Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 Fréttir DV Frystitogarinn Sléttanes ÍS leigir frá sér mestallan kvótann: Þetta snýst allt saman um að komast af - því að miklar skuldir hvíla á útgerðinni, segir Siggeir Stefánsson útgerðarstjóri „Þetta snýst allt saman um að komast af. Það hvíla miklar skuld- ir á útgerðinni. Að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta mál,“ sagði Sig- geir Stefánsson, útgerðarstjóri tog- arans Sléttaness ÍS á Þingeyri. DV spurði hann hvers vegna fyrirtæk- ið leigði frá sér stærstan hluta kvótans í stað þess að veiða hann sjálft; Sléttanesið hefur verið gert út á úthafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg, veiðar í Smugunni og svo á grálúðuveiðar. Skipið hefur tæplega 600 tonna þorskkvóta. Miðað við það verð sem verið hefur á leigukvóta að undanförnu fást milli 55 og 60 milljónir króna fyrir þennan þorskkvóta. Alls er kvóti skipsins rúm 1700 þorskígildi. Það færist nú í vöxt að stóru skipin, sem geta stundað veiðar á Reykjaneshrygg, í Smugunni og Flæmska hattinum, leigi frá sér megnið af kvótanum. Það sem þá gerist er að útgerðin ein fær alla greiðsluna fyrir kvótann. Sjómenn fá engan hlut í honum eins og þeir myndu fá ef skipin veiddi þann kvóta sem því er úthlutað. Síðan stunda skipin veiðar utan lögsögunnar eins og fyrr segir og þannig er hagnaður útgerðarinnar tvöfaldur. Skuldugar útgerðir sjá sér því leik á borði þvi eins og Sig- geir Stefánsson sagði. „Þetta er spurningin um að komast af.“ -S.dór átt þéi yfa rnm)tsr þé fir Mf 17-20 ára 21-30 ára 31-40 ára 41-50 ára 51-60 ára 61-70 ára PVl Frétt DV staðfest: Afturvirkt veiðileyfi hefur verið gefið út í þeim deilum sem urðu á Al- þingi á dögunum um hvort Æsa ÍS, skip Einars Odds Kristjánssonar al- þingismanns, hefði fengið afturvirkt veiðileyfi þegar báturinn var tekinn af Landhelgisgæslunni leyfislaus sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra að aldrei hefði verið gefið út afturvirkt veiðileyfi. Þetta er ekki rétt. „Báturinn var ekki með neitt veiðileyfi þegar við komum að hon- um og að sjálfsögðu erum við undr- andi ef hægt er að gefa út afturvirkt veiðileyfi..." Þetta sagði Helgi Hallvarðsson skipherra í samtali við DV þegar snurvoðarbáturinn Mímir ÍS var tekinn að veiðum leyfislaus í sept- ember 1994. Báturinn var færður til hafnar en fékk veiðileyfi samdæg- urs dagsett aftur í tímann og ekkert var aðhafst í málinu. „Þú mátt hafa það eftir mér að T a s k u rrer • 25 • 25 gj wcfyt ■ Asíríth • bmf 'nf: S-r.í 63 71OO ‘ * tiiii*rysjííSuS li ,SDam)ðarbótarÍJBVí'sðíJey% u-kirma 0ýraTfrðí; Afturvirkt leyf i fékksteftir að bát- urinn vartekinn íttóphma Uuv&v ■íyL'^seshutaar undjuít tínnuht^sð Yx&tetéu Wgawa VI.'. tLgt *** wJvSSwA-í t'»x< íwV ir**> það sótti bátur um leyfi hingað og fékk það samdægurs," sagði Árni Múli Jónasson, forstöðumaður fiski- stjórnunarsviðs Fiskistofu. Þetta sagði Árni Múli um þetta sama mál sem sýnir að afturvirkt veiðileyfi hefur verið gefið út. Ólafsfjörður: Stórhákarl í snurvoð Skipverjum á Arnari ÓF, 30 tonna snurvoðarbát frá Ólafsfirði, brá heldur en ekki í brún á dögun- um þegar stærðar hákarl kom í voö- ina þar sem báturinn var að veiðum rétt utan fjarðarins. Var hann sprelllifandi og og hinn sprækasti. Þegar búið var að taka innan úr hákarlinum reyndist hann tæpt tonn að þyngd. I maga hans var sel- ur, æðarbliki og nokkrir kolar. Há- karlinn verður verkaður að göml- um sið og etinn á næsta þorrablóti. Reyndir sjómenn á Ólafsfirði