Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRlL 1996 Utlönd Morðingjanum á Tasmanía birt ákæra á sjúkrahúsinu í morgun: - nú er ljóst að 35 týndu lífi í versta íjöldamorði í sögu Ástralíu Lögreglan á Tasmaníu fann í morgun lík þriðja gíslsins í brunar- ústum sumarhúss í gamalli fanganýlendu í Port Arthur þar sem geðveikur maður gekk berserks- gang með byssu á sunnudag. Tala látinna í þessu versta fjöldamorði í sögu Ástralíu er því kominn í 35. Lögreglan birti 28 ára gömlum manni, Martin Bryant, morðákæru á sjúkrahúsi í Hobart, höfuðborg Tasmaníu, í morgun og að sögn Luppos Prins, aðstoðarlögreglu- stjóra eyjarinnar, er hugsanlegt að fleiri ákærur fylgi í kjölfarið. Hann vildi þó ekki segja til um hverjar þær kynnu að verða. „Hann var hlédrægur og fáskipt- inn og mjög undarlegur," sagði Scott Goldsmith sem býr andspænis Bryant í miðstéttarhverfi í Hobart. „Ég vissi að hann var skrýtinn eða öðruvísi en aðrir en maður hittir marga slíka á lífsleiðinni. Lögreglan er með miklar öryggis- ráðstafanir við konunglega sjúkra- húsið í Hobart þar sem Bryant er til meðferðar vegna brunasára. Þau hlaut hann eftir að hafa kveikt í sumarhúsinu þar sem hann hélt til með gíslum sínum. Óttast er að ein- hverjir bæjarbúar kunni að leifa hefnda eftir að orðin „auga fyrir auga“ höfðu verið rituð á einn vegg sjúkrahússins í nótt og margar símahótanir bárust þangað. „Það er mikil reiði yfir því sem gerðist. Hann er vissulega einangr- aður frá öllum öðrum sjúklingum og öryggisgæslan um hann er mjög ströng," sagði Lindsay Pyne, for- stjóri sjúkrahússins. Bryant skaut 32 til bana með öfl- ugum riffli í einnar klukkustundar skotæði í fyrrum fanganýlendunni í Port Arthur, suðaustur af Hobart. Meðal þeirra sem þar létust voru þriggja ára stúlka, sex ára systir hennar og móðir þeirra. Sex ára stúlkan var í felum á bak við tré þegar hún var skotin, að sögn lög- reglu. Þrír til viðbótar fundust svo látn- Faðir tveggja stúlkna, þriggja og sex ára, sem féllu fyrir hendi fjöldamorðingjans í Port Arthur á Tasmaníu á sunnu- dag, felur höfuðið í höndum sér eftir að honum var sagt að eiginkona hans væri einnig meðal hinna látnu. Morðing- inn varð alls 35 manns að bana í æði sínu. Símamynd Reuter ir i útbrunnu sumarhúsinu þar sem Bryant hélt þeim í gíslingu fram á mánudagsmorgun að staðartíma, áður en hann flúði þegar eldurinn kviknaði. Lögreglan greip byssu- manninn þegar hann reyndi að losa sig við brennandi fót sín. Blöð í Ástralíu birtu myndir af morðingjanum á íbrsiðum sínum í morgun undir fyrirsögnunum „And- lit morðingja" og „Morðinginn". Nítján manns særöust í skotárá- sinni á sunnudag. Fimm hafa fengið að fara heim af sjúkrahúsi en fjórir eru enn þungt haldnir, þó ekki í lífs- hættu, og búist er við að hinir verði útskrifaðir næstu daga. Fjórir útlendingar voru meðal hinna látnu, tveir Malasíubúar, einn Nýsjálendingur og einn frá Suður- eða Suðaustur-Asíu. Reuter Þriðja líkið er fundið í rústum sumarhússins Verzlunarmannafélag Reykjavíkur býður félagsmönnum sínum kaffiveitingar á Grand Hótel við Sigtún eftir útifundinn á Ingólfstorgi 1. maí. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur AÍ - 1. MAÍ - 1. MAÍ - 1. MAÍ - 1. MAÍ - 1. MAÍ - 1. DAGSBRUNARMENN Fjölmennið í kröfugönguna og útifundinn á Ingólfstorgi. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14. 