Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Qupperneq 28
60 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 Hefur frjálslyndisarmi Sjálfstæð- isflokksins verið drekkt? Myndin er frá landsfundi. Drekkt í súrri sláturtunnu „Því miður hefur frjálslyndis- armi Sjálfstæðisflokksins verið drekkt í súrri sláturtunnu aust- ur í Nesjum.“ Þröstur Olafsson, í DV: Vel mæltir á eigin tungu „Menn ættu ekki að engjast svo mjög af áhyggjum út af Ummæli kunnáttu frambjóðenda í erlend- um tungumálum, en hlusta frem- ur eftir því hversu vel þeir eru mæltir á sína eigin tungu. Ingvar Gíslason, um forsetafram- boð, í Tímanum. Teknir í bólinu „Við ákváðum því að taka þá í bólinu.“ Logi Olafsson, um leikinn gegn Möltu, í Morgunblaðinu. Láta tuðið nægja „Nei, ég á ekki von á því að sjómenn grípi til aðgerða. Ætli þeir láti ekki tuðið nægja.“ Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri, í DV. Kljúfa sveitarfélagið „Ef yfirmaður sveitarstjórnar- mála er máttlítill í þessu máli og telur sig ekki geta gripið inn í þá höfum við ekkert annað ráð en að kljúfa sveitarfélagiö." Hjörleifur Sigurðarson, bóndi í Mývatnssveit. Títuprjónar koma að gagni þegar verið er að sníða föt. Nálar og títuprjónar Nálar hafa verið notaðar leng- ur en nokkrar heimildir greina frá. Fyrr á öldum voru þær bún- ar til úr beini og var þá borað auga á þær, annaðhvort á annan endann eða á miðju. Nálar hafa fundist í elstu mannvistarlögum Trjóu. í Grikklandi voru notaðar filabeinsnálar til forna. í Egypta- landi voru notaðar nálar úr kop- ar og bronsi og í Róm saumuðu menn með járnnálum til forna. Árið 1370 var Núrnberg orðin Blessuð veröldin miðstöð í smíði og skipun járnn- ála, en uppfinning þeirra var eignuð aröbum. Nálar af þessu tagi urðu þó ekki almannaeign fyrr en um miðja 16. öld í Frakk- landi og á 18. öld í Englandi. Títuprjónn Árið 1817 sótti Bandaríkja- maðurinn Seth Hunt um einka- leyfi á uppfinningu sinni, sjálf- virkri vél til framleiðslu á títu- prjónum í heilu lagi - nál, haus og oddi. Vél hans var ekki tekin í notkun fyrr en 1824, er Samuel Wright sótti um svipað einka- leyfi í Englandi. England varð miðstöð iðnvæddrar títuprjóna- framleiðslu eftir að John Tilsby stofnaði fyrstu stóru títuprjóna- verksmiðjuna 1825. Áfram sunnanátt Á norðanverðu Grænlandssundi er 985 millíbara lægð sem hreyfist norðaustur og önnur skammt aust- ur af Nýfundnalandi, einnig á norð- austurleið. í dag verður áfram suð- vestan- og sunnanátt á landinu, I Veðrið í dag fyrstu allhvöss suðaustan- og aust- anlands, en mun hægari þegar líður á daginn, léttir til um austan- og norðaustanvert landið. Hiti verður 3 til 6 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestankaldi eða stinn- ingskaldi og skúrir í dag, en sunnan og suðaustan stinningskaldi og rign- ing í nótt og fyrramálið. Hiti 5 til 6 stig. Sólarlag i Reykjavík: 17.57. Sólarupprás á morgun: 9.25. Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.07. Árdegisflóð á morgun: 2.58. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrid kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó 6 Akurnes alskýjaó 6 Bergstaöir úrk. i gr. 4 Bolungarvík skúr á s. klst. 4 Egilsstaóir alskýjaö 5 Keflavíkurflugv. þokumóóa 4 Kirkjubkl. rigning 4 Raufarhöfn alskýjaó 2 Reykjavík þokumóða 4 Stórhöföi rign. og súld 6 Helsinki snjókoma -9 Kaupmannah. þokumóóa -1 Ósló skýjað -15 Stokkhólmur léttskýjað -17 Þórshöfn rigning 6 Amsterdam þokumóða 0 Barcelona rigning 9 Chicago heiðskirt -2 Frankfurt snjókoma 0 Glasgow heiðskírt -4 Hamborg þokumóða 0 London skýjað 3 Los Angeles þoka 13 Lúxemborg snjókoma -1 París skýjað 2 Róm þokumóóa 6 Mallorca skýjað 11 New York léttskýjað -3 Nice léttskýjað 6 Nuuk skafrenningur -2 Orlando heióskírt 5 Vín þokumóða -2 Washington alskýjaó 1 Winnipeg alskýjaó -4 Birgir Brynjólfsson, frumkvöðull í hálendisferðum að vetri til: Alltaf spennandi að prófa eitthvað nýtt „Það hefur þvi miður lítið verið hægt að fara upp á hálendið í vet- ur vegna snjóleysis, en nú er gam- anið að fara að byrja og nægur snjór kominn, segir Birgir Brynj- ólfsson, guðfaðir allra þeirra sem stunda jeppakstur á háíendinu að vetri til. í tuttugu ár hefur hann á hverjum vetri farið vítt og breitt um hálendið og margir hafa farið sína fyrstu ferð með honum og smitast af áhuga hans. Þegar ferill hans I háfjallaferöum að vetri til er skoðaður þá kemur það ekki á óvart að Birgir gengur undir nafn- inu Fjalla-Eyvindur. Hann á að baki mikið brautryðjendastarf. Ástæðuna fyrir því að Birgir fór Maður dagsins að ferðast um hálendið að vetri til segir