Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 5
24 MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 flMÁNUDAGUR 18. MARS 1996 25 Innanhússmeistaramót íslands í sundi í Eyjum: Gott mót - sex íslandsmet sett og uppgangur 1 sundinu íþróttir Knattspyrna-Evrópa: Holland Úrslit um helgina: Doetinchem-Feyenoord........1-1 Volendam-Ajax...............CM) Vitesse-Sparta..............3-2 GroningenJWaalwijk..........1-1 Willem II-Roda .............1-2 Deventer-Heerenveen ........2-3 Fortuna-NAC Breda ..........2-2 PSV-Utrecht ................0-0 Staða efstu liða: Ajax 25 20 3 2 80-15 63 PSV 25 19 4 2 81-14 61 Feynoord 26 12 8 6 50-31 44 Vitesse 25 12 6 7 44-43 41 Belgía C. Brugge-St. Truiden.......2-1 Ghent-Club Brugge............0-2 Antverpen-Anderlecht.........1-1 Harelbeke-Beveren ...........1-0 Aalst-Waregem...............1-1 Standard-Searing............3-0 Lommel-Mechelen.............2-1 Lierse-Ekeren...............2-1 Molenbeek-Charleroi......... 3-1 Staða efstu liöa: C. Brugge 27 20 5 2 67-23 65 Anderlecht 27 17 4 6 67-29 55 Lierse 27 12 9 6 44-33 45 Molenbeek 27 11 10 6 35-27 43 Spánn Bilbao-Valencia...............0-1 Real Betis-Salamanca .........4-0 Real Oviedo-Tenerife..........1-3 Vallecano-Real Sociedad......2-0 Valladolid-Sporting Gijon .... 1-0 Deportivo-Sevilla.............3-2 Celta Vigo-Espanol ...........4-2 Barcelona-Compostela..........1-0 Real Madrid-Albacete .........2-0 Real Zaragoza-Santander.......1-2 Merida-Atletico ..............0-1 Staða efstu liða: Atletico 31 21 5 5 55-20 68 Barcelona 31 17 9 5 53-26 60 Valencia 31 18 4 9 57-39 58 Espanol 31 15 9 7 44-28 54 RealBetis 31 14 11 6 47-32 53 Compostela 31 16 5 10 42-39 53 Sviss Aarau-Luzem..................2-2 Neauchatel-St. Gallen .......3-0 Servette-Grasshopper ........2-2 Sion-Basel...................2-0 Staðan í lirslitakeppni: Neauchatel 3 2 1 0 5-1 28 Sion 2 2 0 0 3-0 27 Grasshopper 3 0 3 0 2-2 25 Luzern 3 111 4-4 24 -JKS Jafnt gegn Rússum íslenska kvennalandsliöið í knattspyrnu lék síðustu tvo leiki sína á alþjóðlega mótinu í Portúgal um helgina. Liðið tapaði fyrir Svíum, 1-0, en gerði jafntefli við Rússa í gær í lokaleiknum. -JKS Genoa sigraði Úrslitalaikurinn í Anglo-Ítalíu Cup var háður á Wembley í gær. Genoa sigraði þar Port Vale, 5-2. Gennaro Ruotolo skoraði þrjú af mörkum Genoa en Martin Foyle bæði mörk Port Vale. -JKS Hlynur til Keflvíkinga Hlynur Jóhannsson, knatt- spymumaður úr Víði, er geng- inn til liðs við 1. deildarlið Kefla- víkur. Hlynur, sem er 25 ára miðju- maður, hefur verið lykilmaður hjá Víðismönnum undanfarin ár og ætti að vera góður fengur fyr- ir Keflvíkinga. -VS DV, Eyjum: „Mótið gekk mjög vel fyrir sig eins og venjulega enda höfum við góða reynslu af skipulagningu á IMÍ. Þetta er í 8. skiptið sem mótið fer fram í Eyjum. Árangurinn er frábær, fjölmörg íslandsmet féllu og margt af unga sundfólkinu var að stórbæta árangur sinn,“ sagði Elías Atlason mótsstjóri við DV. „Sérstaklega var gaman að Loga Jes skyldi takast að slá met Eð- varðs Þórs i baksundi og að Eydís skyldi slá 9 ára gamalt met Bryn- dísar Ólafsdóttur í 200 metra skrið- sundi. Ég held að íslenskt sundfólk sé á réttri leið og úr grasi er að vaxa mjög efnileg kynslóð.