Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON ‘ Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÓLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ævintýralegt útlánatap Ríkisbankarnir og opinberir sjóöir töpuðu rúmlega tveimur tugum milljarða króna af útlánum sínum á að- eins fimm ára tímabili, frá 1990 til 1994. Þannig höfðu út- lánastofnanir hins opinbera forustu um að koma þjóð- inni í kreppuna, sem varð við lok þessa tímabils. Tveir tugir milljarða eru ævintýralega miklir pening- ar, svo miklir, að erfitt er að gera sér grein fyrir því. Þessum peningum veittu bankarnir í óarðbærar og mis- heppnaðar íjárfestingar, sem komu þjóðinni í kreppu, í stað þess að leiða hana fram á veg til velsældar. Umfangsmestu glæframenn þessa máls eru stjómend- ur Landsbankans, sem einir út af fyrir sig glötuðu þriðj- ungi alls þessa Qár. Næstir þeim komu stjómendur Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar. Enginn þeirra hefur sagt af sér og enginn verið látinn segja af sér. Þjóðhagslegt einkenni þessa tímabils er, að íslending- ar drógust aftur úr öðrum vestrænum ríkjum. Lífskjör manna stóðu fyrst í stað og rýmuðu síðan. Brestir mynd- uðust í velferðarkerfinu. Landflótti hófst á nýjan leik, af því að margir glötuðu trúnni á land og stjóm. Meirihluti þjóðarinnar er gersamlega meðvitundar- laus á þessu mikilvæga pólitíska sviði. Menn láta sér vel lika að kjósa og endurkjósa valdhafa, sem mega ekki koma nærri peningum og halda verndarhendi yfir ger- samlega óhæfum stjómendum opinberra lánastofnana. Allir eru í rauninni ábyrgir fyrir sukkinu. í fýrstu víg- línu eru það bankastjórarnir og bankaráðsmennimir. í annarri víglínu eru það Seðlabankinn og bankaeftirlitið. í þriðju víglínu eru það stjórnmálaflokkamir og ráðherr- arnir. Og í þeirri flórðu em það kjósendur sjálfir. Andvirði þrjú þúsund íbúða hefur horfið út í veður og vind á þessu fimm ára tímabili, af því að bankastjóram- ir biluðu og af því að enginn vildi koma vitinu fyrir þá eða reka þá. Eftirlitskerfið bilaði í bankaráðum, banka- eftirliti, í Seðlabankanum og hjá eigandanum, ríkinu sjálfu. Seðlabankinn er kapítuli út af fyrir sig. Þar var mesti sukkari íslenzkra stjórnmála tuttugustu aldar gerður að bankastjóra, sem er raunar verra en þegar mesti striga- kjaftur íslenzkra stjómmála var gerður að bankastjóra í stærsta sukkbankanum, sem tapaði sjö milljörðum. Stjórnmál og opinberar lánastofnanir eru nátengd fyr- irbæri á íslandi. Stjómmálamenn hafa fengið umboð og endumýjuð umboð kjósenda til að nota opinberar lána- stofnanir sem hvíldarhæli fyrir misheppnaða stjórnmála- menn, sem talið er, að eigi slík verðlaun skilið. Atvinnureksturinn og almenningur sýpur seyðið af þessu ráðslagi. Vextir em miklu hærri en í öðrum ríkj- um, af því að bankamir og sjóðirnir eru að bæta sér upp tjónið af sukki sínu. Þetta dregur úr nýjungum í atvinnu- líflnu og fækkar atvinnutækifærum almennings. Útlánatapið leiddi fyrst til rangrar fjárfestingar, sem magnaði ekki atvinnulífið, fjölgaði ekki atvinnutækifær- um og bætti ekki lífskjörin. Síðan leiðir það núna til eins konar vaxtaskatts á lánsfé, sem heldur aftur af nýjungum og tækifærum í atvinnulífinu og framlengir kreppuna. Yfir tuttugu milljarða króna útlánatap lánastofnana hins opinbera á fimm ára tímabili hljómar sérkennilega í eyrum fólks, sem hefur með takmörkuðum árangri ver- ið að reyna að sannfæra stjómendur banka og sjóða um, að óhætt væri að lána sér smáaura á okurvöxtum. Sérkennilegast er þó, að rúmir tveir tugir milljarða skuli tapast án þess að nein uppstokkun verði í lánakerf- inu og án þess að nokkur sé látinn taka pokann sinn. Jónas Kristjánsson „Sambandinu verður einfaldlega ekki stætt á því gagnvart aðildarríkjum sínum að veita EES/EFTA-ríkjunum ein- hvers konar „aðildarígildi“.“ EES - vandamál vanþekkingarinnar? Innan atvinnu- og viðskiptalífs- ins í Noregi ríkir almenn óánægja með samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Hlutur EES- ríkj- anna í ákvörðunum sambandsins er rýr og menn óttast að það komi niður á norsku efnhagslífi í því umróti sem einkennir Evrópumál- in. Þá sjá menn fyrir sér ýmsa misbresti á framkvæmd samnings- ins í framtíðinni, sem rekja megi til veikrar stöðu EFTA. Einfalt vandamál vanþekk- ingarinnar? Meginþorri norsku þjóðarinnar er á öðru máli og stjórnvöld þar í landi segjast ánægð með samning- inn efnislega. Vandann má að þeirra mati rekja, ekki til samn- ingsins heldur vanþekkingar emb- ættismanna ESB á honum og al- menns áhugaleysis þeirra. Af þess- um sökum hefur norska viðskipta- ráðuneytið ákveðið að verja um- talsverðum fjármunum í að kynna embættismönnum Evrópusám- bandsins innihald EES-samnings- ins. En leysir aukin kynning eða fræðsla öll vandamál EES? Önnum kafnir embættis- menn Óvenjumargt mæðir á embætt- iskerfi ESB um þessar mundir. Auk ríkjaráðstefnunnar, sem leiða á af sér gagngera innri endurskoð- un á ESB, kannar sambandið myndun fríverslunarsvæðis um- hverfis Miðjarðarhafið, á í viðræð- um við Bandaríkin og Kanada (sn. Trans-Atlantic Dialogue) að ógleymdu daglegu amstri við fulln- ustu Maastricht-samningsins. Menn eiga þ.