Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Side 6
6 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 Fréttir Sandkorn dv Foreldrar mótmæla ráðningu leikskólastjóra á Fellaborg: Söfnuðu tugum undir- skrifta í mótmælaskyni - vilja konu sem verið hefur leikskólastjóri - starfsfólk ætlar að ganga út „Hér voru tveir leikskólastjórar en annar vildi hætta. Þá var starfið auglýst og sú sem eftir er, yndisleg manneskja, sótti um en fékk ekki starfíð,“ segir Erla Ingvadóttur, for- maður foreldrafélags leikskólans Fellaborg við Völvufell í Reykjavík vegna ráðningar nýs leikskólastjóra á Fellaborg. Foreldrarnír hafa skilað inn und- irskriftalistum þar sem því er mót- mælt að með ráðningunni sé gengið fram hjá konu sem stjórnað hefur leikskólanum síðastliðin þrjú ár í hálfri stöðu á móti öðrum leikskóla- stjóra. Ráðningin á að taka gildi 1. júní. í staðinn var ráðin kona sem hef- ur ekki starfað í 12 ár en hefur þremur árum lengri starfsreynslu. „Sú sem hefur verið hér síðastlið- in þrjú ár er búin að rífa upp stað- inn. Allt samstarf við foreldrafélag- ið hefur gengið mjög vel. Við viljum engar breytingar og lærða starfs- fólkið sem hér er ætlar að ganga út með henni. Við viljum ekki að hing- að komi flokkur af nýju fólki. Við höfum ekkert á móti manneskjunni sjálfri sem búið er að ráða, við þekkjum hana ekkert," sagði Erla. Foreldrarnir eru búnir að safna 56 undirskriftum, börnin eru 64 en sumir eiga fleiri en eitt barn á leik- skólanum. Erla sagðist vilja taka það fram að allir að undanskildum einum sem náðst hefði í hefðu skrif- að undir. Búið að ganga frá ráðningu „Við erum búin að tala við Dag- vist barna og afhenda undirskrift- irnar, við náðum í Árna Þór Sig- urðsson, formann stjórnar Dagvist- ar barna. Hann sagði að búið væri að ráða og við ættum að gefa þeirri sem ráðin var tækifæri. Annars gengur ekki vel að ná sambandi við starfsfólk þar,“ sagði Erla. Bergur Felixsson, framkvæmda- stjóri Dagvistar bama, sagðist hafa heyrt um óánægju starfsfólksins en fyrst um óánægju foreldranna á föstudag þegar undirskriftalistarnir voru afhentir. „Þetta er leiðinlegt en við getum ekkert breytt þessu. Það er búið að fjalla um þetta mál á þremur fund- um hjá Dagvist barna en ég var að fá í hendurnar þessa undirskrifta- lista,“ sagði Bergur í samtali við DV á föstudag. „Þegar ráðnir eru tveir leikskóla- stjórar eru þeir ráðnir með þeim fyrirvara að staðan öll sé auglýst ef annar hættir," sagði Bergur. Hann sagði að fjallað væri faglega um umsóknir, metin menntun, stjórnun og reynsla, það gerði stjórn Dagvistar bama. „Þó að einn sé valinn er ekki ver- ið að meta annan óhæfan eða lýsa vantrausti á hann. Við teljum að við höfum ráðið mjög hæfa manneskju. Við vissum ekki um óánægju for- eldranna, þeir hafa ekkert talað við mig. Hefðu komið skilaboð til mín um að ræða við formann foreldrafé- lagsins í Fellaborg hefði ég gert það umsvifalaust," sagði hann. „Það eru engin annarleg sjónar- mið sem ráða þarna, þetta er bara afskaplega leiðinlegt. Við hefðum þurft að vita afstöðu fólksins fyrir- fram og þá hefði verið hægt að falla frá því að auglýsa stöðuna. Þetta er opinbert fyrirtæki með fjölda starfs- manna víðs vegar. Við erum búin að ráða manneskju og ganga form- lega frá því,“ sagði Bergur. -ÞK Ráöist í framkvæmdir viö fiskimjölsverksmiöjuna á Akranesi: Hatt i milljarðs endurbætur Sitjandi frá vinstri: Gunnar Helgi Hálfdánarson, Landsbréfum, Haraldur Stur- laugsson, framkvæmdastjóri HB, Birgir Jónsson, útibússtjóri Landsbankans. Standandi frá vinstri: Sturlaugur Sturlaugsson, HB, Bjarni Brynjólfsson, Lands- bréfum, Bergþór Guðmundsson, HB, Ólafur Jónsson, Landsbankanum, og Frið- geir Baldursson, Landsbankanum. 700-900 milljónir króna verða lagðar í það að stækka og end- urbæta fiskimjölsverksmiðju HB á Akranesi en eftir breytingarnar verður framleitt hágæðamjöl í verksmiðjunni. Breytingarnar, sem tengjast sameiningu Kross- víkur og Haraldar Böðvarssonar hf., verða fjármagnaðar þannig að gefin verða út skuldabréf að upp- hæð 450 milljónir króna. Ennfrem- ur verða boðin til sölu hlutabréf að nafnverði 150 milljónir króna á genginu 3,08 til forkaupsréttar- hafa. Eftir breytingarnar verður af- kastageta verksmiðjunnar um 1000 tonn á sólarhring í stað 600 tonna nú. Endurnýjaðir verða nú- verandi eldþurrkarar verksmiðj- unnar sem eru frá árunum 1947 og 1960. Þá verða settir upp 4000 tonna mjöltankar og 3000 tonna