróttum og í handbolta en hann varð Reykjavíkurmeist- ari og íslandsmeistari í þeirri grein auk þess sem hann var í fyrsta keppnisliðinu sem fór utan. Þá var hann virkur þátttakandi í skátahreyfingunni og einn af stofnendum skátafélagsins Völs- unga í Laugamesskóla. Fjölskylda Bragi kvæntist 21.6.1953 Katrínu Helgu Karlsdóttur, f. 27.11.1932, húsmóður. Hún er dóttir Karls Hjálmarssonar, kaup- félagsstjóra á Þórshöfn og síðar á Hvammstanga, sem lést 1964, og Haildóru Ásgrímsdóttur húsmóð- ur sem lést 1936. Bragi og Katrín slitu samvistum. Böm Braga og Katrínar em Guðmundur Karl, f. 27.12.1953, hijómlistarmaður í Svíþjóð; Hall- dóra, f. 27.3. 1957, skrifstofumaður í Svíþjóð, gift Lars Gunnari Gunnarssyni skrifstofustjóra og em börn þeirra Erik, f. 1.4.1982, og Kristin, f. 2.10.1985; Bragi Már, f. 7.9.1961, rafmagnsverkfræðing- ur í Reykjavík en sambýliskona hans er Sigurlaug Jakobsdóttir, setjari og deildarstjóri. Systiu- Braga em báðar látnar en þær vom Helga, gift Ólafi Vilhjálms- syni í Bólstað í Garðabæ; Ám- heiður, var gift Ágústi Hafberg, forstjóra í Reykjavík. Foreldrar Braga vora Guð- mundur Jóhannes Guðmundsson, f. 30.10. 1897, d. 10.10. 1982, bif- reiðastjóri í Reykjavík, og k.h., María Ámadóttir, f. 24.4.1888, d. 11.1.1981, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Guð- mundar Jóhannessonar, bónda í Straumfjarðartungu, ættaður frá Elliða í Staðarsveit, og k.H. Odd- nýjar Kristjánsdóttur sem ættuð var frá Skógamesi. Oddný var móðursystir Jóhanns Jónssonar skálds. Guðmundur og Margrét Bragf Guömundsson. Þorbjörg, kona Thors Jensen, vom bræðraböm. María var dóttir Áma Þorláks- sonar, bónda og sjómanns í Berg- skoti, og k.h. Helgu Kjartansdótt- ur sem ættuö var úr Borgarfirði. Bragi er að heiman. Ragnar Sveinn Olgeirsson Ragnar Sveinn Olgeirsson, fyrrv. bóndi á Oddsstöðum I í Lundarreykjadal er sjötugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist á Innri-Skelja- brekku í Andakílshreppi en ólst upp í Borgamesi. Hann gekk í Tll hamingju með afmælið 3. janúar 85 ára Einar A. Araalds, Miklubraut 52, Reykjavík. 80 ára Bjami Helgason, Fellsmúla 13, ReyHjavík. Elín Ólafsdóttir, Naustahlein 5, Garðabæ. Sigríður S. Jóhannesdóttir, Borgarhlíð 3 B, Akureyri. Georg Jensson, Hásteinsvegi 54, Vestmannaeyj- um. 75 ára Sigrún Guðbrandsdóttir, Hlunnavogi 10, Reykjavík. Þórsbergi 18, Hafnarfirði. Guðbergur Magnússon, Bergsstaðastræti 11 A, Reykjavík. Sambýliskona hans er Guðný Ragnarsdóttir. Þau taka á móti gestum að Suð- urhvammi 13, Hafnarfirði, laugardaginn 6.1. nk. milli kl 17.00 og 20.00. Guðjón Jósefsson, Strandhöfn, Vopnafjaröarhreppi. Hafsteinn H. Jónsson, Vallarbarði 11, Hafnarfirði. Gylfi Matthíasson, Hofslundi 1, Garðabæ. Sigurbjöra Friðriksson, Vailhólmi, Seyluhreppi. 70 ára Jón Hólmsteinn Júlíusson, Skólagerði 38, Kópavogi. Þórarinn S. ÖQörð, Laugamesvegi 102, Reykjavík. Gúðbjörg Árnadóttir, Kringlumýri 11, Akureyri. 40 ára 60 ára Ásgeir Sigurðsson, pipulagninga- meistari, Hlégerði 21, Kópavogi. Kona hans er Erla Bjamadótt- ir skrifstofumaö- ur. Þau em fjarverandi. Dagrún Kristjánsdóttir, Holtagerði 2, Kópavogi. 50 ára Árai Helgi Karlsson, Álfheimum 11, Reykjavik. Böðvar Hermannsson, Jóhannes Páll Héðinsson, Rimasíðu 29 E, Akureyri. Guðmundur E. Hallsteinsson, Hrauntungu 85, Kópavogi. Sigurður J. Bergsteinsson, Bláhömrum 25, Reýkjavík. Elin Guðný Bjarnadóttir, Torfufelli 24, Reykjavík. Elín Sigurðardóttir, Álakvísl 74, Reykjavík. Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson, Fossvegi 17, Siglufirði. Pétur Ulrich Fenger, Grenibyggð 32, Mosfellsbæ.. Ásta Karen Rafnsdóttir, Eikjuvogi 13, Reykjavík. Gestur Björasson, Kambaseli 26, Reykjavík. Guðrún Sigrfður Kristjánsdóttir, Daðastöðum, Öxarfjarðarhreppi. Maria Madalena Carrilha, Nóatúni 32, Reykjavík. Linda Björasdóttir, Langholtsregi 29, Reykjavík. Bama- og unglingaskóla Borgar- ness og Reykholtsskóla 1943-1944. Hann var tvö sumur á sUdveiðum við Norðurland, vetrarvertíð í Vestmannaeyjum, veghefilsstjóri eitt ár og í ígripum síðar, mjólk- urbUstjóri hjá KB í átta ár og bóndi á Oddsstöðum í Lundar- reykjadal 1953-1984. Þá fiutti hann í Borgames og hefur verið skrif- stofumaður þar síðan. Ragnar var formaður UMF SkaUagríms i Borgamesi um 1950, UMF Dagrenningar í Lundar- reykjadal 1956-58 og UMS Borgar- fjarðar 1958-62, formaður Búnað- arfélags Lundarreykjadalshrepps 1966-73, í stjóm Skógræktarfélags Borgarfjarðar 1978-89, í stjóm KB í níu ár, í stjóm Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar 1972-82, í hreppsnefnd Lundarreykjadals- hrepps í tólf ár og í sýslunefnd svipaðan tíma og formaður sókn- amefhdar Lundarkirkju 1958-62. Fjölskylda Ragnar kvæntist 29.1.1952 Hönnu Vigdísi Sigurðardóttur, f. 8.1.1927, húsfreyju, dóttur Sigurð- ar Bjamasonar, b. frá Hömmm í Reykholtsdal, og Vigdísar Hannes- dóttur frá DeUdartimgu. Synir Ragnars og Hönnu era Sigurður Oddur, f. 12.6.1953, b. og búfræðikandidat á Oddsstöðum, kvæntur Guðbjörgu Ólafsdóttur og em böm þeirra Ólafur Ágúst, f. 6.6. 1979, Ragnar Finnur f. 17.6. 1983, Sigurður Hannes, f. 24.1. 1989, og Sigurborg Hanna, f. 28.2. 1991, en sonur Sigurðar fyrir hjónaband með Kristbjörgu Jörg- ensdóttur er Jörgen, f. 10.5. 1976; Olgeir Helgi, f. 29.3. 1966, rekstrar- fræðingur og nemi við Samvinnu- háskólann á Bifröst og fréttaritari DV í Borgamesi, kvæntur The- odóra Þorsteinsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar, og er dóttir þeirra Sigríður Ásta f. 15.4. 1994. Hálfbróðir Ragnars, sammæðra, var ÁrsæU Jóhannsson f. 29.1. 1912, d. 1981. Foreldrar Ragnars: Olgeir Frið- Ragnar Sveinn Olgeirsson. finnsson f. á Borgum í Vopnafirði 19.2. 1900, d. 6.8. 1989, verkamaður í Borgamesi, og Helga Finnsdóttir frá Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd, f. 20.4. 1881, d. 30.7. 1970. Ragnar verður að heiman. Sigrídur Guömimdsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir hús- móðir, Lyngbrekku 19, Kópavogi, er sjötug í dag. Starfsferill •Sigríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Miðstrætinu og síð- an við Öldugötu. Hún stundaði nám við Verslunarskóla íslands í tvö ár. Sigríður flutti með manni sín- um tU Keflavíkur 1954 þar sem hún var húsmóðir í tuttugu ár en þau fluttu síðan i Kópavoginn þar sem hún hefur átt heima siðan. Hún starfaði við símavörslu og skrifstofústörf hjá Sláturfélagi Suðurlands 1979-1992. Sigríður hefur sungið með ýms- um kórum, fyrst með telpnakór, síðan í Samkór Reykjavíkur hjá Robert Abraham, í Kvennakór Keflavíkur og loks í Fílharmon- íukómum. Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar var Bene- dikt Þórarinsson, f. 25.1. 1921, d. 16.1.1983, yfirlögregluþjónn á KeflavíkurflugveUi. Hann var son- ur Þórarins Eyjólfssonar, trésmiðs í Keflavík, og Elínrósar Benedikts- dóttur, ljósmóður þar. Böm Sigríðar og Benedikts em Þorvaldur, f. 29.9.1943, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Rósu Ólafs- dóttur; Benedikt Rúnar, f. 13.7. 1948, trésmiður í Keflavík, kvænt- ur Hrefnu Sigurðardóttur; Mar- grét Ragnarsdóttir, f. 13.10. 1946, húsmóðir í Kópavogi, gift Albert Sævari Guðmundssyni; Guðmund- ur Öm Ragnarsson, f. 21.3. 1949, kerfisfræðingur á Selfjamamesi, kvæntiu- Ólínu Erlendsdóttur; Kristín Benediktsdóttir, f. 17.7. 1957, kennari í Svíþjóð, gift Ulf Andersson; Sigrún Ingibjörg Bene- diktsdóttir, f. 3.5.1959, gjaldkeri í Reykjavík, var gift Þórði Jónssyni lögreglumanni en þau skUdu. Bamaböm Sigríðar eru fimmtán talsins. Systkini Sigríðar eru öU al- systkini, búsett í Reykjavík. Þau em Vigfús, f. 10.7. 1927, trésmíða- meistari; Guðrún, f. 28.7.1928, sjúkraliði; FUippus, f. 6.6.1932, málarameistari; Ingibjörg, f. 16.2. 1935, læknaritari; Sigurður, f. 3.6. Sigríður Guðmundsdóttir. 1938, trésmíðameistari; Kristín, f. 3.6.1940, læknaritari. Foreldrar Sigríðar voru Guð- mundur FUippusson, f. 15.12.1891, d. 28.7. 1955, málarameistari í Reykjavík, og k.h., Kristín Vigfús- dóttir, f. 11.4. 1901, d. 9.1. 1987, húsmóðir. Sigríður er að heiman í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.