Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 íþróttir Halla María skoraði flest mörkin í Eyjum fyrir Víking. \ Handbolti kvenna: Stjarnan og Haukar áfram Valsstúlkur áttu aldrei mögu- leika gegn Stjörnunni í úrslita- keppni kvenna I handknattleik en liðin léku á laugardag. Stjarn- an og Haukar eru einu liðin sen tryggt hafa sér sæti í undanúr- slitum. Lokatölur urðu 18-30 fyrir Stjörnuna eftir að staðan í leik- hléi haföi verið 9-13. Mörk Vais: Kristjana Jóns- dóttir 5, Björk Tómasdóttir 4, Lilja Valdimarsdóttir 3, Sonja Jónsdóttir 2, Gerður Jóhanns- dóttir 2, Dagný Pétursdóttir 1, Eivor Pála Blöndal 1. Mörk Stjömunnar: Herdis Sig- urbergsdóttir 6, Níná K. Björns- dóttir 4, Margrét Vilhjálmsdóttir 4, Ragnheiður Stephensen 4, Hrund Grétarsdóttir 3, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Sigrún Más- dóttir 2, Margrét Theódórsdóttir 2, Inga Fríða Tryggvadóttir 1 og Björg Fenger 1. Haukar unnu stórsigur á Fylki í fyrri leik liðanna á föstu- dagskvöldið, 28-18. í síðari leikn- um i gærkvöldi í Fylkishúsinu sigruðu Haukar aftur, 21-24. ÍBV sigraði Víking í fyrri leiknum í úrslitakeppni kvenna í handknattleik, 24-23, en í hálf- leik hafði Víkingur forystu, 11-12. Víkingur hafði yfirhönd- ina ailan tímann en Eyjastúlkur mörðu sigur með tveimur síð- ustu mörkum leiksins. Ingibjörg Jónsdóttir kórónaði frábæran leik með glæsilegu sigurmarki undir lokin. Hetja ÍBV var Laufey Jörgens- dóttir markvörður sem tók fram skóna að nýju. Hún stóð í mark- inu á lokakaílanum og varði sjö skot. Helga Torfadóttir var I banastuði í marki Víkings og varði 13 skot og Kristín var í feiknastuði á línunni. Mörk ÍBV: Ingibjörg 8/3, Andrea 5/2, Malin 4, Helga 3, Sara 2, Unnur 1, Elísa 1. Mörk Víkings: Halla María 7/5, Kristín 4, Svava 3, Elísabet 3, Margrét 2, Þórdís 2, Hanna 1, Guðmunda 1. Víkingur jafnaði síðan metin í Vikinni í gærkvöldi með örugg- um sigri á ÍBV, 27-21. Oddaleik- urinn verður í Eyjum í kvöld. Oddaleik þarf einnig á milli Fram og KR. Fram vann fyrri leikinn, 22—14, en I gærkvöldi unnu KR-ingar óvæntan sigur í Laugardalshöll, 16-13. Þriðja viðureignin verður í Framhús- inu annað kvöld. Þogu/SK/JKS 2. deild karla: Fram efst í úrslitakeppni 2. deildar karla um helgina voru þrír leikir. Fylkir vann Þór, 29-20, HK sigr- aði Þór, 34-24, ÍH liö Breiðabliks, 26-22. Fram er efst í keppninni með 9 stig, HK hefur 8 stíg, Þór 7, Fylkir 5, Breiðablik 2 og ÍH 2. -JKS Alltaf gaman að spila fýrir norðan - sagði Magnús Árnason sem tryggði FH-ingum sigur gegn Haukum Sigurður Sveinsson skoraði úrslitamarkið gegn Haukum. „Það kom náttúrulega ekki ann- að til greina en að taka vítið og það var frábær tilfmning að tryggja okkur sigurinn. Það hefði orðið erfitt að fara í aðra framlengingu. Gunnar hefur ætlað að koma mér á óvart en skotið hans var ekki nógu hnitmiðað. Ég er mjög ánægður með að fá að spila gegn KA. Það er alltaf gaman að spila fyrir norðan og við erum alveg tilbúnir að mæta þeim af hörku. Þeir eru sigur- stranglegri en við höfum ekki hugs- að okkur að láta staðar numið,“ sagði Magnús Árnason, markvörð- ur FH-inga, en hann tryggði FH sig- ur gegn Haukum í úrslitakeppn- inni í handknattleik með því að verja vítakast eftir að leiktíma lauk. FH-ingar geta þakkað Magnúsi fyrir sigurinn en hann lék stórkost- lega vel gegn sínum gömlu fé- lögum. Magnús