Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 27 Iþróttir Frakkinn Michel Platini er góöur leikmaður en það er frek- ar erfitt að dæma hann. Ginola er frábær kantmaður, gefur vel fyrir markið og skýtur vel en hann er bara kantmaður. Ég sé hann ekki taka að sér álíka hlutverk sem mið- vallarleikmaður og Cantona hefur gert hjá United. Cantona valdi miðjuhlutverkið hjá United en ég er þess fullviss að hann hefði getað orðið einn besti sókn- armaðurinn í evrópskri knattspyrnu, hefði hann viljað það á sínum tíma. Hlutverk leikstjórnand- ans hentar Cantona mjög vel því hann skilur leikinn fullkomlega," segir Platini. Um möguleika Cantona á að komast í franska lands- liðið fyrir EM í sumar segir Platini: „Þjálfarinn velur liðið, ekki blaða- menn eða allir snillingarnir á bör- unum. Ef Jacquet spyrði mig ráða myndi ég segja: Ég valdi Cantona í landsliðið í 5 ár og hann olli mér ekki vonbrigðum í eitt einasta skipti. Hann var virtur og vel lið- inn af félögum sínum,“ sagði Plat- ini og það leynir sér ekki að Platini er á því að Cantona eigi heima í landsliði Frakka. Síðan viðtalið var tekið við Platini hefur Cantona skorað tvívegis í mikil- vægum leikjum fyrir Man. Utd, gegn Newcastle á dögunum og gegn QPR á laugardaginn. Michel Platini. Þórarar þjarma að ísfirðingum í leiknum í gær. Heimamenn voru beittari, unnu sanngjarnan sigur þegar á heildina er litið. DV-myndir Ólíku saman að jafna - Michel Platini segir Cantona fremri Ginola á öllum sviðum knattspyrnunnar Oddaleikur ' ísafirði - um úrvalsdeildarsæti eftir sigur Þórs gegn KFÍ er emn þekktasti knattspyrnu maður heims Hér ber hann landa sína saman, þá Eric Cantona hjá Man. Utd og David Ginola hjá Newcastle. Tveir af snjöllustu knattspyrnu- mönnum ensku knattspyrnunnar í dag eru af mörgum taldir vera Frakkarnir Eric Cantona hjá Manchester United og David Gin- ola hjá Newcastle. Víst er að báðir eru þeir snjallir leikmenn og vin- sælir í Englandi og báðir hafa þeir gert enskri knattspyrnu mikið gagn. Michel Platini er líklega snjall- asti knattpyrnumaður sem Frakk- ar hafa eignast. Hann hefur mikið vit á knattspyrnu og langa reynslu af iðkun íþróttarinnar. Eitt ensku blaðanna bað Platini að bera þá Cantona og Ginola saman sem leik- menn á dögunum. Það fer ekki á milli mála eftir lestur þeirrar greinar að Platini hefur mun meira álit á Cantona og telur hann betri knattspyrnumann á öllum sviðum. „Kóngurinn" á Old Trafford hef- ur verið krýndur af Platini og með þessum úrskurði hefur Platini full- komnað endurreisn Cantona eftir atvikið á Selhurst Park fyrir rúmu ári. „Cantona hefur fært enskri knattspyrnu mikið og hann hefur verið besti leikmaðurinn í úrvals- deildinni síðustu þrjú árin og jafn- vel lengur,“ segir Platini um Cant- ona og bætir við: „Ég er ekki í minnsta vafa um þetta. Og leikmaður sem er elskað- ur jafn heitt og Cantona hjá aðdá- endum Man. Utd hlýtur að hafa gert eitthvað meira en lítið fyrir enska knattspyrnu. Cantona hefur glatt áhangendur sína, hann hefur glatt fólk sem elskar knattspyrnu og hann hefur glatt mig. Hann er jafn góður í öllum stöðum á vellin- um, hann er stórkostlegur leikmað- ur.“ Það er fyrst og fremsf fjölhæfni Cantona sem gerir hann mun betri knattspyrnumann en Ginola að mati Platinis. Aime Jacquet, lands- liðsþjálfari Frakka, hefur séð þetta og á nú í viðræðum við Cantona. Hann hefur hins vegár engan áhuga á Ginola. Platini segir: „Ég hef séð mikið af leikjum með Man. Utd og Newcastle í vetur. Ég varð hissa á sínum tíma þegar Ginola valdi að fara til Englands því hann var með góð boð annars staðar frá. Ginola svaraði Þór fyrir sig með 77-67 sigri en liðið var með forystu frá upphafi til enda. Það var í hyrjun síðari hálfleiks sem ísfirðingar minnkuðu muninn í fjögur stig en lengra komust þeir ekki. Atli Sigurþórsson skoraði 27 stig fyrir Þór og Champ Wrencher 25 stig. Fyrir ísfirðinga skoraði Christopher Ozment mest eða 45 stig. Oddaleikur á fimmtudag Félögin mæast í oddaleik og hreinum úrslitaleik á isafirði á fimmtudagskvöldið. Sigurvegarinn fer beint í úrvalsdeildina en taplið- ið mætir Skagamönnum um hitt sætið í úrvalsdeild. -JKS Þor, Þorlákshöfn, og Isfirðingar hvort liðið hreppir úrvalsdeildar- þurfa að heyja oddaleik um það sæti í körfuknattleik. Liðin mætt- Áhorfendur fjölmenntu leikinn í Þorlákshöfn. í tvígang um og eftir þær rimmur standa liðin jöfn að vígi. ísfirðingar unnu fyrri leikinn á heimavelli á föstudagskvöldið, 100-95, eftir fram- lengdan leik. Christopher Oz- ment skoraði 50 stig fyrir Isfirð- inga og Champ Wrencher 43 stig fyrir Þór. í síðari leiknum í Þorlákshöfn í gær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.