Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Blaðsíða 22
42 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 Afmæli Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarráðsmaður og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Máshólum 17, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Vilhjálmur fæddist í Reykjavík. Hann lauk prófi frá VÍ 1966, stúd- entsprófi þaðan 1968 og lögfræði- prófi frá HÍ 1974. Vilhjálmur var framkvæmda- stjóri fulitrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík 1974-78, fram- kvæmdastjóri SÁÁ 1978-84, borg- arfuUtrúi frá 1982, borgarráðsmað- ur frá 1986 og er formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga frá 1990. VUhjálmur sat í stjórn Vöku og var ritstjóri Vökublaðsins 1969-70, í stjóm Orators og ritstjóri Úlf- ljóts 1972-73, formaður Stúdentafé- lags Reykjavíkur 1979-80, í Stúd- entaráði HÍ 1971-73, í stjórn Heimdallar 1965-67, í stjórn SUS 1971-77 og varaformaður þess 1973-77, skólastjóri Stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins 1973-78, í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík frá 1978, í flokksráði flokksins frá 1969, í framkvæmdastjórn hans 1978-82, í stjóm SÁÁ frá 1984, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur 1982-94, formaður Þróunarfélags Reykjavíkur 1990-95, í stjórn Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og varaformaður 1982-86, í stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga frá 1986, í stjórn Lands- virkjunar frá 1991 og hefur setið í fjölda ráða og nefnda ríkisins og Reykjavíkurborgar. Fjölskylda Eiginkona VUhjálms er Anna J. Johnsen, f. 13.1. 1946, kennari og innanhússarkitekt. Hún er dóttir Baldurs Garðars Johnsens, læknis og fyrrv. forstöðumanns HeU- brigðiseftirlits ríkisins, og k.h., Jóhönnu Jóhannsdóttur Johnsen, söngkonu og leikkonu. Börn VUhjálms og Önnu eru Jó- hanna, f. 7.12. 1970, nemi í stjórn- málafræði við HÍ; Helga Björk, f. 10.6.1974, stúdent og flugfreyja; Baldur Þór, f. 25.4. 1976, nemi við Ví. Systkini VUhjálms: Svanur Þór, f. 12.7.1939, lögfræðingur; Hlöðver Öm, f. 26.6.1941, framkvæmda- stjóri; Erla, f. 2.12. 1943, kaupmað- ur; Viðar, f. 4.9. 1947, verslunar- maður; Einar Þór, f. 3.4.1952, d. 31.10. 1993, framkvæmdastjóri. Foreldrar Vilhjálms: Vilhjálmur Kristinn Þórðarson, f. 5.10. 1913, d. 1.12. 1988, bifreiðastjóri í Reykjavík, og k.h., Helga Jórunn Finnbogadóttir, f. 30.6. 1916, hús- móðir. Ætt Vilhjálmur var sonur Þórðar, sjómanns á Fáskrúðsfirði, Vil- hjálmssonar, útvegsb. á Kaldalæk, Jóhannssonar. Móðir Þórðar var Kristín Sturludóttur, b. á Vattar- nesi, Jónssonar. Móðir Sturlu var Margrét Árnadóttir. Móðir Mar- grétar var Guðrún, systir Mar- grétar, langömmu Gunnlaugs, langafa Gunnars Hanssonar, for- stjóra IBM. Móðir Kristínar var Úlfheiður, systir Björns, langafa Valdimars Björnssonar ráðherra. Úlfheiður var dóttir Björns, b. á HaUbjarnarstöðum, Ásmundsson- ar og Önnu, systur Guðrúnar, ömmu Gunnars Gunnarssonar rit- höfundar. Anna var dóttir Hall- gríms, b. á Stóra-SandfeUi, Ás- mundssonar, bróður Indriða, afa skáldanna og alþm. Jóns og Páls Ólafssona. Þorbjörg var dóttir Þórarins Magnússonar úr ÞistU- firði og Arnbjargar Ámadóttur frá Grundarstekk, af Antoníusa- rætt. Helga er systir Jónu, móður Kristbjargar Kjeld leikkonu. Helga er dóttir Finnboga, útvegsb. I Tjarnarkoti, bróðir Guðmundar, ■ afa Hauks Helgasonar ritstjóra. Finnbogi var sonur Guðmundar, b. í Tjarnarkoti, Gíslasonar. Móð- ir Guðmundar var Guðrún Jóns- dóttir, b. í Grímsfjósum, Bjarna- sonar og