Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 7
JDV MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 sænskir dagar Öðrum fremur Fræðimaðurinn Laila Spik heldur fyririestur um menningu Sama í Norræna húsinu. DV-mynd GS Sænskir dagar: Sænskar vörur og sænsk menning í Reykjavík Sænskir dagar verða I Kringlunni næsta daga er íslensk og sænsk fyr- irtæki kynna sænskar vörur og þjónustu næstu daga í sýningarbás- um. Einnig verður sérstök sýning og sala á sænskum vörum í nokkrum verslunum í Reykjavík í apríl. í tilefni sænsku daganna koma ýmsir góðir gestir til íslands frá Sví- þjóð. Meðal þeirra er Bellmansöngv- arinn Martin Bagge og félagar hans. Þeir munu skemmta í hádeginu á fimmtudag á Kaffi Milano og í Norr- æna húsinu á fimmtudagskvöld kl. 20.30. í hádeginu á fóstudag skemmta Bagge og félagar á Kaffi Reykjavík og kl. 15.30 í Kringlunni. Klukkan 16.30 á föstudag kynnir fræðimaðurinn Laila Spik, sem er Sami, menningu Sama og sýnir hún Lappakofa í Kringlunni. Tískusýn- ing verður í Kringlunni á föstudag- inn kl. 16. Á laugardaginn verður barnadag- skrá í Kringlunni frá kl. 13 til 16. Þá skemmta Bagge og félagar kl. 13.30 og tískusýning verður kl. 14. Laila Spik segir frá Sömum kl. 14.30. Rithöfundurinn Jan Guillou held- ur fyrirlestur í Norræna húsinu kl. 16 á laugardaginn um njósnasögur. Kl. 17 verður sýnd kvikmyndin Vendetta í Norræna húsinu. Á sunnudaginn hefst barnadag- skrá Elísabetar Brekkan og Línu langsokks í Kringlunni kl. 14. Hálfri klukkustund síðar segir Laila Spik frá aðstæðum bama í Samalandi. Ljósmyndarinn og rithöfundur- inn Bobby Andström segir á sunnu- daginn frá ferð um Svíþjóð í Nor- ræna húsinu kl. 16. Kvikmyndin Sagolandet eftir Jan Troell verður sýnd í Norræna húsinu kl. 19. Hljómsveit Martin Bagges, Ens- emble Ginestra, heldur tónleika í Listasafni Kópavogs kl. 20.30. Sænskir og íslenskir réttir verða á boðstólum í Kaffi Reykjavík á sunnudagskvöld frá kl. 19 til 22.30. Ensemble.Ginestra skemmtir frá kl. 22 til 23. Á mánudagskvöld kl. 20 flytur La- Oa Spik fyrirlestur um menningu Sama í Norræna húsinu. Saab er sænskur eðalvagn og sá öruggasti sem völ er á Upplýsingastjóri sænska útflutningsráðsins: Flutt út fyrir 7000 milljarða að rekja til þess að við erum við- skiptaþjóð," útskýrir Albinson. Hann leggur áherslu á að sterkasta vopn Svía séu gæði og með þeim geti þeir keppt viö aðrar þjóðir. -IBS „Við erum feimin hér í Svíþjóð. Við ættum að vera miklu stoltari því við erum feikilega dugleg við- skiptaþjóð. Allt byrjaði þetta með víkingunum. Við slógum þá í haus- inn sem ekki vildu versla við okk- ur,“ segir Mikael Albinson, upplýs- ingastjóri hjá sænska útflutnings- ráðinu sem er með aðalskrifstofur sínar í Stokkhólmi. „Núna flytja 10 þúsund sænsk fyr- irtæki út vörur fyrir meira en 1 milljón sænskra króna hvert. Við gerum ráð fyrir að flytja út vörur fyrir 700 milljarða sænskra króna í ár. Það eru ekki bara skrúfur og rær sem við flytjum út,“ bendir Al- binson á. 700 milljarðar sænskra króna eru um 7000 milljarðar ís- lenskra króna. Það vakti athygli margra að Svíar hafa verið miklu duglegri að laga sig að reglum Evrópusambandsins heldur en margar þjóðir sem hafa verið lengi í sambandinu. „Við vor- um búnir að aðlaga okkur áður en við gerðumst aðilar. Við erum hlýðnir og svo urðum við líka að gera það til þess að vera samkeppn- isfærir. En þetta á líka rætur sínar Stærsta tryggingafélag Svíþjóðar, Folksam hefur valið Saab öruggasta bíl sem völ er á 3 ár í röð. Enda er staðalbúnaður Saab til fyrirmyndar í alla staði. Má þar nefna sem dæmi ABS bremsukerfi, loftpúða í stýri, festingar fyrir barnabílstóla í fram og aftursæti, kafbátasæti að framan, öryggisbeltastrekkjara, 3ja punkta öryggisbelti í aftursætum og svona mætti lengi telja. Þar að auki er hægt að fá innbyggða barnabílstóla sem henta börnum á aldrinum 3ja til 10 ára. Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.