hráefn- istankar. Þurrkararnir verða keyptir frá Stord International í Noregi og aðalverktaki við upp- setningu búnaðarins er Héðinn- Smiðja hf. Verðmæti fjárfestingar- innar verður um 700 milljónir króna og áætla aðstandendur verksmiðjunnar að arðsemi henn- ar verði vel viðunandi hvað varð- ar aukna framlegð veiða og vinnslu. Gott útlit er með loðnu- veiðar á næstu árum en HB ræður yfir um 8% af heildarloðnukvóta landsmanna. -SÁ 777 20. maí nœstkomandi gefst þér kostur á að Jjárfesta í vönduðu og öflugu Sharp laserfaxtœki fyrir venjulegan pappír á sérstöku tilboðsverði • Prentar á venjulegan pappír • 400 dpi laserprentun •512 KB minni • 150 hls. pappírsskúffa • 20 bls. frumritamatari • Hópsendingar • 70 númera minni SKRIFBÆR EHF. Suðurlandsbraut 12 Símanúmer 533 2100 Faxnúmer 533 2105 SKRIFSTOFUTÆKI FO - 3350 • veró án vsk. • 96.900 með vsk • Rétt verð 125.900 Funklistinn: Móðgaði sjálfstæð- ismenn í hugsun- arleysi „Höfundurinn hefur viðurkennt að þetta hafi verið gert í hugsunar- leysi," segir Ólafur Helgi Kjartans- son, sýslumaður á ísafirði, um full- yrðingu þess efnis að sjálfstæðis- menn á staðnum hafi veitt ungling- um vín í viðurvist sýslumanns. „Móðgunin" kemur fram í Elgn- um, pólitísku riti Funklistans. Það er málgagn stjórnmálahreyfingar sem býður fram vegna kosningar í sveitarstjórn á norðanverðum Vest- flörðum þann 11. maí. í Elgnum segir Smári Karlsson, framkvæmdastjóri Funklistans: „Ég er hræddur um að þetta sé hug- ur flestra flokka í garð ungmenna, að vísu er Sjálfstæðisflokkurinn undanskilinn því hann gefur bjór og brennivín til ungmenna á öllum aldri í nærveru sýslumanns." Ólafur Helgi sýslumaður hefur nú gefið út yfírlýsingu þar sem seg- ir: „Sýslumanni er ekki kunnugt um að „ungmennum á öllum aldri" hafi verið gefið áfengi í nærveru sinni.“ -GK Vitnað fyrir frambjóðanda Stuðnings- menn Péturs Kr. Hafstein forsetafram- bjóðanda eru í skýjunum eftir vel heppnaðan framboðsfund á ísafirði þann 1. maí. Fjöl- menni var á fundinum og segja lögreglu- menn, undir- menn Péturs meðan hann var sýslumaður á ísafirði, að ekki færri en 300 manns hafi komið á fundinn. Ýmsum fundargestum þótti merkilegt að heyra þegar fólk, sem áður hafði lýst yfir stuðningi við aðra frambjóðendur, sté í pontu og lýsti yfír stuðningi við Pétur. Vitnaði fólkið um ágæti hans og var stemningin aö sögn heimildarmanna Sandkorna orðin lík því sem gerist á vakningar- samkomum trúfélaga. Rauðir dagar Það vakti at- hygli margra sem fóru í kröfugöngu 1. maí að ung- menni lands- ins virðast hafa fundið gamlar hetjur á fornsölum ogíminja- ' gripabúðum og blásið af þeim rykið. Hér ræðir um rauðliða sem virtir voru og metn- ir fyrr á árum og þóttu þá fremst- ir meðal mannkynsfrelsara. Nú kom ungt fólk í gönguna í Reykja- vík undir fána byltingarmannsins Leníns gamla úr Kreml og með húfur i stíl Che Guevara. Þessir menn og fleiri skoðanabræðxu' þeirra hafa ekki verið ofarlega á vinsældalistunum síðustu árin en nú þegar Ögmundur Jónasson er kominn i fylkingarbrjóst verka- lýðshreyfmgarinnar er greinilegt að rauðir dagar eru að renna upp hjá ungu baráttufólki. Músíkalskur sam- félagsbræðingur Ungir menn á Isafirði og í ná- grannabyggð- um kenna framboð sitt fyrir sveitar- stjórnarkosn- ingarnar á laugardaginn við tónlistar- stefnuna „funk“ eða bræðing. Nafn- gift þessi vefst þó fyrir ýms- um, bæði eldri og yngri. Það er því vonum seinna að oddviti list- ans, Hilmar Magnússon, skilgrein- ir fyrirbærið í málgagninu Elgn- um. Hann segir: „Orðið funk lýsir vel þeirri samfélagsgerð sem við viljum sjá, þ.e.a.s. að hver ein- staklingur getur myndaö sín eigin einstöku stef en þó látið þau fafla taktfast að heildarhljómfallinu i samfélaginu hringum hann.“ Svo mörg voru þau orð en hvort ein- hver er einhverju nær um stefnu listans skal þó ósagt látiö. Ánægður með funkið Einn er þó sá Isfirðingur af eldri kynslóð sem setur hvorki nafn né stefnuskrá Funklistans fyrir sig. Það er Halldór Hermannsson, skipstjóri og bróðir Sverris Landsbanka- stjóra. Halldór lýsir yfir stuðningi við framboðið í grein í Bæjarins besta og segir að nú sé að „byrja vorvertíð" í sveitar- stjórnarmálum á norðanverðum Vestfjörðum. Telur hann tíma til aö menn vestra rífi sig upp úr vol- æðinu og hugsar gott til þess að funklistamenn fái einn mann kjör- inn í nýja bæjarstjórn í nýju bæj- arfélagi. Umsjón: Gísli Kristjánsson rf m I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.