Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 37 Rússnesk- ur píanó- leikari Píanótónleikar verða haldnir í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00. Einleikari á píanó verður Rúss- inn Alexei Lubimov og hljóm- sveitarstjóri Osmo Vánska. AI- exei Lubimov er án efa einn fremsti píanóleikari heimsins í dag. Hann fæddist í Moskvu og hlaut þar sína tónlistarmennt- un. Frá árinu 1987 hefur Lubimov verið á stöðugum tónleikaferð- um um heiminn. Nú tekur að líða að starfslokum Osmos Vanskás sem aðalhljómsveitar- stjóra Sinfóníuhljómsveitar ís- lands en hann lætur af störfum sem slíkur í júní nk. Næsta haust mun hann taka við stöðu aðalhljómsveitarstjóra skosku BBC hljómsveitarinnar í Glas- gow. Því fara að verða síðustu forvöð að sjá hann við stjóm. Á efnisskránni verður píanó- konsert Mozarts nr. 21K.467 og sinfónía nr. 2 eftir Rachmanin- off. Sýningar Glott í Rósenberg Hljómsveitin Glott heldur tón- leika í Rósenbergkjallaranum í kvöld og mun sveitin leika gam- alt og nýtt, bæði frumsamið efni og frá öðrurri. Kynning- arfundur í dag klukkan 17 verður hald- inn kynningarfundur mn nýj- ung í íslenskum byggingariðn- aði. Til að tryggja öllum aðilum, sem tengjast skipulags-, bygg- ingar- og umhverfismálum, eins réttar og aðgengilegar upplýs- ingar og kostur er hefur Bygg- ingarþjónustan nú byggt upp flokkaðan, sérhæfðan gagna- banka fyrir íslenskan bygging- ariðnað, fyrir símsvörun og á Alnetinu í samstarfi við Ný- herja. Gagnabankinn verður kynntur á fundinum í ráðstefnu- sal Nýherja að Skaftahlíð 24. Samkomur Ráðstefna Verkfræðingafélag íslands heldur ráðstefnu í húsi Iðnaðar- ins að Hallveigarstíg 1 í dag kl. 13. Umræðuefnið er „Framtíð iðnaðarins á íslandi." Kirkjufélag Kirkjufélag Digranespresta- kalls heldur opinn fund í dag kl. 20.30 í safnaðarheimili Digra- neskirkju. Ræðumaður kvölds- ins verður Haraldur Ólafsson prófessor. Einsöng syngur Katla Björk Rannversdóttir og helgi- stund verður í umsjá séra Gunn- ars Sigurjónssonar. Kvenfélag Kvenfélag Kópavogs er með hattafund í dag kl. 20.30 í félags- heimilinu 1. hæð. Sýndar verða gamlar myndir og það nýjasta í ávaxta- og blómaskreytingum. og skipting landsins í Norðurlandshérað eystra Norðurlandshéraö vestra ■ Austuriandshérað Vesturlandshéraö Reykjavíkurhérað Ji J Reykjaneshérað q Suðurlandshérað Kaffi Oliver: Beaverly Brothers í kvöld mun nýr dúett, sem kallar sig Beaverly Brothers, spila á Kaffi Oliver við Ingólfs- stræti. Annar helmigur Bea- verly Brothers er Björn Jörund- ur sem hefur verið hvað þekkt- astur fyrir skemmtilega sviðs- framkomu með hljómsveitinni Nýrri danskri og fvrir leik sinn á sviði í Rocky Horror rokkóp- erunni. Skemmtanir Hinn hluti dúettsins er Ric- hard Scobie, landskunnur trú- bador, gamall meðlimur Riks- haw og sveitarinnar Loðin rotta. Þeir félagar munu verða á léttu nótunum og spila óraf- magnað og er tónlistarval þeirra úr öllum áttum. Þetta er uppá- koma sem unnendur góðrar tón- listar hafa eflaust gaman af. í kvöld mun nýr dúett, sem kallar sig Beaverly Brothers, spila á Kaffi Oliver við Ingólfsstræti. Þungfært á Vest- fjörðum Á Holtavörðuheiði og Bröttu- brekku gengur á með dimmum élj- um og þar er hálka. Á Vestfjörðum er þungfært um hálsana í Barða- Færð á vegum strandarsýslu en á norðanverðum fjörðunum er snjór á vegum og nokkur hálka og skafrenningur og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði. Norðan- og norðaustanlands er víða éljagangur og hálka á vegum. Ann- ars er víðast góð færð á vegum. 