Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR. 30 APRÍL 1996 Lesendur Askorun til stúdentaráðs Stúdentaráð bæti fyrir fund stjórnmálafræðinema og haldi stórfund með öll- um frambjóðendum til forseta 1996. Spurningin Ertu búin/n að ákveða hvað þú ætlar að gera í sumarfríinu? Sigríður Friðriksdóttir kennari: Já, ég ætla að fara til Madeira í sumar. Einnig ætla ég á Snæfells- jökul og i blíðuna i Húnavatnssýslu. Laufey Hákonardóttir ljón: Já, ég er búin að ákveða að vinna í allt sumar. Jóhanna Eyvindsdóttir nemi: Eg ætla að vinna í sumarfríinu ef ég fæ vinnu. Berglind Halldórsdóttir nemi: Ég ætla að vinna í sumarfríinu. Helena Nilsson: Ég fæ ekkert sum- arfrí í sumar. Björn Kafka og Hrólfur Knakan: Við ætlum að vinna og djamma í sumar. Sigurður Kristinsson skrifar: Tilefni þessara greinar er sam- eiginlegur framboðsfundur fram- bjóðenda til forseta íslands er Félag stjórnmálafræðinema hélt þann 16. apríl sl. Fundurinn var fyrir neðan virð- ingu háskólanema sökum þeirrar ókurteisi að halda fundinn þegar augljóst var að allir frambjóðendur til embættis forseta íslands höfðu ekki enn gefið kost á sér, rétt eins og kom fram í yfirlýsingu Ólafs R. Grímssonar sem afþakkaði boðið. Það er í raun hlægilegt af for- svarsmönnum Félags stjórnmála- fræðinema að gefa til kynna í Al- þýðublaðinu sama dag og fundurinn var haldinn að ástæðan fyrir því að Ólafur sæi sér ekki fært að mæta á fundinn væri sökum þess að hann væri að hylma yfir pólitíska fortíð sína. Slíkar skýringar eru ekki boð- legar fólki sem stundar nám við æðstu menntastofnun landsins. Auk þess má greina frekju þeirra í DV þann 23. apríl, þar sem þeir gera litið úr Ólafi vegna þess að hann mætti til kynningarfundar hjá Verslunarskólanemum. Þar var einnig Guðrún Agnarsdóttir en þar vantaði hina þrjá sem boðið hafa sig fram þannig að fundurinn var allt annars eðlis en Háskólafundinum var ætlað að vera. Það virðist sem Félag stjómmála- fræðimema skilji ekki eðli málsins; það er dónaskapur og vanvirðing að halda sameiginlegan fund með öll- um frambjóðendum þegar fram- boösfresturinn er ekki runninn út. Björn Jónsson skrifar: Aðeins nokkur orð um kostnað við endurbætur á Bessastöðum. Kostnaður við endumýjun salar (og salarins eingöngu) Þjóðleikhúss- ins fyrir nokkrum árum fór yfir einn milljarð króna. Bygging húss Hæstaréttar er farin úr böndum. Og enn má nota til samanburðar kostn- aðinn við Ráðhúsið og Perluna. Hönnunarkostnaður vegna Bessa- staðaframkvæmda fer mestur til Gunnar Guðjónsson skrifar: Nú er enn búið að fresta máli Sophiu Hansen í Tyrklandi vegna dætra hennar þar. - Hinn 13. júní á að reyna á dætur Sophiu, láta þær tjá sig í réttinum. Hve mikið er að marka slikan leikaraskap í tyrk- nesku réttarfari? Stúlkurnar í forsjá föður síns! Hvað geta þær sagt? Ef búið væri að tryggja þeim einhvers konar hlutlaust svæði í umsjá verndara gegndi öðru máli. Það sem mig furðar mest er að kvennasamtök hér á landi, yfirleitt öll kvennasamtök, hverju nafni sem þau nefnast, skuli ekki fyrir löngu hafa gengið í þetta yfirgripsmikla mál með því að krefjast eindreginn- Ekki síst þegar einn frambjóðandi í viðbót hafði ákveðið að gefa kost á sér seinna þann sama dag. Það er ómaklegt að bregast við með þeim hætti sem þarna var gert og sýnir merki um vanþroska að ráðast á Ólaf Ragnar, fyrverandi prófessor í stjórnmálafræði. Ég vil nota tækifærið og skora á stúdentaráð Háskóla íslands, stúd- entum til sóma, að halda stóran og virðulegan fund þegar allir fram- bjóðendur hafa komið fram. Enda viðeigandi að stúdentaráð sjái um slíkan fund því það skiptir máli fyr- ir menntun í landinu hver situr Húsameistara ríkisins og t.d. hefur arkitekt nokkur fengið samtals inn- an við 5 milljónir króna vegna 7 ára vinnu. Vinna við fornleifarannsóknir eru greiddar Þjóðminjasafni §em út- seld vinna, enda fékk Þjóðminja- safnið sjálft enga fjárveitingu. Mikið bruðl er í innkaupum við hið nýja íbúðarhús forseta Islands; t.d. er þakið a.m.k. þrefalt - með dýrum plötum og tvöfaldri pappa- ar og skorinorðrar afstöðu gagnvart hinum tyrknesku. Þar væri skorað á tyrknesk stjómvöld að ganga í málið. Hóta slitum stjórnmálasam- bands við Tyrklandi gangi hvorki né reki í máli Sophiu. - Annað eins er nú gert. Og minna dugar ekki í þessu einstæða máli. íslensk