Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996 23 íþróttir Deildabikarinn: 12 liða úrslit á morgun Tólf liða úrslitin í deildabikar- keppninni í knattspyrnu fara fram á morgun, 1. maí. ÍA og Leiftur leika á Akranesi klukkan 14-45. Klukkan 16 leika FH og Grindavík á Ásvöllum, ÍBV og Keflavík í Helgafellsvelli í Vest- mannaeyjum og Fylkir og Stjarnan eigast við á nýjum velli Stjörnunnar við Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Klukkan 18 leika Breiðablik og ÍR á Kópavogsvelli og klukkan 18.30 eigast við Fram og Valur á Ásvöllum í Hafnar- firði. Sigurliðin í þessum leikjum komast áfram og fara í tvo þriggja liöa riðla en tapliðin eru úr leik. -GH Bröndby efst í Danmörku Bröndby er í efsta sæti í dönsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu eftir leiki helgarinnar. Úrslitin urðu þannig: AaB-AGF .....................2-1 OB-Bröndby ..................2-0 Lyngby-FC Köbenhavn .........4-0 Næstved-Ikast................0-2 Silkeborg-Herfólge...........1-0 Vejle-Viborg.................0-1 Bröndby er með 56 stig, AGF 54, OB 46, Lyngby 45. Lilleström og Bodö á toppnum Það stefnir í spennandi keppni í norsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í ár og einhver lið ættu að geta veitt Rosenborg ein- hverja keppni en liðið hefur haft umtalsverða yfirburði undanfar- in ár. Úrslitin um helgina urðu þessi: Start-Molde.......’..........4-2 Lilleström-Brann..............3-3 Moss-Tromsö ..................0-1 Rosenborg-Stabæk..............4-2 Skeid-Bodö/Glimt..............1-3 Strömsgoðset-Kongsvinger .... 1-1 Viking-VIF....................2-1 Lilletröm og Bodö/Glimt eru með 7 stig eftir þrjá leiki, Rosen- berg 6 stig eftir tvo leiki, Viking 5 stig, Start, Brann og Tromsö 4 stig hver. Gazza bestur í Skotlandi Paul Gascoigne var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Skotlandi í fyrradag, eftir að Rangers hafði tryggt sér 8. meist- aratitil sinn í röð. Gazza, sem keyptur var til Rangers frá Lazio fyrir tímabilið fyrir 4,3 milljónir punda, hefur leikið mjög vel á leiktíðinni og hefur skorað 19 mörk fyrir Rangers. Hann verð- ur áfram með liðinu næstu tvö árin. Zidane bestur í Frakklandi Zinedine Zidane, miðvallar- leikmaður Bordeaux, var út- nefhdur knattspyrnumaður árs- ins í Frakklandi um helgia. Hann var lykilmaður í franska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitum Evrópumótsins og átti stóran þátt I að koma Bordeaux í úrslit UEFA-keppninnar. Júrí Djorkaff varð annar í kjörinu og Daniel Bravo þriðji en þeir leika báðir með París SG. Leiðrétting I DV í gær var haft eftir Ás- laugu Evu Björnsdóttur frá Ak- ureyri að hún hefði aldrei áður unnið til gullverðlauna á Andr- ésar andar leikunum. Hið rétta er að hún vann gullverðlaun í svigi 1993 og 1994. Beöist er vel- virðingar á mistökunum. Fer Kluivert í steininn? - mætir fyrir rétt í Amsterdam á morgun Hollenski knattspyrnumaðurinn Patrick Kluivert, framherji Evrópu- og Hollandsmeistara Ajax, gæti þurft að eyða næsta árinu í fangelsi. Kluivert mætir í réttarsalinn í Amsterdam á morgun og þá verður kveðinn upp dómur í máli hans. Kluivert, sem er 19 ára, varð vald- ur að dauða manns i september síð- astliðnum þegar hann ók bifreið sinni, BMW, á aðra bifreið á götu í Amsterdam með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést og farþegi í framsæti slasaðist. Kluivert er sak- aður um glæfralegan akstur þegar óhappið átti sér stað. Ekki er þó víst að Kluivert verði settur á bak við lás og slá þó svo að hann verði dæmdur sekur. Há- marksrefsing er eins árs fangelsi en hann gæti einnig verið dæmdur til að inna af hendi ákveðna vinnu fyr- ir