Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 íþróttir Rauf let undan Rodman í vandræðum Mahmoud Abdul-Rauf, bakvöröur Denver Nuggets, lét undan og hlust- aöi á bandaríska þjóðsönginn eins og aðrir leikmenn fyrir leik Denver og Chicago um helgina. Rauf var settur í bann vegna þess að hann virti ekki þjóðsönginn vegna trúar sinnar en því banni var aflétt um helgina. Áhorfendur létu vel í sér heyra og málið virðist ekki ætla að hafa frekari eftirmáia. -SK Dennis Rodman, leikmaður Chicago, lenti enn einu sinni í vandræð- um með sjálfan sig um helgina er Chicago lék gegn NJ Nets. Rodman var ósáttur við dómara leiksins, lét hann heyra það óspart og reif utan af sér skyrtuna. Eftir leikinn sagði Rodman: „Dómarinn horfði bara á mig en ekki leikinn. Ég er alitaf undir einhverju sérstöku eftir- liti. Varaforseti NBA var meira að segja hér til aö fylgjast með mér,“ sagði Rodman sem á yfir höfði sér leikbann og háa sekt. -SK Michael Jordan og Dennis Rod- man voru í aðhlutverkunum þegar Chicago sigraði-New Jersey á úti- velli á laugardagskvöldið í NBA- deildinni í körfuknattleik Jordan skoraði fjögur stig úr víta- skotum á síðustu 15 sekúndum leiksins og Rodman tók alls 16 frá- köst. Alls skoraði Jordan 37 stig og Toni Kukoc 18 en Scottie Pippen er sem fyrr meiddur. Armon Gilliam skoraði 21 stig fyrir Nets. New York vann sinn þriðja leik í flórum viðureignum undir stjórn síns nýja þjálfara, Jeff Van Gundy. Patrick Ewing skoraði 26 stig fyrir Knicks og Jerry Stackhouse 20 stig fyrir 76’ers. San Antonio vann sinn 9. leik í röð gegn Atlanta. David Robinson skoraði 19 stig, tók 14 fráköst. Sá stærsti f stuði Gheorghe Muresan var hetja Washington gegn Utah þegar hann skoraði fimm stig í framlenging- unni en alls skoraði hann 28 stig, tók 15 fráköst og blokkaði fimm skot. Karl Malone skoraði 32 stig fyrir Utah og tók 11 fráköst. Meistararnir í Houston fengu skell á heimavelli gegn Miami Heat. Houston hefur tvívegis í vetur tapað fyrir Miami eftir að hafa unnið lið- ið 11 sinnum i röð þar á undan. Tim Hardaway skoraði 28 stig fyrir Heat en hjá Houston skoraði Hakeem Olajuwon 26 stig. Latrell Sprewell skoraði 31 stig fyrir Golden State í sigrinum gegn Milwaukee. Vin Baker skoraði 25 stig fyrir Milwaukee sem tapað hef- ur sjö leikjum í röð. Aðfaranótt iaugardags Orlando lenti i vandamálum á heimavelii nýliða Vancouver. Ekki í fyrsta skipti i vetur sem Orlando er í vandræðum á útivelli og liðið þurfti framlengingu til að knýja fram sigur. Penny Hardaway skoraði 29 stig og lék mjög vel. Shaquille O’Neal skoraði 23 stig og Dennis Scott 19. Erwin Magic Johnson lék stórvel fyrir Lakers gegn Milwaukee og skoraði 20 stig. Cedric Ceballos skoraði 19 stig fyrir Lakers sem hef- ur unnið 23 sigra í síðustu 28 leikj- um sínum og munar þar vitanlega mest um endurkomu snillingsins. Sam Perkins skoraði 27 stig fyrir Seattle gegn Dallas og liðið er að gera góða hluti þessa dagana. Michael Jordan skoraði 33 stig fyrir Chicago sem vann stórsigur á Denver. Chicago jafnaði þar með NBA- metið með þvi að vinna 39. heima- leikinn í röð í deildinni. Toni Kukoc skoraði 24 stig gegn Denver og gaf 10 stoðsendingar að auki. -SK Dennis Rodman og felagar í Chicago Bulls unnu enn einn sigurinn um helgina í NBA-deildinni og virðist Chicago vera með besta lið deildarinnar. Staðan í NBA-deildinni Atlantshafsdeild Miðvesturdeild Orlando 48 17 73,8% SA Spurs 45 18 71,4% NY Knicks 37 26 58,7% Utah Jazz 44 20 68,8% Miami 32 33 49,2% Houston 42 23 64,6% Washington 30 35 46,2% Denver 27 36 42,9% NJ Nets 25 38" 39,7% Dallas 21 43 32,8% Boston 24 40 37,5% Minnesota 20 43 31,7% 76ers 13 51 20,3% Vancouver 11 50 18,0% Miðdeild Kyrrahafsdeild Chicago 57 7 89,1% Seattle 49 14 77,8% Indiana 39 24 61,9% LA Lakers 40 22 64,5% Detroit 36 27 57,1% Phoenix 32 32 50,0% Cleveland 35 28 55,6% Portland 30 34 46,9% Atlanta 35 29 54,7% Sacramento 28 34 45,2% Charlotte 31 31 50,0% Golden St. 29 36 44,6% Milwaukee 21 42 33,3% LA Clippers 23 41 35,9% Toronto 16 46 25,8% Leikir í NBA-deiIdinni í körfuknattleik um helgina: Orlando í vanda Urslitin í NBA um helgma Úrslitin í leikjum helgarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik urðu sem hér segir: Aðfaranótt laugardags: Charlotte-Toronto ....113-101 Detroit-Cleveland...... 80-69 Indiana-Utah Jazz .... 86-95 76ers-Phoenix.........102-128 Minnesota-Sacramento .... 113-87 Chieago-Denver.........108-87 Portland-LA Clippers ...86-79 Seattle-Dallas .........120-97 Vancouver-Orlando.....frl. 92-87 LA Lakers-Milwaukee....117-95 Aðfaranótt sunnudags: NY Knicks-76ers..........94-88 NJ Nets-Chicago.........93-97 Washington-Utah........120-115 Houston-Miami..........97-121 SA Spurs-Atlanta.......119-92 Golden State-Milwaukee .... 99-94

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.