Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 7 Fréttir Steinþór Jónasson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur: Eg á nafnið Reykja nesbær og er skráður eigandi bærinn verður að hætta að nota nafnið og finna annað DV, Suðurnesjum: „Ég á nafnið Reykjanesbær og er skráður eigandi þess í dag þangað til annað kemur í ljós. Bærinn verð- ur því að hætta að nota nafnið og finna annað nafn á bæinn. Þegar ég sótti um þetta nafn á sínum tíma var vOji bæjarbúa ekki með því nafni þannig að ég hélt að ég væri ekki að gera neinum óleik með að taka þetta nafn,“ sagði Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótei Kefla- vik, i samtali við DV. Hótel Keilavík sækist eftir því að fá einkarétt á vörumerkinu Reykja- nesbær og telur Einkastofan ekki tormerki á þeirri skráningu en gef- ur tveggja mánaða frest til að and- mæla einkaorðinu Reykjanesbær. Steinþór sækist eftir nafninu undir ílokki 42 sem flokkast undir tengda þjónustu ýmiss konar. Steinþór seg- ist hafa sótt um orð og myndmerkið Reykjanesbær í september í fyrra en Reykjanesbær var ekki til fyrr en 10. október samkvæmt lögum. Steinþór hefur látið hafa eftir sér að sameinaða sveitarfélagið, sem heitir í dag Reykjanesbær, eigi að heita Keílavík og tók hann þátt í mótmæl- um sem áttu sér stað þegar nafnið Reykjanesbær varð fyrir valinu. „Ég ætla eflaust að nota nafnið sem tengist ferðamannaiðnaðinum. Ég er einkaeigandi að nafninu og ég sé ekki nein rök fyrir því af hverju ætti ekki að veita mér þetta nafn Rúnar Júlíusson tónlistarmaður. Hann dreymir um að bærinn missi einka- leyfi á nafninu Reykjanesbæ. DV-mynd ÆMK sem var ekki til staðar þegar ég sótti um það. Bæjaryfírvöld geta leitað til mín og óskað eftir að fá að nota nafnið áfram ef bæjarbúar vilja sýna það í skoðanakönnun að þeir hafi áhuga á að fá nafnið aftur. Þá er ég tilbúinn að endurskoða mitt mál. Það var ekki mikill áhugi bæjarbúa fyrir þessu nafni á sínum tíma og er ekki enn. Ég held að ég komi ekki til með að svekkja marga út af því. Ég talaði við ýmsa aðila þegar é^ sótti um nafnið og bað þá um að prenta og merkja ekki mikið á Reykjanesnafninu og fara varlega með nafnið því ég vil ekki fá slæmt orð á það,“ sagði Steinþór Jónsson. -ÆMK Rúnar Júlíusson tónlistarmaöur: í mínum villtustu draumum fær bærinn Keflavíkurnafnið aftur DV, Suöurnesjum: „Ég vil endilega að hann Steinþór fái nafnið Reykjanesbær og hann noti það og við hættum að nota það á bæinn og notum Keflavík í stað- inn. Ég átti ekki von á þessu hjá honum enda er ég ekkert með í þessu. Þetta er gert að hans eigin frum- kvæði og ágætisframlag hjá honum að fá Keflavíkurnafniö aftur,“ sagði tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson um það að Steinþór Jónsson, hótel- stjóri Hótel Keflavíkur, fái einkarétt á vörumerkinu Reykjanesbæ og bærinn hætti að nota nafnið á sveit- arfélagið. Hús Rúnars Júlíussonar er enn til sölu. Hann ákvað að setja það á sölu þegar sameinaða sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær. Rúnar vildi halda Keflavíkurnafninu og ákvað selja hús sitt og flytja í burt. Hann