Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 41 Menning Leikhús Galdur leikhússins Sitt sýnist hverjum um það hversu langt eigi - eða megi - ganga í því að spinna eða yrkja sjálfstætt út frá textum höfuð- skálda þegar leikrit eru færð upp á svið. Sumum finnst að sem allra minnst megi víkja frá því sem höf- undur hugsanlega sá fyrir sér. En þar er nú verkurinn, því sjaldnast er til nákvæm forskrift. Niðurstaðan er oft sú að menn halda sig við form og túlkun sem kannski hefur fyrst og fremst skap- ast af langri hefð og viðteknum venjum við uppfærsluna. En svo eru aðrir sem líta á hverja nýja uppfærslu sem sér- stakt sköpunarferli þar sem text- inn er lagður til grundvallar og auðvitað er fullkominn trúnaður við textann undirstaða þess að vel fari. Síðan leyfa þeir sem eru á þesssari línu sér að kafa í sjóði leiklistarsögunnar og beita galdri leikhússins til þess að færa áhorf- endum nýja og ferska sýn á verkið. Skemmst er að minnast vinnu- bragða þremenninganna frá Lit- háen sem settu upp Mávinn og Don Juan í Þjóðleikhúsinu. íslenskir leikhúsgestir hafa líka séð mörg dæmi um þetta í þeim sýningum sem þeir Guðjón Peder- sen leikstjóri, Hafliði Arngrímsson dramatúrg og Gretar Reynisson leikmyndahöfundur hafa staðið fyrir i gegnum árin eða finnst til dæmis ekki í nýjustu uppfærslu þeirra á Sem yður þóknast keimur af sýningunni á Draumi á Jóns- messunótt (Nemendaleikhúsið, 1993)? Það væri vissulega áhugavert verkefni fyrir leiklistarfræðinga að skoða í heild allar Shakespeare uppfærslur sem þeir félagar hafa komið að. Sjálft upphafið á frumsýning- unni á síðasta vetrardag gaf strax fyrirhéit um það sem í vændum var þegar skringifólk í höllu ridd- arans gægðist fram á milli tjald- anna og hafði í frammi ánalega til- burði. Sýningunni fer síðan fram með með miklu flúri og fjöri og sú sem þetta skrifar hafði ómælt gaman af. Að vísu var óþarflega þyngsla- legt yfir fyrsta partinum, eftir blá- upphafið. En þegar komið var yfir þann hjalla fór allt á fullan skrið. Einstök atriði voru mörg hver algjört sælmeti á leikhúsvísu, glettin og spaugsöm en um leið út- færð af hvassri nákvæmni og list- rænni smekkvísi, þannig að sumar myndir úr uppsetningunni festust í huganum eins og málverk. Verkið er gamansamt en það er stutt í ádeiluna. Raunsæi og róm- antík vega salt. Sveitasælan er lof- Erlingur Gíslason í hlutverki sínu. Leiklist Auður Eydal uð, þar er lífið einfalt og fallegt þó að menn eigi vart til hnífs og skeiðar. Við allsnægtaborð hirðar- innar ríkir hins vegar fals, tilgerð og fláttskapur. Til þess að forðast hugsanlega reiði æðstu valdamanna í sínu heimalandi valdi Shakespeare þvi stað í Frakklandi. Þannig var hægt að gefa atburðarásinni ævintýra- legt yfirbragð og óhætt að skopast duglega að hefðarfólkinu án þess að eiga það á hættu að lenda á höggstokknum. Ástin er rauði þráðurinn í verk- inu og elskendur fara í það óend- anlega á mis hvert við annað áður en allt fellur i ljúfa löð í lokin. Rósalind er dóttir hertoga nokk- urs sem hrakinn hefur verið úr landi. Hún verður hrifin af Or- lando, sem er undir hælnum á eldri bróður sínum, Ólíver, hinu leiðasta fúlmenni. Rósalind og frænka hennar, Sel- ía, dulbúast og lenda í ýmsum æv- intýrum þegar þær flýja út i skóg ásamt hirðfiílinu Prófsteini. Þar hitta þær fyrir skringileg- asta fólk og viti menn: Orlando hefur líka flúið til skógar og yrkir þar endalausar ástarrollur um sína heittelskuðu Rósalind án þess að hafa hugmynd um að hún er á næstu grösum. Eins og svo oft fyrr í sýningum, sem þeir Guðjón, Hafliði og Gretar hafa staðið fyrir, vekur athygli hvað allar hugmyndir og útfærsla eru samstiga - allt frá hinum minnstu smáatriðum. Kímnin end- urspeglast jafnvel í leikmynd og notkun leikmuna! Og ekki má gleyma búninghönn- um Elínar Eddu Árnadóttur eða lýsingu Páls Ragnarssonar, hvað þá tónlist Egils Ólafssonar, sem ýmist kliðar undir eða brýst fram i ljúfum sönglögum. sýnir í Tjarnarbíói sakamálaleikinn PÁSKAHRET eftir Árna Hjartarson, leikstjórl Hávar Sigurjónsson. 8. sýn. föd. 26. apríl. 9. sýn. sud. 28. apríl. 10. sýn. þrid. 30. apríl. 11. sýn. mid. 1. maí. 12. sýn. fid. 2. maí. 13. sýn. Id. 4. maí. Síðasta sýning. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðasala opnuð kl. 19.00 sýningardaga. Miðasölusími 5512525, símsvari allan sólarhringinn. ISLENSKA OPERAN Einsöngstónleikar Laugard. 27. apríl kl. 14.30, halda ÞÓRA EINARSDÓTTIR sópran og JÓNAS INGIMUNDARSON píanóleikari tónleika á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar. Blönduð efnisskrá. Míðasala er opin föstud. 