Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Side 2
2 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 Fréttir___________________________________________________________________________dv Kona á flótta undan kærastanum leitaði skjóls i bíl vegfaranda í gærmorgun: Kærastinn ók ítrekað á bílinn og stórskemmdi - heppni að hann drap okkur ekki - segir bjargvætturinn sem var á leið til vinnu „Ég stöðvaði bíl minn þegar ég sá grátbólgna stúlkuna koma hlaup- andi. Hún var greinilega í mikilli geðshræringu og sagði kærastann hafa lamið sig og vera á eftir sér. Hún sér hann síðan koma á bU og stekkur þá inn í bUinn að aftan. Það skiptir engum togum að hann straujar alveg hliðina farþegameg- in. fer hring og gerir slíkt hiö sama bUstjóramegin. Hann fer aftur fyrir og keyrir síðan á fullri ferð aftan á bUinn, fer fram fyrir og keyrir á hann að framan líka. Þá bakkar hann 30-40 metra og kemur síðan á mikiUi ferð í boga inn í hliðina far- þegamegin. Þetta var hrein og bein árás og við megum þakka fyrir að maðurinn drap okkur ekki bæði,“ segir Guðmundur Þorkelsson, íbúi í Kópavogi, sem setti sjálfan sig í stórhættu með því að gerast hinn miskunnsami Samverji um klukkan hálfátta í gærmorgun. Hugsar sig um næst Guömundur segist líklega myndu hugsa sig um tvisvar áður en hann stoppi aftur þótt hann sjái einhvem í vandræðum. Hann segist hafa ver- ið á leið vestiu- á Seltjamames til þess að dytta að bát sem hann er með þar þegar ósköpin dundu yfir. Hann þakkar fyrir að sonur hans vildi ekki fara með honum því ann- ars hefði hann setið í framsætinu þeim megin sem árásarbíllinn gekk lengst inn. Bíll Guðmundar er af gerðinni Mersedes Benz, árgerð 1991, bíll sem kostar á þriðju milljón króna og kvaðst Guðmundur ekki vita hvort þaö myndi borga sig að gera við hann. Hinn bíllinn, hvítur Lancer. er einnig mikið skemmdur. Þorði ekki að stinga af „Maður trúir því varla að svona nokkuð geti gerst hér og ég sá hvorki vín á stúlkunni né mannin- um. Ein ákeyrsla af slysni hefði kannski verið skiljanleg en þetta sem þarna gerðist er með þvilíkum ólíkindum að maður trúir þessu vart enn. Ég þakka fyrir að hafa ekki stigið út úr bílnum til þess að tala við stúlkuna. Hann hefði örugg- lega ekki hikað við aö keyra okkur niður,“ segir Guðmundur. Aðspurður hvað hafa flogið í gegnum hugann þegar árásarmað- urinn var í sem mestum ham segist Guðmundur hafa verið logandi hræddur og óttast um líf sitt. „Ég var alvarlega að hugsa um að reyna að keyra af stað og stinga af en ég þorði þaö hreinlega ekki af ótta við hvað kynni að gerast ef hann færi að elta okkur.“ Báðir bílarnir voru í geymslu hjá Króki í Kópavoginum í gær. Hér stendur Guðmundur Þorkelsson við bíl sinn, Mer- cedes Benz 1991, sem er eins og sjá má mikið skemmdur. Kvaðst Guðmundur ekki vita hvort borgaði sig að gera við hann. Við hliðina er bíll árásarmannsins sem er einnig mikið skemmdur. DV-mynd JAK Tognaður og í kraga Guðmundur segir áhlaupið hafa tekiö álíka fljótt af og það hafi byrj- að því eftir að pilturinn hafi ekið inn í hliðina hjá sér í síðasta sinn hafi hann gengið á brott. Stúlkan fór einnig á braut og kom sér sjálf til lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Kópavogi mun árásarmað- urinn hafa gefið sig fram í gær og játað á sig verknaðinn. Hann mun ekki hafa verið undir áhrifum áfengis. Málið telst upplýst og fer sína boðleið í dómskerfinu. Guðmundur Þorkelsson fór í rannsókn á slysadeild eftir hasarinn og var í kraga þegar DV hitti hann að máli í gær. Hann segist óbrotinn en tognaður í hálsi og baki. -sv Frambjóöendur opna skrifstofur LÍÚ vill aflamark á sérhvern krókaleyfisbát: Verður að rétta hlut vertíðarbáta Guðrún Agnarsdóttir opnaði á laug- ardag kosningaskrifstofu sína vegna forsetakosninganna. Skrif- stofan er að Ingólfsstræti 5 og kom fjöldi fólks þangað þann dag. Hér er Guðrún með manni sínum, Helga Valdimarssyni lækni. DV-myndir Hari Pétur Kr. Hafstein opnaði líka upp- lýsingaskrifstofu í miðbænum á laugardaginn. Hann bauð í kaffi á Kaffi París ásamt eiginkonu sinni, Ingu Ástu. Pétur mun síðar opna kosningaskrifstofu í Borgartúninu. - segir Hjálmar Árnason alþingismaöur „Á skömmum tíma hefur hlutur frystitogara í heildarafla