kórónaði síðan frammistöðuna með því að verja vítakast frá Gunnari Gunnarssyni á síðustu sekúndu í framlengingu. Leikurinn var frábær skemmtun og stemningin kynngimögnuð. Allt var á suðupunkti á lokamín- útunum Haukar virtust vera að tryggja sér sigur þegar þeir náðu tveggja marka forskoti í framleng- ingunni. Reynsla FH-inga sagði þá til sín og Sigurður Sveinsson skor- aði sigurmarkið 48 sekúndum fyrir leikslok. Haukarnir fengu síðan vítið á silfurfati í lokin en það mis- fórst. „Þetta var hrikalega svekkjandi. Eftir herfilegan fyrri hálfleik tók- um við okkur saman i þeim síðari og þá komumst við inn í leikinn og vel það. í framlengingunni fórum við illa að ráði okkar. Við flýttum okkur og gerðum mörg mistök. Það er ekki mikið um vítið að segja. Ég taldi það skyldu mína að taka vitið og ég vildi ekki leggja það á herð- arnar á neinum öðrum en sjálfum mér að taka þetta vítakast. Ég ákvað að taka vítið snöggt en því miður skaut ég knettinum í fótinn á Magnúsi og því fór sem fór. Ég óska FH-ingum til hamingju og góðs gengis í framhaldinu. Ég hef trú á að Valur og KA leiki til úr- slita,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka. -GH Gleði og sorg í Garðabænum - þegar Afturelding sló Stjörnuna út eftir framlengingu „Þetta er einn ótrúlegasti leikur sem ég hef leikið um ævina og hlýt- ur að hafa verið enn ótrúlegra að horfa á. Þetta var hreint ævintýri en við áttum þetta skilið í heildina. Bjarki Sigurðsson skoraði hreint ótrúlegt mark í Garðabænum og það reyndist afdrifaríkt í lokin. KA-Selfoss (13-9) 27-21 1-1, 3-3 5-6, 12-6, 12-8 (13-9), 15-11, 18-11, 23-14, 25-17, 25-20, 27-21. Mörk KA: Julian Duranona 11/4, Patrekur Jóhannesson 5, Björgvin Björgvinsson 5, Jóhann G. Jóhannsson 2, Leó öm Þorleifsson 2, Alfreð Gísla- son 2. Varin skot: Guðmundur Amar Jónsson 17, Bjöm Bjömsson 2/2. Mörk Selfoss: Björgvin Rúnarsson 4, Valdimar Grímsson 4/1, Sigurjón Bjamason 3, Finnur Jóhannsson 3, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Erlingur Klemenzson 2, Sigurður Þórðarson 2, Grímur Hergeirsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 8, Gísli Felix Bjamason 1. Brottvisanir: KA 2 mín., Selfoss 0. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Amaldsson, mjög góöir. Áhorfendur: 1.036. Maður leiksins: Duranona, KA. Þetta hlýtur að Vera rosalega svekkjandi fyrir þá að tapa svona eftir að hafa komist inn í leikinn en að sama skapi frábært fyrir okkur. Við erum nú í sömu sporum og í fyrra og mætum Valsmönnum i undanúrslitunum en ég tel þá vera besta liðið í dag. Við getum alveg hiklaust unnið þá á góðum degi og ég vona að við náum þannig leik gegn þeim,“ sagði Páll Þórólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir að liðið hafði sigrað Stjörnuna, 26-27, í hreint ótrúlegum leik í Garðabæ á föstudagskvöldið. Afturelding tryggði sér með sigrinum sæti í undanúrslitunum og mætir þar Val en Stjaman er enn eina ferðina úr leik í 8-liða úrslitum og Garðabæjar- liðið hefur aldrei komist í undanúr- slit í íslandsmótinu. Það var Bjarki Sigurðsson sem var hetja Mosfellinga þegar hann skoraði sigurmarkið á ótrúlegan hátt um leið og leiktíminn í fram- lengingunni rann út. Bergsveinn Bergsveinsson hafði rétt áður varið Stj arnan-Aftureld. (8-11) 23-23 26-27 0-2, 2-3, 3-8, 7-9 (8-11), 10-12, 10-15, 13-15, 15-16, 17-18, 19-20, 21-22, 22-23, (23-23), 24-24, 25-25, 26-26, 26-27. Mörk Stjömunnar: Siguröur Bjama- son 9/1, Dmitri Filippov 8, Magnús Sig- urðsson 3, Konráð Olavsson 2, Viðar Er- lingsson 2, Gylfl Birgisson 2. Varin skot: Axel Stefánsson 12/1. Mörk Aftureldingar: Páll Þórólfsson 7, Jóhann Samúelsson 5, Ingimundur Helgason 5/1, Bjarki Sigurðsson 5/2, Láms Sigvaldason 3, Róbert Sighvats- son 2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveins- son 18/2. Brottvlsanir: Stjaman 4 mín., Aft- urelding 10 mín. