Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 6. MAÍ1996 Fréttir Ófriðsamlegt á skemmtistaðnum Vegas við Laugaveg aðfaranótt sunnudagins: Ásakanir um þjófnað og hótanir um líkamsmeiðingar - deilan snýst um skiptingu á gróðanum, segir einn eigenda Vegas „Kornið sem fyllti mælinn var þegar bróðir eins eigandans hafði í hótunum við starfsfólkið, sakaði það um þjófnað og hótaði bæði mér og einum dyravarðanna líkams- meiðingum,“ segir Dan Morgan, framkvæmdastjóri og einn fjögurra eigenda skemmtistaðarins Vegas viö Laugaveg, í samtali við DV. Allir átján starfsmenn staðarins gengu út í fyrrinótt eftir að upp úr sauð milli tveggja eigendanna og starfmannanna skömmu fyrir lokun irni nóttina. Staður þessi hefur ver- ið rekinn undanfarinn mánuð í sama húsnæði og Tveir vinir voru áður. Hann var stofnaður eftir ósætti um rekstur skemmtistaðar- ins Bóhem. Aðalaðdráttarafl þessara tveggja staða hafa verið nektarsýningar er- lendra dansmeyja. Þær gengu út með öðru starfsfólki í fyrrinótt. Tvær þeirra fóru í gáer af landi brott, fullsaddar af viðskiptum við eigendur íslenskra skemmtistaða. Starfsfólk Vegas segir að það eigi ' inni meginhluta launa frá síðasta mánuði. Þegar ekkert hafði verið greitt nú fyrir fimmta þessa mánað- ar var ákveðið að ganga út enda var starfsandinn orðinn óbærilegur með nánu eftirliti tveggja eigend- anna með peningakössunum og ásökunum um þjófnað. „Auðvitaö snýst þessi deila að hluta um skiptingu á gróðanum. Þetta snýst lika um að reka staðinn á heiðarlegan hátt og að umgangast starfsfólkið eins og það sé mann- eskjur. Það hefur ekki verið gert,“ segir Dan Morgan. í gær var reynt að koma á sáttum um rekstur staðarins en án árang- urs. Starfsfólkið vill ekki hefja störf að nýju fyrr en það fær að fullu hor- guð laun sín og að eigendumir, sem ekki hafa framkvæmdastjórnina með höndum, haldi sig fjarri dagleg- um rekstri. Starfsfólkið fundaði síð- degis í gær og var þar einhugur um að hefja ekki störf að nýju að að- stæðum óbreyttum. Eftir að starfsfólkið gekk út létu tveir eigendanna skipta um læsing- ar á öllum hurðum. Övíst er því um frekari rekstur á Vegas nema nýtt fólk verði ráðið til starfa. -GK Starfsfólkið af skemmtistaðnum Vegas fundaði á kaffihúsi í gær. Þar var samstaða um að hefja ekki starf að nýju nema tveir af eigendum staðarins haldi sig fjarri daglegum rekstri. Upp úr sauð á Vegas aðfaranótt sunnudag- ins og gekk þá allt starfsfólkið út. DV-mynd S Ástþór Magnússon gefur út bókina Virkjum Bessastaði: Vantar forsetaframbjóðanda sem vinnur að friðarmálum „Ég vil að íslenska þjóði geri átak í friðarmálum og verði leiðandi á því sviði,“ sagði Ástþór Magnússon við útkomu bókarinnar Virkjum Bessastaði, 130 blaðsíðna bókar í 90 þúsund eintökum sem var kynnt 2. maí. Ástþór segir bókina sérútgáfu af fréttabréfi samtakanna Friður 2000 sem hann stofnaði. Ætlunin er að dreifa bókinni inn á hvert heim- ili í landinu. Nafnið á henni hendir til að ætlunin sé að hafa áhrif á for- setaframboðið. Ástþór segir að islensk stjómvöld hafi ekkert gert í friðarmálum og forseti landsins ekki heldur. Hann gæti hins vegar beitt sér í friðarmál- um og þjóðin verið leiðandi á því sviði í heiminum. Ekki segist Ást- þór eins og er hugsa sér að fara í framboð til forseta en vill að þeir frambjóðendur sem vilja vinna að friði hafí samband við sig. Ef eng- inn geri það hins vegar segist hann tilbúinn að íhuga framboð til for- seta sjálfur. Hann sagði að þó aö hann „þyrfti að dúsa á Bessastöð- um“ eins og hann orðaði það gerði hann það ef það ætti sér hljóm- grunn meðal þjóðarinnar. íslensku þjóðina vantaði ekki skrautforseta. Fjármögnun útgáfu bókarinnar og auslýsingaherferðar, sem hefur verið í gangi undanfarið, sagðist Ástþór greiða úr eigin vasa. Hann hefði búið erlendis í 12 ár og