Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 15 Deilur um bensínverð Þótt deiluefniö hafi átt að vera verðsamráð kaus forstjórinn að minnast ekki á það heldur að verja hækkunina sem hann telur hafa verið alltof litla en engin rök eru færð fyrir því að ekki sé neitt samráð um verðið. Þegar breyting- ar á eldsneytisverði hafa átt sér stað hafa ýmist heyrst þau rök að heimsmarkaðsverð hafi breytst eða að um sé að ræða hagkvæma innkaupasamninga til lengri tíma. Reyndar stærði sami forstjóri sig af því í sjónvarpsviðtali að inn- kaupasamningar olíufélaganna væru sennilega best varðveittu viðskiptaleyndcU'mál landsins. En hvaða tölur eru það sem al- mennur neytandi fær að sjá varð- andi verðmyndun á þessum vör- um? í Hagtíðindum birtast tölur um innflutning og þar er að finna magn og Cif-verðmæti. Fyrir tveim árum, þegar deilt var um bensínverð, kom í ljós að vegna þess að olíufélögin nutu sérmeð- ferðar á innflutningsgjöldum af bensíni var ósamræmi milli raun- veruleika og skráningar á inn- Það er líka spurning fyrir hverjum er verið að varðveita viðskiptaleyndarmáiið þegar aðeins tveir innflytjendur vita hvað hvor borgar fyrir farma sína, segir greinarhöfundur m.a. Gamalt máltæki segir að ef menn deila og annan skortir rök þá frýr hann gjarnan andstæðingi sínum vits. Mér kom þetta í hug við lestur DV föstudaginn 26. apríl sl. er ég las deilupistilinn „Með og á móti“. Þar deila framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna og for- stjóri olíufélags. Þar bregður þó svo undarlega við að annar aðil- inn, forstjórinn, grípur til þess ráðs en deilir þó ekki á andstæð- ing sinn 1 blaðinu heldur samherja hans í þessu deilumáli, fram- kvæmdastjóra FÍB, en hæði þessi félög hafa gagnrýnt samstiga hækkanir olíufélaganna á bensíni. Samkeppni Þegar starfsgreinar hafa viljað koma sér upp viðmiðunarverði t.d. lögfræðingar eða tannlæknar, hef- ur Samkeppnisstofnun tekið hart á því og lagt bann við öllu sam- ráði. Því hefur það vakið furðu margra að þessi regla virðist ekki gilda þegar olíufélögin gefa út verð sín á eldsneyti. Þegar verðlækkun varð síðast á bensíni greip svo rík- issjóður tækifærið og hækkaði álag sitt í vegasjóð. Tilviljun eða samráð? Deila eða samstarf Bensínnotkun á landinu er um 180 milljónir lítra og neytendur greiða um 12 milljarða króna fyrir notkun sína. Það kemur fram í Hagtíðindum að innflutningsverð- mæti 1995 er sagt 1,543 milljarðar króna og vitað er að hluti rikisins er yfir 70% af útsöluverði. Er því nokkur furða þótt neytendur vilji fá að fylgjast með verðmyndun á jessu sviði, því minnsta hækkun í innkaupum hefur i fór meö sér margfóldunaráhrif á hluta ríkis- ins? Það er líka spurning fyrir hverjum er verið að varðveita við- skiptaleyndarmálið þegar aðeins tveir innflytjendur eru, sem hljóta því að vita nokkuð nákvæmlega hvað hvor borgar fyrir farma sína. Græðgi stjórnvalda þessa lands í fjármuni bifreiðaeigenda er öll- um ljós. Það væri því nær að þessi stóru, og að ég tel vel reknu, fyrir- tæki sem annast innflutning á eldsneyti bifreiða gengju í lið með bifreiðaeigendum - neytendunum - og upplýstu okkur um verð- myndun á hverjum tíma, í stað þess að eiga sér