Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 Fréttir Einstaklingur gefur út barnabók um eldvarnir: Bókin kennir f rétt viðbrögð „Eg á sjálf fjóra stráka sem hafa fiktað með eld eins og strákar gera oft. Yngsti sonur minn var dálitið slæmur. Þegar ég fór á stúfana að leita mér að fræðandi efni um þessi mál fann ég ekkert. Ég setti mig þá i samband við slökkviliðið þar sem ég fékk mikla hjálp með strákinn," segir Ingileif Ögmundsdóttir, vara- formaður Kvennadeildar Slysa- varnafélags íslands. Ingileif hefur skrifað barnasögu og gefið út sjálf um eldvarnir. Hjá slökkviliðinu var henni bent á að hún gæti skrifað bæklinga fyrir krakka en úr varð barnasaga sem leiðir börnin i gegnum allan sann- leikann um eldvarnir. Sagan fjallar um strák sem fiktar með eld og kveikir að lokum í. Hann er látinn heimsækja slökkvistöðina þar sem hann og vinur hans eru fræddir um þessa hluti. Sagan fæst í bókabúð- um Máls og menningar og búið er að lesa hana á skóladagheimilum og í skólum. Kristbjörg Helgadóttir teiknaði myndir í söguna. „Börnunum er kennt að æfa sig að velta sér út úr rúminu og skríða ef reykurinn er mikill inni. Einnig er þeim kennt að slókkva í sjálfum sér ef það kviknar í fötunum. Börn- unum er einnig kennt að bregðast rétt við ef þau eru lokuð inni og komast ekki út," segir Ingileif. Ingileif lenti í þremur árekstrum á einu ári og er að ná sér eftir það. Hún fékk slæma hnykki á bakið og varð að hætta prentnáminu sem hún var í. Ingileif gat ekki setið auð- um höndum í veikindafriinu og ákvað að skrifa bókina. Hana lang- ar til þess að skrifa fleiri bækur í svipuðum dúr og er þar helst að nefna forvarnir í sambandi við vötn. Ingileif starfar nú sem liðs- maður hjá Félagsmálastofnun. Ingileif Ögmundsdóttir með barnabókina sem fjallar um eldvarnir. DV-mynd BG 13 W0&- Afmælistilbod AKAI FISHER GRUnDIG HITACHi KCL5TEF Schneider T0NSHÍ ED©u@®ra SIÐUMULA 2 • SIMI568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA Viiiiiiiiiíiiriim þiim eránæstapósfliiíá LANDSBJÖRG (BmpmÉom Allirviiiua - engin núlll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.