stjórnvöld hafa gert ýmis- legt, einkum utanríkisráðherrar, en það virðist ekki duga. Nú standa þetta embætti. Það hefur sést á störfum frú Vigdísar Finnbogadótt- ur. Stúdentar og annað ungt fólk sem erfa mun landið á skilið að heyra sjónarmið allra frambjóðenda sem verða í framboði tU embættis for- seta íslands og eiga kost á að spyrja þá spurninga sem þeim liggja á hjarta og varða þeirra hagsmuni. Þessi kynslóð ungs fólks hefur ör- ugglega mikinn áhuga á komandi forsetakosningum og því mun slík- ur fundur. verða þétt setinn þótt hefðbundnu skólahaldi yrði lokið. einangrun undir, sem er út í hött. Ekki hefur gætt mikiUar hag- kvæmni í innkaupum og þykir for- maður Bessastaðanefndar þar hafa tekið ákvarðanir án allra hag- kvæmnisjónarmiða. Það má því segja að Bessastaðasukkið hafi blómstrað og geri enn. Og í ofanálag er enginn sem virðist vera ábyrgur fyrir einstökum þáttum verksins - hvað þá öllu heildardæminu. um 40 milljónir króna út af borðinu í máli Sophiu. Ég tel ekki spurningu um að við íslendingar greiðum þessa upphæð sameiginlega. Það er ekki nema dopi í hafið miðað við ýmsan óþarfa. - Ég skora á kvenna- samatök á íslandi að láta nú til sín taka áður en allt er komið í óefni endanlega fyrir Sophiu og dætrum hennar. Allt liðið geng- ur sjálfala Sonja skrifar: Eftir að hafa lesið frétt um starfsfólk heilsugæslustöðvanna sem.fer í utanlandsreisur fyrir svonefnt komugjald sjúklinga á heilsugæslustöðvunum fer ekki hjá því að maður trúi því sem sagt er um opinbera starfsmenn - að þeir gangi hreinlega sjálfala í störfum sínum. Þeir eru enda á ferðalögum, hver sem betur get- ur, til útlanda á eða án dagpen- inga eins oft og mögulegt er. En dæmið frá heilsugæslustöðvun- um er þó eitt það frakkasta sem enn hefur komið upp. Það er svona í viðlíka flokki og Bessa- staðahneykslið. Kyrrir í Noregi Guðbjörn hringdi: Þeir hafa verið mikið þrjóskir bandíttar landnámsmennirnir okkar. Og alltaf í baráttu gegn skattheimtu, rétt eins og í dag hér. Norðmönnum hefur græðst fé á öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Þeir voru og eru mikil siglingaþjóð með farskip um all- an heim, þeir fundu olíuna í sinni lögsögu og nýta sér hana óspart. Og nú er það gullið. Við hefðum átt að vera kyrrir í Nor- egi. Ég meina það! Hvaða fólk kaupir þýfi? Sigrún hringdi: Ég las grein í DV, eftir Ómar Smára aðstoðaryfirlögregluþjón, um að fólk hér keypti þýfi af inn- brotsmönnum, annað hvort beint eða þá hjá þeim sem inn- brotsaðilar selja þýfið. Mér finnst með ólíkindum að fólk leggist svo lágt að kaupa svona nokkuð. Þetta hlýtur að vera fólk á jafn lágu plani og þeir sem ná þessum varningi í híbýlum víðs vegar um landið. - Auðvitað á fólk að véra á varðbergi gagn- vart svona kónum sem eru að afla sér fjár til fíkniefnakaupa mestan part. Ég tek undir með Ómari: Hugsið um afleiðingam- ar fyrir ykkur og aðra sem þarna koma nærri. Bessastaða- málið í Þjóðar- sálinni Elín Guðmundsdóttir skrifar: Sl. miðvikudag hringi maður einn í Þjóðarsál rásar 2 og tjáði sig um þann mikla kostnað sem viðgerð á Bessastöðum væri samfara og furðaði sig á því hvert allir þessir peningar hefðu fariö. Þá sagði þáttarstjórnand- inn sem svo; Þessu hefur nú ver- ið allvel svarað á Alþingi en það var hins vegar engin áætlun gerð - menn „slugsuðu" (ég end- urtek; „slugsuðu") svona á þetta! Þetta var nú svar stjórnandans. Honum virtist þetta vera bara ágætt og reyndi að verja Bessa- staðasukkið sem mest hann mátti. Við verðum nú að búa vel að forsetanum, og svona, bætti hann við. - Já, það er ekki að spyrja að þeim, strákunum hjá RÚV! íslenskt far- þegaskip F.K. hringdi: Ég tek undir með þeim sem hafa verið að ýja að því að við ís- lendingar keyptum farþegaskip svo að a.m.k. þeir sem ekki nenna að vakna kl. 4 að nóttu og aka til Keflavíkur til að ná flugi gætu fariö rólega af stað með sæmilega góðu skipi og notið lífsins á sjónum á leiðinni til Evrópu. Ég man þegar farþega- skip var leigt hér um árið af Eimskip og Hafskipum (skipið hét Edda, að mig minnir) þá var fullt allt sumarið. Enginn skort- ur á farþegum. Er ekki kominn tími fyrir farþegaskip? Bessastaðasukkið blómstrar Kvennasamtök til stuðnings Sophiu Hansen Sophia Hansen ásamt tyrkneskum lögmanni sínum, Hasip Kaplan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.