Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 18. MARS 1996 23 íþróttir Jóhannes R. Jóhannesson hefur átt í útistöðum við Snókersambandið: Rekinn úr landsliðinu - Snókersambandið vildi fá helminginn af hugsanlegu verðlaunafé Jóhannes B. Jóhannesson, einn sterkasti snókerleikari landsins, veröur ekki í íslenska landsliðinu sem keppir á mjög sterku móti þriggja landsliða í Belgíu og úrslitin fara síðan fram á Taílandi. Þetta er stærsta og mesta peningamót sem haldið hefur verið hjá landsliðum. Jóhannes, sem náð hefur besta árangri íslenskra snóker- manna á erlendri grund, var að eigin sögn rekinn úr lanslið- inu eftir að hafa mótmælt áformum Snókersambands íslands um að hirða helming af hugsanlegu verðlaunafé. ,Jiiðið var valið á dögunum og .þeir Kristján Helgason og Eðvarð Matthíasson voru valdir í liðið auk mín. Þarna á mót- inu í Belgíu eru fjögur lið í riðli og við eigum nokkuð góða möguleika á því að komast í úrslitin á TaOandi. Þar er verð- launaféð fyrir neðsta sætið um 150 þúsund krónur á mann og 3,5 milljónir á mann fyrir sigurvegara. Við vorum boðaðir á fund með Snókersambandinu fyrir viku og þar var okur tjáð að sambandið færi fram á það að fá helming af hugsanlegu verðlaunafé okkar, alveg sama í hvaða sæti við lentum. Ég sagði þeim mína hlið á máhnu. Ég hef far- ið á HM áhugamanna í Afríku og tvö Evrópumót og alltaf greitt fyrir allar mínar ferðir sjálfur. Það eina sem Snókersambandið hefur greitt er þátttökugjald sem er mjög lág upphæð. Þá má einnig minnast á vínnutap samhliða þess- um ferðum. Ég sagði þeim sem sagt af óánægju minni með þessa framkomu þeirra. Þeir hringdu síðan í mig daginn eft- ir og sögðu mér að min væri ekki óskað í landsliðið vegna þessarar uppákomu minnar, eins og þeir orðuðu það. Mér var sagt að það væri engin þörf fyrir mig í liðinu og ég þyrfti engar áhyggjur að hafa af þessu. Ég sagði þeim hjá Snókarsambandinu að mér fyndist þetta alls ekki rétt. Ég bauð þeim síðan í lok viðræðnanna að þeir fengju 30-50 þúsund af hugsahlegum verðlaunum mínum, svona til að gera þá ánægða, en það skipti bara engu máli. Þeir buðust þá til að skipta hugsanlegu verðlaunafé jafnt á milli en þá sá ég að þetta þýddi ekkert lengur," sagði Jóhannes en eng- Afriku. Jóhannes komst alla leið í úrslitaleikinn en fram að því hafði engum íslenskum snókerlefkara tekist að komast í 8-manna úrslit á mótinu. „Mér finnst nú einum of langt gengið þegar sérsambandið ætlar að hirða af manni allt hugsanlegt verðlaunafé. Sérstaklega kannski þegar í hlut á sérsamband sem aldrei hefur borgað neitt fyrir mann. Það er ekki hægt að vera endalaust eins og góðgerðarstofnun. Mér finnst þetta alls ekki forsvaranlegt. Þeir til- kynntu mér að þeir hygðust nota þetta hugsan- lega verðlaunafé til uppbyggingarstarfs innan sambandsins. Mér fínnst dapurlegt til þess að hugsa að við þrír hefðum átt að sjá um allt uppbyggingarstarf hjá sambandinu. Annars vil ég bara óska þeim sem fara góðrar ferðar inn íslenskur snókermaður hefur náð betri j_hannes R. Jóhannesson var °S vona að þeir standi sig sem best. Eg vil taka árangri en hann á mótum erlendis. rekinn úr landsliðinu og keppir Þa0 skýrt fram að á milli okkar spilaranna eru Á Evrópumótinu í Búdapest varð Jóhann- ey^\,- Belgíu. engin leiðindi. Þau hafa öll komið frá es í 3.