Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 7 DV Sandkorn í Fjarðar- póstinum er bráð- skemmtilegt viðtal sem hefst á þessa leið: Vilt þú, Halla, lífsins lalla, langan flalla - með mér veg. Mína galla, elska alla, eins þótt skalla - fái ég. Þeir eru ekki á hverju strái í dag sem biðja sér konu með dýrt kveðn- um hringhendum en fmnast þó. Einn þeirra er Símon Jón Jóhanns- son, fiamhaldsskólakennari í Flens- borg að starfi, en fjölskrúðugur að mennt og upplagi. Ættaður að norð- an af heilsteyptri Sambands- og framsóknarfamiliu, en nú allaballi, menningarfrömuður og formaður Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarð- ar tO skamms tíma. Kennari kaþ- ólskra nunna, draumaráðningar- maður, þjóðfræðingur og spesialisti í þjóðtrú.... Karlmennsku- táknið Og áfram í sama viðtal. Símon er að tala um drauma og draumaráðn- ingar og seg- ir þar að i draumaráðn- ingabókinni komi til dæmis fram hvemig þjóð- trú breytist því nú fara að koma inn hlutir á borð við bíla, jeppa, farsíma og annað. Símon seg- ir að dreymi konu jeppa, sé það fyr- ir sambandi við karlmann og það hversu jeppinn er stór eða vígaleg- ur sé einhvers konar ábending um myndarleik mannsins. Viö sögðum frá því í Sandkomi í síðustu viku að fjórir þeirra sem nefndir eru sem hugsan- legir for- setafambjóð- endur séu komnir af hinum stóru og miklu valdaættum landsins, Briemum, Stephensenum, Thórsurum og Hafsteinum. Ágætur kunningi sandkornsritara benti honum á að þetta hefðu ekki verið tæmandi ættartengsl. Hann sagði að Davíð Oddsson forsætisráðherra væri sá fimmti þvf hann væri af ætt Briemara. Og svo væri það Pét- ur Hafstein. Hann er ekki bara af ætt Hafsteina, heldur líka Stephen- sen, Briem og Thors og því skyldur öllum hinum fjómm frambjóðend- unum. Síðan sagði hann að ekki mætti gleyma því að Guðrún Pét- ursdóttir væri ekki bara Thors heldur væri hún af Engeyjarættinni líka. í síðustu viku birtust þrjár visur hér í Sand- komi þar sem skotið var á séra Hjálmar Jónsson al- þingismann fyrir hug- mynd hans um að auka þorskkvótann um 20 þúsund lestir. Það voru þeir Jón Kristjánsson al- þingsmaður, Páll Pétursson félags- málaráðherra og einn blaðamaður sem ortu visumar. Nú hefur Hjálm- ar svarað vísunum. Lítt af þekking lýsti þar lokaðir viskubrunnar. Vita þeir fátt um fiskveiðar og fræði Biblíunnar. „Lúkas 5 til 11“ Skipið fyllt af fiski var fagnað kvótum stærri. Þá voru fiskifræðingar og Framsókn hvergi nærri. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Nægur afli Frændi Bónorðið ____________________________________________________________Fréttir íbúi í Laugardalnum hefur verið kærður til lögreglu fyrir hundahald: Talinn halda 30-40 hunda án þess að hafa leyfi -minni spámenn teknir en þetta mál velkist í kerfinu árum saman Jón Guðmundsson, íbúi við Suðurlandsbraut, ræktar hunda af springer spaniel-kyni í óleyfi í húsi sínu í Laugardaln- um og hefur ekki staðið skil á öilum gjöldum vegna hundahaldsins til borgarinnar. Málefni Jóns hafa verið til um- fjöllunar í borgarkerfinu og hjá lögreglunni í nokkur ár án þess að nokkur niðurstaða hafi fengist. DV-mynd GS „Það er búið að kæra hann til rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík fyrir nokkrum mánuðum síðan fyrir óleyfilegt hundahald og eða hrot á hundasamþykktinni. Það er búið að vinna lengi í þessu máli en ég man ekki hvenær það byrjaði. Það er búið að gera fullt í þessu máli en ég get ekki svarað því af hverju þetta hefur dregist svona,“ segir Oddur Rúnar Hjartarson, for- stöðumaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Jón Guðmundsson, íbúi að Álfa- brekku við Suðurlandsbraut, hefur haldið hunda í húsi sínu í nokkur ár. Áriö 1993 haföi Jón undanþágu frá hundabanni fyrir sex fullorðna hunda en var sviptur undanþágu fyrir þrjá þeirra. Þrátt fyrir þetta er talið að hann haldi 