hagn- ast á sölu á tölvuforritum og flug- rekstri. -ÞK Ástþór Magnússon gefur út bókina Virkjum Bessastaði í 90 þúsund eintök- um og hyggst dreifa henni til allra heimila á landinu. DV-mynd ÞÖK Dagfari Deleríum Búbónis Á sínum tíma settu þeir Múla- bræður fram þá snjöllu kenningu í Delerium Búbonis að fresta jólun- um. Ekki man Dagfari lengur hvaða ástæða lá að baki þeirri frestun en sjálfsagt hefur jólahald- ið komið sér illa fyrir einhverja á þeim tíma sem jól eru venjulega haldin. í Rússlandi standa forsetakosn- ingar fýrir dyrum í lok maí og skoðanakannanir benda til að Jeltsín eigi undir högg að sækja. Frambjóðandi kommúnista hefur yflrburðafylgi samkvæmt þeim könnunum sem gerðar eru meðal kjósenda í Rússlandi. Nú eru góð ráð dýr fyrir frelsisöflin í Rúss- landi sem hafa skapað ringulreið í landinu við það að koma gömlu kommunum frá. Sú ringulreið er kölluð frelsi og lýðræði og rúss- neskur almenningur kann greini- lega ekki gott að meta og vill fá gamla góða alræðisvaldið aftur til valda. Þetta er að sjálfsögðu ógnvekj- andi framtíð fyrir Jeltsín og hans bandamenn enda til lítils að koma gömlu kommunum frá ef nýir kommar taka við. Nema hvað, nú hefur Korsakov, sem er sérlegur öryggisfulltrúi Jeltsíns, lagt til að kosningunum verði frestað. Hann fer í smiðju í Delirium Búbonis. Rökin eru þau að hvemig sem kosningin um for- seta fari muni það leiða af sér upp- lausn í landinu. Og auðvitað hljóta öll ábyrg öfl í slíku þjóðfélagi að taka undir með Korsakov öryggis- fulltrúa að Rússland megi ekki við neinni upplausn ofan í alla ringul- reiðina. Þá er betra að viðhalda ringulreiðinni og láta Jeltsín halda áfram sem forseta, þangað til að það er öruggt að hann verði aftur kosinn forseti til að koma í veg fyr- ir upplausn. Nú háttar svo til hér uppi á ísaköldu landi að forseta- kosningar standa líka fyrir dyrum og þar em margir kallaðir en ekki nema einn útvalinn. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum blasir það við að Ólafur Ragnar Gríms- son er langefstur og líklegastur sem forseti lýðveldisins. Þetta finnst sumum kjósendum skrítin niðurstaða í ljósi þess að Ólafur Ragnar er fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og ekki allra „cup of tea“. Eins og allir vita eru kosningar góðar til síns brúks en gallinn við kosningar er sá að úrslit geta orðið öðruvísi en skynsamlegast getur talist að mati þeirra sem hafa hag og öryggi lands og þjóðar að leiðar- ljósi. Hér á landi eru margir örygg- isfulltrúar til sem hafa sams konar ábyrgðartilfínningu og Korsakov og hafa sem sagt komist að þeirri niðurstöðu að kjör Ólafs Ragnars muni leiða af sér upplausn i lík- ingu við upplausnina í Rússlandi og velta nú fyrir sér hvað gera skuli í stöðunni. Það er ekki hægt, hér á landi, frekar en í Rússlandi, að láta kjósendur ráða ferðinni og kjósa gamla komma í æðstu emb- ætti þegar öryggi lands og þjóðar er í húfi. Það er af þessum sökum sem Dagfari bendir á að leiðin út úr ógöngunum með forsetakjörið er einfaldlega sú að fresta þessum kosningum þangað til kjósendur hafa áttað sig á að kosning Ólafs Ragnars stríðir gegn öryggishags- munum þjóðarinnar. Það verður að fá einhvem islenskan Korsakov til að kveða upp úr með þetta. Síðan verður að nota tímann til að koma vitinu fyrir kjósendur og annaðhvort að láta Vigdísi sitja áfram í fjögur kjörtímabil í viðbót ellegar leggja niður almennar for- setakosningar, eins og forsætisráð- herra hefur raunar bent á. Það er aldrei hægt aö treysta kosningaúr- slitum sem geta skapað upplausn og erfiðleika fyrir þá sem bera ábyrgð á öryggi og hagsmunum lands og þjóðar. Það eru nefnilega takmörk fyrir því, jafnt í Rússlandi sem íslandi, hvað hægt er aö bjóða lýðræðinu. Delirium Búbonis er svarið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.