-4. sæti og þá náði hann hæsta skori " Snókersambandinu í þessu máli," sagði Jó- allra keppenda á mótinu í einu stuði. Sama ár fór Jóhannes á hannes R. Jóhannesson. Jóhannes B. Jóhannesson tekur sæti heimsmeistaramót áhugamanna í Jóhannesarborg í Suður- nafna síns í landsliðinu. -SK Lið KA verður styrkt fyrir næsta vetur: Einar Gunnar og Sigurður á óskalistanum KA-menn hafa í hyggju að styrkja lið sitt nokkuð fyrir næsta leiktíma- bil enda útlit fyrir að tveir af bestu leikmónnum þess fari utan, þeir Juli- an Duranona og Patrekur Jóhannesson. Patrekur fer sem kunnugt er til Essen og líklegt er að Duranona fari til liðs á Spáni eða Frakklandi. Á Akureyri trúa menn engu öðru en að tilboð muni koma í Duranona og ekki er reiknað fastlega með honum á næsta tímabili. * Tveir leikmenn eru efstir á óskalista Alfreðs Gíslasonar, þjálfara KA, samkvæmt áræðanlegum heimildum DV. Einar Gunnar Sigurðsson, stórskytta á Selfossi, er líklega á leiðinni norður. KA-menn töluðu við hann í fyrra en þá var Einar Gunnar ekki tilbúinn að flytja norður. Hinn leikmaðurinn sem Alfreð hefur áhuga á er Sigurður Bjarnason í Stjörnunni. Heimildir segja að Aifreð hafi mikíð álit á Sigurði og sé mjög spenntur fyrir að fá hann norður. Aifreð hefur ekki enn sett sig í samband við leikmennina tvo en sam- kvæmt heimildum DV mun það gerast á næstu dögum. -SK Kýpur og Malta koma í sumar KSÍ hefur komist að sam- komulagi við Kýpurmenn um landsleik þjóðanna og verður hann háður á Laugardalsvelii 5. ágúst. Þá hefur einnig verið samið við Möltumenn um A- og 21-árs leiki og verða þeir báðir 14. ágúst. KSÍ hefur unnið að því að fá leik 24. apríl til undirbúnings fyrir leikinn gegn Makedóníu í riðlakeppni HM. Boð kom frá Kanadamönnum en KSÍ fannst ferðalag þangað of langt. -VS Island fékk gullverðlaun á írlandi íslenskar fimleikastúlkur lentu í fyrsta sæti á liðakeppnis- móti í áhaldafimleikum á íra- landi um helgina. Þetta er árlegt mót en auk ís- lendinga tóku Austurríki og N- írland þátt í mótinu auk tveggja liða frá íralandi. Á stigum fékk island 137.809 stig, N-írland 135.751 og Austur- ríki 132.825 stig. Nína Björg Magnúsdóttir hlaut samanlagt flest stig keppenda, alls 34.734 stig og Elva Rut Jónsdóttir varð önnur með 34.633 stig. -JKS Góður sigúr Bochum Islendingaliðunum í Þýskalandi gekk ágætlega um helgina. Waldof Mannheim, Lið Bjarka Gunn- laugssonar, sigraði Wattenscheid, 1-0, og Bochum, lið Þórðar Guðjónssonar, sigr- aði Lubeck, 3-1. Hvorugur þeirra var á meðal markaskor- ara. Eyjólfur Sverris- son og félagar í Hert- ha Berlin léku ekki. Bochum er efst í 1. deildinni með 42 stig og hefur leikið tveim- ur leikjum meira en Duisburg sem hefur 38 stig. Hertha er í 10. sæti og Mannheim í 12. sæti. -JKS Mike Tyson hefur hér gengið frá Frank Bruno sem liggur bjargarlaus í köðlunum. Skömmu síðar stöðvaði dómarinn bardagann og Tyson hafði unnið ótrúlegan sigur. Símamynd Reuter Tyson rotaði Bruno Mike Tyson er heimsmeistari á ný í þungavigt hnefaleika. Tyson sigraði Bretann Frank Bruno á rothöggi snemma í þriðju lotu og voru yfirburðir Tysons algjörir og bardaginn mun styttri en flestir höfðu spáð. Tyson byrjaði strax á fyrstu sekúndunum að þjarma illilega að Bruno, lét höggin dynja á höfði Brunos sem átti ekkert svar við leiftursnöggum högg- um Tysons. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Þá fékk Bruno mjög slæman skurð á augabrún. Bruno stóð 2. lotu en með naumindum þó og þeg- ar um mínúta var liðin af þriðju lotu rotaði Tyson Bruno sem tapaði þar með titlinum til Tysons. -SK Kristjáni vegnar vel - Dormagen upp töfluna Kristján Arason. Kristjáni Arasyni, sem þjálfar Dor- magen í þýska hand- boltanum, vegnar vel með lið sitt en um helgina gerði það jafntefli við THW Kiel, 22-22. Kiel er í efsta sæti með 36 stig og stefnir enn eina ferðina á þýska meistaratitil- inn. Dormagen skríð- ur hægt og. bítandi upp töfluna og er komið í 9. sætið með 25 stig. -JKS Deildabikar: Markasúpa HK-ÍR .................1-3 Hafþór Hafliðason - Benedikt Bjarna- son , Pálmi Guömundsson, Guöjón Þórðarson. Skallagrfmur-Selfoss......3-1 Valdimar Sigurösson 2, Garðar Newman - Jóhannes Snorrason. Víkingur R.-Fram ........0-1 - Haukur Hauksson. Valur-Dalvlk............6-1 Sigþór Júlíusson 2, Arnljótur Davíðs- son, " Geir Brynjólfsson, Böðvar Bragason, Salih Heimir Porca- Sverr- ir Björgvinsson. Breiðablik-Reynir S......10-0 Sævar Péturson 3, Arnar Grétarsson 3, Theadór Hervarsson, Hreiðar Bjarnason, Pálmi Haraldsson, Ant- hony Karl Gregory. Fylkir-Þróttur R .........3-1 Þórhallur Dan Jóhannsson 2, Ingvar Ólafsson - Sigfús Kárason. HK-Tindastóll...........5-1 Hallmundur Albertsson 2, Árni Ey- þórsson, Hafþór Hafliðason, Hugi Sævarsson - Guðbrandur Guöbrands- son. Haukar-Tindastóll........0-1 - Guöbrandur Guðbrandsson. Keflavfk-Þór............2-1 Róbert Sigurðsson 2 - Kristján örn- ólfsson. FH-Dalvík..............6-1 Davíð Ólafsson 3, Jón G. Gunnarsson 2, Hrafnkell Kristjánsson - Gunnlaug- ur Gunnlaugsson. Völsungur-FH...........1-5 Guðni R. Helgason - Davíð Ólafsson, Jón G. Gunnarsson, Guðlaugur Bald- ursson, Hörður Magnússon, Hrafn- kell Kristjánsson. Léttir-Þróttur R..........0-0 Fylkir-Hóttur ...........4-1 Kristinn Tómasson 3, Bergþór Ólafs- son - Sigurður Magnússon. Völsungur-Valur.........0-2 Arnljótur Davíðsson, Salih Heimir Porcha. Sindri-Viðir.............0-3 Björgvin Björgvinsson, Sigurður Torfason, Þorvaldur Logason. Grindavík Sindri.........3-3 Ólafur Ingólfsson 2, Grétar Einarsson - Hermann Stefánsson 2, Pálmar Hreinsson. Höttur-Léttir............2-1 Skallagrímur-Ægir .......1-0 Valdimar Sigurðsson. Fram-Grótta ........... 3-1 Þorbjörn Atli Sveinsson 2, Guömund- ur Gíslason - Kristinn Kærnested. Þor A-Breiðablik.........1-6 Árni Þór Árnason _ Arnar Grétars- son, Anthony Carl, Gunnlaugur Ein- arsson, Arnaldur Loftsson, ívar Sig- urjónsson, Gunnar. B. Ólafsson. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.