aukist verulega eða úr 12 í 23% og hlut- deild smábáta er orðin nærri 14% í þorskafla. Það er því orðið mjög brýnt aö rétta hlut flotans þarna í milli sem eru hefðbundnir vertiðar- bátar og litlir isfisktogarar," segir Hjálmar Ámason alþingismaður en hann á sæti í sjávarútvegsnefnd þingsins. Hjálmar telur það vera forgangs- verkefni þegar kvóti verður aukinn að jafna stöðu þessara skipa áður en heildarúthlutun fer fram. Formaður LÍÚ, Kristján Ragnars- son, gekk fyrir helgina á fund for- sætis- og utanríkisráðherra og sjáv- arútvegsnefndar alþingis ásamt full- trúum 11 útvegsmannafélaga. Þessi sendinefnd mæltist eindregið til þess að frumvarpinu um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem varða krókaleyfisbáta yrði breytt þannig að komið verði í veg fyrir að krókabátar njóti aukningar í leyfð- um heildarafla þorsks fyrr en leyfð- ur hefur verið þorskafli yfir 285 þús- und tonn. Sendinefnd LÍÚ vill að komið verði í veg fyrir að krókabátar fari yflr sett mörk leyfilegs heildarafla en það verði ekki gert nema með því að setja aflahámark á hvern bát. Þá vilja þeir að engar breytingar verði gerðar á núgildandi lögum ef breytingartillögur þeirra á frum- varpinu ná ekki fram að ganga. f -SÁ A sambandsstjórnarfundi Verka- mannasambandsins, sem haldinn Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringia í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já jJ Nel 2j Á ríkið að fjármagna baráttu Sophiu Hansen? Forystukreppan í Alþýðusambandi íslands: Nýtt forsetaefni finnst ekki í ályktun sambandsstjómarfund- ar VMSÍ eru vinnubrögð stjórn- valda við framlagningu og framsetn- ingu frumvarpa um breytingar á lögum um starfskjör og réttindi launafólks fordæmd og áréttað að verkalýðshreyfingin hafi verið kom- in í viðræður við atvinnurekendur um lausn málsins. Stjómvöld hafi eyðilagt þá vinnu með því að leggja fram frumvarp til laga án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Þess er krafist fyrir hönd tugþús- unda félagsmanna VMSÍ að frum- varpið um starfskjör og réttindi launafólks verði tekið af dagskrá Al- þingis og samtökum launafólks gef- inn kostur á að leiða málið til lykta með samningum. -SÁ ,x ð d d FOLKSINS 904-1600 éjIi var í Vík í Mýrdal um helgina, var að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns VMSÍ, mikið rætt um hverjir myndu skipa forystusveit ASÍ næsta kjörtímabil. Var þetta umræöuefni fyrirferðarmikið þótt það væri vissulega ekki á dagskrá. Innan Verkamannasambandsins er nafn Hervars Gunnarssonar nú æ oftar nefnt í sambandi við stjóm- arkjör á komandi ASÍ-þingi. Þá hef- ur nafn Björns Grétars einnig verið nefnt og aðspurður segist Björn Grétar mjög eindregið vilja halda áfram að starfa á vettvangí VMSÍ í þágu ófaglærðs verkafólks en vill hvorki játa né neita alfariö hvort framboö til forseta ASÍ komi til greina af hans hálfu. Stuttar fréttir Hvalveiöar hefjist strax Guðjón Guðmundsson alþing- ismaöur (S) vill að hvalveiðar hefjist þegar í stað. Hann segir að meirihlutavilji sé á Alþingi fyrir því. Sjónvarpið skýrði frá þessu. Kosningaskrifstofur Fjórir forsetaframbjóðendur, af þeim fimm sem enn hafa komiö fram, hafa nú opnað kosning- askrifstofur. Þurrkuð loðna Loðnuhrygna sem þurrkuð er norður í Reykjahverfi hjá Stöpla- fiski hefur verið flutt til Japans og undirtektir verið góðar. Jap- anir hafa hingað til gert þetta sjálfir en ef vel tekst til mun verðmæti loðnunnar aukast verulega. Sjónvarpið greindi frá þessu. Meinvættir í jólatrjám Skógræktarmenn óttast að sýkingar og meindýr geti borist í íslenskan trjágróður frá trják- urli sem unnið er úr notuðum jólatrjám og notað m.a. i gang- stíga á skógræktarsvæðum og í görðum. Sjónvarpið segir frá. Verkamannasambandiö Björn Grétar Sveinsson, for- maður VMSÍ, segir að tími sé kominn til að kenna stjórnvöld- um lexíu og koma þeim í skiln- ing um að þau verði að taka upp aðra umgengnishætti gagnvart verkalýðshreyfingunni. Listahátíö Klassísk tónlist í fyrirrúmi á Listahátíð. Mestur áhugi er á tónleikum Davids Bowies en einnig á tónleikum Berlínarsin- fóníunnar sem leikur undir stjórn Askenásís. Tvær ílugvélar þarf undir hljómsveitina. Sjón- varpið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.