Guðrúnar Helgadóttur í Brattsholti Sigurðssonar, bróður Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Helgu var Þorkelína, systir Margrétar, móður séra Jóns Guðjónssonar á Akranesi. Þorkel- ína var dóttir Jóns í Hópi Guð- mundssonar, bróður Tómasar, afa Guðlaugs Þorvaldssonar ríkis- sáttasemjara og Haldóru, móður Eiríks Jónssonar, formanns KÍ. Móðir Þorkelínu var Guðrún Guð- brandsdóttir, b. í Vestra- Geld- ingalæk, Jónssonar, b. á Gadda- stöðum, Sveinssonar. Móðir Jóns Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. var Elín Jónsdóttir, b. á Hvoli, Eyjólfssonar og Valgerðar, langömmu Jóns Helgasonar, pró- fessors og skálds. Vilhjálmur og Anna taka á móti gestum í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11 (gegnt Hótel Esju) í dag kl. 17.00- 19.00. Sveinn Runólfsson Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri, til heimilis að Gunnarsholti á Rangárvöllum, verður fimmtug- ur á sunnudaginn. Starfsferill Sveinn fæddist á Hvanneyri i Borgarfirði en ólst upp í Gunnars- holti og í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1966, B.Sc. prófi frá háskólanum í Aberdeen 1970 og lauk framhaldsnámi í landgræðslu við Cornell-háskól- ann í New York 1973. Sveinn var ráðsmaður í Gunn- arsholti sumrin 1963-70, fulltrúi landgræðslustjóra 1970-72 og hef- ur verið landgræðslustjóri frá 1972. Fjölskylda Sveinn kvæntist 27.12. 1973 Oddnýju Sæmundsdóttur, f. 29.8. 1943, húsfreyju. Hún er dóttir Sæ- mundar Jónssonar, fyrrv. b. að Bessastöðum í Skagafirði, og k.h., Mínervu Gísladótttur húsfreyju. Synir Sveins og Oddnýjar eru Runólfur, f. 21.1. 1978, nemi; Páll, f. 23.5. 1979, nemi; Sæmundur, f. 29.8. 1984, nemi. Bræður Sveins eru Þórhallur, f. 23.5. 1944, íþróttakennari við Álftamýrarskólann í Reykjavík; Halldór, f. 7.3. 1948, dýralæknir og heilbrigðisfulltrúi Mosfellsbæjar. Foreldrar Sveins: Runólfur Sveinsson, f. 27.12. 1909, d. 4.2. 1954, skólastjóri á Hvanneyri og sandgræðslustjóri ríkisins, og k.h., Valgerður Halldórsdóttir, f. 2.4.1912, d. 1.1.1991, húsfreyja. Ætt Meðaí fóðursystkina Sveins má nefna Pál landgræðslustjóra og Róshildi, móður Brynju Bene- diktsdóttur leikstjóra. Runólfur var sonur Sveins, b. á Fossi á Síðu, bróður Gísla alþingisforseta. Systir Sveins var Sigríður, amma Odds Björnssonar leikritahöfund- ar. Sveinn var sonur Sveins, prests í Ásum, Eiríkssonar. Móðir Sveins í Ásum var Sigríður Sveinsdóttir, læknis og náttúru- fræðings í Vík í Mýrdal, og Þór- unnar Bjarnadóttur landlæknis Pálssonar. Móðir Þórunnar var Rannveig Skúladóttir landshöfð- ingja Magnússonar. Móðir Sveins á Fossi var Guðríður, systir Páls, prests og alþm. í Þingmúla, langafa Róberts Arnfinnssonar leikara. Annar bróðir Guðríðar var Páll í Hörgsdal, langafi Péturs Sigurgeirssonar biskups. Hálf- bróðir Guðriðar var Ólafur, alþm. í Höfðabrekku, langafi Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu. Hálf- systir Guðríðar var Helga, langamma Guðrúnar Þ. Stephen- sen leikkonu. Guðríður var dóttir Páls, prests í Hörgsdal, Pálssonar, og Guðríðar Jónsdóttir, systur Þórunnar, ömmu meistara Kjar- val. Móðir Runólfs var Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, smiðs á Breiðabólstað á Síðu, Sigurðsson- ar, og Gyðríðar Ólafsdóttur, b. á Syðri-Steinsmýri, Ólafssonar. Valgerður er dóttir Halldórs, skólastjóra á Hvanneyri, Vil- hjálmssonar, b. á Rauðará við Reykjavík, bróður Þórhalls bisk- ups. Vilhjálmur var sonur Björns, prófasts og skálds í Laufási, Hall- dórssonar. Móðir Halldórs skóla- stjóra var Sigríður Aðalheiður Þorláksdóttir, prests