Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1996, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1996 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn 1211121x1 xx11 Italski boltinn 111 211 111 xxx1 Lottó 5/38: 10 11 25 28 36 (5) //Iff/f/ffi/fffff/itÆ/f/f/f/f/f/fffi Lið KR sem varð íslandsmeistari í svejtaalímu á Laugarvatni um helgina. Frá vinstri: Ásgeir Víglundsson iiðsstjóri, Orri Björnsson, Jón Birgir Valsson, Helgi Bjarnason, Jón Unndórsson og Ólafur Haukur Olafsson. Jóhann Samúelsson. leikmaður Aftureldingar, á í viðræðum við danskt 1. deildar lið. Hér reynir hann markskot gegn Val. DV-mynd GS „Spila í Danmörku eða með Aftureldingu“ - segir Jóhann Samúels- son, leikmaður Aftur- eldingar í handknatt- leik, á þessa dagana í viðræðum við danskt 1. deildar lið og svo gæti farið að hann léki í Danmörku á næsta leiktímabili. „Þetta er á byrjun- Jóhann Samúelsson arstigi en ég neita því ekki að lið í 1. dedd í Ðanmörku hafði sam- band við mig. Ég reikna með að þessi mál skýrist á næstu vikum en það er al- veg ljóst að ef ég fer ekki til Danmerkur þá mun ég leika áfram með Aftureld- ingu,“ sagði Jóhann. Orðrómur þess efnis aö Jóhann væri á leið í KA hefur verið á kreiki undanfarið en með yfirlýsingu Jó- hanns nú er Ijóst að af því verður ekki. -SK Islandsmótið í skvassi: Kim og Hrafnhildur íslandsmeistarar - Hrafnhildur meistari 3. árið í röð Kim Magnús Nielsen og Hrafn- hildur Hreinsdóttir urðu um helg- ina íslandsmeistarar í skvassi en mótið fór fram í Veggsporti. Um 70 manns tóku þátt í mótinu og sigraði Kim Magnús með mikl- um yfirburðum í karlaflokki. Hann lék til úrslita gegn Jökli Jörgensen og sigraði 3-0. Jökull hafði áður lent í erfiðum undanúrslitaleik gegn Arnari Arinbjarnar en þar sigraði Jökull, 3-2. Hrafnhildur Hreinsdóttir, ís- landsmeistari kvenna síðustu tvö árin, lék gegn Ásu Ólafsdóttur í úr- slitaleik og sigraði 3-0. Hrafnhildur varð því íslandsmeistari í þriðja sinn í röð og er árangur hennar glæsilegur. Hrafnhildur og Kim voru í nokkrum sérflokki á þessu Is- landsmóti og töpuðu ekki lotu út allt mótið. í heldrimannaflokki sigraði ís- firðingurinn Viðar Konráðsson Haf- stein Daníelsson í úrslitum, 2-0. ís- firðingar eru orðnir sprækir í skvassi og miklar framfarir átt sér stað vestra í íþróttinni. -SK Aldrei unnið í gráu Líklegt er að leikmenn Manchester United leiki aldrei aftur í gráu varabúningunum sínum eins og þeir gerðu gegn Southampton í ensku úrvalsdefldinni á laugardag. „Leikmönnum líka alls ekki þessir búningar, það er svo einfalt-. Þeim fannst erfitt að sjá hver annan svo að viö ákváðum að skipta um bún- inga í leikhléi," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd eftir stórt tap sinna manna gegn Southampton á laugardag, 3-1. United hefur leikið 5 leiki í gráu búningunum og aldrei unnið. Sjá allt um ensku knattspyrnuna um helgina á bls. 22. -SK Birgir áfram með Blikana Birgir Guðbjörnsson var um helgina endurráðinn þjálfari úr- valsdeildarliðs Breiðabliks í körfuknattleik. Undir stjórn Birgis náðu Blik- ar ótrúlega góðum árangri í úr- valsdeildinni í vetur og komu einna úiest á óvart af öllum lið- um á keppnistímabilinu. Nær víst er að Michael Thoele leikur ekki áfram með liðinu. -SK Sigur og tap í Danmörku íslenka landsliðið í badmint- on sigraði Austurríki, 3-2 og tapaði fyrir írlandi á Evrópu- mótinu í badminton um helgina. Elsa Nielsen vann einliðaleik kvenna gegn Austurríki og hún og Vigdís Ásgeirsdóttir unnu í tvíliðaleik. Þriðja vinningnum skiluðu þeir Broddi Kristjáns- son og Árni Þór Hallgrímsson í tvfliðaleik. íslenská liðið hafn- aði í 3. sæti í sínum riðli og í dag kemur í ljós hvort ísland verður áfram í A-flokki eða hvort faU í B-flokk verður stað- reynd. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.