Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 Fréttir Halim A1 sagði í viðtali við DV í gærkvöldi að hann væri öruggur um hug dætra sinna: Eg mun koma með dætur mínar fyrir dómarann - segir að lög séu ekki til í Tyrklandi sem segi að stúlkurnar tvær fari til íslands NIÐURSTAÐA Finnst þér komugjöldum á heilsugæslustöðum rétt varið? r ö d d FÓLKSINS 904-1600 Ég er tilbúinn til þess að koma með börnin fyrir dómarann. Það er alveg sjálfsagt að fara með þau. Börnin sögðu hug sinn fyrir fjórum árum. Þau geta sagt það aftur núna, sagði Halim Al í gærkvöldi. DV-mynd Ótt Guðrún Agnarsdóttir: Á ferð um Norð- urland ásamt eiginmanninum Guðrún Agnarsdóttir forseta- frambjóðandi og eiginmaður henn- ar, Helgi Valdimarsson læknir, lögðu 'af stað í gær í nokkurra daga ferð um Norðurland. Ferðin hófst á Hvammstanga en þar byrjuðu þau sinn læknaferO fyrir 30 árum. í dag verða þau á ferðinni í Ólafs- firði og Dalvík auk þess sem leiðin liggur til Helga bónda á Þverá í Svarfaðardal. Helgi bóndi er 100 ára gamall frændi nafna síns Valdi- marssonar. í kvöld verða Guðrún og Helgi á leiksýningu Leikfélags Ak- ureyrar á Nönnu systur. Á morgun, 1. maí, taka þau hjón- in þátt í hátíðahöldum á Húsavík og heimsækja elliheimili og sjúkrahús. Daginn eftir munu þau heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Akureyri. Þar lýkur fyrstu kynningarferðinni um landið en fleiri eru skipulagðar á næstu vikum. Á fóstudaginn mun Guðrún flytja erindi í Reykjavík á ráðstefnu vegna Neyðarmóttökunnar og á laugardaginn verður kosningamið- stöð Guðrúnar opnuð. -bjb Veðrið leikur við iandsmenn þessa vordaga. Börnin kunna því vei. Þessar stúlkur sippuðu og léku sér með bolta við Hlíðaskólann í Reykjavík í gær. Sólin skein í höfuðborginni í morgun. Leikurinn heldur því áfram þar sem frá var horf- ið í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Skýrsla um útbreiðslu flkniefna og þróun ofbeldis: Alvarleg mál sem krefjast umræðna á Alþingi „Hér er um mjög alvarleg mál að ræða og ég mun fara fram á að skýrslan verði rædd utan dagskrár og að um lengri umræðutíma verði að ræða,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir, formaður Þjóðvaka, þegar hún í gær fékk í hendur skýrslu frá forsætisráðuneytinu um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis hér á landi. Skýrslan er bæði löng og itar- leg og á án vafa eftir að vekja at- hygli. Þar kemur til aö mynda fram að hámarks refsing fyrir fikniefnabrot er 10 ára fangelsi. Enginn íslending- ur hefur hlotið slíkan dóm. Sam- kvæmt dómaþróun má sjá að fyrir innflutning á kílói af hassi fá menn 3 mánaða dóm. Hins vegar má ætla að fyrir kíló af hassi fáist 1,5 millj- ón króna á markaðnum. Á árinu 1995 voru samtals 120 dæmdir vegna fikniefnamála. Af þeim hópi voru 30 dæmdir fyrir sölu á fikniefhum og 90 vegna neyslu fikniefna. Samtals voru sætt- ir í fikniefnamálum 106 á árinu 1995. Talið er að götuverðmæti þeirra fikniefna sem hald var lagt á árið 1995 hafi verið um 40 milljónir króna. Það er sögð þumalputtaregla hjá lögreglu að það magn sem hald er lagt á sé um 10 prósent af því sem smyglað er til landsins. í skýrslunni kemur fram að á árunum 1985 til 1995 hafi verið lagt hald á fikniefni fyrir 350 milljónir króna. -S.dór *-• Halim A1 sagði í samtali við DV í gærkvöldi að hann væri tilbúinn til að koma með dætur sínar fyrir hér- aðsdómara í Istanbúl þann 13. júní. Hann kvaðst ekkert hafa heyrt um úrskurð dómarans frá þvi á fimmtu- dag um að málinu yrði frestað þang- að til dætur hans hefðu sagt hug sinn. „Það var enginn búinn að til- kynna mér um þetta enn þá. Ég vissi bara að lögfræðingur minn sendi málið til Ankara fyrir einum og hálfum mánuði. Aðspurður hvort hann ætlaði að mæta með börnin í dómhúsið í Ist- anbúl sagði Halim: „Ég er tilbúinn til þess að koma með börnin fyrir dómarann. Það er alveg sjálfsagt að fara með þau. Mér er alveg sama. Börnin sögðu hug sinn fyrir fjórum árum. Þau geta sagt það aftur núna. Það er alveg ör- uggt. Vesile, eldri dóttir mín, sagði líka síðast, þegar Sophia kom með lögreglunni hingað heim til mín, að hún vildi ekki vera hjá móður sinni. Hún sagði henni bara að fara - „ég vil ekki vera hjá þér.