Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1996, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1996 íþróttir Ruud Gullit með knöttinn á fleygiferð fyrir Chelsea í leiknum gegn Leeds United á laugardag. Gullit lék vel eins og allir leikmenn Chelsea og liðið átti ekki í miklum vandræðum með slakt lið Chelsea. Mark Hughes skoraði þrennu fyrir Chelsea í leiknum. Símamynd Reuter Leikir í ensku knattspyrnunni um helgina: „Rauðu djöflarnir" steinlágu á The Dell - spenna hlaupin í toppbaráttuna á nýjan leik því Newcastle vann Manchester United fékk skell á The Dell á laugar- daginn var. Southampton var mun ákveðnara í leikn- um og var sigur liðsins sanngjarn. Leikur United olli vonbrigðum og lék liðið langt undir getu. Sigur Southampton var gífurlega mikilvægur í baráttunni um tilverurétt í úrvals- deildinni. Framkvæmda- stjðri liðsins sagði að sínir menn hefðu leikið sinn besta leik í vetur. „Þeir gerðu það sem fyrir þá var lagt og það var hrein unun að sjá til þeirra á köfl- um,“ sagði Merlington, framkvæmdastjóri Sout- hampton. Manchester United, sem verið hefur á miklu skriði síðustu vikurnar, beið þarna sinn fyrsta ósigur í 12 leikjum. Hughes lék stórvel og skoraði þrjú mörk Mark Hughes lék stórvel fyrir Chelsea gegn slöppu liði Leeds. Hughes gerði þrennu í leiknum og var að sjálfsögðu valinn maður leiksins. Þetta var sjötti ósigur Leeds í síðustu 7 leikjum. Join Jess, sem Coventry keypti fyrir skemmstu fyrir 260 milljónir, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og það ekki lítið mikilvægt. Coventry mætti QPR í hörð- um botnslag. Leikurinn bar þess keim að mikið var í húfi og leikið var fast. Manchester City vann einnig mikilvægan sigur á Sheffield Wednesday á Main Road. Þjóðverjinn Uwe Rösler skoraði eina mark leiksins. Hann hefur ekki verið í byrjunarliðinu í síð- ustu leikjum og ekki verið ánægður með það. Alan Ball gaf honum tækifæri í þess- um leik sem Þjóðverjinn nýtti til fulls. Blackburn virðist hafa ógnartak á Nottingham For- est, hvernig svo sem stend- ur á því. Blackbum vann fyrfi leik liðanna í vetur, 7-0, og Blackburn sýndi enga miskunn á City Ground á laugardag og vann, 1-5. Alan Shearer gerði eitt marka Blackburn og sitt 35. mark fyrir liðið í vetur. Hvorki gengur né rekur hjá Middlesborough og nú lék Wimbledon liðið grátt. Bryan Robson var mjög óá- nægður með sína menn eft- ir leikinn. „Menn eru að leika langt undir getu“ „Menn eru að leika langt undir getu. Við verðum að fara að sýna hvað við í raun getum. Það er ekki seinna vænna því það er ekki mjög mikið eftir af keppnistíma- bilinu,“ sagði Robson eftir leikinn. Tony Cottee tryggði West Ham öll stigin gegn Guðna Bergssyni og félögum í Bolton og vermir Bolton sem fyrr neðsta sætið. Newcastle enn á fullri ferð í toppbaráttunni Newcastle er enn með á fullu í toppbaráttu úrvals- deildarinnar eftir nauman sigur gegn Aston Villa á heimavelli sínum í gær, 1-0. Sigurmarkið lét bíða eftir sér en það skoraði Les Ferdinand með góðum skalla á 65. mínútu. Leikur- inn var nokkuð fjörugur og bæði lið fengu marktæki- færi sem frekar illa tókst að nýta. Ljóst er að Newcastle ætlar ekki að láta meistaratitilinn framhjá sér fara átakalaust. -JKS/-SK Daninn Andersen fór á kostum með Rangers Daninn Erik Bo Andersen fór á kostum með Glasgow Rangers á Ibrox gegn Partick Thistle í skosku úrvalsdeildinni. Andersen gerði þrennu en þetta var hans fjórði íeikur með félaginu. Titilvonir Celtic eru enn við lýði eftir sigur gegn Hibernian í gær. Hol- lendingurinn Pierre Van Hooydonk skoraði bæði mörk Celtic og hefur nú skorað 30 mörk fýrir félagið í vetur. Hibernian komst yfir í leiknum en Hollendingurinn sá um aö tryggja Celtic sigurinn. -SK/-JKS Dortmund að gefa eftir? Svo virðist sem Dortmund sé að gefa eftir i þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Dortmund náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli um helgina gegn Schalke. Á sama tima sigraði Bayern Munchen lið Stuttgart á útivelli, 0-1. Bæjarar hafa nú þriggja stiga forystu en Dort- mund á einn leik inni og getur því náð Bayern að stigum. Það var Jurgen Klinsmann sem skoraði eina mark leiksins gegn Stutt- gart í upphafi síðari hálfleiks. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Mönchengladbach vann Köln, 2-1, Freiburg-Karlsruhe, 0-3, Kaiserslautern-Hamburg, 1-2, St. Pauli-Werder Bremen, 1-2 Bayern hefur 57 stig í efsta sætinu með 57 stig, Dortmund hefur 54 stig og Borussia Mönchengladbach 47 stig. -JKS Úrslit í ensku knattspyrnunni Úrvalsdeild: Chelsea-Leeds ..........4-1 1-0 Hughes (19.), 2-0 Spencer (20.), 3- 0 Hughes (35.), 4-0 Hughes (48. viti), 4- 1 McAllister (66.) 22.131 Coventry-Q.P.R..........1-0 1-0 Jess (69.) 22.910 Manch. City-Sheff. Wed .... 1-0 1-0 Rösler (65.) 30.898 Middlesbro-Wimbledon .... 1-2 O-l Earle (12.), 1-1 Fleming (23.), 1-2 Ekoku (64.) 29.192 Nott. Forest-Blackburn .... 1-5 0-1 Shearer (27.), 0-2 McKinlay (31.), 1-2 Woan (41.), 1-3 Wilcox (45.), 1-4 Wilcox (68.), 1-5 Fenton (83.) 25.273 Southampton-Manch. Utd . . 3-1 1-0 Monkou (11.), 2-0 Shipperley (23.), 3-0 Le Tissier (43.), 3-1 Giggs (89.) 15.262 West Ham-Bolton ........ . 1-0 1-0 Cottee (28.) 23.086 Newcastle-Aston ViUa....1-0 1-0 Ferdinand (65.). Staðan: Manch Utd 35 22 7 6 64-35 73 Newcastle 34 22 4 8 62-35 70 Liverpool 34 19 8 7 66-31 65 Aston Villa 35 18 8 9 51-32 62 Arsenal 34 16 9 9 46-30 57 Tottenham 34 15 10 9 45-35 55 Everton 35 15 9 .11 57-41 54 Blackbum 35 16 6 13 54-42 54 Nott. Forpst 34 14 11 9 4548 53 West Ham 35 14 7 14 41-47 49 Chelsea 35 12 12 11 43-40 48 Middlesbro 36 11 10 15 3546 43 Leeds 34 12 6 16 39-52 42 Wimbledon 35 10 10 15 53-65 40 Sheff. Wed 35 10 8 17 45-55 38 S’hampton 35 8 10 17 33-51 34 Man. City 36 8 10 18 30-56 34 Coventry 35 7 12 16 40-60 33 Q.P.R. 36 8 6 22 35-54 30 Bolton 36 8 5 23 38-68 29 1. deild: Barnsley-Reading ...........0-1 Birmingham-Luton.............4-0 Crystal Palace-Southend......2-0 Huddersfield-MiUwall.........3-0 Oldham-Wolves................0-0 Sheff. Utd-Sunderland .......0-0 Stoke-Portsmouth.............2-1 Tranmere-Leicester...........1-1 Watford-Port Vale...........5-1 W.B.A.-Grimsby .............3-1 Charlton-Derby ..............0-0 Ipswich-Norwich.............2-1 Staðan: . Sunderland 42 21 15 6 56-31 78 Derby 43 20 15 8 66-46 75 Crystal P. 43 19 15 9 64-45 72 Charlton 41 16 17 8 53-42 65 Stoke 41 17 12 12 55-45 63 Huddersf. 42 17 11 14 59-53 62 Ipswich 41 17 11 13 73-61 62 Leicester 42 15 14 13 58-59 59 Birmingh. 42 15 12 15 59-55 57 Sheff. Utd 43 14 13 16 51-53 55 Southend 43 14 13 16 49-58 55 Barnsley 42 13 15 14 55-63 54 W.B.A. 42 15 9 18 54-63 54 Grimsby 41 14 12 15 50-58 54 Wolves 42 13 14 15 55-56 53 Norwich 43 13 14 16 55-51 53 Port Vale 40 13 13 14 52-58 52 MUlwall 43 13 12 18 41-59 51 Tranmere 41 12 14 15 55-56 50 Reading 41 11 16 14 47-55 49 Portsmouth 43 12 12 19 60-68 48 Oldham 41 11 13 17 49-47 46 Luton 41 10 11 20 36-57 41 Watford 41 7 17 17 50-63 38 Skotland: Aberdeen-Motherwell .........2-1 Kilmarnock-Falkirk ..........1-0 Raith-Hearts.................1-3 Rangers-Partick .............5-0 Hibernian-Celtic.............1-2 Staðan: Rangers 33 24 6 3 76-23 78 Celtic 33 21 11 1 62-22 74 Aberdeen 32 15 5 12 47-39 50 Hearts 33 15 5 13 52-51 50 Raith 33 11 6 16 37-52 39 Motherw. 33 9 11 13 26-33 38 Kilmarnok. 33 10 8 15 37-49 38 Hibernian 33 10 8 15 40-55 38 Partick 32 8 5 19 25-54 29 Falkirk 33 6 5 22 29-53 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.