segja það með eindæmum að hákarl komi í snurvoð. -GK Könnun á ferðamáta og viðhorfum til umferðarinnar: íbúar í miðbæ Reykja- víkur eiga fæsta bíla - Breiðholtsbúar flesta - 60% svarenda telja umferðina vandamál í nýlegri könnun um ferðamáta og viðhorf Reykvíkinga til umferðar kemur fram að flestir svarenda, eða 66%, kjósa að fara með einkabíl til vinnu eða í skóla. Hins vegar eru þeir 70% sem það gera. Það eru því um 4% sem nota einkabíl í þessum tilgangi þótt þeir vildu hafa annan kost. Þetta snýst við þegar kemur að strætisvögnunum því að heldur fleiri kjósa að taka strætó en gera það í raun, en 15% nota strætó í og úr vinnu/skóla. Könnun þessi var gerð af Félags- vísindastofnun í janúar sl. fyrir Borgarskipulag Reykjavíkur, Borg- arverkfræðing og SVR, að frum- kvæði umferðarnefndar borgarinn- ar. Hvað varðar viðhorf Reykvíkinga til umferðar almennt þá líta 60% svarenda á hana sem vandamál. Sem rök fyrir því nefna flestir að umferð sé of mikil, of þung, of hæg- geng og að umferðamenningin sé miður góð. Fáir nefna hins vegar mengun eða slysahættu. Rúmlega helmingur, eða 57%, telja æskilegt að borgaryfirvöld dragi úr bílaum- ferð með beinum aðgerðum og nán- ast allir telja að það beri að gera með því að fjölga og bæta göngu- og hjólreiðastíga og 65% vilja veita strætisvögnum forgang í umferð- inni. Fáir vilja draga úr bílaumferð með því að hamla umferð á aðalum- ferðargötum, fækka bílastæðum í miðborginni, hækka gjöld fyrir bíla- stæði og stækka gjaldtökusvæði. Mikill meirihluti, eða 80%, viU hins vegar að mislægum gatnamótum í borginni verði fjölgað tU að umferð verði greiðari og öruggari. 82% Reykvíkinga sem orðnir eru 17 ára eiga eða hafa bU til umráða og þegar þessi hópur er greindur eftir aldri sést að 91% fólks á aldrin- um 41-50 ára eiga bU en bileignar- hlutfallið er hæst í þessum aldurs- flokki. Lægst er það hins vegar í aldursUokknum 17-20 ára en þó mjög hátt samanborið við ná- grannalöndin, eða 36,1%. Bílaeign er nokkuð mismunandi eftir hverfum en að meðaltali er 1,3 bUar á hvert heimili í borginni. Minnsta bUaeignin er í Miðbæ og í Hlíðum, eða 1,01 bUl. Mest er bUa- eignin í Breiðholti, 1,48. -SÁ Eigendur Orkubús Vestfjarða: Vilja gera fyrirtækið að hlutafélagi -svo bæjarfélögin geti selt hluti og losað um fé Á aðalfundi Orkubús Vest- fjarða sem haldinn var um miðjan þennan mánuð var samþykkt að fela hlutlausum og óháðum aðila að kanna hagkvæmni þess fyrir eigendur Orkubúsins að gera það að hlutafélagi. Ennfrémur hvort hægt sé að gera eignarhluti í slíku hlutafélagi framseljanlega. Einar Pálsson, bæjarfúlltrúi í Vesturbyggð, sem var einn af flutningsmönnum tiUögunnar seg- ir að þar sem myndað hafi verið byggðasamlag um eignarhlutina í Orkubúi Vestfjarða hafi sveitarfé- lögin aldrei fengið að bókfæra hluti sína þar sem eignarhluti. Hann segir að nettó skuldir sveitarfélaganna á Vestfjörðum séu um 1,8 milljarðar króna. Eign- arhlutur þeirra í Orkubúi Vest- fjarða sé um 2,3 milljarðar króna, ef miðað er við eignarfjár orku- búsins. Það sé því ljóst að um mikla hagsmuni sé að ræða. „Ef sveitarefélögun verður gert kleyft að selja eitthvað af eignar- hluta sínum eða hann allan, eftir því sem verkast vUl, þá gætu þau losnað úr skuldafeninu og hrein- lega bjargað fjárhaga sínum," sagði Einar Pálsson. Hann sagði að á aðalfundinum hefðu menn almennt fagnað þess- ari tiUögu og að stefnt sé að því að þessari könnun verði lokið fyrir næstu áramót. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.