hollenska ríkið og er þá horft til knattspyrnunnar. „Það er engin ástæða til að loka strákinn inni og ég yrði mjög hissa ef dómarinn sendi hann í steininn. Ég á alveg eins von á að hann verði dæmdur sekur en verði skyldaður til að vinna eitthvað gott í þágu samfélagsins,” sagði Jacco Boek, glæpasérfræðingur í viðtali við fréttamenn í gær. Kluivert er einn þeirra leik- manna sem Hollendingar binda mestar vonir við og frammistaða hans með Ajax hefur vakið heimsat- hygli. Hann hefur þegar unnið sér sæti í hollenska landsliðinu og fang- elsisdómur myndi þýða að hann yrði ekki með Hollendingum í úr- slitum Evrópukeppninnar í Eng- landi í sumar. -GH Enska knattspyrnan: Newcastle heföi þurft fleiri mörk j - vann Leeds, 1-0, og á enn möguleika Newcastle er áfram með í bar- áttunni um enska meistaratitilinn ; eftir 1-0 útisigur á Leeds í gær- kvöld, og jafnframt öruggt með annað sætið í úrvalsdeildinni. Keith Gillespie skoraði sigur- markið með skalla eftir 17 mín- útna leik en áður höfðu leikmenn Leeds átt skot og skalla í þverslá og stöng. Newcastle hefði þurfti fleiri S mörk til að styrkja stöðu sína í einvíginu við Manchester United. Markatala United er sex mörkum betri en Newcastle sækir heim Nottingham Forest á fimmtudags- kvöldið og þar verður Newcastle að vinna, helst með nokkrum mun. Sigri Newcastle verða liðin jöfn fyrir lokaumferðina en þá leikur Newcastle á heimavelli við Totten- ham en United á útivelli við Midd- lesboro. Staða efstu liða er þannig: Man. Utd 37 24 7 6 70-35 79 Newcastle 36 24 4 8 64-35 76 Liverpool 36 20 9 7 68-32 69 Aston Villa 37 18 9 10 52-34 63 Arsenal 36 16 11 9 47-31 59 -vs ^ Þýska knattspyrnan: Islendingarnir fengu allir hrós DVj Þýskalandi: íslendingarnir í þýsku 2. deild- inni í knattspyrnu fengu allir lof- samlega dóma í íþróttablaðinu Kicker í gær fyrir frammistöðu sína í leikjum síðustu helgar. Lið þeirra unnu öll og styrktu stöðu sína til muna. Eyjólfur Sverrisson átti stórleik í vörn Herthu Berlín sem vann Lúbeck, N0. Eyjólfur var valinn í lið vikunnar en Hertha er komin í 8. sætið eftir slakt gengi framan af vetri. Þórði Guðjónssyni er að stórum hluta þakkaður sigur Bochum á Fortuna Köln, 3-1. Þórður kom inn á sem varamaður og kom liði sínu yfir, 2-1. Þórður skoraði um fyrri helgi sigurmark Bochum eftir að hafa komið inn á og í Kicker er sagt að vegna frammistöðu hans geti Bochum-menn nú farið að kæla kampavínið en þeir eru komnir með 11 stiga forystu og eiga 1. deildar- sætið næsta víst. Loks fékk Bjarki Gunnlaugsson góða einkunn fyrir leik sinn með Mannheim sem vann Zwickau, 3-1. Bjarki fékk 2 í einkunn og öllum þremur framlínumönnum Mann- heim er hrósað fyrir góða frammi- stöðu. -ÞS Sænska knattspyrnan: Markalaust hjá Örgryte og Halmstad DV Svíþjóð: Rúnar Kristinsson og félagar í Ör- gryte gerðu markalaust jafntefli við Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Rúnar náði sér ekki á strik frekar en flestir félaga hans og var skipt út af á 60. mínútu. Úrslitin í úrvalsdeildinni í gær: Örgryte-Halmstad.................0-0 Öster-Oddevold...................0-1 Djurgárden-Norrköping ...........1-1 Trelleborg-AIK...................0-1 Nýliðar Oddevold hafa komið mjög á óvart og eru efstir eftir tvær umferðir ásamt Helsingborg með 6 stig. -EH Iþróttir Það kemur í Ijós á morgun hvort Patrick Kluivert þarf að fara í fangelsi en hann mætir fyrir rétt í Amsterdam grunaður um manndráp af gáleysi. Birkir Kristinsson er að gera góða hluti með Brann: Samkeppnin rosaleg - var búinn að sætta mig við að byrja á bekknum, segir landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson, landsliðsmark- vörður íslendinga í