Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996
7
DV Sandkorn
í djúpum skít
í hinu nýja hér-
aðsfréttablaði,
Vestra, er þátt-
ur sem heitir
Þjóðsagan. Þar
segir frá því aö
Marías Bjöms-
son, bóndi á
Felli, hafi einu
sinni orðið fyr-
ir því á miðjum
fengitíma að
hvítur hrútur
sem hann átti
féll niður í
kjallara undir íjárhúsunum. Þar var
töluvert af skít og sá ekki á hvítan
blett á hrútnum þegai- hann hafði
verið hífður upp. Engin leið var aö
þrífa hrútinn og var hætt við allar
slíkar tilraunir. Hrúturinn gat sinnt
hlutverki sínu þrátt fyrir þessar
hrakfarir og skítuga ulf. En það
hafði sérkennileg eftirköst. Um vor-
ið þegar æmar fóru aö bera kom í
ljós að aliar æmar sem fengu með
hrútnum áður en hann féll í kjallar-
ann fæddu hvít lömb en þær sem
fengu meö honum skítugum eftir
fallið eignuðust mislit lömb, svört,
mórauð, grá eða flekkótt.
Óðsmannsskítur
Það hefur ekki
farið fram hjá
neinum að
Sverrir Her-
mannsson,
bankastjóri
Landsbankans,
hefur verið afar
önugur aö und-
anfórnu. Krist-
inn G. Jóhanns-
son tekur þetta
fyrir í pistli
sínum í Degi
nýverið og seg-
ir þar. „Hann hefur gaman af þvi
að vera stóryrtur og höfðar þá til
þess aö slíkt hefur einatt þótt
hraustleikamerki og fallið í góðan
jarðveg að vera kjarnyrtur og helst
fomyrmr. Þetta nýtti bankastjórinn
sér i vaxtaumræðunni og vegur á
báða bóga og sá enda dusilmenni og
amlóða allt um kring í bankakerf-
inu og aumingja í rikisstjórninni ef
ekki eitthvað ennþá verra. Hann fór
háðuglegum orðum um vaxtalækk-
un sem Islandsbanki hafði þá boðað
og taldi engin rök til slíkra aðgerða.
Næst gerist það í þessari uppbyggi-
legu umræðu að eftir honum er haft
í blaði að það væri eins og aö éta
„óðsmannsskit" að fara að dæmi ís-
landsbanka í vaxtamálunum. Þegar
sú tilkynning er út gefrn boöar
Landsbankinn vaxtalækkun. Það
skal ítrekað hér að Sverrir er
bankastjóri Landsbankans....“
Er Baresi 6 ára?
Hemmi Gunn
getur verið
hinn skemmti-
legasti þulur í
sjónvarpsút-
sendingum á
knattspyrnu-
kappleikjum.
Aö vísu þykir
hann stundum
tala of mikið og
fara nokkuð
langt út fyrir
efnið. Hann
lýsti leik AC
Milan og Inter á Sýn síðastliðinn
sunnudag. Eitthvað skjöplaðist hon-
um þegar tveir leikmenn AC Milan
fengu gula spjaldið. Hann sagði
annan 26 ára en sá var með töluna
26 á bakinu en hinn 29 ára og hann
var með töluna 29 á bakinu. Menn
biðu bara eftir því að Baresi fengi
guit spjald en hann hefur töluna 6 á
bakinu.
Dökkklædd
þrenning
Hagmæltur og
niðskældinn
maður kom þar
sem þrír prest-
ar sátu að
spjalli. Er hann
hafði hlustað á
samræður
þeirra dágóða
stund og eigi
líkað fæddist
þessi vísa. Það
skal tekið fram
að hún er ekki
ný heldur úr
bókinni Þeim varö á í messunni.
Þar sem dökkkklædd þrennig býr
þróast enginn friður,
blessun drottins burtu flýr
bölvun rignir niöur.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Fréttir
Samningaviðræður um úthafskarfaveiðarnar:
Úrslitatilraun
gerö innan NEAFC
í næstu viku
- getur ráöiö úrslitum um framtíð samtakanna, segir Þorsteinn Pálsson
„Hvort útfór Norðaustur- Atl-
antshafsfiskveiðinefndarinnar fer
fram í næstu viku skal ég ekkert
segja um. Fundurinn í síðustu viku
var vinnunefndarfundur en það
reynir á það á fundi í næstu viku
hvort samtökin eru fær um að koma
stjórn á úthafskarfaveiðarnar eða
ekki. Þar verður um úrslitatilraun
að ræða,“ sagði Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra í samtali við
ísland fyrir-
mynd þjóða
sem friðarríki
- segir Yogesh Gandhi
DV í morgun.
Hann sagði það ljóst að það yrði
mikill áfellisdómur yfir þessum
samtökum ef þeim tækist ekki að
koma stjórn á veiðarnar og að þær
yrðu algerlega stjórnlausar og óheft-
ar.
