Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 Fréttir Forsetakjörið í Alþýðusambandinu: Víðtækur stuðningur við Hervar Gunnarsson - enn sem komið er virðast áhrif stjórnmálaflokkanna lítil Eftir viðræður við fjölda áhrifa- manna innan Alþýðusambandsins er ljóst að Hervar Gunnarsson, varaforseti ASÍ, nýtur víðtæks stuðnings innan sambandsins. Hann sagði í viðtali við DV um helg- ina aö hann ætlaði ekki að gefa sér langan tíma til að taka ákvörðun um hvort hann gæfi kost á sér. Ákvörðunar sinnar sé að vænta í vikunni. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambandsins, sem er alþýðubandalagsmaður, Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sem er alþýðuflokksmaður, og Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs á Eskifirði, sem er sjálfstæðismaður, styðja allir Hervar Gunnarsson sem næsta forseta ASÍ. Þessum mönnum öllum ber sam- an um að Hervar hafi áunnið sér bæði virðingu og traust með störf- um sínum innan ASÍ þau fjögur ár sem hann hefur verið varaforseti sambandsins. Þá er það einnig alveg ljóst að talsmenn ófaglærðs fólks innan Al- þýðusambandsins leggja þunga áherslu á að næsti forseti sam- bandsins komi úr þeirra röðum. Hervar Gunnarsson er formaður Verkalýðsfélags Akraness og kemur því úr þeirra röðum. Ljóst er að stjórnmálaflokkarnir hafa enn sem komið er ekki haft mikil afskipti af þessum málum öll- um innan ASÍ. Ýmsir telja að það geti gerst þegar til þingsins kemur og þá gæti margt breyst. Af samtölum við menn að dæma er aukið líf að komast í þetta mál sem og miðstjórnarkjörið á ASÍ- þinginu, sem hefst 20. maí. Undan- farnar vikur hefur starfið innan samtakanna fyrst og fremst beinst að baráttunni gegn frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur. Nú er það að færast í auknum mæli yfir í málefni komandi þings. -S.dór Teknir á 178 km hraða DV, Suðurnesjum: „Það er ljóst að flestir bif- hjólamenn virða ekki hraðatak- mörkin. Þetta eru kraftmikil hjól og það er augljóst að tals- vert er um brot. Það er ógæti- lega ekið oft á tíðum en við fylg- umst vel með,“ sagði Karl Her- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Keflavik, við DV. Keflavíkurlögreglan stöðvaði bifhjólamenn á dögunum sem voru á 178 km hraða og þá hefur lögreglan þurft að hafa afskipti af bifhjólum vegna kvartana um hávaða þegar gefið er í á götum Reykjanesbæjar. „Aðstæður að undanförnu hafa verið mjög góðar og þá sækja menn meira í hjólin. Þetta kemur í bylgjum og nú er uppsveifla," sagði Karl. -ÆMK Slippstöðin Oddi breytir þýskum togara í frystiskip: Tíu Pólverjar „fluttir inn“ vegna þessa stóra verkefnis DV, Akureyri: Þýski togarinn Cuxhaven, sem er í eigu Deutsche Fischfang Union sem Samherjamenn á Akureyri eiga stóran hluta í, er kominn að bryggju hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri þar sem gera á miklar breytingar á skipinu. Nýsamið er um þetta verk- efni, og til að unnt sé að fram- kvæma það verða fluttir til landsins tíu pólskir járniðnaðarmenn þar sem innlent vinnuafl á þessu sviði liggur ekki á lausu. „Það á að breyta skipinu í frysti- skip, setja upp pressu, kúta, frysti- mótora í lest og einangrunarklæða, og til að gera þetta þarf að smíða dekkhús," segir Marteinn Hámund- arson, verkefnisstjóri hjá Slippstöð- inni Odda. Marteinn segir hugsan- legt að meira verði unnið við skip- ið, en þeim verkefnum sem þegar hefur verið samið um á að vera lok- ið í endaðan maí. -gk ýski togarinn Cuxhaven við bryggju hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri. DV-mynd gk Dagfari Framhaldslíf traktora Fátt gleður augað meira á ferða- lögum um iandið en gamlar land- búnaðarvélar úti um öll tún, engi og mýrar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að