30-40 fullorðna hundar í húsi sínu auk fiðrilda- hunda og hvolpa. Aldrei hefur þó sannast að Jón eigi hundana og sjálfur segist hann gjarnan vera með þá í gæslu fyrir ættingja og vini. Skuldar gjöld vegna hund- anna „Ef ég man rétt þá borgaði hann einhver gjöld af hundunum á tíma- bili. Hann skuldar núna. Ég veit ekki hvað það er mikið, það fer eft- ir því hvað hann er með marga hunda. Ég hef ekki hugmynd um það. Það er mjög óljóst. Það er sjálf- sagt hægt að telja hundana en það kostar fógetaúrskurð að fara inn í húsið. Hann hefur ekki hleypt okk- ur inn nema einstaka sinnum og þá hafa ekki verið neinir hundar þar eða mjög fáir,“ segir Oddur Rúnar. DV hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Jón hafi fyrir nokkrum árum verið kærður fyrir brot á dýravemdarlögum og líkamsmeið- ingar en aldrei neitt verið sannað. Hundahald hans hefur þráfaldlega verið inni á borði borgarlögmanns og lögreglu. Samkvæmt heimildum DV era mál hans enn að velkjast í kerfinu. Gerð hefur verið samantekt um málið hjá Heilbrigðiseftirlitinu en ekki tókst að fá hana í gær. Ekkert er gert Samkvæmt heimildum DV hafa hundaeftirlitsmenn borgarinnar haft reglulegt eftirlit með hunda- haldi Jóns og reynt að kasta tölu á hundana þegar Jón hleypir þeim lausum við húsið. Fyrir nokkra kom til ryskinga milli Jóns og hundaeftirlitsmanns og þá var þess krafist að eitthvað yrði gert í mál- inu. DV hefur heimildir fyrir því að í borgarkerfinu þyki skrýtið að ganga þurfi harkalega að „minni spámönnum," eins og það er orðað, en ekkert sé gert í þessu máli. -GHS Jón Guðmundsson: Verið að skoða málið hjá „Girðingar eru mesta kúgun sem þú getur sett á eina skepnu eins og íslenskan hund sem þarf hreyfingu, umhverfi og vinnu og loka hann inni. Hjá mér sérðu engar girðingar. Þeir hundar sem vilja fara fara. Mikið af þessum hundum sem ég er með hérna eru hundar sem era ætt- aðir frá mér. Af einhverjum ástæð- um þurfa þeir ný heimili. Þeir eru alltaf velkomnir hingað og ég finn ný heimili fyrir þá endurgjalds- laust,“ segir Jón Guðmundsson, hundaræktandi við Suðurlands- braut. Jón bendir á að hann sé fimmti ættliðurinn sem búi i Laugardaln- um. Hann segir þar hafa verið bú- skap frá upphafi og hundahald hafa tíðkast. Hann sé nú eini aðilinn sem nýti landið. Honum finnst ósann- gjarnt að hann sé krafður um gjöld upp á hundruð þúsunda vegna hundaræktarinnar meðan maður í sams konar rekstri rétt fyrir utan borgarmörkin borgi ekki krónu. Það sé ekki eðlileg samkeppnisstaða. „Það er verið að skoða þessi mál hjá borginni. Nágranni minn fékk leyfi fyrir sínu dýrahaldi þó að íjár- búskapur væri bannaður í Reykja- vik. Hann lifði af landinu og haíði alltaf gert. Ég er búinn að vitna í borginni samninginn við hann og það er ekki tekið neitt óeðlilega í það. Það er bara ekki búið að koma þeim málum á hreint og bara heðið eftir því hvernig reglurnar verða," segir hann. Jón vill ekki segja nákvæmlega hversu margir hundar eru hjá hon- um en segir að 30-40 séu alltof há tala. Hann segir að þeir séu af kyn- inu springer spaniel.-GHS í glæsilegri '96 árgerðinni frá ARCTIC CAT er að finna fjölda athyglisverðra nýjunga sem allir áhugamenn um vélsleða kunna að meta. Ef þú ert áð leita að vönduðum og nýtískulegum vélsleðafatnaðí, W fínnur þú hann örugglega í '96 línunni frá Arctic cat. Dæmi um verð Teg.: Stgr.verð Phanther Liquid ............. 758.000 Bearcat 550 Widetrack ....... 849.000 EXT 580 EFI ................. 839.000 Pantera ..................... 897.000 ZRT 600 ..........-........ 929.000 Wildcat EFI Touring ......... 997.000 Thundercat ................ 1.098.000 ÁRMÚLA 13 SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 * Umboðsaðílar: Ólafsfjöröur: Múlatindur • Akureyri: Straumrás, Furuvöllum 3 * Egilsstaöir: Bílasalan Ásinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.