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, þokkalegir. Áhorfendur: Um 800. Maður leiksins: Bergsveinn Berg- sveinsson, Aftureldingu skot Dmitri Filippov og kastaði bolt- anum fram á Bjarka sem kastaði honum nánast viðstöðulaust i mark- ið. Allt trylltist í íþróttahúsinu í Garðabæ og áhorfendur trúðu vart eigin augum. Mosfellingar voru æfir af gleði en Garðbæingar af sorg. Bergsveinn var bestur í sterku og jöfnu liði Aftureldingar. Páll átti mjög góðan leik og einnig þeir Ingi- mundur Helgason og Jóhann Samú- elsson. Hjá Stjörnunni voru Sigurð- ur Bjarnason og Filippov yfirburða- menn ásamt Axel Stefánssyni sem varði vel í markinu. „Þetta eru gífurleg vonbrigði og hrein martröð. Það er óskiljanlegt hvernig þetta gat gerst. Stjarnan er greinilega ekki með nógu gott lið í svona leik og það virðist alltaf ger- ast að lykilmenn liðsins klikka þeg- ar í mikilvægan leik kemur. Þeir eru greinilega með betra lið og áttu þetta skilið," sagði Viggó Sigurðs- son, þjálfari Stjörnunnar, dapur í bragði eftir leikinn. -RR Haukar-FH (9-13) 23-23 27-28 1-0, 1-3, 5-5, 7-9 (9-13), 11-14, 13-17, 16-18, 19-18, 21-22 (23-23), 24-24, 26-24, 27-28. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 9/2, Petr Baumruk 5, Jón Freyr Egils- son 3, Óskar Sigurösson 3, Gunnar Gimnarsson 3, Gústaf Bjamason 2, Aron Kristjánsson 2. Varinskot Bjami Frostason 15/1. Mörk FH: Siguröur Sveinsson 8/3, Héðinn Gilsson 5, Sigurjón Sigurðsson 4, Guöjón Ámason 4, Hálfdán Þórðar- son 4, Gunnar Beinteinsson 2, Hans Guðmundsson 1. Varin skot: Magnús Ámason 23. Brottvísanir: Haukar 8 mín., FH 6 mín. Dómarar: Ólafúr Haraldsson og Gunnar Kjartansson, mjög góðir. Áhorfendur: Um 1200. Maður leiksins: Magnús Ámason, FH. Julian Duranona skoraði grimmt gegn Selfyssingum. KA-liðið betra á öllum sviðum DV, Akureyri: „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og þá sérstaklega vörnin og markvarslan í síðari hálfleik. Þetta lofar góðu upp á framhaldið að gera og með svona stuðningi áhorfenda eigum við ekki að tapa leik á heimavelli," sagði KA-maðurinn Patrekur Jó- hannesson í samtali við DV eftir að KA hafði unnið Selfoss í þriöja leik liðanna og tryggt sér rétt til að leika í undanúrslitum Nissan-deildarinnar þar sem liðið mætir FH. KA-menn voru sterkari á öll- um sviðum handknattleiksins og Selfyssingar áttu í raun aldrei möguleika. „KA var að öllu leyti betra lið í þessum leik. Þaö er mjög erfitt að koma hingað og leika odda- leik fyrir framan þessa ótrúlegu áhorfendur. KA-liðið er mjög sterkt og þótt það misstígi sig á útivelli er alltaf hægt að bæta þaö upp á þessum stórkostlega heimavelli. Stemningin hér er engu lík og KA-liðið á eftir að njóta þessa mikla stuðnings í næstu leikjum," sagði Einar Gunnar Sigurðsson, Selfossi, eft- ir leikinn gegn KA. -KG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.