Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SN/ELAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVl'K, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Burt með skylduáskriftina Skýrsla starfshóps menntamálaráðherra um endur- skoðun á útvarpslögum liggur nú fyrir. Merkilegasta nið- urstaða starfshópsins er sú að Ríkisútvarpið hverfi alveg af auglýsingamarkaði fýrir 1. janúar 1999 og skapi þannig aukið svigrúm fýrir einkarekna ljósvakamiðla. Þó er ekki gert ráð fyrir því að afnám auglýsinga í Rík- isútvarpinu nái til tilkynninga er snerta öryggi lands- manna og þjóðarheill. Starfshópurinn leggur til að starfsemi Ríkisútvarpsins verði aðgreind í tvær megindeildir, Hljóðvarp og Sjón- varp, en verði áfram undir sameiginlegri yfirstjóm út- varpsstjóra og fimm manna stjómar í stað núverandi út- varpsráðs. Þá er lagt til að afnotagjöld, afnotagjaldakerfi og innheimtufyrirkomulag Ríkisútvarpsins í núverandi mynd verði lagt niður. í stað þess afLi Ríkisútvarpið tekna með nefskatti af landsmönnum öllum, eldri en sextán ára, og lögaðilum í landinu. Komi ekki til nefskatts leggur starfshópurinn til að Ríkisútvarpið flytjist frá B-hluta yfir á A-hluta ríkis- reiknings. Með því byggðist rekstur stofnunarinnar á framlagi fjárveitingavaldsins samkvæmt samþykkt flár- laga. Fjölmargt fleira er í tillögum nefndarinnar en áhersla lögð á að Ríkisútvarpið verði áfram rekið sem fyrirtæki í eigu ríkisins. Það verði skilgreint sem opinber þjón- ustustofnun en greint á milli þeirra þátta í starfseminni sem heyri undir samkeppni og þeirra sem heyra undir opinbert þjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins. Það er löngu tímabært að taka útvarpslögin til endur- skoðunar. Samkeppnisstaða á útvarps- og sjónvarps- markaði er afar bjöguð þar sem skylduáskrift er að Rík- isútvarpinu og áskriftargjöldin megintekjustofn þess þótt hlutur auglýsingatekna fari vaxandi. Þúsundir manna hafa með undirskriftum mótmælt skylduáskriftinni. Með stofnun starfshópsins ætlaðist menntamálaráð- herra meðal annars til þess að skapa nýjan umræðu- grundvöll um stöðu Ríkisútvarpsins. Svo hefur orðið og þykir ýmsum of langt gengið, sérstaklega það að Ríkisút- varpið hverfi af auglýsingamarkaði. Raunin er hins veg- ar sú að starfshópurinn gengur of skammt og ýmsar til- lögur hans geta leitt til skattahækkunar hjá ákveðnum Qölskyldugerðum og því mismununar. Nefskattur í stað afhotagjalda og tekjumissis vegna auglýsingatekna næmi um 9 þúsund krónum á manm Af- notagjald fyrir fjölskyldu í dag er 24 þúsund krónur á ári. Fjögurra til fimm manna Ijölskylda, fólks með yfir lág- markstekjur og eldra en 16 ára, greiddi því 36-45 þúsund króna skatt árlega vegna Ríkisútvarpsins. Miðað við öra þróun ljósvakamiðlunar verður æ minni þörf á því að ríkið sé að vasast í þeim rekstri. Samkeppnisaðilar Ríkisútvarpsins hafa sýnt það á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að einokun ríkisins á sjón- varps- og útvarpsrekstri var afnumin. Ekki verður séð að brýn þörf sé á ríkisreknu sjónvarpi eða að ríkið reki afþreyingarstöð eins og Rás 2. Telji menn nauðsyn á, vegna öryggis landsmanna, ætti ein út- varpsrás ríkisins að duga og þá til muna ódýrari í rekstri en bákn það sem Ríkisútvarpið er í dag. Greiðsla fyrir slíka öryggisrás kæmi af skattfé eins og aðrir öryggis- þættir ríkisins, enda væri rásin auglýsingalaus. Rás 2 er söluvara og þá sérstaklega Ríkissjónvarpið. Þar vinnur sérhæft fólk sem nýir eigendur sæju vafa- laust hag í að halda. Með sölu þessara miðla héldist sam- keppnin á markaðnum en almenningur ætti kost á því að velja miðla í stað þess að vera skyldaður til þess. Jónas Haraldsson Frumvarp fjármálaráöherra um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins felur í sér breytingar á ýmsum þegar áimnum réttindum starfsmanna. Dæmi um slík rétt- indi er réttur til biðlauna skv. 1. mgr. 14. gr. 1. nr. 38/1954, réttur til forgangs að nýju starfi ef staða er lögð niður skv. 2.