einhver „við- skiptaleyndarmál". Þó við getum verið þakklát fyrir skógrækt, land- græðslu og safnkorta-ávísanir eig- um við sameiginlegan mótherja sem er stjómvöld. Traustar og trú- verðugar upplýsingar til almenn- ings mundu auka viðskiptavild þessara fyrirtækja öllum til hags- bóta. Að frýja mönnum vits, er þeir leita sannleikans, eykur ekki traust og virðingu þjóðfélagsins. Björn Pétursson „Er því nokkur furða þótt neytendur vilji fá að fylgjast með verðmyndun á þessu sviði, því minnsta hækkun í innkaupum hefur í för með sér margföldunaráhrif á hluta ríkisins?“ Kjallarinn Björn Pétursson fyrrv. formaður FÍB flutningi hvers mánaðar. Birtar voru tölur sem voru sagðar allt að þriggja mánaða gamlar. Þessu var breytt, þannig að nú á tilfærslan ekki að vera meiri en einn mánuð- ur í hæsta lagi. Það er svo auðvelt að reikna út meðalálagningu selj- enda, þar sem fyrir liggur hvaða gjöld leggjast á vöruna. Tillaga ofursægreifanna -1000 störf glatast 15. apríl var síðasta tækifæri hæstvirts sjávarútvegsráðherra til að gera breytingar á aflaheimild- um þessa fiskveiðiárs. Þeir sem stundað hafa veiðar hér við land samfellt á undanförnum árum töldu og telja óhætt að auka við aflaheimildir í þorski. Landssam- band smábátaeigenda (LS) lagði til aukningu, þó ekki meiri en svo að þorskaflinn færi ekki yfir 200 þús. tonn, en hann stefnir að óbreyttu í 170 þús. tonn. LS lagði því til 30 þús. tonna aukningu og vakti at- hygli á að við veiðar í sumar á hugsanlegri aukningu yrðu nánast eingöngu notuð kyrrstæð veiðar- færi: togarar yrðu uppteknir utan landhelginnar fram á haustið. Því væri kjörið að bæta við veiðiheimildir bátaflotans, þeirra sem veitt hafa kvóta sína margfalt undanfarin ár í gegnum leiguliða- kerfið og greitt fyrir það hundruð milljóna til stórútgerðarinnar. Ávinningur af veiðum þeirra um- fram togara væri m.a.: Veitt yrði með kyrrstæðum og umhverfisvænum veiðarfærum. Orkunotkun og mengun við veiðarnar í lágmarki. Hráefnið sem bærist að landi væri ferskt og því meiri möguleikar fyrir frysti- húsin okkar að vinna það inn á kröfuharða markaði. Er þetta svona einfalt? Er það ekki áhætta að veiða Kjallarinn Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda meira en Hafrannsóknastofnun leggur til? Þessir menn vilja bara veiða og veiða og skeyta engu um auðlindina? Spurningar sem þess- ar spretta væntanlega af vörum margra lesenda. Ágæti lesandi, lestu nú vand- lega: Smábátaeigendur ætla sér, eins og aðrir sjómenn, að lifa af fisk- veiðum um ókomna framtíð. Þjóð- in hefur veitt þeim heimild til að nýta sameiginlega auðlind íslend- inga. Launin sem þjóðin fær eru ríkuleg eins og aúir landsmenn vita. Smábátaeigendur og sjómenn eiga jafnt og þú allt sitt undir því að vel takist til við nýtinguna. Þeir mundu aldrei leggja til aukn- ingu á þorskveiðum nema þeir væru fullkomlega vissir um að stofninn væri vel á sig kominn. En eru ekki fulltrúar ofursæ- greifanna sama sinnis? Jú, engin spurning, en þeir ákváðu að láta sérhagsmuni ráða ákvörðun sinni en ekki heildarhagsmuni og skýla sér bak við innihaldslaust hjal um fiskfriðun og vexti. Staðreyndin er vitanlega þessi: a. Nánast allir togarar þeirra eru og