“ Kominn tími til að slá heimsmet „Það var löngu kominn tími hjá mér að slá heimsmet. Það er orðið fjögurra ára gamalt," segir Ólafur Eiríksson, SH, sem setti glæsilegt heimsmet á meistaramótinu í flokki fatlaðra í 100 metrra flugsundi, synti á 1:04,10 mín. Ólaf- ur keppir í opnum flokki með ófötl- uðum og stóð sig frábærlega vel. Hann undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir ólympíuleika fatlaðra sem verða í Atlanta í ágúst. Ólafur varð sem kunnugt er tvöfaldur ólympíumeistari fyrir fjórum árum og stefnir að því að endurtaka af- rekið. „Ég sló metið síðast á ólympíuári fyrir fjórum árum. Það hittist því skemmtilega á að ég skuli slá met- ið að nýju á ólympíuári. Þetta sýn- ir mér að ég er á réttri leið og form- ið er gott. Ég æfi mikið, ekkert minna en ófatlaðir og jafnvel meira ef eitthvað er, 6 til 7 tíma á dag,“ segir Ólafur. Systkinin Eydís og Magnús Kon- ráðsbörn frá Keflavík sópuðu til sín verðlaunum og urðu margfaldir íslandsmeistarar. Eydís sló íslands- tmet að venju, m.a. 9 ára gamal met Bryndísar Ölafsdóttur í 200 metra skriðsundi og þurfti ekki mikla hvfld á mflli sunda, eða hálftíma. Magnús st'rbætti sinn tíma og þess er ekki langt að bíða að íslandsmet- in fari að falla hjá honum. Yngri systir þeirra, Hanna Björg, er einnig mjög efnOeg og á án nokk- urs vafa eftir að að feta í fótspor þeirra og verða afrekssundkona. Magnús og Eydís segja árangur- inn á IMÍ hafa komið á óvart þar sem þau voru ekki að „toppa“ formið því þau eru að undirbúa sig að ná lágmörkum fyrir ólympíu- leikana. Fimm manna kjarni frá Sundsambandinu fer til Frakk- lands í lok maí á tvö mót til að reyna við lágmörkin og þá er stefnt að því að vera í toppformi. Árang- urinn á IMÍ gefur því góðar vonir um að ólympíulágmörkin eigi að nást. „Við hvíldum ekkert fyrir mótið heldur erum að keyra upp hrað- ann. Ég á ekki von á því að metin falli á IMÍ,“ sagði Magnús við DV skömmu áður en systir hans synti sitt fyrsta úrslitasund. Hann hafði heldur betur rangt fyrir sér því Ey- dís sló eigið íslandsmet í sundinu, 100 m flugsundi. Aðeins hálftíma síðar sló hún metið í 200 m skrið- sundi. „Já, ég bjóst ekki við þessu. En þetta sýnir að við erum að bæta okkur og gefur góðar vonir fyrir Frakklandsferðina,“ sagði Magnús stoltur i bragði eftir íslandsmet Ey- dísar. Móðir systkinanna þriggja, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, fylgdist með börnum sínum að venju í Eyjum og tók virkan þátt í stemningunni við sundlaugarbakk- ann. Tilfinning fyrir vatninu „Ég hef gaman að því að fygja krökkunum eftir. Sund er skemmti- leg íþrótt og ótrúlega smitandi, eins og áhugi systkinanna ber vitni um. Þau hafa verið vatnskettir frá