Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 Craig Ehlo hjá Atlanta, til hægri, og Hollendingurinn Rim Smits hjá Indiana eigast hér við undir körfunni í leik liðanna í nótt. Atlanta hafði betur og með sigrinum minkaði liðið muninn í 2-1 í einvígi liðanna. Þá lagði Portland lið Utah Jazz og þar er staðan 2-1 Utah í vil. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik: Portland lagði Utah Jazz - og Atlanta minkaði muninn gegn Indiana í 2-1 með góðum sigri Tveir leikir voru í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt og urðu úrslitin þessi: Atlanta-Indiana....... 90-83 (1-2) Smith 26, Laettner 24, Blaylock 16 - Mckey 13, Smits 13, Davis 12. Portland-Utah.........94-91 (1-2) Sabonis 27, Strickland 19 - j Malone 35, Stockton 13. Atlanta gerði út um leikinn gegn Indiana með góðum leikkafla á lokamínútunum og einkum varnar- lega því Indiana skoraði aðeins eina körfu á síðustu 5 mínútunum. Ind- ina lék án síns besta leikmanns, Reggie Miller, sem á við meiðsli að stríða og kom það niður á leik liðs- ins. Steve Smith og Christian Laettner fóru fyrir liði Atlanta. Laettner kom Atlanta yfir, 81-80, þegar rúmar 3 minútur voru eftir og í kjölfarið setti Smith niður 'í þriggja stiga körfu. „Skotklukkan var að renna út þegar ég fékk boltann frá Laettner og það eina sem ég gat gert var að skjóta og sem betur fer datt boltinn ofan í,” sagöi Smith eftir leikinn. Þá lék Mookie Blaylock mjög vel fyrir Atlanta. Han skoraði 16 stig og „stal” 8 boltum og jafnaði þar með NBA-met sem Tim Hardaway setti fyrir 4 árum. „Ég er ekkert hræddur við press- una og það er spurning hvorum megin sú pressa er. Aðalmálið hjá okkur er að vera tilbúnir í næsta leik,” sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Fjórði leikur liðanna er í Atlanta á fimmtudagskvöldið. Sabonis sterkur Portland tókst að minnka mun- inn í 2-1 með góðum sigri á Utah Jazz. Leikurinn var æsispennandi í lokin. David Beniot jafnaði fyrir Utah, 91-91, þegar 33 sekúndur voru eftir. Williams kom Portland aftur yfir en síðan mistókst John Stockton að skora úr góðu færi. Það var síðan Rod Strickland sem inn- siglaði sigur Portlands með því að skora úr einu vítaskoti. „Við lékum mjög fast en við náð- um okkur ekki fyllilega á strik þrátt fyrir sigurinn,” sagði Strickland eft- ir leikinn. „Það var annað hvort eða í þess- um leik og við gerðum okkur grein fyrir því að með tapi værum við úr leik. En með sigrinum eykst sjálfs- traust okkar og þar með eigum við enn möguleika á að slá Utah út," sagði Aaron Mckey, leikmaður Portland eftir leikinn. Úrslitin í fyrrinótt: Orlando-Detroit...... 92-77 (2-0) Shaq 29, Hardaway 15, Anderson 15 - Houston 23, Hill 19, Dumars 12. SA Spurs-Phoenix . . . 110-105 (2-0) Robinson 40, Elliot 19 - Barkley 30, Johnson 21. Chicago-Miami........ 106-75 (2-0) Jordan 29, Pippen 24, Kerr 13 - Danilovic 15, Mourning 14. Seattle-Sacramento .... 81-90 (1-1) Kemp 21, Hawkins 18 Ritchmond 37, Owens 12, Polynice 12. „Ég held að allt liðið hafi verið að leika mjög vel. Við komum grimm- ir til leiks, spiluðum fasta vörn og ég skoraði þegar ég fékk færi á því,” sagði Shaquille O’Neal, leikmaður Orlando, eftir leikinn gegn Detroit en hann tók 7 fráköst í leiknum og átti 6 stoðsendingar. Persónulegt met hjá David Robinson David Robinson setti persónulegt stigamet í úrslitakeppni NBA þeg- ar SA Spurs lagði Phoenix. „Það er ekki spuming hvernig mér gengur heldur hvemig liðinu gengur og á meðan við vinnum er aUt í góöu. Ég er enn að læra og ef fólk viU gagnrýna mig þá verður það bara að fá að gera það,” sagði Robinson eftir leikinn gegn Phoen- ix. Réðum ekkert við David „Þetta var frábær leikur og gaman að vera þátttakandi í honum. Við réðum ekkert við David, hann var frábær í leiknum,” sagði Charles Barkley eftir leikinn. Leikurinn var æsispennandi. Þegar 17 sekúndur voru eftir minnkaði Kevin Johnson muninn í 1 stig, 106-105, en Spurs var sterkari á lokasekúndunum. Lið Chicago BuUs er óhugnanlega sterkt og tveir stórsigrar á Miami Heat undirstrika það rækilega að Bulls er líklegt til að fara alla leið. Michael Jordan skoraði 26 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik en hann varð fyrir meiðslum í baki undir lok hálfleiksins og lék lítið í þeim síðari. „Við lékum vel og svona leiki þurf- um við helst alltaf að eiga ætlum við okkur langt í þessari úrslita- keppni,” sagöi Jordan eftir leikinn. Ég tognaði á vöðva í baki en ég held að það eigi ekki að há mér í næsta leik,” sagði Jordan enn fremur. Chicago gerði allt rétt „Lið Chicago gerði aUt rétt á meöan við vorum að gera aUt of mörg mis- tök. Þeir léku mjög góðan varnar- leik og hittu vel úr skotunum en það sama er ekki hægt að segja um okkur. Næstu leikir eru i Miami. Þar verða áhorfendur á okkar bandi og ég á von á betri úrslitum þar,” sagði Pat RUey, þjálfari Miami, eft- ir leikinn. Richmond góður Sacramento hefur ekki sagt sitt síð- asta orð í viðureignunum við Seattle. Mitch Richmond var mað- urinn á bak við sigur Sacramento en hann skoraði 37 stig, þar af 8 á lokamínútunum. „Nú var ég ekki í vUluvandræðum eins og í fyrsta leiknum og félagar mínir í liðinu spiluðu vel upp á mig. Ég fann mjög vel,” sagði Richmond eftir leikinn. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.