Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Forsetalínur skýrast Fátt virðist geta komið í veg fyrir, að Ólafur Ragnar Grímsson verði kosinn næsti forseti íslands. í skoðana- könnun DV í gær var hann kominn með hreinan meiri- hluta svarenda og nærri helming alls úrtaksins. Þetta er fjórfalt fylgi þess frambjóðanda, sem næst kom. Með þessu hrynur kenningin um, að þjóðin vilji ekki virkan stjórnmálamann í embætti forseta. Hún getur ekki aðeins hugsað sér stjómmálamann í embætti lands- fóður, heldur getur hún meira að segja hugsað sér óvæg- inn pólitískan slagsmálamann í þetta embætti. Skoðanir þjóðarinnar á frambjóðendum skipta miklu, því að þeir hafa misjafna afstöðu til embættisins. Ólafur Ragnar hefur til dæmis lagt áherzlu á mikil samskipti forsetans við útlönd, þar með á vægi hans í utanríkismál- um og enn frekar í málefnum utanríkisviðskipta. Meðal forustumanna í stjómmálum er andstaða við víkkaða túlkun á verksviði forsetans. Forsætisráðherra tók af skarið í löngu nöldurviðtali um helgina, þar sem hann fordæmdi almennt þá frambjóðendur, sem þá voru komnir fram, og kallaði þá „farandsendiherra". Hjá honum eins og sumum pólitískum valdamönnum koma fram áhyggjur af, að næsti forseti hafi tilhneigingu til að neita að skrifa undir lög á umdeildum sviðum og þvingi þannig fram þjóðaratkvæðagreiðslur, sem mundu trufla hefðbundið valdakerfi í landinu. Kominn er forsetaframbjóðandi, sem fellur að þessum sjónarmiðum. Pétur Kr. Hafstein vill túlka embættið þrengra en aðrir frambjóðendur. Hann vill ekki, að for- seti skyggi á þingræðið í landinu. Og hann vill ekki, að forsetinn sé eins konar farandsendiherra í útlöndum. Skoðanakönnunin sýnir, að skoðanir Davíðs og Péturs eiga erfitt uppdráttar hjá kjósendum. Það staðfestir kenningu í leiðara DV fyrir réttri viku um, að þjóðin muni sjálf finna sér forseta hjálparlaust og muni ekki láta valdakerfið í landinu segja sér fyrir verkum. íslendingar eru yfirleitt þýlyndir og láta flest yfir sig ganga möglunarlítið. Þeir endurkjósa stjómmálamenn og -flokka, sem hafa ítrekað valtað yfir fólkið í landinu og valdið því stórtjóni, t.d. með ríkisrekstri landbúnaðar. En þrælaþjóðin tekur sér frí í forsetakosningum. Þetta tengist þeirri staðreynd, að ráðherrar og ráðu- neytisstjórar, með forsætisráðherra í broddi fylkingar, hafa ekki fengið umboð sitt beint frá þjóðinni, sem hins vegar fær að kjósa sér forseta beint og tekur greinilega sjálfstæða og jafnvel róttæka afstöðu til þess. Enda sagði forsætisráðherra í áðumefndu viðtali, að það væri álitamál, hvort hér ætti yfirleitt að vera forseti og hvort hann ætti að öðrum kosti ekki fremur að vera kosinn af Alþingi heldur en í beinni þjóðaratkvæða- greiðslu. Orð hans endurspegla vanda valdakerfisins. Hin eindregna afstaða forsætisráðherra til forsetaemb- ættisins, sem kom þá fyrst í ljós, þegar hann var sjálfúr hættur við að bjóða sig fram til þess, hefur án efa farið þversum í fólk og eflt þau sjónarmið, sem hann var að gagnrýna í áðurnefndu nöldurviðtali í málgagninu. Þar sem þrír fjórðu hlutar kjósenda hafa nú þegar gert upp hug sinn til frambjóðenda og fjórir efstu skipta með sér öllum þorra fylgisins, má búast við, að nýir frambjóð- endur hafi ekki erindi sem erfiði. Hin eiginlega kosn- ingabarátta er því að hefjast óvenjulega snemma. Ef ekki verður mikil breyting á fylgishlutföllum efstu frambjóðenda á næstu tveimur vikum, siglir Ólafur Ragnar við góðan byr og beina leið til Bessastaða. Jónas Kristjánsson Alþjóðalög - lögleysur Undanfarna daga hefur óvígur her rekið yfir 400 þúsund óbreytta borgara, um tiunda hluta íbúa annars lands, á vergang frá heim- ilum sínum, sprengt heimili tug- þúsunda í tætlur, einangrað og sett í herkví nærri tvær milljónir manna á herteknum svæðum, sem þeir svipta með þessu lífsframfæri sínu. Hundruð ef ekki þúsundir manna hafa látið lífið, þúsundum er haldið í fangabúðum án dóms og laga, öflugur flugher gerir loft- árásir á höfuðborg og bæi ná- grannaríkisiris. Er þetta lýsing á innrás íraka í Kúveit? Óekkí, þetta er Líbanon. Ríkið sem í hlut á er hið heilaga og ósnertanlega ísarel, sem á ár- inu 1982 gerði allsherjarinnrás