blautu barnsbeini. Við bjuggum er- lendis þegar þau voru lítil og þau voru alla daga í sundlaugum og kynntust því vatninu snemma. Ég er þeirra skoðunar að þau hafi öll þrjú alveg sérstaka tilfinningu fyr- ir vatninu og það fleyti þeim svona langt,“ sagði Ragheiður Ásta. Logi Jes Kristjánsson var í skýj- unum með sinn árangur enda kom hann alla leið frá Arizona, þar sem hann er við nám, tO að taka þátt í mótinu. Feta í fótspor afa „Ég kom heim tO sð slá met og það tókst. Reyndar kom það mér á óvart því ég hvOdi mjög lítið og stefni á toppform í lok maí þegar við reynum við ólympíulágmörk- in,“ sagði Logi Jes við DV. „Ég ætla að reyna að feta í fót- spor afa mins, Friðriks heitins Jes- sonar, og komast á ólympíuleika. Afl tók þátt í ólympíuleikunum í Berlín 1936 og sýndi þar glímu,“ sagði Logi. Þess má geta að afi Loga kenndi fyrstur manna sund í Vestmannaeyjum, í sjónum við Þrælaeiðið, fyrr á öldinni. Sú arf- leifð gæti skilað dóttursyni hans á ólympíuleikana! -ÞoGu Ríkharður Ríkharðsson fagnar sigri í 100 m flugsundi. Logi Jes Kristjánsson, sigurvegari í 200 m baksundi. Heimamaðurinn Logi Jes Kristjánsson (fyrir miðju) eftir verðlaunaafhendingu. DV-myndir ÞoGu 4 Rondey Dobart, erlendi leikmaðurinn í liði Grindvíkinga, var í sviðsljósinu í gær þegar Grindvíkingar töpuðu öðrum leik sínum gegn Haukum á heimavelli sínum. Dobart var rekinn í sturtu í síðari hálfleik ásamt Jóni Arnari Ingvarssyni í Haukum. Rosaspenna í Grindavík - þegar Haukarnir unnu eins stigs sigur á Grindvíkingum „Þetta var háspenna lífshætta, mik- il barátta og hart tekist á í vörninni. Við náðum að bæta varnarleikinn okkar og héldum þeim nú í 26 stigum í síðari hálfleik á móti 47 stigum í fyrri leiknum.”, sagði Reynir Krist- jánsson, þjálfari Hauka, eftir nauman sigur á Grindvíkingum, 67-68, í öðrum leik liðanna í Grindavík í gærdag. Þar með jöfnuðust leikar og án efa verður lítið gefið eftir á Strandgötunni á þriðjudagskvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með látum líkt og í fyrsta leiknum og höfðu frumkvæðið nánast allan tímann. í upphafi síðari hálfleiks var munurinn orðinn 11 stig, 45-34, heimamönnum í vil. Eftir tæplega 7 mínútna leik lenti þeim Rodney Dobart og Jóni Arnari Ingvarssyni saman með þeim afleið- ingum að þeir voru sendir í sturtu af dómurum leiksins. Haukar unnu á eft- ir því sem á leikinn leið og þegar 6 mínútur voru eftir komust þeir yfir, 57-59, í fyrsta skipti síðan á fyrstu mínútu leiksins. Eftir þetta var jafnt á öllum tölum, gríðarlega barátta hjá leikmönnum og hvert stig dýrmætt. Haukar höfðu boltann þegar 34 sek. voru eftir og staðan jöfn, 67-67. Þeir nýttu tímann vel og fengu vítaskot þegar 6 sek. voru til leiksloka. Willi- ford nytti annað vítið, Grindvíkingar fengu svo opið skot rétt inna 3ja stig línunnar um leið og flautan gall en brást bogalistin. Williford átti enn einn stórleikinn fyrir Hauka og Bergur Eðvarðsson lék einnig frábærlega gegn sínum gamla