bændur hafa átt greiðan aðgang að sjóðum og því getað endurnýjaö tæki sín vel og drengilega. Sú mikla nýjungagirni bænda og endurnýjunarþörf hefur leitt til þess að tæki hafa verið stutt í notkun enda sífellt að koma eitthvað nýtt og spennandi. Fyrst voru þetta þúfnabanar, þá traktorar af frumstæðum gerðum og síðan hvert heyvinnslutækið af öðru. Kúarektorar í sveitum muna eftir múgavélum, sláttuvélum, sláttuþyrlum, heybindivélum, baggavélum og rúllumaskínum. Allt þarfaþing á sínum tíma. Óþarfi var að sameinast um tækja- kaupin. Hver einstaklingur gat gengið í sjóðina og allir hamingju- samir. Þegar ekið er um hinar dreifðu byggðir landsins ár eftir ár fer maður að þekkja þessi tæki. Það er eins og þau hafi verið yfirgefin í miðri vinnslu að hausti, líkt og bóndi eða hans menn hafi skroppið í kaffi en aldrei komið að vélinni aftur. Traktorar af ýmsum gerðum og litum standa því hér og þar. Það eina sem gerist milli ára er að landbúnaðartæki þessi tapa lit sín- um smám saman eftir því sem þau ryðga meir og meir. Sum sökkva í jarðveg eða gras og sina leggst að þeim. Þessi landbúnaðartæki vitna um horfna búskaparhætti. Það má segja að þau séu eins konar lifandi þjóðminjasafn. Þegar við bætast aflagðir bílar í túnfætinum, eink- um eldri Landróverar, þá fer ljúf minning um gamla sveitamenn. Landróverar voru afar vinsælir fyrir nokkrum áratugum. Þeir eru þeirrar náttúru að hverfa ekki af yfirborði jarðar þar sem Bretar byggðu þá úr áli. Það þóttu því tíðindi þegar það spurðist á dögunum að hingað til lands væri kominn Skoti nokkur í þeim erindum að kaupa af íslensk- um bændum þessa gömlu traktora. Traktorarnir áttu helst að vera komnir nokkuð á efri ár. Skotar eru kunnir fyrir sparsemi sína og því vel við hæfi að þeir leiti hing- að til þess að ná sér í traktora sem íslendingar eru fyrir löngu hættir að nota enda marfalt fínni tæki á boðstólum. Nú var það álit þeirra sem ekki voru innvígðir í íslenskt bænda- samfélag að bændur litu á sölu á forntraktorum sem fundið fé. Það eina sem þyrfti væri leiðangur út í mýri til þess að grafa gömlu brýn- in upp og selja Skotanum. Margur hefði jafnvel haldið að í kaupbæti fengið hinn skoski kaupandi eina og eina múgavél. En viðbrögðin voru ekki svona snör. íslenskir bændur hafa lítinn sem engan áhuga á því að selja gömlu traktor- ana. Skotinn skilur hvorki upp né niður. Hann leitar að Ferguson og Ford og þótt aflir vegfarendur kannist við gripina fást þeir ekki keyptir. Skotinn vill fá tíu traktora í hverri innkaupaferð til þess að viðskiptin standi undir sér. Vand- inn er bara sá að bændur vilja ekki selja. Þeir kunna svo vel við trakt- orana sem standa á beit í túnfætin- um. Auðvitað gæti einhverjum dottið í hug að bændur vildu næla sér í aukapeninga með þessu. Sumir þeirra hafa haft orð á því að ekkert sé upp úr þessum búskap að hafa nema þrældóminn einan. En það sannast á íslenskri bændastétt að ekki er allt falt fyrir peninga. Menn selja ekki það sem þeim þyk- ir vænt um. Því fá gömlu traktor- arnir að ryðga áfram á bæjarhóln- um. Þetta er eins og var í eina tíð. Menn seldu ekki hesta sem þeim þótti vænt um. Þeir voru þörfustu þjónarnir. Þeir voru heygðir að lokinni notkun og fengu því legstað við hæfi. Traktorarnir tóku við þar sem dráttarklárar luku sínu hlut- verki. Menn selja ekki gamlan traktor sem þjónað hefur um stund en vikið fyrir öðrum nýrri. Hann fær sinn legstað í túnfæti með öðr- um landbúnaðarvélum. Það er ekki von að skoskur traktorakaupandi skilji hugarheim íslenskra bænda. Hann verður því að bíta í það súra epli að fara heim traktoralaus. Þeir hvíla áfram í ís- lenskri mold. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.