hann vera þá að hann ásamt fleirum hafi í raun verið hraktir af hálendinu: „Við fórum alltaf síðla hausts í ferðir en eftir að farið var að gera slíkar ferðir að atvinnu- grein þá sáum við okkur ekki fært annað en að færa okkur yfir á vet- urinn. Staðreyndin er að ef á að fara inn á hálendið að sumri til þá verður að panta skálapláss löngu Birgir Brynjólfsson. fyrir fram og borga fyrir það eins og fyrir hótelgistingu." Birgir sagði að þótt snjóleysið hafi verið mikið í vetur þá mættu menn ekki flaska á því að meta stöðuna eftir því hverig er í borg- inni og nágrenni hennar: „Ég var inn á miðhálendinu fyrir fáum dögum og þar er snjór. Það má segja að þessi ferð hafi verið nokk- urs konar æfinga- og könnunar- ferð mér til skemmtunar og af- þreyingar." Birgir var spurður hvort hann væri með eitthvað spennandi á döfinni: „Þaö er éitthvað að gerj- ast í manni frá ári til árs og það eru alltaf einhverjar óskaleiðir á listanum, en sá listi styttist og það verður alltaf erfiðara að finna eitt- hvað nýtt og framkvæma það. Það sem gerir brautryðjendastarfið spennandi og ævintýrakennt er að vera að prufa eitthvað nýtt. Nú er stefnt á að keyra eftir Tröllaskag- anum en ég veit ekki til þess að það hafi verið gert áður og mun ég næstu daga fljúga yfir og kanna aðstæöur.“ Birgir sagði aðspurður að fara upp á hálendið á góðum jeppa væri alltaf jafn spennandi: „Ferða- lög á eigin bíl sameina áhugamál- in. Fyrst og fremst er það áhugi á að ferðast, þá er það áhugi á fólki almennt, það er svo margt fólk sem maður kynnist og ég verð aldrei leiður á að virða það fyrir mér, svo er það áhuginn á bílum, ímyndunaraflið og sköpunargleðin fær útrás í að eiga við eigin bfl sem búiö er að breyta." Eiginkona Birgis er Viktoría Vilhjálmsdóttir og eiga þau upp- komin börn en þau eiga einnig þrjú ung börn sem þau ættleiddu: „Það veitir manni mikið aö byrja aftur að ala upp böm, maður er orðinn eldri og þroskaðri og gefur sér meiri tíma en þetta er einnig mjög kref]andi.“ -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1443: Myndgátan hér að ofan Iýsir hvorugkynsorði KA er enn ósigrað í 1. deild. í kvöld leikur félagið í Garðabæ gegn Stjörnunni. Stjarnan-KA í handboltanum Það eru hvorki meira né minna en fjórtán leikir í hand- boltanum í kvöld og er meðal annars leikið bæði í 1. deild karla og kvenna. Stórleikur kvöldsins er vafalaust viðureign Stjörnunnar og KA í Ásgarði í íþróttir Garðabæ, en KA er enn ósigrað í deildinni, en Stjörnumenn verða örugglega erfiðir heim að sækja. Aðrir leikir í 1. deild karla eru: Selfoss-ÍR á Selfossi, Hauk- ar-Grótta í Hafnarfirði, í Vals- heimilinu leika Valur- FH, í Mosfellssveit Afturelding-ÍBA og í Víkinni leika Víkingur-KR. Allir leikirnir hefjast kl. 20. í 1. deild kvenna leika Hauk- ar- Fylkir, hefst sá leikur kl. 18.15 í Hafnarfirði, KR-Stjarnan leika í Laugardalshöll kl. 18.30 og í Vestmannaeyjum leika ÍBV-FH kl. 20. í kvöld er einnig leikið í Meistaraflokki karla B, 2. defld karla og 1. flokki karla. Bridge Jón Þorvarðarson og Sverrir Kristinsson stóðu sig vel á Dan- merkurmótinu í tvímenningi sem haldið var dagana 3.-4. febrúar. Þeir félagarnir enduðu í 6. sæti en næsta öruggir sigurvegarar urðu Jens Auken og Dennis Koch-Palmund. Jón Þorvarðarson og Sverrir Krist- insson munu verða meðal þátttak- enda á stórmóti Flugleiða um næstu helgi. Skoðum hér eitt spil úr úr- slitakeppninni frá viðureign sigur- vegarnna við parið sem endaði í öðru sæti, Cohen- Munksgaard. Auken og Koch riðu ekki feitum hesti úr þeirri viðureign. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og eng- inn á hættu: * K854 5 ♦ DG105 * DG53 * DG102 •* D * K842 * K942 ♦ Á93 •* G109764 ♦ 63 * 106 Suður Vestur Norður Austur Auken Munksg. Koch Cohen 2* pass pass dobl p/h Munksgaard var að sjálfsögðu áfjáður í að passa úttektardobl fé- laga síns og með góðri vörn tryggðu þeir félagarnir sér góða skor. Útspil vesturs var spaðasjöa sem Auken drap á ás. Auken spilaði laufi sem drepið var á ás og síðan kom spaði á kónginn í blindum. Nú kom hjarta á drottningu austurs, sem tók slag á spaðagosa, laufkóng og spilaði síðan spaðadrottningu. Auken kastaði tígli og einnig vestur. Cohen gerði nú vel í því að leggja niður tígul- kóng áður en hann spilaði laufi. Auken trompaði með gosa og Munksgaard með kóng og spilaði síðan tígulásnum. Auken trompaði, tók slag á hjartatíu en vörnin átti tvo næstu slagi á Á8 í trompi. Fjór- ir niður var mjög nálægt toppskori fyrir a-v í spilinu. ísak Örn Sigurðsson * 76 * ÁK832 * Á97 * Á87

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.