í Líbanon, hernam landið og drap yfir 20 þúsund manns (margfalt fleiri en írakar í Kúveit), innlim- aði sýðsta hluta þess og hefur síð- an hegðað sér þar á svipaðan hátt og Þjóðverjar í Póllandi fyrrum. Sameinuöu (bandarísku) þjóðirnar Að lokum neyddust Bandaríkin til að samþykkja ályktun Öryggis- ráðs SÞ nr. 242 um að ísrael sé skylt að hafa sig brott frá Líbanon. Þessi samþykkt hefur að nafni til sama gildi og samþykktir SÞ gagn- vart írak, en ólíkt er um fram- fylgdina. Nákvæmlega ekkert hef- ur verið gert til að knýja ísraels- menn til hlýðni við ályktun 242 síðustu 14 ár. Fyrir innrásina 1982 áttu íbúar Suður-Líbanons ekki í stríði við Israel, (þar voru hins vegar stöðvar PLO). Eftir hernámið hafa hatrömm- ustu andstæðingar ísraels verið Shíamúslímar í suðurhluta Lí- banons. Nú heimta ísraelsmenn að Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður stjórn Líbanons gangi í lið með ísraelska hernum gegn Hizbollah og gerist handbendi innrásarliðs- ins, annars skapi ísraelsher flótta- mannavandamál sem stjórnin í Beirút ráði ekki við. Ekki er annað að sjá í fjölmiðl- um en þetta blygðunarleysi sé hin mesta drengskaparkrafa. Þetta sé allt bara réttdræpum hryðjuverka- mönnum að kenna. tsrael hafi full- an rétt til að drepa fólk að vild í Líbanon og Líbönum sé hollast að hætta að múðra út í hernámið. Vesturlönd lfta undan, þetta eru nefnilega arabar, ekki múslímar í Bosníu. Friðartal Vitaskuld verður að sjá allt þetta í samhengi við friðartilraun- ir og kosningabaráttu Peresar og annarra friðarsinna í ísrael, sem öfgamenn beggja aðila vilja eyði- leggja. Það er saga út af fyrir sig. En öfgafull og ofstopafull fram- koma ísraels gagnvart nágrönnum sínum allt frá 1982, í skjóli ofurefl- is Bandaríkjanna á hernaðarsvið- inu, er ástæðan fyrir uppgangi Hizbollah og vaxandi ítökum írans meðal öfgasamtaka Shíamúslíma í Líbanon, á Vesturbakkanum, í Gaza og annars staðar. ísraelsmenn eru þarna að elta sinn eigin skugga. Þeir safna glóð- um elds að höfði sér af sömu skammsýni og einkennt hefur alla þeirra pólitík, innanlands sem utan frá upphafi. Enn á ný hafa þeir leyfi umheimsins (þ.e. Banda- ríkjanna) til að traðka á nábúum sínum. Þetta er þeirra hugmynd um frið. Svo uppsker hver sem hann sáir. Gunnar Eyþórsson „ísraelsmenn eru þarna aö elta sinn eigin skugga. Þeir safna glóðum elds að höfði sér af sömu skammsýni og einkennt hefur alla þeirra pólitík.“ Skoðanir annarra Fiskréttaverksmiðja „Um langt árabil hafa sjónir manna beinzt að full- vinnslu sjávarafurða til aukinnar verðmætasköpun- ar og aukinnar atvinnu. . . . Það er til fyrirmyndar að Aflvaki leiti eftir slíku samstarfi við sölusamtök- in, sem hafa mikla reynslu af rekstri fiskréttaverk- smiðju erlendis. . . . Reiknað er með aö hlutfall til- reiddra fiskafurða muni nema um 60% um aldamót af heildarsölu sjávarafurða. Til mikils er að vinna.“ Úr forystugreinum Mbl. 17. apríl. Kínverjum launuð vinsemdin „íslendingar verða fegnir öllu sem kemur at utan. - Ekki nóg með að einhverjir bakkabræður hafi ver- ið sendir til aö halda úti sendiráði ríkisins í Kína, heldur hafa að undanförnu farið ekki færri en einir hundrað pólitíkusar af ýmsum sortum opinberra er- indagjörða til Kína, með sjálfan forsetann, forsætis- ráðherrann, borgarstjórann í Reykjavík og annað fyrirfólk í fararbroddi. Kínverjum er launuð vin- semdin með því að þeir eru aufúsugestir á íslandi; meira að segja á hinu virðulega Alþingi þykir hæfi- legt að hafa þá sem gesti. Og er varla furða, því sjald- an verða íslenskir pólitíkusar jafn meyrir og þegar þeir fá tækifæri til að bugta sig fyrir kínverskum kommúnistum." Úr forystugrein Alþbl. 16. apríl. Pólitísk hafrannsókn? „Það er engin ástæða til að kasta rýrð á ágæta starfsmenn Hafrannsóknastofnunar en ég held að margt heföi farið á annan og betri veg ef ákveðið hefði verið í upphafi að stofnunin nyti akademisks frelsis á borð við það frelsi sem háskólastofnanir njóta yfirleitt í stað þess aö spyrða hana við fram- kvæmdavaldið. . . . Frjáls og óheft umræða er for- senda framfara í vísindum." Gísli Pálsson i Tímanum 17. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.