knattspyrnu, hef- ur staðið sig mjög vel með Brann í fyrstu tveimur leikjum liðsins í norsku 1. deildinni. í 1. umferðinni, þegar Brann lagði VIF á útvelli, varði Birkir mark Brann nokkrum sinnum meistaralega og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur liðsins. Á sunnudaginn var hann hetja Brann en þá varði hann vítaspyrnu þegar liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Lilleström í hörkuleik. „Ég er mjög sáttur við mína frammistöðu og liðsins i heild í þess- um tveimur fyrstu leikjum. Ef taka á mið af þeim þá held ég að við getum verið í toppbaráttunni,” sagði Birkir í spjalli við DV í gær. „Samkeppnin um stöðurnar í liðinu er rosaleg. Við erum þrír markverð- irnir hjá liðinu svo maður má varla taka feilspor ef maður ætlar ekki að detta úr liðinu. Ég var eiginlega far- inn að sætta mig við að byrja á bekkn- um en í síðasta æfingaleiknum var ég á bekknum og þjálfarinn hafði sagt að liðið sem byrjaði inni á í þeim leik yrði byrjunarliðið í fyrsta leiknum. Það kom mér því nokkuð á óvart þeg- ar hann tilkynnti mér að ég væri í markinu í gegn VIF.” Birkir sagði að leikurinn gegn Lil- leström hefði verið hörkuleikur en hann hefði á ferli sínum aldrei kynnst annarri eins hörku í sinn garð. Aldrei kynnst öðru eins „Sóknarmenn Lilleström fengu hvað eftir annað að brjóta á mér án þess að það væri dæmt á það og ég var orðinn mjög hræddur um að þeir ætl- uðu hreinlega að ganga frá mér. Þó svo að ég handsamaði boltann komu þeir og spörkuðu í mig og þetta var bara orðið fyndið og það versta sem ég hef lent í. Það er i lagi að trufla mann en þegar það er einblínt á að brjóta á manni er það orðið fullmikið,” sagði Birkir. Birkir sagði að áhuginn hjá stuðn- ingsmönnum Brann væri mjög mikill og þessi góða byrjun í tveimur fyrstu leikjunum, sem báðir voru á útivelli, gerðu það að verkum að reiknað væri með 20.000 manns á fyrsta heimaleik- inn sem er gegn Viking annað kvöld. KR-lið Noregs „Ég er mjög ánægður með dvölina hjá Brann. Það er gaman á æfingun- um. Mikið um spil og boltaæflngar og það hefur komið mér á óvart hve mik- ið spilað hefur verið á æfingunum í stað syrktaræfinga. Ég sé sjálfur um að æfa styrkinn og það er gert ráö fyr- ir því að menn sjái sjálfir um þau mál og lyfti reglulega. Þá hefur þessi mikla samkeppni í liðinu komið mér á óvart. Það er enginn öruggur í liðið og hver leikur er úrslitaleikur fyrir mann. Það hefur byggst upp mikil pressa hjá Brann og maður er svolítið smeykur við það. Menn eru að gera sér vonir um að nú sé komið sterkt lið sém get- ur barist um medalíu. Ég hef trú á að það geti gerst. Maður hafði það á til- finningunni að þetta væri svona KR- lið Noregs - miklar væntingar fyrir mót en síðan gerðist ekki neitt. Liðið hefur ekki unnið meistaratitil síðan 1963 og ekki orðið bikarmeistari síðan 1980,”. Eru vel þjálfaðir - Merkir þú mikinn mun á norskri knattspymu og þeirri íslensku? „Já, ég fann sérstaklega mun þegar við spiluðum gegn Lilleström. Hrað- inn i leiknum var mjög mikill og leik- menn almennt mjög vel þjálfaðir. Toppliðin í Noregi eru vel mönnuð og mannskapurinn vel þjálfaður. Þessi lið hafa toppaðstöðu og geta komið vel undirbúin til leiks þegar mótið byrjar. Heima á íslandi er allt háð veðri því aðstæðurnar yfir vetrartímann til að stunda íþróttina er af skornum skammti. Ég flnn sjálfur að ég er kom- inn í toppform og það er ekki nema apríl. Núna þegar tímabilið er byrjað er ekki verið að keyra á fúllu á æfing- um eins og heima því menn eiga að vera koihnir í toppform og æfingarnar fara því meira í að æfa leikskipulag og spila fótbolta enda oft stutt á milli leikja. Líkamlegt form hjá mér er