-3. mgr. 14. gr. 1. nr. 38/1954 og réttur til stöðufestu skv. 4. gr. 1. nr. 38/1954. Líta ber á þessi réttindi, sem áunnin eru í starfí, sem eign í merkingu stjóm- arskrárinnar enda er með þeim ákvæðum ætlunin að verja m.a. aflahæfí einstaklinga til að þeir geti tryggt fjárhagslega afkomu sína. Ríkisstarfsmenn hafa ráðið sig á lægri laun en bjóðast annars staðar gegn frekarí fjárhagslegri tryggingu á annan hátt, sbr. 1. nr. 38/1954 og 1. nr. 29/1963. Fullyrða má að laun og önnur starfskjör Frumvarpið og eignarrétturinn séu í reynd varin af ákvæðum stjórnarskrár, einkmn 72. gr. um eignarrétt en einnig 75. gr. sem fjallar um atvinnufrelsi og af 76. gr. sem fjallar um félagslegt ör- yggf- Heimildir til að skerða eignarréttindi Almennt er viðu'rkennt að skerða megi stjómarskrárvarinn rétt manna skv. 72. gr. með lögum, að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um, sem eru mjög ströng. Skilyrð- in eru einkum þessi: • að skerðing verður að teljast almenn, • að skerðingu sé stillt í hóf og sé lítilvæg, • að.skerðingin færi ekki rétt- indi frá einum aðila til annars, • að skerðingin byggi á gildum rökum, • að enginn sé þvingaður að taka skerðingunni, • að þeir hagsmunir sem á að verja hafi meira gildi en þeir sem fómað er. Frumvarpið Óhætt er að fullyrða að frum- varpið gerir ráð fyrir marghátt- aðri skerðingu á atvinnuöryggi ríkisstarfsmanna og biðlaunarétti án nokkurra röksemda og í um- sögnum fjárlagaskrifstofu fjár- málaráðuneytis með frumvarpinu er því ranglega haldið fram (bls. 37) að biðlaunaréttur sé óbreyttur. Skerðingin byggist þannig ekki á gildum rökum. Skerðingin er ekki almenn heldur beinist hún gegn formlegum réttindum ríkis- starfsmanna en á þessi réttindi reynir aðeins hjá litlum hópi’ starfsmanna. Skerðingin varðar þess vegna í reynd eignarrétt fárra. Fyrir þessa einstaklinga kann skerðingin að reynast mikil- væg og verðmæt. Því er haldið fram í athugasemdum að jafna eigi réttindi ríkisstarfsmanna við það sem aðrir hafa. Benda má á að margir háskólamenn, sem starfa á Skoðanir annarra ísland og fíkniefnin „Eiturlyf eru eitthvert mesta samfélagsmein Vest- urlanda. Fíkniefnin eyðileggja ekki einungis líf fjölda- einstaklinga heldur smitar notkun þeirra út frá sér... ísland er ekki undanskilið í þessum efn- um... Hér er einnig farið að gæta þeirrar hættulegu þróunar að viðskipti með fikniefni eru að verða mun skipulagðari en áður. Reynsla annarra ríkja sýnir að skipulagður fikniefnamarkaður getur leitt til skipu- lagðari glæpastarfsemi og umfangsmeiri á fjölmörg- um sviðum.“ Úr forystugrein Mbl. 3. maí. Pólitísk spilling „Umræða um pólitíska spillingu er marklaus vegna þess að í raun hafa stjómmálamenn engan áhuga á að leiða hana til lykta hverju sinni. Því síð- ur hafa þeir áhuga á að breyta neinu þannig að þessi mál fái einhverja niðurstöðu þannig að við þurfum ekki enn þann dag í dag að rífast um það hvort eitt- hvert ríkisfyrirtækiö var gefið eða selt.“ Sigurður Már Jónsson í Viðskiptablaðinu 1. maí. Ólga í verkalýöshreyfingunni? „Já, alveg tvímælalaust. Þeir sem ekki sjá það er blindir á báðum augum... Menn eru reiðir og búnir að vera það síðan útifundurinn var haldinn á Ing- ólfstorgi í fyrra. Honum hefði þurft að fylgja betur eftir en því miður var það ekki gert. Verkalýðshreyf- ing sem aldrei þorir neitt koðnar niður og með henni barátta fólksins. Það er skarpari barátta í að- sigi nú en verið hefur um langt skeiö; átök milli að- ila á vinnumarkaði eru nauðsynleg." Halldór Bjömsson í Tímanum 3. maí. Kjallarinn Kjallarinn Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmdastj. BHM Gunnar Armannsson lögfr., situr í stjórn BHM „Fullyröa má að laun og önnur starfskjör séu í reynd varin af ákvæðum stjórnarskrár, eink- um 72. gr. um eignarrétt en einnig 75. gr. sem fjallar um atvinnufrelsi, og af 76. gr. sem fjall- ar um félagslegt öryggi.“ almennum markaði, hafa t.d. samið um biðlaunarétt sér til handa. Löggjafarvald og stjórnarskrá . Það má líta á eignarréttará- kvæði 72. gr. stjórnarskrár sem leiðbeiningu til löggjafans við lagasetningu sem eftir hefur verið farið í flestum tilvikum. Fyrir fram má gera ráð fyrir því að lög- gjafinn setji einungis lög sem hann telur að samrýmst geti stjórnarskránni. Þrátt fyrir þetta eru dæmi um að löggjafinn hafi brotiö þessar meginreglur stjóm- skipunar. Má sem dæmi nefna HRD 1992 bls. 1962 um bráða- birgðalög á kjarasamninga sam- flotsfélaga BHMR. Hæstiréttur dæmdi að með þeirri lagasetningu hefði verið brotið gegn þeirri jafn- ræðisreglu sem víða væri að finna í stjórnarskránni. Dómurinn visaði m.a. til þáver- andi 67. gr. um eignarrétt og sagði þá reglu brotna að því er varðaði þegar áunnin réttindi áfrýjanda. Nú er í annaö sinn á stuttum tíma vegið að starfskjönun ríkisstarfs- manna með einhliða lagaboði og í þetta sinn er gengið lengra en í fyrra skiptið, þar sem þegar áunn- in réttindi verða skert. Verði fyrir- liggjandi frumvarp samþykkt sam- ræmist það ekki þeirri virðingu sem á að einkenna störf löggjafans gagnvart stjómarskránni. Birgir Bjöm Sigurjónsson Gunnar Ármannsson „Fyrir fram má gera ráð fyrir því að löggjafinn setji einungis iög sem hann teiur að samrýmst geti stjórnarskránni. Þrátt fyrir þetta eru dæmi um að löggjafinn hafi brotið þessar meginreglur stjórnskipunar,“ segja greinarhöfundar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.