verða uppteknir við veiðar utan landhelginnar þar sem gríð- arlegir hagsmunir í formi hugsan- legra aflaheimilda í framtíðinni eru í húfi. b. Verð á leigukvóta mundi lækka við aukið framboð á veiði- heimildum, sem þýddi minni tekj- ur fyrir þá sem ekki eru hér að veiðum. Dæmi: Guðbjörgin setti nýlega inn á markaðinn 216 tonn af þorski og greiddu leiguliðar út- gerð Guðbjargar 20 milljónir fyrir. Ávinningurinn Þó ekki hefði verið heimiluð meiri aukning en tíu þúsund tonn og henni úthlutað á bátatlotann hefði það getað skapað a.m.k. 1000 manns atvinnu i sumar og skilað rúmum milljarði í þjóðarbúið. Sumarveiðar hefðu einnig gert sjó- manninum kleift að stunda veiði- skapinn á besta tíma ársins veður- farslega séð. Ekki er nema rúmur mánuður þar til inn á vinnumarkaðinn streyma þúsundir ungmenna og þau þyrstir í að fá eitthvað að gera. Þarf frekari vitnanna við? Örn Pálsson „Smábátaeigendur og sjómenn eiga jafnt og þú allt sitt undir því aö vel takist til við nýtinguna. Þeir mundu aldrei leggja til aukningu á þorskveiðum nema þeir væru fullkomlega vissir um að stofninn væri vel á sig kominn.“ Með og á móti A að leggja niður embætti forseta íslands? Þjóðhöfðingi nauðsyn- legur fyrir samfélagið „Ég held aö forseti, eða hvers konar þjóðhöfðingi, sé nauðsynleg- ur fyrir svona lítið samfélag eins og okkar. Forsetinn er eins og fyrir- liði í keppn- isliði, ekki valdamikill en getur stappað stálinu í mannskapinn á ögurstundu. Og klappað á axlir ef að vel gengur. Við þurfúm að hafa eitthvert svona sameiningartákn, jafn sundurlaus hjörð og við erum stundum. Það er fyrst og fremst þrennt i mínum huga sem gerir okkur að þjóð. Það er tungumálið okkar, íslenskan, menningararfleifðin okkar, bókmenntirnar, handrit- in og það allt, og svo sameigin- legur þjóðhöfðingi, þjóðkjörinn forseti. Og ef við ætlum að leggja það niður getum við alveg eins búið til skóg úr handritunum okkar eða farið að tala norsku i stað ís- lensku." Jóhann Már Ró- bertsson, innan- búðarmaður í Versluninni Kaup- túni. Seljum Bessastaði „Það er al veg tilgangs laust að vera með svona valdalaust embætti sem kostar tugi milljóna I rekstri. í fyrsta lagi er t.d. hægt að láta einhvem af þessum ráð herrum gegna hlutverki forsetans, halda alla veislumar og þess háttar. Það má bara selja Bessastaði og vera þar með bóndabýli, svínarækt eða eitthvað annað. Það er alltaf sagt að forsetinn sé svo góð landkynning en það mætti nota þessa peninga beint í markaðsmál, t.d. auglýsingar er- lendis. Er ekki líka miklu betra að láta fegurðardrottningarnar selja saltfiskinn? Þær eru miklu betri landkynning en einhver eldri kona. Það vekur miklu meiri athygli. Það er fáránlegt að vera með þetta forsetaembætti. Þetta er bara skraut upp á punt. Svo er þetta líka alveg örugg- lega hundleiðinlegt embætti og hverjum manni vorkunn að þurfa að gegna því. Forsetinn á aldrei frí og þarf t.d. að mæta á alla listviðburði. Það á að setja þessa kvöð á ráðherrana." Viðar Freyr Svein- björnsson, nemi í Iðnskólanum í Reykjavík. -GRS Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragrein- ar berist á tölvudiski eða á net- inu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.