Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1996, Blaðsíða 6
* 26 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1996 íþróttir Sund: Þrjú gull í Lúxemborg íslenskir unglingar í sundi náði mjög góðum árangri á al- þjóðlegu móti í Lúxemborg um helgina. Öm Arnarson hreppti gullverðlaun í 400 metra skrið- sundi í flokki unglinga fæddra 1981, synti á 4:17,10 mínútum. Amar vann einnig gull í 100 metra baksundi, synti á 1:02,04 mínútum. Tómas Sturlaugsson tók einnig þátt í sama sundi og varð í fjórða sæti á tímanum 4:20.29 mínútum. Ómar Snævar Friðriksson synti 400 metra skriðsund í flokki pilta sem fæddir em 1980. Ómar Snævar synti á 4:20,90 mín- útum og hafnaði í sjöunda sæti. Lára Hrund Bjargardóttir, fædd 1981, synti 400 metra skrið- sund á 4:40,78 mínútum og lenti í fjórða sæti. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sem fædd er 1983, hreppti gull- verðlaun í 100 metra baksundi, synti á 1:10,66 mínútum. -JKS Austurbakki styrkir Völu Um helgina gerði Austurbakki, sem er umboðsaðili fyrir Nike íþróttavörur, samstarfssamning við Evrópumeistarann Völu Flosadóttur. Hér er um að ræða einn stærsta samstarfssamning sem gerður hefur verið af íslenskum íþróttavöminnflytjanda við ein- stakling. Samningurinn nemur yfir 200 þúsund krónum á einu ári. -JKS Fylkir gerði góða ferð til Skotlands 1. deildarlið Fylkis í knatt- spymu er nýkomið heim úr æf- inga- og keppnisferð til Skotlands. Liðið æfði alla dagana og lék þrjá leiki í ferðinni. Unn- ust allir leikimir nokkuð sann- færandi. Fyrsti leikur liðsins var gegn 1. deildar liði Hamilton og sigr- aði Fylkir, 5-2. Annar leikurinn, gegn 2. deildar liðinu Queen’s Park vannst, 3-0. Sterkasti mótherji var Dundee í síðasta leiknum og unnu Fylkismenn leikinn, 5-3. Átta leikmenn úr byrjunarliði Dundee, sem nú leikur í 1. deild, tóku þátt í leikn- um. Fylkismenn þóttu leika vel i þessum leik. og ríkti almenn ánægja með ferðina. -JKS Útlit fyrir metfjölda á pæjumótinu DV, Eyjum: Um 50 manna hópur frá Götu í Færeyjum kemur til Eyja í júní á Pæjumót íþróttafélagsins Þórs. Færeyingar senda tvö kvenna- lið í 4. flokki til keppni og flýgur hópurinn beint tfl Eyja. 4. deild- ar lið Framherja flýgur með vél- inni til Færeyja og verður þar í keppnisferð. Állt stefhir' í metþátttöku á Pæjumótinu í ár en alls er búist við yfír 1000 stúlkum á aldrinum 7-16 ára. Það borgar sig því að fara að huga að þátttöku. Sydneyhópinn skipa eftirtalin: Björn Margeirsson, UMSS, Halldóra Jónasdóttir, UMSB, Hanna Lind Ólafsdóttir, UMSB, Stefán Ragnar Jónsson, UMSK, Sunna Gestsdóttir, USAH, Sveinn Margeirsson, UMSS, og Vala Flosadóttir, ÍR. Hópurinn var í æfingabúðum í Reykjavík um helgina .Björn og Sveinn eru nýliðar en hin öll voru í hópnum í fyrra. Heigi Haraldsson, formaður FRÍ, er einnig á myndinni og Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfari. DV-mynd ÞÖK Horft til framtíðar - Frjálsíþróttasambandið velur unga efnilega íþróttamenn í Sydneyhóp Frjálsíþróttasambandið kynnti á blaðamannafundi sjö unga og efni- lega einstaklinga í svonefndum Sydneyhóp fyrir helgina. Tilgangur- inn með þessu er að velja ungt og efnilegt frjálsíþróttafólk á aldrinum 17-20 ára, gefa því tækifæri til að eflast og þroskast meö þátttöku á ólympíuleilumum í Sydney árið 2000 sem lokatakmark. Þessir sjö einstaklingar sem um ræðir eru Vala Flosadóttir, stangar- stökkvari úr ÍR, Bjöm Margeirsson, millivegahlaupari úr UMSS, Hall- dóra Jónasdóttir, spjótkastari úr UMSB, Hanna Lind Ólafsdóttir, kringlukastari úr UMSB, Stefán Ragnar Jónsson, kringlukastari úr UMSK, Sveinn Margeirsson, mifli- vegahlaupari