á m. í verulegu brasi með mynteininguna (EMU). Þegar og ef embættismönnunum tekst að klóra sig í gegnum þessi firn bíður á annan tug aðildarum- sókna frá Austur-Evrópu, Möltu og Kýpur. Jafnframt fasrðust mál- efni EES óhjákvæmilegar neðar í forgangsröð ESB með inngöngu Austurríkis, Finnlands og Svíþjóð- Kjallariim Helga Guðrún Jónasdóttir framkvæmdastj. Alþjóða verslunar- ráðsins á íslandi sem þeim líkar betur eða verr. Að þessum tíma liðnum er ólíklegt að veigamiklar breytingar verði gerð- ar, t.d. í þá veru að færa EES/EFTA-ríkin nær ákvarðana- töku ESB. Sambandinu verður einfaldlega ekki stætt á því gagn- vart aðildarríkjum sínum að veita EES/EFTA-ríkjunum einhvers konar aðildarígildi". Samningurinn að ganga úr sér? Þótt aukin fræðsla sé yfirleitt til bóta þá mun kynningarátak norskra stjórnvalda vart bæta úr vanda Evrópska efnahagssvæðis- ins. EES/EFTA-ríkin komast fyrir tilstuðlan þess ekki nær ákvarð- anatöku ESB og varla fer sam- bandið að fjölga embættismönnum sínum, eins og það hefur verið gagnrýnt fyrir embættismanna- „Við þetta bætist að EES/EFTA-ríkin geta ekki vænst neinna breytinga á EES-samn- ingnum næstu tíu árin eða svo eða ekki fyrr en „eðlileg viðhaldsþörf ‘ eða endur- skoðun dregur ESB að samningaborðinu.“ ar í sambandið og úrsögn Sviss úr EES. Eftir stendur að þótt sam- bandið vilji eflaust standa við sitt í framkvæmd samningsins þá hef- ur það hvorki tíma, peninga né mannafla til að sinna því verkefni sem skyldi. Engra breytinga að vænta í bráð Viö þetta bætist að EES/EFTA- ríkin geta ekki vænst neinna breytinga á EES-samningnum næstu tíu árin eða svo, eða ekki fyrr en „eðlileg viðhaldsþörf‘ eða endurskoðun dregur ESB að samningaborðinu. Menn sitja því uppi með samninginn eins og hann er næstu 10 til 15 árin, hvort flotann. Þá stendur óhaggaður eft- ir stærsti vandinn sem er að Evr- ópusambandið kemst eftir sem áður allra sinna ferða en EES/EFTA-löndin ekki. Ætli þetta heiti ekki á ,júrómáli“ að ESB er „dýnamiskt" en EES „statískt". Þessu má líkja við knattspymu- leik þar sem annað liðið verður leikreglum samkvæmt að standa í sömu sporunum út leikinn nema hitt liðið leyfi því að hreyfa sig. Þegar við bætist að liðið, sem stjórnar leiknum, er smám saman að ganga út af vellinum til að taka þátt í öðrum (áhugaverðari) leikj- um, spyr maður sig hvort samn- ingurinn sé að ganga úr sér, í orðsins fyllstu merkingu. Skoðanir annarra Vandi Alþýðuflokksins „Á 80 ára afmæli Alþyðuflokksins er sá vandi mestur að draga úr sársaukafullum afleiðingum nið- urskurðar í því velferðarkerfi sem flokkurinn ber meiri ábyrgð á en aðrir flokkar. Þjóðfélagsbreyting- ar og aldursskipting þegnanna næstu árin gera þetta verkefni mun brýnna en ella ... Núverandi stærð flokksins á ekki að vera neitt lögmál nema hann kjósi sér þaö hlutverk að vera hrópandinn i eyði- mörkinni og sætti sig við stærðina vegna þeirra mikilvægu mála sem hann hefur, þrátt fyrir allt, komið til skila.“ Árni Gunnarsson í Alþbl. 12. mars. Efinn er frelsari „Hlutlægnin á sér einn fórunaut, sem er e.t.v. ljúfasti lagsbróðir hennar. Það er efinn. Kyrrlátur efi er hugþekkasti ferðafélagi heilbrigðrar skynsemi. Maðurinn veitir sér þann munað að draga í efa eina hlið hinnar hlutlægu niðurstöðu eða fleiri. Efinn er uppsprettulind umburðarlyndis. Þeir, sem fara með bænir, ættu að biðja Guð að gefa sér heilsusamlegan og stillanlegan efa. Efinn er frelsari. Hann leysir menn úr viðjum ofstækisfullrar hlutdrægni." Heimir Steinsson í Mbl. 12. mars. Nafnleynd í fíkniefnamálum? „Skyldu mörg fyrirtæki telja það innanhússmál hjá sér ef fíkniefnaviðskipti eru stunduð á vinnu- stað? Ef svo er má búast við að heldur þyngist róð- urinn í fikniefnavörnum .,. Ekki eru líkur til að menn gefi lögreglunni upplýsingar eftir að þeir hafa heyrt sögu þessarar konu sem nú stendur uppi at- vinnulaus fyrir að neita að kaupa E-pillur og segja fíkniefnalöggunni frá því, undir nafnieynd." Garri í Tímanum 12. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.