Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 Utlönd 9 DV Lögregla í Úkraínu hættir við ferð á morðstað: Ottast um öryggi LAUNAFÓLK Mætum í kröfugöngu og á útifundinn 1. maí. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00. Fulltrúaráð Verkalýðsfélaganna í Reykjavík Suður-Afríka: Tekinn fyrir að selja blá augu Suöur-Afríkumaður var handtek- inn í verslunarmiðstöð í Jóhannes- arborg í gær fyrir tilraun til að selja vegfarendum par af bláum augum. Sérfræðingar eiga eftir að úrskurða hvort augun séu úr manni eða dýri. í fórum mannsins fundust ýmis verkfæri eins og hnífur og tengur og kemur hann fyrir rétt á fimmtudag , ákærður fyrir morðsamsæri. í frásögnum dagblaða í Suður- Afríku kemur fram að augun geti verið úr götubarni en þau séu oft fórnarlömb morðingja sem leita að líkamshlutum til notkunar við trú- ar- eða galdraathafnir. Líkamshlut- ar eru gjarnan notaðir til að færa mönnum velgengni í viðskiptum, frjósemi og ást. Mikill gangur er í viðskiptum með augu og fæst mest fyrir augu úr hvítum börnum, allt að 50 þúsund krónur fyrir parið. Veruleg eftirspurn er einnig eftir hjörtum og kynfærum. Reuter Þjóðhátíöarnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í atriði sem flutt yrðu á 17. júní í ár. Um er að ræða leikþætti, tónlistarflutning og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Skemmtidagskrá mun standa í miðbænum kl. 14.00 - 17.30 og 20.00 - 01.00. Umsóknum skal skila fyrir 10. maí á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar í síma 562 2215. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. íþrótta- og tómstundaráð. Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI Við kerfin má tengja fleiri skynjara, slmhringingabúnað, reykskynjara og fleira. KERFIN ERU ÞRÁÐLAUS og því mjög ódýr og auðveld í uppsetningu. Veitum tæknilega ráðgjöf. mmmm Einar Iml Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 TT 562 2901 og 562 2900 fjöldamorðingja Lögregla í Úkraínu hefur hætt við að fara með mann sem grunaður er um fjöldamorð á tvo staði þar sem hluti ódæðisverkanna var framinn af ótta við að þorpsbúar muni taka lögin í sínar hendur og kála honum. Lögreglan segir að hinn 37 ára gamli Anatólí Ónúpríenkó hafi ját- að á sig að hafa orðið 42 að bana í morðtúr sem lauk í marsmánuði síðastliðnum og olli mikilli skelf- ingu í borgum og bæjum á 700 kíló- metra löngum kafla. Þá mun Ónúp- ríenkó, sem er atvinnulaus fyrrum skógræktamemi, hafa játað á sig tíu morð til viðbótar, hið fyrsta árið 1989, og hann er hugsanlega viðrið- inn morð í bæði Póllandi og Þýska- landi. Bóhdan Rómanjúk, lögreglufull- trúi í borginni Lvov í vesturhluta Úkraínu, sagði að ákveðið hefði ver- ið að hætta við ferðina með Ónúprí- enkó til þorpsins Braktóvítsjí eftir að heimsókn á annan morðstað end- aði næstum með ósköpum. „Það var farið með hann í síðustu viku til bæjarins Boosk í fylgd fjöl- margra lögreglubifreiða. Þegar við Anatólí Onúpríenkó hefur játað á sig 42 morð í Úkraínu. Símamynd Reuter fórum með hann inn í hús þar sem fjögurra manna fjölskylda hafði verið drepin, umkringdi mannfjöld- inn okkur,“ sagði Rómanjúk í við- tali við Reuters fréttastofuna. „Fólkið hótaði að handsama hann og koma fram eigin réttlæti. Mann- fjöldinn hrópaði: „Við krefjumst réttlætis. Hann á skilið að deyja.“ Það var rétt svo að við náðum að róa fólkið niður." Fjórar manneskjur voru drepnar í Boosk, austur af Lvov nærri pólsku landamærunum, í marsmán- uði en það eru síðustu morðin sem Ónúpríenkó er talinn hafa framið í þeirri umferð. íbúum Bratkóvítsjí, þar sem morðinginn lét tvisvar sinnum til skarar skríða, er enn heitara í hamsi. Skömmu fyrir áramót skaut hann fimm manns og kveikti í heimili þeirra en um miðjan janúar voru fiórir drepnir. „Við ætluðum okkur að fara með hann til Bratkóvítsjí vegna rann- sóknar málsins en hættum við vegna fyrri atburða. Við hefðum getað staðið frammi fyrir víðtækum óeirðum. Það var hætta á að hann yrði einfaldlega skorinn í bita,“ sagði Rómanjúk. Ónúpríenkó var handtekinn á heimili kærustu sinnar nærri Lvov í fyrra mánuði og játaði hann á sig morðin eftir 15 tíma yfirheyrslur. Hann ku hafa sagt lögreglunni að hann hafi verið knúinn áfram af draumum og illum fyrirboðum og að ókunnir. kraftar hafi hvíslað að honum að drepa fólkið. Reuter Karl Gústaf, konungur Svía, fagnar 50 ára afmæii í dag. I gærkvöld sótti hann hátíðaruppfærslu konunglegu sænsku óperunnar á Leðurblökumanninum ásamt Silvíu drottningu, í miðið, og Birgittu Dahl, forseta sænska þingsins, t.h. Var myndin tekin að lokinni sýningunni en Göran Persson forsætisráð- herra var einnig með. Símamynd Reuter ÞJÓFAVARNARKERFI fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.