félagi. „Það er gaman að koma hingað að spila, þetta eru tvö góð lið og annað verður að vinna.”, sagði Bergur. Hjá Grindvíkingum lék Dobart vel i fyrri hálfleik, en Guðmundur Braga- son og Hjörtur Harðarson voru þeirra bestu menn. „Það var mjög sárt að tapa þessum leik því mér fannst við eiga hann. Það vantaði herslumuninn í lokin og heilladísirnar voru þeirra megin. Nú berjum við okkur saman og mætum klárir á Strandgötuna á þriðjudaginn.”, sagði Friðrik Rúnars- son, þjálfari Grindvíkinga. -ÞG _________________________________Iþróttir Góð staða Keflavíkur - eftir annan sigur gegn Njarðvík DV, Suðurnesjum: „Þeir eiga í erfiðleikum með að stoppa okkur. Við spiluðum ágæta vörn. Mér flnnst menn vita hvað er í húfi og við komum í leikina núna til að spila þá. Mér flnnst mikið muna um Stewart og við leikum boltanum betur með honum. Mér fannst 70-80% af sóknunum enda þegar Burns fékk boltann. Þegar Stewart fær boltann er hann að leita mikið að mönnum og við spilum einfaldlega betur saman núna. Þeir munu koma brjálaðir í næsta leik en við komum enn brjálaðri,“ sagði Falur Harðarson sem átti frábæran leik með Keflvíkingum þegar þeir lögðu Njarðvíkinga öðru sinni að velli, 89-79, í undanúrslitum úrvals- deildar í körfuknattleik í Keflavík í gærdag. Gríðarleg spenna var fyrir leik- inn og mikið í húfi fyrir bæöi liðin og þá sérstaklega Njarðvíkinga sem voru 0-1 undir í þessum mikla slag nágrannanna. Þegar á leikinn leið virtust Kefl- víkingar vera að ná yfirhöndinni en Njarðvíkingar komust inn í leikinn að nýju með mikilli baráttu þegar 7 mínútur voru til loka fyrri hálfleiks og náðu að snúa 12 stigum Keflvík- inga í 7 stiga forystu fyrir hlé, 47-54. Keflvíkingar komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótt að jafna stöðuna og leikurinn var orðinn æsispennandi. Það sást greinilega á leik Njarðvíkinga hvert stefndi. Liðið er ekki að spila saman og það dugar ekki gegn sterkri leiðs- heild Keflvíkinga sem mega þakka Davíð Grissom. Hann var stórkost- legur í síðari hálfleik þegar Keflvík- ingar þurftu á einhverjum að halda til að taka af skarið og stórleikur hans var vendipunktur leiksins. Hann var stórkostlegur í vörn sem sókn og hans besti leikur í vetur. Njarðvíkingar fengu góð færi en taugar leikmanna virðast ekki vera í lagi um þessar mundir og áttu leikmenn í erfiðleikum með að koma boltanum í körfuna. Þeir skoruðu aðeins 25 stig í síðari hálf- leik. Teitur Örlygsson meiddist á fæti og tognaði lítillega þegar rúm mínúta var eftir af leiknum og þurfti að fara af leikvelli. Hann von- ast til að vera orðinn góður fyrir næsta leik. Keflvíkingar verða að teljast sig- urstranglegri til að spila um ís- landsmeistaratitilinn en Njarðvík- ingar verða að vinna þrjá næstu leiki til að leggja að velli sterka liðs- heild Keflvikinga sem eru að spila geysilega vel um þessar mundir og hafa ekki sést svona stórkostlegir kaflar hjá liðinu í vetur. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði liðin og þá helst Njarðvíkinga og verður að teljast visst áfall að tapa leiknum. Njarðvíkingar mega taka sig verulega á ef þeir ætla ekki að tapa með mikilli skömm fyrir Keflvíkingum. Eins og Njarðviking- ar eru að spila um þessar mundir verður engin fyrirstaða fyrir Kefl- víkinga að slá Njarðvik út úr keppni. En Njarðvíkingar hafa áður spilað undir mikilli pressu og stað- ist álagið ög skal enginn afskrifa lið- ið fyrir fram. Grissom spilaði eins og áður sagði mjög vel, Falur átti mjög góð- an leik, Albert var sterkur í vörn og hélt Teiti nánast niðri í síðari hálf- leik, Jón Kr. skilaði sínu að vanda frábærlega vel, Stewart skilaði sínu vel og fellur betur inn í leik liðsins með hverjum leik. Hjá Njarðvík var Teitur grimmur í fyrri hálfleik og skoraði 18 af 20 stigum sínum, Rondey átti ágæta spretti en þeir sem þekkja hann vita að hann verður ekki eins auðveldur í næsta leik. Friðrik átti mjög góðan leik í fyrri hálfleik og Sverrir Þór ágæta spretti í þeim síðari. -ÆMK Júdó: Vernharð náði í bronsið Vernharð Þorleifsson, júdómaður í KA, vann tíJ.Acons: verðlauna á sterku júdómóti sem fram fór í Varsjá í Póllandi um helgina. Vernharð sigraði ítala, Litháa og Hvít-Rússa áður en hann lagði Pólverja í undanúrslitun- um. í glímu um bronsverðlaun á mótinu vann Vernharð síðan júdómann frá Tékklandi. Vernharð er nú í 9. sæti á Evr- ópulistanum en 9 efstu menn á listanum vinna sér sjálfkrafa rétt til þátttöku á ólympíuleikun- um í Atlanta. Bjarni Friðriksson keppti einnig á mótinu í Póllandi og hafnaði í 13. sæti, vann eina glímu en tapaði tveimur. -SK Snóker: Jóhannes varð stiga- meistari Jóhannes R. Jóhannesson tryggði sér um helgina sigur í keppni bestu snókerleikara landsins á sex stigamótum vetr- arins. Sjötta og síðasta stigamótið fór fram um helgina. Jóhannes R. sigraði þá Arnar Richardsson í undanúrslitum, 3-1 og Jóhannes B. Jóhannesson sigraði Gunnar Valsson, 3-2. Jóhannes R. Jóhannesson sigraði síðan nafna sinn Jóhann- esson í úrslitaviðureign af miklu öryggi, 3-0. Jóhannes R. varð stigameist- ari, Kristján Helgason varð ann- ar, Jóhannes B. þriðji og Arnar íjórði. -SK Grindavík - Haukar (35 - 37) 74-84 2-4, 7-6, 14-6, 21-15, 26-26, 32-36, 39-30, (41-34). 45-34, 45-41, 48-47, 55-47, 55-54, 57-59, 63-63, 65-64, 65-67, 67-67, 67-68. Stig Grindavíkur: Hjörtur Harðarson 15, Guðmundur Bragasosn 14, Rodney Dobart 12, Marel Guðlaugsson 10, Helgi Guðfmnsson 10, Unndór Sigurðsson 4, Brynjar Harðarson 2. Stig Hauka: Jason Williford 25, Bergur Eðvarðsson 17, Pétur Ingvarsson 10, Sigfús Gizurason 6, ívar Ásgrímsson 6, Jón Amar Ingvarsson 4. Fráköst: Grindavík 34, Haukar 36. Flest fráköst Grindavlkur: Dobart 11, Guðmundur 6, Helgi 6. Flest fráköst Hauka: Williford 19, Sigfús 6. Flestar stoðsendingar Grindavíkiu-: Helgi 5, Marel 4. Flestar stoðsendingar Hauka: Jón Arnar 5, Pétur 3. Varin skot: Brynjar 2, Grindavík. 3ja stiga körfur: Grindavík 6/18, Haukar 3/9. Vitanýting: Grindavík 7/17, Haukar 14/21. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Bender, mjög góðir. Áhorfendur: Um 700. Maður leiksins: Jason Williford, Haukum. Keflavík - Njarðvík (47 - 54) 89 - 79 3-6, 10-12,19-18, 30-26, 41-29, 41-36, 43-48 (47-54), 58-58, 65-63, 73-67, 75-73, 80-75, 89-79. Stig Keflavíkur: Falur Harðarson 27, Davíð Grissom 19, Albert Óskarsson 13, Jón Kr. Gíslason 11, Dwight Stewart 10, Guöjón Skúlason 6, Sigurður Ingimundarson 3. Stig Njarðvikur: Rondey Robinson 21, Teitur Örlygsson 20, Friðrik Ragnarsson 12, Sverrir Þór Sverrisson 10, Kristinn Einarsson 6, Rúnar Ámason 5, Gunnar Örlygsson 5, Jóhannes Kristbjömsson 2. Fráköst: Keflavík 38, Njarðvík 28. Flest fráköst Keflavikur: Stewart 10, Grissom 9. Flest fráköst Njarðvikin-: Rondey 12, Teitur 4. Flestar stoðsendingar Keflavíkur: Jón Kr. 8, Falur 4. Flestar stoðsendingar Njarðvikur: Rondey 1, Teitur 1. Varin skot: Grissom 3, Steart 3 - Gunnar 1, Kristinn 1. 3ja stiga körfur: Keflavík 9\19, Njarðvík 6\14. Vitanýting: Keflavík 20/26, Njarðvík 9/16. Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Helgi Bragason, góðir. Áhorfendur: Um 650. Maður leiksins: Daviö Grissóm, Keflavik. KR og Keflavik i urslit - í 1. deild kvenna í körfuknattleik en liðin slógu út Grindavík og Breiðablik Þaö verða lið KR og Keflavíkur sem leika til úrslita um íslandmeistaratitil- inn í kvennaflokki í körfuknattleik. Þetta varð ljóst um helgina eftir að KR sigraði Grindavík og Keflavík lagði Breiðablik. KR-stúlkur sigraðu Grindavík, 55-49, eftir að staðmí í leikhléi hafði verið 30-28, KR í vil. Helga Þorvaldsdóttir lék best í liði KR en hjá Grindavík var Penni Peppas allt í öllu og skoraði obbann af stigum Grindavíkurliðsins. Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 19, Guðbjörg Norðfjörð 11, Maijenica Rupe 9, Kristín Jónsdóttir 8, María Guð- mundsdóttir 8. Stig Grindavíkur: Penni Peppas 33, Aníta Sveinsdóttir 7, Svanhildur Kára- dóttir 4, Júlía Jörgensen 3, Hafdís Haf- berg 2. Sigur Keflavíkurstúlkna gegn Breiðabliki var nokkuð öruggur en þessi lið léku til úrslita um íslands- meistaratitilinn í fyrra. Keflavik náði strax forystunni og hélt henni allan leikinn. Litlu munaði að Breiðabliki tækist að jafna metin i síðari hálfleik þegar staðan var 44-47 en nær komust Blika- dömurnar ekki. Veronica Cook, Anna María og Erla Þorsteinsdóttir voru bestar í góðu liði Keflavíkur en hjá Breiðabliki bar lang- mest á þeim Betsy Harris og Eísu Vil- bergsdóttur og skoruöu þær öll stig Blikaliðsins nema sjö. Stig Breiðabliks: Betsy Harris 22, Elísa Vilbergsdóttir 17, Hildur Ólafs- dóttir 5, Inga Dóra Magnúsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Veronica Cook 16, Anna María Sveinsdóttir 13, Erla Þor- steinsdóttir 11, Björg Hafsteinsdóttir 6. -SK Maijenica Rupe lék vel fyrir KR Veronica Cook var stigahæst í og skoraði 9 stig gegn Grindvík. liði Keflavíkur gegn Breiðabliki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.