í standi en hjá markverði er þetta alltaf spurning um andlegu hliðina,” sagði Birkir. Birkir sagði að Ágúst Gylfason hefði staðið sig vel. Hann væri vinstri bakvörður i fjögurra manna vörn og hann yrði að lifa við það að vera varn- armaður eins og Birkir orðaði það. -GH Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur staðið sig vel með Brann í fyrstu leikjunum í norsku 1. deildinni. Nýr formaður tekur við hjá HSI eftir ársþing: Tvö gefa kost á sér til formanns Ársþing Handknattleikssambands íslands verður haldið um miðjan maí. Ljóst er að nýr formaður verður kos- inn á fundinum en Ólafur B. Schram mun ekki gefa kost á sér áfram. Á þess- ari stundu er öruggt að tveir aðilar muni gefa kost á sér til formennsku, Guðmundur Ingvarsson, framkvæmda- stjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. og for- maður landsliðsnefndar karla, og Ásgerður Hall- dórsdóttir, stjórnarmað- ur í Handknattleiks- sambandinu. „Ég ákvað um helg- ina að gefa kost á mér til formanns. Þetta verð- ur mjög erfitt -starf og númer eitt, tvö og þrjú verður að leysa fjármál sambandsins. Það er ekkert hægt að gera fýrr en fjámálin eru komin á hreint. Það er ljóst að HSÍ, eitt og sér, hefur ekki bolmagn til að leysa þessi mál og til verður að koma stuðn- ingur frá ríkisvaldinu," sagði Guðmundur Ingv- arsson í samtali við DV í gær. Handboltinn á aðstoð inni hjá ríkinu / „Handknattleikurinn er að mínu mati þjóðaríþrótt íslendinga og í hand- knattleik höfum við náð bestum ár- angri. Heimsmeistarakeppnin gekk mjög vel og þrátt fyrir breytta keppni frá því áður skilaði hún tekjum. Það vita allir hvert hagnaðurinn af keppn- inni fór og því finnst mér handknatt- leikurinn eiga það inni hjá ríkinu að það komi íþróttinni til aðstoðar á þess- um erfiðu tímum.“ - Hefur þú ákveðnar hugmyndir um samstarfsfólk, verðir þú formaður? „Ég hef verið að leita fyrir mér að sterkum einstaklingum. Ég er ekki til- búinn nefna nein nöfn á þessu stigi.“ - Ert þú bjartsýnn á sigur? „Ég hef trú á því að hægt verði að Guðmundur Ingvarsson. Asgerður Halldórsdóttir. bjarga íjárhag HSÍ, annars væri ég ekki að bjóða mig fram til formennsku. Annars ætla ég ekki í neinn for- mannsslag. Það kemur bara í ljós á þinginu hvort hreyfingin vill mig sem næsta formann eða ekki,“ sagði Guð- mundur. Nýtt blóð nauðsynlegt „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku. Það er nokkur tími síð- an ég ákvað framboð og ég hef orðið vör við mikinn áhuga á mínu fram- boði. Ákvörðunina tók ég í samráði við þá sem þekkja mig,“ sagði Ásgerður i samtali við DV í gær. „Fólk benti mér á að að ég hefði sjálf æft og leikið handknattleik og unnið að félagsstörfum hjá Gróttu í yfir 20 ár. Að auki hefði ég reynslu í stjórnunar- störfum annars staðar frá. Þá var mér bent á að nauðsynlegt væri að fá nýtt blóð inn í þetta Qg þá aðila sem hefði unnið lengi í hreyfingunni. Áhuginn á þessu starfi er gríðarlegur hjá mér og minni fjölskyldu. Maðurinn minn, Krist- ján Guðlaugsson, hefur verið tengdur hand- knattleiknum og sonur minn er í unglinga- landsliðinu. Það kom því fjölskyldu minni ekkert á óvart að ég skyldi vera tilbúin að verða formaður HSÍ. - Verðir þú formaður HSl hver eru að þínu mati helstu verkefnin? „Það eru auðvitað fjármálin og þau þarf að leysa. Það er ljóst að það getur eng- inn einn aðili leyst fjárhagsvanda HSÍ. Þar verður að koma til aðstoð frá rík- isvaldinu og sveitarfélögum. Það tekur enginn einstaklingur við þessu búi og gerir eitthvert kraftaverk þótt hann sé allur af vilja gerður. Það verður að skoða þessi mál vel og fara í algjöra naflaskoðun á fjármálunum. Þessi mál þarf að leysa með hreyfingunni