úr UMSS og Sunna Gestsdóttir, spretthlaupari úr USAH. Þessir einstaklingar haf a verið valdir samkvæmt ströngustu kröf- um og lágmörkum. Reynt verður að skapa þeim sem besta aðstöðu til æf- inga undir eftirliti sérgreinaþjálfara og verkefr isstjóra FRÍ 2000, þar sem unnið er eftir langtímaskipulagi og fyrirfram settum markmiðum. Þótt þeim áfanga sé náð að vera valinn i þennan hóp er langt því frá sjálfgefið að halda sætinu þar. íþróttamaðurinn verður að ná til- settum árangri og það er meðal ann- ars af þeim ástæðum sem valið er í þennan hóp einu sinni á ári. Sydneyhópnum var hleypt af stokkunum í lok ársins 1994 og er ætlað að starfa fram að ólympíuleik- unum sem haldnir verða í Sidney áriö 2000. Helgi Haraldsson, formaður FRÍ, sagði að menn litu björtum augum til framtíðarinnar. „Það eru alltaf að koma fram góð efni í hinum mörgum greinum frjálsra íþrótta. Við höfum því úr stærri og breiðari hóp að velja en áður. Þetta segir okkur að breiddin er að aukast og er það mjög jákvæð þróun fyrir íþróttina. Ég er ekki í nokkrum vafa að þessi Sydneyhóp- ur hefur nú þegar skilað markmiði sínu. Nú er að hefjast þriðja strafs- ár hópsins og við getum ekki annað en verið bjartsýn. Þessir krakkar vita að til að ná sem bestum árangri þarf að leggja mikla rækt við æfing- ar,“ sagði Helgi Haraldsson, formað- ur Frjálsíþróttasambandsins, meðal annars á fundinum. -JKS Jón Arnar vestur um haf til æfinga Jón Arnar Magnússon tug- þrautarmaður hélt um helgina ásamt þjálfara sínum, Gísla Sig- urðssyni, til Bandarikjanna í æf- ingabúðir til undirbúnings fyrir ólympíuleikana í Atlanta í sum- ar. Jón Arnar verður í sex vikur í búðunum en hann æfði á þess- um sama stað í fyrra. Staðurinn sem hér um ræðir er í Athens í Georgíuríki um 80 km frá Atl- anta. „Allar aðstæður þarna ytra eru til fyrirmyndar og það er í raun lífsnauðsynlegt fyrir Jón Arnar að fá að æfa þarna. Tím- inn sem nú fer í hönd er mjög mikilvægur í æfingaáætlunni fyrir ólympíuleikana. Við vor- um í Athens í fyrra og þekkjum því staðinn vel, sem er stórt at- riði,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Amars, skömmu áður en hann hélt utan. Þegar Jón Arnar kemur heim fer hann til Götziz á tugþrautar- mót sem hefst 25. maí. í júní verður æft af fullum krafti fyrir norðan og síðan verður haldið á ný til Athens í byrjun júlí og æft þar fram að ólympíuleikun- um. -JKS Nog að gera hja Voiu - boð um þátttöku í mótum streyma til hennar „Ég hef fengið ýmis boð um þátttöku á mótum viðs vegar um Evrópu. Ég er að skoða þessi boð með þjálfara mínum en það er ljóst að það verða næg verkefni fyrir mig í sumar. í kjölfar Evrópumeistaratitilsins má segja að allar dyr hafi opnast fyrir mér. Ég hef æft af fullum krafti síðan Evrópumótinu lauk og er nýkomin úr æfingmn í Karpatafiöllum. Ég dvaldi þar með þremur öðrum íþróttamönn- um þar sem gengið var á fiöll, hlaupið og synt. Þetta var skemmtilegt og góð tilbreyt- ing frá öðrum verkefnum," sagði Vala Flosa- dóttir í samtali við DV. Þjálfari Völu er Pól- verji og skipulagði hann ferðina í fiöllin í heimalandi sínu. Vala sagði að hún væri ákveðin í að taka sér árs frí frá námi þegar stúdentsprófi lýk- ur í vor. Hún ætlaði að helga sig alfarið stangar- stökkinu í eitt ár og sjá hvemig gengi. Eitt af stærri mótum Völu í sumar verður HM ung- linga í Sydney. -JKS Vala Flosadóttir er orðin þekkt nafn í frjálsíþróttaheiminum eftir sigurinn í stangarstökkinu á Evrópumótinu í Stokk- hólmi í síðasta mánuði. Hún hefur fengið boð um þátttöku á mörgum mótum í Evrópu í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.