á Skútustöð- um, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Systir Þorláks var Sólveig, móðir Kristjáns ráðherra og Péturs ráð- herra, amma Haralds Guðmunds- sonar ráðherra og langamma Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra. Þorlákur var sonur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættarinnar, Þor- steinssonar. Móðir Valgerðar var Svava, systir Tryggva forsætisráðherra, föður Klemensar, fyrrv. hagstofu- stjóra, Þórhalls bankastjóra og Björns seðlabankastjóra. Systir Svövu var Dóra, kona Ásgeirs Ás- geirssonar forseta, og móðir Völu, konu Gunnars Thoroddsens for- Sveinn Runólfsson. sætisráðherra. Svava var dóttir Þórhalls biskups, bróður Vil- hjálms. Móðir Svövu var Valgerður, systir Halldórs, fóður Péturs borg- arstjóra, foður Halldórs teiknara og myndlistarmanns. Valgerður var dóttir Jóns, hreppstjóra á Bjarnarstöðum í Bárðardal, Hall- dórssonar. Sveinn verður með opið hús í Hellubíói laugardaginn 27.4. kl. 17.00-19.00. Til hamingju með afmælið 26. apríl Qn , Sæmundur Gunnólfsson, oU ara_________________ Hagaseli 6, Reykjavík. Margrét Oddsdóttir Ásta Llnddal Stefánsdóttir, yestri-Grund, Stokkseyri. Ásta tekur á móti gestum á morg- un, laugardaginn 27.4., í sam- komuhúsinu Gimli á Stokkseyri kl. 15.00- 18.00. 70 ára Hrefna Valdimarsdóttir, Ljósheimum 18A, Reykjavík. Snorri Þorgeirsson, Garðaflöt 2, Stykkishólmi. 60 ára Kristine Jóhannsdóttir, Aðalgötu 7, Blönduósi. Eiginmaður hennar er Þorsteinn Hún- fjörð. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum á Sveitasetrinu á Blönduósi á afmælisdaginn kl. 20.00. í tilefni þessara tímamóta verður hún með myndlistarsýningu á Sveitasetrinu þann 27.4-1.5. Klara Kristinsdóttir, Hjallavegi 8, Reyðarfirði. 50 ára Kristján Gissurarson, Jörfabakka 4, Reykjavík. Sigrún Hauksdóttir, Grænagarði 12, Keflavík. 40 ára_________________________ Ólafur Jakobsson, Löngumýri 3, Akureyri. Þorsteinn Ágústsson, Syðri-Velli I, Gaulverjabæjar- hreppi. Jón Bjöm Sigurgeirsson, Læjarbakka 11, Lýtingsstaða- hreppi. Kristný Lóa Traustadóttir, Vogabraut 56, Akranesi. Ásdís Hrefna Haraldsdóttir, Fossvöllum 16, Húsavik. Stella Stefánsdóttir, Fifurima 22, Reykjavík. Frank Úlfar Michelsen, Fífuseli 11, Reykjavík. Sigríður K. Sigurðardóttir, Fifumóa 3D, Njarðvík. Arnar Eyjólfur Ólafsson, Hverfisgötu 32, Siglufirði. Rannveig Kristín Stefánsdóttir, Löngufit 11, Garðabæ. Margrét Oddsdóttir, húfreyja að Jörva í Haukadal í Dölum, er ní- ræð í dag. Fjölskylda Margrét fæddist að Hamri í Haukadal en ólst upp á Smyrla- hóli í Haukadal. Hún giftist Þor- steini Jónassyni, f. 9.5. 1896, d. 2.5. 1986, bónda og hreppstjóra á Jörva i Haukadal. Böm Margrétar og Þorsteins eru Brynhildur, f. 22.9. 1930, d. í febrúar 1958; Húnbogi Þorsteins- son, f. 11.10. 1934; Álfheiður Þor- steinsdóttir, f. 5.3. 1936; Marta Þor- steinsdóttir, f. 30.6. 1937. Systkini Margrétar: Ólafía Oddsdóttir, nú látin, var búsett í Bretlandi; Valdimar Oddsson, dó í bernsku. Foreldrar Margrétar voru Odd- ur Arngrímsson, f. 4.1. 1869, bóndi á Hamri, og k.h., Marta María Hannesdóttir, f. 1879, d. 1907, hús- freyja. Fósturforeldrar Margrétar Oddsdóttur voru Jónas Arngrims- sonar, bóndi á Smyrlahóli í Haukadal, og Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja þar. Þau bjuggu síðar á Jörva í Haukadal og siðan í Kefla- vík. Margrét er að heiman á afmæl- isdaginn. Margrét Oddsdóttir. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur llÍiS og stighækkandi birtingarafsláttur 5585090 Ó2. auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.