Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1996, Page 32
vlsminmr 1 LOTT# tii mikilsað virmo * Þriðjudagur 13.2/96 @@@@ * tr KIN FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1996 Sex teknir í fikniefnaleit Fíkniefnalögreglan handtók í nótt sex menn í húsi í vesturbænum. Voru þeir grunaðir um flkniefnam- "isferli og fundust tæki til neyslunn- ar í húsinu. Fíkniefni voru þar hins vegar engin. Læti voru í húsinu og var kvart- að undan hávaða. Á stað þessum mun oft áður hafa borið á látum í tengslum við fikniefnaneyslu. Sex- menningunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þá var einnig farið inn á veitinga- stað í borginni í nótt en það var haldið einkasamkvæmi. Grunur lék á að fíkniefni væru þar höfð um hönd en ekkert fannst. Lögreglan hefur undanfarnar vik- ur beitt sér af auknum þunga gegn fikniefnaneyslu og hefur haft af- skipti af tugum manna. -GK Alþingi: Forsætisráð- herra harmar málsmeðferð Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að hann harmaði að við- skiptaráðherra skyldi ekki látinn vita um frumvarp fjögurra þing- manna Sjálfstæðisflokksins sem gengur lengra en stjórnarfrumvarp um eignaraðild útlendinga í sjávar- útvegi. „Þetta breytir í sjálfu sér engu fyrir frumvarpið. Það mun hafa sinn gang í gegnum þingið. Fyrst verður stjórnarfrumvarpið afgreitt og síðan okkar frumvarp. Ég tel ekki að það trufli stjórnarfrumvarp- ið nokkurn hlut. Við vildum með frumvarpinu aðeins leggja áherslu á' okkar skoðanir í málinu," sagði Kristján Pálsson alþingismaður í morgun. -S.dór Vatnsfélag Suðurnesja hf.: Tæp átta tonn af vatni til Banda- ríkjanna DV, Suðurnesjum: „Við erum komnir með innflutn- ingsleyfi til Bandaríkjanna. Við höf- um sent frá okkur tilraunasendingu af vatni til skoðunar og bíðum eftir niðurstöðu sem við teljum að verði jákvæð,“ sagði Árni Ragnar Árna- son, stjórnarformaður Vatnsfélags Suðurnesja hf„ í samtali við DV í gær. Félagið sendi fyrir skömmu til- raunasendingu til útlanda, 15 þús- und hálfs lítra flöskur, sem fór til nákvæmrar skoðunar hjá matvæla- og tollyfirvöldum í Bandaríkjunum. Ef skoðunin verður jákvæð getur fé- iagið sent vatn beint í verslanir í Bandaríkjunum. -ÆMK L O K I ^ Vinnuslys í Reykjanesbæ: Eg heyrði hvernig hryggjarliðir brustu - segir Guðbjörn S. Jóhannesson sem lenti undir skurðgröfuskóflu „Ég varð ekki var við skófluna fyrr en hún keyrði mig í gólfið og lenti ofan á mér. Mér fannst allt brotna í bakinu á mér, heyrði hvernig hryggjarliðirnir brustu. Ég náði ekki andanum i einar tvær mínútur og hélt að þetta væri búið,“ sagði Guðbjörn S. Jóhann- esson, verkstæðismaður hjá SEES i Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæj- ar, en hann lenti undir tveggja tonna skurðgröfuskóflu sl. föstu- dagsmorgun. Guðbjörn var búinn að hífa skófluna upp og var að logsjóða. Var undir henni þegar annað eyrað, sem hélt skóflunni uppi, gaf sig við suðu og féll ofan á hann. Honum tókst aö losna af sjálfs- dáðun og telur að það hafi breytt miklu að hann var í öryggisskóm með stáltá sem bjargaði því að hann fékk ekki meiri þunga á sig. Skóflan lá á skónum og féll því ekki alveg til jarðar. Guðbjörn liggur nú á Sjúkra- húsi Suðurnesja. Hann getur ekki hreyft sig og þegar hann þarf að snúa sér verða nokkrar hjúkrun- arkonur að hjálpa honum. Hann varð fyrir bakmeiðslum í fyrra- sumar þegar jeppabfll ók