1. Maí kaffi að loknum útifundi að Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin) Félagar fjölmennið STJÓRN DAGSBRÚNAR AÍ - 1. MAÍ - 1. MAÍ - 1. MAÍ - 1. MAÍ - 1. MAÍ - 1. Clinton vekur furðu í ísrael: Gagnrýndur fyrir stuðning við Peres Ákafur stuðningur Bills Clintons við Simon Peres í heimsókn þess síð- arriefnda til Bandaríkjanna hefur vakið gagnrýnisraddir í þá veru að Clinton sé að blanda sér með beinum hætti í stjórnmálabaráttuna í ísrael en þingkosningar verða þar í lok maí. ísraelska sjónvarpsstöðin Channel Two hóf fréttir sínar í gær- kvöldi á að segja að bandarískur for- seti hefði óvænt veitt einum fram- bjóðanda beinan stuðning í lýðræðis- legu ríki en slíkt ætti sér ekki for- dæmi. Voru myndir birtar þar sem Clinton og Peres voru hylltir af þrýstihópum gyðinga í Washington. Útvarpsstöð ísraelska hersins sagði að ávarp sem Clinton hefði flutt hefði verið hrein og klár kosninga- ræða fyrir Peres. Vakin var athygli á að Clinton, sem vonast eftir endur- kjöri til forseta i nóvember, byggi ut- anríkisstefnu sína að miklu leyti á friðarsamningunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Þeir séu einnig horn- steinninn í sigurvonum Peresar. Simon Peres ræðir við Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Símamynd Reuter Benjamin Netanyahu, formaður Likud-bandalagsins, hefur hafið kosningabaráttuna af miklum krafti og sakar Peres um að hafa stofnað tfl stríðs í Líbanon í þeim tilgangi ein- um að afla atkvæða. Reuter Stuttar fréttir dv Fjöldamorft Vopnaðar sveitir hægrimanna í Kólumbíu myrtu tíu manns í afskekktum íjallahérðuðum. Lána Rússum Alþjóða- gjaldeyris- sjóðurinn ákvað að lána Rússum 22 milljarða eft- ir að þeir ákváðu að ýta frekar á efna- hagsumbæt ur. Blankheit hjá SÞ Vegna skulda Bandaríkja- manna eiga Sameinuðu þjóðirn- ar ekki fé til daglegs reksturs og verða að mjólka sjóði sem ætlað- ir eru til endurgreiðslu vegna friðargæsluverkefna. Múslímar drepnir Tveir múslímar voru drepnir og 10 særðir þegar þeir reyndu að snúa aftur heim i þorp sem er undir yfirráðum Serba. Tölvurisi eignast barn Auðjöfurinn Bill Gates, aðal- eigandi tölvufyrirtækisins Mic- rosoft, eignaðist sitt fyrsta barn, stúlku. Dæmdir til dauða Dómstólar I bæjum og borg- um í Kína hafa dæmt að minnsta kosti 327 manns til dauða frá 24. apríl. Clinton selur bensín Clinton Bandaríkjafor- seti fyrirskip- aði ráðuneyti orkumála að heíja sölu á neyðarbirgð- um bensíns í tilraun til að auka framboð og lækka bensínverð sem hækk- aö hefur síðustu vikur. Finnar hamstra Finnar flykkjast á Eystrasalts- ferjumar og hamstra áfengi en 1. maí verða settar hömlur á innflutning áfengis úr eins dags ferðum til Eistlands og Rúss- lands. íhaldsmenn klofni Andstæðingar breska ihalds- flokksins telja að aukinn ágrein- ingur um Evrópumálefni geti oröið til þess að flokkurinn klofni fyrir kosningar. B&W loka Tiu mánaða tilraunir til að bjarga dönsku skipasmíðastöð- inni Burmeister og Wain hafa mistekist og veröur því að loka stöðinni. Dole Bob Dole, væntanlegur forsetafram- bjóðandi repúblikana, er æfur yfir að Hvíta húsið skuli hafa dreift á Inter- netinu kröfum Japana um að öllum viðskipta- hömlum á þá verði aflétt í Banda- ríkjunum. Sprengja sprakk Pakkasprengja sprakk í mið- stöö gyðinga í Calgary í Kanada og særði eina konu. Árekstur skipa Þýskt skip sigldi á sænskan lóðsbát með þeim afleiðingum að einn fórst og annars er saknað. Colby saknað Leit hefur verið hætt að Willi- am Colby, fyrrum yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, en hann hvarf á kanósigl- ingu nærri heimili sínu í Mar- yland. Reuter æfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.