„Það stendur þannig á méð þenn-
an karfastofn að heildarveiðin hefur
ekki farið yfir þau mörk sem eðli-
legt er að taka, samkvæmt ráði vís-
indamanna. Þess vegna ætti að
verða auðveldara að komast að nið-
urstöðu um skiptingu á honum en
öðrum stofnum. Evrópusambandið
og Rússar hafa farið þarna fram
með mikilli kröfuhörku og það gæti
farið svo að ef þeir sveigja ekkert af
leið þá geri þeir þessi samtök að
engu,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Hann bendir á að Islendingar hafi
gjarnan viljað koma upp svæðasam-
tökum strandríkja sem síðan semdu
við önnur ríki sem eiga lögmætra
hagsmuna að gæta.
„Við töldum samt rétt að láta
reyna til þrautar á málið innan
NEAFC og úrslit í því fást að mín-
um dómi í næstu viku. Við vitum að
vísu ekki enn hver afstaða Græn-
lendinga verður. Framhald málsins
veltur á því hvort samstaða getur
tekist milli strandríkjanna. En
fundurinn í næstu viku verður klár-
lega úrslitatilraun af minni hyggju
um að ná saman innan NEAFC og
ég tel að sú niðurstaða geti haft tals-
vert mikið að segja um hvort þessi
samtök þrífast eða ekki,“ sagði Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra.
-S.dór
Slökkvibill seldur
DY Ólalsflrði:
Múlatindur gekk á dögunum
frá sölu á nýsmíðuðum slökkvibíl
til Súðavíkur. Bílinn á að afhenda
þann 15. mars nk. Mun Sigurjón
Magnússon, annar Múlatinds-
feðganna, fara með bílinn vestur
og veita mönnum þar leiðsögn um
meðferð hans. Söluverð er 5,2
milljónir króna. -HJ
Panasonic
myndbandstæki NV SD200
Panasonic SD200 [Super Drive, A1 Crystal view]
allar aðgerðir koma fram á skjá, innstilling
stöðva sjálfvirk ásamt langtima upptökuminni.
SD 200 fékk 10 fyrir myndgæði i What Video
Tækið endurgreitt!
Einn heppinn viðskiptavinur fær tækið endurgreittl
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
DV, Egilsstöðum:
„ísland er eitt stórt lifandi dæmi
um friðarríki á jörð,“ segir í frétta-
bréfi tímaritsins „Nýir Tímar“. Þar
er greint frá því að Yogesh Gandhi,
forseti Gandhi Foundation, hafi
áhuga á að koma upp alþjóðlegri
friðarstofnun og alþjóðlegum há-
skóla á Islandi og friðargarði í
Reykjavík, sem ætlunin er að opna
2. október nk. á fæðingardegi Ma-
hatma Gandhi.
Yogesh Gandi hitti Vigdísi Finn-
bogadóttur í vetur til að leita eftir
stuðningi hennar við þessar hug-
myndir.
Korpúlfsstaðir fengust ekki
Leitað hefði verið eftir að fá Korp-
úlfsstaði fyrir friðarstofnun en það
gekk ekki. Rekstur hennar verður
að fullu kostaður af Gandhi stofnun-
inr.i og megintilgangurinn er að
gera ísland að miðstöð friðar fyrir
þjóðir heims.
Alþjóðlegur friðarháskóli
Á næstu árum verður stofnaður
alþjóðlegur friðarskóli hér á landi
fyrir nemendur frá öllum þjóðlönd-
um en þar verður kennsla á há-
skólastigi i greinum sem lúta að
friðar- og umhverfísmálum.
Friðargarður
Lögð var fram beiðni til Reykja-
víkurborgar um land fyrir friðar-
garð og nefnd til þess Öskjuhlíðin.
Tveir mánuðir hafa liðið án þess að
viðtal fengist við borgarstjóra. Fáist
ekki land í Reykjavík verður farið
út fyrir borgina. Vonast er til að
garðurinn verði opnaður á afmælis-
degi Mahatma Gandhis.
Plógjárn úr sverðum sem
sniðlar úr spjótum
I grasgarðinum verður komið fyr-
ir sérstökum friðarbjöllum sem
gerðar eru úr málmi vopna sem
hafa verið eyðilögð og brædd upp.
Það minnir á það sem segir í bibl-
íunni um hina efstu daga. „Og þær
(þjóðirnar) munu smíða plógjárn úr
sverðum sínum og sniðla úr spjót-
um sínum.“
Fjármagn mun streyma til
landsins
Ef Gandhi stofnunin flytur aðal-
stöðvar sínar til íslands mun það
þýða ný atvinnutækifæri, ekki síst í
ferðabransanum, svo og aukið fjár-
streymi til landsins. Ef til vill verða
þá til fleiri störf en við eitt stykki ál-
ver. Yogesh Gandhi kemur aftur til
landsins nú í mars. Hann mun þá
einnig efna til stórrar friðarsamn-
komu í Reykjavík. -S.B.
9f
Ihurscm er
-hvenærsem er!
kortatímabil
14. mars
‘ ÍÍJJlJJi^% - jjáimfay. háaitf isia
KRINGLU
. fvwtwt
sjá Kringlukastsblað
sem fylgdi
Morgunblaðinu
I vikunni
I FJORA
DAGA
Nýjar vörui
útsöluverði
Opið til kl.it-1
laugardaginn
kynnir
Kringlukast
gatan