“ Halim sagði að Vesile yrði 15 ára Akureyri: I gæsluvarðhald vegna andláts systur sinnar DV, Akureyri: Tæplega sextugur karlmaður var á Akureyri í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna andláts systur mannsins á sveitabæ í Öxnadal sl. laugardags- kvöld. Beðið var um lækni og sjúkra- bifreið að bænum og fór lögregla einnig á staðinn. Konan mun hafa verið látin þegar að var komið og þóttu aðstæður á bænum benda til þess að andlát hennar hefði borið að með óeðlilegum hætti. Maðurinn er því grunaður um aðild að andláti systur sinnar sem var 63 ára og gestkomandi á bæn- um þar sem bróðir hennar býr einn. Maðurinn mun hafa verið undir áhrifum áfengis á laugar- dagskvöldið. Rannsóknarlögreglan á Akureyri, sem vinnur að rann- sókn málsins, hefur fengið tækni- lega aðstoð frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins og fór fram á gæslu- varðhald yfir manninum til 13. maí en samkvæmt úrskurðinum í gær nær gæsluvarðhaldið til fostu- dags. -gk þann 15. júní, tveimur dögum eftir komandi réttarhald. „Vesile er dug- leg stúlka og klár í skólanum. Hún er orðin stór stúlka. Hún er ekki svo vitlaus að vilja koma til ís- lands,“ sagði Halim. Um yngri dótt- urina, Asegul, sagði hann að hún gengi einnig í skóla í Istanbúl, Hún væri heilbrigð og liði mjög vel. Asegul verður 14 ára þann 3. októ- ber. „Ég hef sagt fyrir löngu að það er öruggt að Sophia tapar þessu máli. Hún getur ekki unnið. Það eru ekki tU lög í Tyrklandi sem segja að þess- ar tvær stelpur komi til íslands, þau eru bara ekki tU. Þær eýu með tyrk- neskan ríkisborgararétt og pabbi þeirra er Tyrki. Það þekkja allir Tyrkir dætur mínar og enginn vUl að þær fari til íslands. Ég bið að heilsa íslendingum, ég er reiður Sophiu en engum öðrum íslending- um því þeir eru gott fólk.“ Aðspurður um öryggi barnanna við réttarhöldin sagöi j Halim „Ég mun sjá um mitt öryggi, við sjáum til hvað gerist." -Ótt Stuttar fréttir Uppsögn framlengd Heilbrigðisráðherra hefur framlengt uppsagnarfrest 127 heUsugæslulækna um þrjá mán- uði. Læknar átelja seinagang ráðuneytisins. Bætur hækka Bætiu- vegna varanlegrar ör- orku í kjölfar slysa hækka um þriðjung 1. júlí, samkvæmt breyt- ingu á skaðabótalögum sem Al- þingi samþykkti í gær. Þetta kom fram á RÚV. Einkanúmer leyfð Alþingi samþykkti í gær að leyfa notkun einkanúmera á bUa. Pantaðir hafa verið nokkrir tugir númera en fyrir þau þarf að greiða 25 þúsund krónur. DAS í Færeyjum Happdrætti DAS ætlar að hasla sér völl í Færeyjum á nýju happdrættisári. Samkvæmt RÚV er töluvert um að Færeyingar spUi í erlendum happdrættum. Hjálmar í framboö? Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra íslands í Kína, íhugar for- setaframboð. Samkvæmt Stöð 2 ætlar hann að ákveða sig fljótt. Hálft starf og bætur Félag starfsfólks í veitingahús- um heldur því fram að forráða- menn Scandic hótelarina í Reykjavík bjóði starfsfólki, sem þeir vUja losna við, hálft starf og bendi því síðan á að afganginn af laununum geti það fengið með at- vinnuleysisbótum. Stöð 2 greindi frá þessu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.