hefur fengið tilboð í húsið frá Kópaskeri, Grímsey, Hrísey og fleiri minni stöðum. En hvernig líður Rúnari að búa í Reykjanesbæ? „Ég veit það ekki vegna þess að ég á heima í Keflavík. Húsið verður til sölu á meðan nafninu verður ekki breytt. Ég sé það fyrir mér í mínum villtustu draumum að bær- inn fái að heita Keflavík aftur og ég vona svo sannarlega að það gerist," sagði Rúnar Júlíusson. -ÆMK Skagaíjöröur: Félag stofnað lífræna ræktun DV, Sauðárkróki: Fyrir skömmu kom hópur manna saman í Varmahlið og stofnaði formlega félag áhugafólks um lífræna ræktun á Norður- landi. Félagið hlaut nafnið Gróska og er ölium opið, jafnt framleið- endum lifrænna afurða sem og neytendum er áhuga hafa á líf- rænni ræktun. Tilgangur og markmið félags- ins eru að efla áhuga bænda og neytenda á lífrænum landbúnað- arafúrðum og miðla upplýsingum tii þessarar aðila - aö efla fræðslu um hoUustu lífrænt ræktaöra af- urða og efla samstarf og sam- vinnu neytenda og framleiðenda. „Þáð voru líflegar umræður á fundinum og greinUegt að fólk hefur mikinn hug á aö reyna fyr- ir sér í lífrænni ræktun og nýta þá möguleika sem í því felast. Líf- ræn ræktun er m.a. talin geta leitt til þess að ónæmiskerfi húsdýra eykst og við það ætti að minnka hætta af sjúkdómum sem herjað hafa á búsmala, eins og komið hefur fram í fréttum aö undan- fómu,“ sagði Rögnvaidur Símon- arson, bóndi á Björk í Eyjafjarðar- sveit. Hann er ritari í nýkjörinni stjóm Grósku. Aðrir í stjóm eru Jósavin Arason, Arnarnesi, Eyja- firði, formaður, og Diörik Jóhann- esson á Akureyri, gjaldkeri. Vara- menn eru Andrea Hrólfsdóttir, Stapa, Skagafirði, og Mæva á Litla-Búrfelli í Austur-Húnavatns- sýslu. -ÞÁ Keflavíkurnætur um landið DV, Suðurnesjum: „Það er búið að semja lag og texta, sem heitir Keflavíkurnæt- ur, og við munum spila hann á næstunni. Þá er annað lag í öðr- um dúr sem á eftir að koma á óvart,“ sagði Kristján Ingi Helga- son, höfundur söngskemmtunar- innar Keflavíkumætur. Söng- og skemmtidagskráin Keflavíkumætur, með þekktu tón- listarfólki frá Suðurnesjum, hefur verið á ferð um landið. Sýningar voru fyrst í Reykjanesbæ en síðan var ákveðið að halda út á land; til Akureyrar, Stykkishólms og víðar og sýning verður á sjómannaball- inu í Stapa. „Fram undan em nokkrar sýn- ingar bókaðar og viðtökurnar hafa verið góðar,“ sagði Kristján Ingi. -ÆMK DEKICJAÞJÓNUS'iA S D B EHF. JAFNASEL 6, 109 REYKJAVÍK, SÍMI: 5874747. FAX: 5874748 ACIER SUMARH J ÓLB ARÐ AR (ECO TYRES) FRÁ BRETLANDI FRAMLEIDDIR TIL AÐ UPPFYLLA FYLLSTU ÖRY GGISKRÖFUR SÝNISHORN ÚR VERÐSKRÁ. STÆRÐ 155R13 STÆRÐ 165R13 STÆRÐ175/70R13 STÆRÐ 175/70R14 KR. 2.695.-STAÐGR. KR 2.934.-STAÐGR. KR 2.995.-STAÐGR. KR 3.595.-STAÐGR. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁKL. 08.00 TIL 19.00 LAUGARDAGA FRÁ 09.00 TIL 16.00 SIMI5874747 Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírtein i ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.96-01.11.96 12.05.96 - 12.11.96 kr. 70.381,20 kr. 89.665,40 ) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 50. apríl 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.