í heild," sagði Ásgerður. -SK Beck til Boro Dönsk blöð skýrðu frá því í gær að enska knattspyrnufélagið Middlesbro hefði fest kaup á danska landsliðsmanninum Mikkel Beck frá Fortuna Köln í Þýskalandi fyrir um 400 milljón- ir króna. Ferguson til Milan? Silvio Berlusconi, eigandi ítölsku meistaranna AC Milan, hefur lýst yfir áhuga á að fá Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Manchester United, til starfa hjá félagi sínu. Frestað hjá KR Stúkukvöldi KR, sem vera átti í kvöld, hefur verið frestað til 15. maí vegna bruna í Sexbaujunni. Kristín setti met Sundkonan Kristín Rós Há- konardóttir setti um helgina heimsmet í 200 metra fjórsundi í flokki hreyfihamlaðra á opna hollenska meistaramótinu. Nafn hennar misritaðist í DV i gær og er beðist velvirðingar á því. Iþróttir eru einnig á bis. 24-25 Keflvíkingar heppnir í Intertoto-keppninni: Inter og Orebro til Keflavíkur? - heimaleikir við lið frá ítaliu og Svíþjóð Utlit er fyrir að Keflvíkingar fái ítalskt stórlið í heimsókn í Inter- toto-keppninni í knattspyrnu í sum- ar. Þeir eiga heimaleik gegn ítölsku liöi og eins og staðan er þar í landi I dag er ekki ólíklegt að það verði Inter, Sampdoria eða Roma sem sæki þá heim. Þeir fá líka heimaleik gegn sænsku liði og svo kann að fara að það verði íslendingaliðið Örebro með Arnór Guðjohnsen, Sigurð Jóns- son og Hlyn Birgisson innanborðs. Örebro bíður eftir bikarúrslita- leiknum í Svíþjóð milli AIK og Mal- mö sem fram fer 23. maí. Malmö er öruggt með sæti í UEFA-bikarnum en vinni liðið bikarinn fer það í Evrópukeppni bikarhafa og þá fær Örebro UEFA-sætið. Ef AIK verður bikarmeistari fer Örebro hins vegar í Intertoto-keppnina og þá bendir allt til þess að liðið mæti Keflvíking- um. Að öðrum kosti gætu Keflvík- ingar mætt Djurgárden eða jafnvel Rúnari Kristinssyni og félögum í Örgryte. Fara til Austurríkis og Slóveníu Útileikirnir verða við lið frá Austurríki og Slóveníu en það skýrist ekki fyrr en deildakeppn- inni lýkur í þessum löndum hvaða lið það verða. „Mér líst ágætlega á þennan riðil og það verður gaman að glíma við ítalska liðið, eins og liðin frá hinum þremur þjóðunum. Þau verða öll þrælsterk, hér verða engin smálið á ferðinni. Þetta eru skemmtileg verkefni fyrir leikmennina og ég vona að áhorfendur kunni vel að meta það þegar liðin koma hingað,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga, í samtali við DV í gærkvöldi. Fyrsta umferðin í keppninni verður leikin 22. eða 23. júní en þá leika Keflvíkingar gegn félaginu frá Svíþjóð. I 2. umferðinni, sem verður 29. eða 30. júní, leika Kefl- víkingar á heimavelli gegn slóv- enska liðinu, í 3. umferð leikur Keflavík á útvelli gegn félagi frá Austurríki og fer leikurinn fram 6. eða 7. júlí. Síðasti leikur Keflvík- inga í keppninni er á heimavelli 20. júlí en þá verður leikið gegn ítalska félaginu. Kjartan Másson, þjálfari Keflvík- inga, er ánægður með riðil þeirra í Intertoto-keppninni. Jóhann til Danmerkur Jóhann Samúelsson, handknattleiksmaður úr Aftureldingu, hefur ákveðið að taka tilboði danska 1. deildar liðsins Bjærringbro um að leika með því næsta vetur. „Ég hef samið við liðið til eins árs og fer út í júlí. Þetta verður kær- komin tilbreyting," sagði Jóhann í spjalli við DV í gærkvöldi. Hann hef- ur leikið með Aftureldingu undanfarin ár en var áður með Þór á Akur- eyri- -SK/VS íþróttakennarar og áhuga- fólk um líkamsrækt Námskeið fyrir leiðbeinendur í þolfimi í vatni, water aerobic, verður haldið 2., 3. og 4. maí í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fyrirlesari: Steph too good. Uppl. og innritun í síma 587-5277.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.