13 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q) LokaðrStOÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Bróðir Helga Þórs Þessi ungi sveinn, sem fæddist klukkan 19.00 að kvöldi sunnudags- ins 14. apríl, svaf vært þegar ljós- myndari smellti af honum mynd. Barn dagsins Hann reyndist vera stór eftir aldri, 58 sm á lengd og vó 4.210 grömm við fæðingu. Foreldrar hans eru Berglind Helgadóttir og Jóhann Stefánsson og eiga þau fyrir soninn Helga Þór sem er 4 ára. Bréfberinn er leikinn af Massimo Troisi. II Postino Bíóhöllin sýnir myndina II Postino eða bréfberann sem til- nefnd var til fimm óskarsverð- launa. II Postino hefur vakið mikla hrifningu þar sem hún hefur verið tekin til sýningar. Hún segir frá ljóðskáldinu Pablo Neruda sem hverfur í út- legð frá heimalandi sínu Chile árið 1962 í kjölfar pólitískra of- Kvikmyndir sókna. Hann sest að í smábæ undan ströndum Napolí. Hann fær sendan mikinn fjölda bréfa daglega og veldur það yfirvöld- um áhyggjum. Er brugðið á það ráð að ráða sjómann tímabundið í stöðu bréfbera og kynni hans og ljóðskáldsins verða náin. Mik- ill vinskapur myndast milli þeirra sem verður með tímanum í formi læriföður og nemanda. Bréfberinn var leikinn af Massimo Troisi sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn en hann dó úr hjartaslagi daginn eftir að tök- um á myndinni lauk. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 77 18. apríl 1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Toliqenqi Dollar 66,680 67,020 66,630 Pund 100,720 101,230 101,200 Kan. dollar 49,090 49,390 48,890 Dönsk kr. 11,4850 11,5460 11,6250 Norsk kr. 10,2700. 10,3270 10,3260 Sænsk kr. 9,8820 9,9360 9,9790 Fi. mark 14,0980 14,1810 14,3190 Fra. franki 13,0460 13,1210 13,1530 Belg. franki 2,1576 2,1706 2,1854 Sviss. franki 54,4500 54,7500 55,5700 Holl. gyllini 39,6500 39,8900 40,1300 Þýskt mark 44,3500 44,5800 44,8700 ít. lira 0,04231 0,04257 0,04226 Aust. sch. 6,3020 6,3410 6,3850 Port. escudo 0,4319 0,4345 0,4346 Spá. peseti 0,5314 0,5347 0,5340 Jap. yen 0,61780 0,62160 0,62540 írskt pund 104,220 104,870 104,310 SDR/t 96,46000 97,04000 97,15000 ECU/t 82,9300 83,4300 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan Lárétt: 1 fljótlega, 6 hús, 8 fisk, 9 ræna, 10 kerald, 11 finleg, 13 gremj- ist, 16 traustan, 8 bjór, 19 hár, 20 Bandaríkjamaður, 21 orka. Lóðrétt: 1 vindur, 2 rekkja, 3 fyrr- um, 4 kaggi, 5 spara, 6 skip, 7 pípa, 12 álitin, 14 snemma, 15 skökk, 17 varg, 20 lengdarmál. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 ys, 3 brand, 8 mærin, 9 óa, 10 hlessa, 11 Edda, 12 vol, 14 ló, 16 drífa, 17 snattar, 19 sveina. Lóðrétt: 1 ym, 2 sæld, 3 bredda, 4 risar, 5 ansvíti, 6 nóa, 7 dallar, 10 helsi, 13 ofan, 15 óns, 18 te.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.