Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Page 10
10 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 Útlönd DV Elísabet drottnmg: Hættir að veita hirðmönn- um sinum Elísabet Englandsdrottning hefur ákveðið að hætta að skjóta skjólshúsi yfir hirðmenn sína með því að láta þeim í té dýrar og vel búnar íbúðir fyrir lítið sem ekkert gjald. Ákvörðunin mun hafa áhrif á um 50 ritara og aðra sem halda utan um rekstur konungsfjölskyldunnar. Elísbet reynir með þessu að laga ímynd konungsíjölskyldunnar en hún hefur orðið yfir mikilli gagnrýni vegna þess kostnaðar sem henni fýlgir og umdeildrar hegðunar yngri fjölskyldumeðlima. Þannig lýsti drottning því yfir fyrr á ár- inu að hún mundi hætta að greiða skuldir Söru Ferguson sem er að skilja við son hennar, Andrés. Reuter husaskjol Elísabet er hætt að hýsa hirðmenn sína. Símamynd Reuter UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í „Safnæðar á Reykjum, endurnýjun - 2. áfangi“. Endurnýja skal 3 safnæðar með einangruðu stálpípuefni í stærð- um DN200 - DN500 mm. Heildarlengd um 700 m. Fjarlægja skal á kafla steypta hitaveitustokka og leggja stálpípur í staðinn. Verkinu skal að fullu lokið 1. september 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 21. maí nk. kl. 11.00. hvr 61/6 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í „Elliða-vog- sæð - endurnýjun 1996“. Endurnýja skal æðina milli Kleppsmýrarvegar og Holtavegar með einangraðri stálpípu, DN 350/500 mm, alls um 730 m. Brot og endurlögn malbiks er um 130 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 14. maí nk. kl. 14.00. hvr 62/6 F.h. Byggingad. borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við Fossvogsskóla. Helstu magntölur eru: Hellulagnir 500 m' Gróðurmold 90 mJ Malbik 70 m" Opnun tilboða: miðvikud. 22. maí kl. 11.00 á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, 101 Rvk. bgd 63/6 F.h. Árbæjarsafns er óskað eftir tilboðum í rekstur Dillons- húss. Safnið er opið frá 27. maí til 1. september og þrjá sunnu- daga í desember 1996 og frá kl. 10.00 til 18.00 alla daga nema mánudaga. Rekstur Dillonshúss þarf að vera í takt við aðra starfsemi safnsins og er áhersla lögð á að Dillonshús bjóði upp á þjóðlegar veitingar. Áhugasamir sæki útboðsgögn á skrifstofu vora að Fríkirkjuvegi 3, 101 Reykjavík. Opnun tilboða: miðvikud. 8. maí 1996 kl. 14.00 á sama stað. árb 64/6 F.h. Byggingad. borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurn. og viðhald glugga utanhúss í Langholtsskóla. Helstu magntölur: Nýir gluggar 27 stk. Gler 180 m' Rammar og opnanleg fög 245 stk. Verkinu skal vera lokið 10. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 23. maí 1996 kl. 11.00 á sama stað. bpd 65/6 F.h. Byggingad. borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurn. rafkerfis í Árbæjarskóla. Helstu magntölur: Vír 1,5 m2 Aðaldreifiskápar 1 stk. Undirdreifiskápar 6 stk. Verktími: 5. júní - 10. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 28. maí 1996 kl. 14.30 á sama stað. bgd 66/6 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Ringulreið ofbeldis og morða geisar í höfuðborg Líberíu: Skáru fanga á háls og skutu í höfuðið Ungur drengur dansar og sveiflar sverði yfir líkum hermanna Charles Taylors, sem höfðu verið líflátnir skömmu áður. Voru þeir skotnir í höfuðið og skornir á háls. Símamynd Reuter Ógnaröld ofbeldis og morða geis- aði enn í Monróvíu, höfuðborg Lí- beríu, um helgina en samningar um vopnahlé, sem talið var að hefðu tekist með stríðandi fylkingum á laugardag, rann út í sandinn. Skotbardagar geisuðu nær stöðugt milli striðandi fylkinga og var kveikt í fjölda húsa. Krahn- skæruliðar Roosvelts Johnsons tóku fimm af hermönnum Charles Taylors og tóku þá af lífi fyrir opn- um tjöldum á einni aðalgötu borgar- innar. Voru fangarnir skornir á háls eða skotnir í höfuðið. Lágu Qögur líkanna í blóðpollum í húsa- sundi meðan eitt lá í rennusteinin- um. Herflokkar fóru um rænandi, ruplandi og drapandi. Þannig fór hópur um 30 Krahn-manna um, klæddir ermalausum