26. apríl frá 15-19 og laugard. frá kl. 13. Sími 551-1475 Bréfsími 552-7384 Greiðslukortaþjónusta. Kæru vinir, félagar, börn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 95 ára afmæli mínu. Kærar kveðjur, Halldór J. Þórarinsson Allt rímar þannig saman og síð- an kemur leikhópurinn þar sem hver og einn leikur af agaðri ná- kvæmni en jafnframt hjartans lyst og gleðin hefur völd. Elva Ósk Ólafsdóttir, sem leik- ur Rósalind, vinnur firnavel úr hlutverkinu og sýnir hér þroskað- an leik. Tilburðir hennar í dular- gervinu, þegar Rósalind þykist vera strákur, eru stórskemmtileg- ir, taktar og nauðsynlegar radd- breytingar alveg met. í hlutverki Selíu, sem fylgir Rósalind eins og skugginn, er Edda Heiðrún Backman og Ingvar E. Sigurðsson leikur Prófstein. Þau túlka bæði þessi hlutverk af laufléttri kímni og öruggri fag- mennsku. Það er líka ástæða til að nefna Stein Ármann Magnús- son sem ekki hefur sést mikið á sviði að undanförnu. Hann er skemmtilegur og sýnir tilþrif í þeim hlutverkum sem hann leik- ur. Edda Arnljótsdóttir leikur m.a. hina ástfóngnu smalastúlku, Fífu, og átti frábærar stundir á svið- inu. Þá er aldeilis ekki ónýtt að sjá þá feðga Erling Gíslason og Bene- dikt Erlingsson leika saman. Benedikt túlkar annað aðalhlut- verkið, Orlando, af öryggi og með hnitmiðuðum ýkjum án þess að missa kjarnann út úr höndunum. Erlingur er dáindisfínn sem gamli þjónninn og ekki síðri eng- ill. Atriðin á milli þeirra voru fáguð í gamansemi sinni og sam- leikurinn óborganlegur. Aðrir leikarar eru Gunnar Eyj- ólfsson, Sigurður Skúlason, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir, Stefán Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson. Þó að höfundar sýningarinnar leiki sér með form og framsetn- ingu þá er Shakespeare alltaf á sínum stað og svíkur engan. Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviðinu: Sem yður þóknast eftir William Shakespeare Þýðing: Helgi Hálfdanarson Tónlist: Egill Ólafsson Lýsing: Páll Ragnarsson Dramatúrg og aðstoðarmaður leikstjóra: Hafliði Arngrímsson Búningar: Elín Edda Árnadóttir Leikmynd: Gretar Reynisson Leikstjórn: Guðjón Pedersen LEIKFELAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 sp STORA SVIÖ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason 6. sýn. sud. 28/4, græn kort gilda, 7. sýn. laud. 4/5, hvít kort gilda. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur 9. sýn. föd. 26/4, örfá sæti laus, bleik kort gilda, föd. 3/5, laud. 11/5. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Ld. 27/4, fid. 2/5, föd. 10/5. Síðustu sýnlngar! Stóra sviðið kl. 14.00 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sud. 28/4. Allra síðusta sýning! Samstarfsverkefni við Leíkfélag Reykjavikur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Föd. 26/4, 40. sýning uppselt, Id. 27/4, fáein sæti laus, fid. 2/5, föd. 3/5, laud. 4/5. Barflugurnar sýna á Leynibarnum. BAR PAR eftir Jim Cartwright Ld. 27/4, kl. 23.00, fáein sæti laus, fid. 2/5 kl. 23.00, næstsíðasta sýning, Id. 4/5, síðasta sýning! HÖFUNDASMIöJA L.R. laugardaginn 27. apríl kl. 16.00. BRENNDAR VARIR - Einþáttungur eftir Björgu Gfsladóttur. Miðaverð 500 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. WÓDLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIölö KL. 20.00: SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare 2. sýn. sud. 28/4, 3. sýn. fid. 2/5, 4. sýn. sud. 5/5, 5. sýn. Id. 11/5. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun, uppselt, mid. 1/5, föd. 3/5, uppselt, fid. 9/5, föd. 10/5, nokkur sæti laus. TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson f leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. í kvöld, Id. 4/5, sud. 12/5. Ath. fáar sýningar eftir. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Á morgun, kl. 14.00, sud. 28/4, kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 5/5 kl. 14.00, Id. 11/5, kl. 14.00, sd. 12/5, kl. 14.00. Ath. fáar sýningar ettir. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell I kvöid, fáein sæti laus, sud. 28/4, uppselt, fid. 2/5, Id. 4/5, sud. 5/5, Id. 11/5, sd. 12/5. Ath. fáar sýningar eftir. SMÍöAVERKST/Eölð KL. 20.30. HAMINGJURÁNIÐ eftir Bengt Ahlfors Frumsýning Id. 4/5, uppselt, 2. sýn. sud. 5/5, 3. sýn. Id. 11/5, 4. sýn. sd. 12/5, 5. sýn. mvd. 15/5. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá ki. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MlóASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Aukablað um Miðvikudaginn 8. maí mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Me5al efnis: gróðursetning, klippingar, áburðargjöf, safnhaugar, Listigarðurinn á Akureyri, nýjungar í plöntusölu o.fl. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut í síma 550-5720 eða Guðna Geir í síma 550-5722 hið fyrsta. Vinsamlega athugió ab síóasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 2. maí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.