aftan á kyrrstæðan bíl hans og var jepp- inn á 90 km hraða á Garðsvegi. Guðbjörn meiddist í baki og hálsi og var að ná sér af þeim meiðslum þegar ósköpin dundu yfir nú. Hann verður enn nokkra daga á spítalanum og reiknar með að verða 4-6 vikur í endurhæfingu. „Þegar ég gat losað mig undan skóflunni reyndi ég fyrst að hreyfa fæturna. Létti mikið þegar ég gat það en síðan þyrmdi yfir mig. Ef ég er nú lamaður, nýkominn með fjölskyldu. Orðinn faðir og við höfðum keypt okkur hús og bíl fyr- ir skömmu. Læknarir telja að ég eigi að ná mér nokkurn veginn og vonast til aö brotin grói eðlilega. En það tek- ur tíma og þeir segja að það sé að mestu undir mér sjálfum komið hvernig til tekst. Tveir hryggjar- liðir brotnuðu og tvö rifbein. Þá gerðist ýmislegt annað sem á eftir að skoða betur,“ sagði Guðbjöm. Hann er þrítugur, áhugamaður um iþróttir. Einkum handboltann. „Ég fékk sjokk þegar bróðir hans hringdi og sagði að Guðbjörn hefði slasast. Óttaðist að hann mundi deyja og fór að gráta. Svo fékk ég nánari fréttir og varð ánægð þegar kom í ljós að hann hafði ekki lamast," sagði Magnea Lynn Fisher, unnusta Guðbjörns. Þau eiga fjögurra mánaða stúlku, Tinnu Björt. -ÆMK Magnea Lynn Fisher með Tinnu Björt í heimsókn hjá Guðbirni. DV-mynd ÆMK Breytingar á vinnulöggjöfinni: ASÍ hafnar frum- varpsdrögunum - kemur mér á óvart, segir félagsmálaráðherra „Formenn landssambanda innan ASÍ hafna alfarið þeim drögum að breytingum á vinnulöggjöf sem nú eru í vinnslu í félagsmálaráðuneyt- inu,“ segir í ályktun formannafund- ar ASÍ. „Þessi höfnun kemur mér á óvart. Forystumenn ASÍ viðurkenna nauð- syn á breytingum en segjast ekki vilja setja þær í lög. Þeir segjast vilja semja um ýmis atriði sem í frumvarpsdrögunum eru. Ég er til- búinn til að láta reyna á það í stutt- an tima hvort menn geta náð sam- komulagi. Mér er ekki í mun að setja lög ef menn geta samið og gert samninga sem halda. En ég læt ekk- ert berja mig til baka með að leggja þetta frumvarp fram nái menn ekki samkomulagi um þessi atriði og það fljótt,“ sagði Páll Pétursson félags- málaráðherra í morgun. Ástæðá þess að frumvarpsdrög- unum er hafnað er að menn telja að þau feli í sér takmörkun á sjálfsögð- um réttindum launafólks og stang- ist á við stjómarskrána, íslensk lög og ýmsar alþjóðasamþykktir sem ís- land er aðili að. -S.dór Héraðsdómur Vesturlands: Rjúpnaskytta dæmd Aili og veiðarfæri rjúpnaskyttu vpru gerð upptæk samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Vesturland í Borgamesi í gær. Þá var skyttan dæmd til að greiða sekt. Mál þetta kom upp í haust og var maðurinn tekinn við rjúpnaskyttirí í leyfisleysi og banni í landi Stóra- Botns í Hvalfirði. Landeigandi hafði áður auglýst að rjúpnaveiðar væru þar óheimil- ar. Tók lögreglan manninn og lagði hald á byssu hans og nokkrar rjúp- ur. -GK Veðrið á morgun: Súld eða rigning Á morgun verður sunnan og suðvestan strekkingur og súld eða rigning sunnanlands og hiti 0 til 5 stig. Nyrðra verður aust- an- og norðaustanátt, allhvasst norðvestanlands en annars hægari vindur og snjókoma eða éljagangur og frost 1 til 5 stig. Undir kvöld snýst vindur til suðvestlægrar áttar og hlánar norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 60 rafverktakar r a f k ó p samvirki Skemmuvegi 30 - '200 Kóp. Sími 5544566 Hlaðborð í hádeginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.