vestum og með hárkollur. Með í för var nakinn drengur vopnaður riffli. Ógnaröldin í Líberíu hófst 6. apr- íl þegar ráðandi öfl, með Charles Taylor og Alhaji Kromah í broddi fylkinga, reyndu að handtaka Roos- evelt Johnson, leiðtoga Krahn- manna, vegna morðákæra. Flogið var með Johnson til Gahna í bandarískum herþyrlum á fóstu- dag þar sem friðarviðræður munu fara fram á morgun og miðvikudag með þátttöku Abacha, forseta her- foringastjórnarinnar í Nígeríu. Tímabundið vopnahlé náðist eftir brottför Johnsons en Charles Taylor vildi ekki viðurkenna það og héldu bardagar því áfram. Bandarísk her- skip eru í viðbragðsstöðu undan ströndum Líberíu. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna ógnarald- arinnar og hafast við í flóttamanna- búðum í einu hverfa borgarinnar þar sem öryggisverðir gæta þeirra. Um 2 þúsund flóttamenn troðfylltu ryðgað nígerískt flutningaskip sem lagði úr höfninni i Monróvíu áleiðs til Accra, höfuðborgar Ghana, í gær. Hafa þúsundir manna hafst við í ná- grenni hafnarinnar undanfarna daga í von um skipsferð. Reuter Rætt um stofnun þriöja kosningaaflsins í Rússlandi: Aðstoðarmaður Jeltsíns vill fresta forsetakosningunum Alexander Korsakov, öryggisfull- trúi og aðalaðstoðarmaður Borisar Jeltsíns forseta, sem stundum er sagður valdamesti maður Rúss- lands, vill að komandi forsetakosn- ingum verði frestað. Hann segir marga áhrifamenn í Rússlandi vera hlynnta frestun kosninganna eins og hann. Hann segir frestun æski- lega til að viöhalda stöðugleika í landinu. Frestun kosninganna myndi hafa afar neikvæð áhrif á lýðræðisþróun í Rússlandi, setja spurningarmerki við áframhaldandi efnahagsstuðn- ing erlendis frá og valda erlendum stuðningsmönnum Jeltsíns von- brigðum. En Korsakov sagði að ef kosning- arnar færu fram á tilsettum tíma, þ.e. 16. júní, yrði engin leið að koma í veg fyrir ófrið, Ynni Jeltsín myndu kommúnistar bera fram ásakanir um kosningasvindl og ef Mikill bruni gereyðilagði aðal- stöðvar Credit Lyonnais bankans í París, sem er í ríkiseigu, í gær. Er bruninn síðastur í röð áfalla bank- ans en gríðarlegt tap var á bankan- um 1994 og varð ríkið að koma til bjargar. Eldur logaði enn í risastórri bygg- ingunni, sem er frá síðustu öld og fagurlega skreytt, í gærkvöldi 12 tímum eftir að eldsins varð vart. Boris Jeltsín. Zjúganov færði sig nær miðju stjórnmálanna yrðu harðlínukomm- únistar æstir. Einungis tókst að bjarga um þriðj- ungi byggingarinnar frá logunum. Um 350 manns unnu að slökkvi- störfum í allan gærdag og þurftu um 40 manns að leita læknishjálpar vegna slysa, reykeitrunar og þreytu. Bruninn hefur engin áhrif á starf- semi bankans en öll gögn voru geymd á öruggum stað. Talið er að eldsupptök hafi orðið vegna skamm- hlaups í raflögnum. Reuter Zjúganov sagði umræðu um frest- un kosninganna stafa af því að Jeltsín væri ekki viss um að vinna þær. Hann sagði ráðandi öfl reiðu- búin að taka völdin úr höndum kjósenda. En Jeltsín er ógnað af fleirum en kommúnistum. Þrír farmbjóðendur, sem ekki eiga mikla möguleika bjóði þeir fram hver fyrir sig, hafa átt í viðræðum um að sameina kraftana fyrir kosningar og bjóða fram þriðja aflið. Það eru þeir Grígorí Javlinskí, Alexander Lebed og Svjatoslav Fjodorov. Saman gætu þeir ógnað bæði Jeltsín og Zjúga- nov. Rússneska fréttastofan Izvestía sagði að Jeltsín stæði frammi fyrir þeim valkosti að sundra þremenn- ingunum eða sameinast þeim. Jeltsín hefur rætt við Javlinskí og mun ræða við hina tvo næstu daga. Reuter 5 milljónir fyrir golf með Clinton Yflrmaður tölvúdeildar banda- rísku tollþjónustunnar bauð hæst, um 5 milljónir króna, þeg- ar golfleikur með Bill Clinton for- seta var boðinn upp á fjáröflunar- uppboði Sidwell Friends-einka- skólans. Chelsea, dóttir Clintons, er í skólanum. Flestir héldu að golfleikurinn færi á 4-600 þúsund krónur en þrír ákafir golfarar sprengdu loftiö. Spiláðar verða 18 holur á golfvelli sjóhersins í Was- hington. Reuter Bruni í aðalstöðvum Credit Lyonnais

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.