Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Side 16
16 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 Fréttir DV Suðurnes: Stefnt að tengingu reiðvega frá Garðskaga til Reykjavíkur DV, Suðumesjum: „Þetta er vegur sem við höfum beðið eftir með óþreyju og mun skapa okkur mikla möguleika tii að fá ferðamenn á hestum hingað. Við höfum þurft að láta þá fara gegnum bæinn þar sem slysahætta er. Með tilkomu nýja vegarins breytist það,“ sagði Rúnar Guðbrandsson, formaður reiðveganefndar Hesta- mannafélagsins Mána í Reykjanes- bæ, í samtali við DV. Máni opnaði nýjan reiðveg fyrir hestamenn fyrir skömmu. Hann er frá Fitjum í Njarðvík, meðfram Reykjanesbraut að Flugvallarvegi og inn á reiðveg Mána, alla leið inn á Mánagrund. Vegurinn kostaði tæplega 600 þúsund krónur. Mikil gróska er í félagsstarfi hjá Mána. Skráðir félagar eru 240 og þeir eru nú að undirbúa að gera reiðveg frá Mánagrund og út að Garðskaga- vita. Að sögn Rúnars, sem er í nefnd allra hestamannafélaga á höfuð- borgarsvæðinu, er verið að vinna við reiðyegagerð inn á Vatnsleysu- strönd. í fyrra var lagður 10 kíló- metra langur vegur og er hann kominn inn að Flekkuvik. Beðið er eftir úthiutun til þess að halda áfram frá Flekkuvík að Kúagerði. „Þegar það gerist er búið að tengja saman höfuöborgarsvæðið við Reykjanesbæ. Þá ætlum við að reyna að laða til okkar ferðamenn á hestum og einnig verður hægt að fara víða á Suðurnesjum. Þetta er að verða bylting. Mjög gott sam- starf er við þá á höfuðborgarsvæð- inu og þeir hafa sýnt okkur mikinn skilning á okkar vandamáium í sambandi við reiðvegi," sagði Rún- ar Guðbrandsson. Mánamenn halda sína árlegu firmakeppni 11. maí og allur ágóð- inn fer í reiðvegagerð á Suðumesj- um. Þá er verið að stofna kvenna- deild innan Mána og ætla konur að ríða út að Garöskagavita 15. maí. Þegar þær koma til baka verða karlarnir tilbúnir með mikla grill- veislu. -ÆMK Allir verðlaunahafar skákþingsins í mótslok. Rúnar Sigurpálsson er lengst til vinstri í fremstu röð. DV-mynd Örn. Gildir mánudag, þriðjudag og miðvikudag Píta með Píta með Hamborgari grænmeti buffi Kr. 180 Kr. 220 Kr. 275 Skákþing Noröurlands: Rúnar varð meist- ari í þriðja sinn DY Fljótum: Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri sigraði á Skákþingi Norðurlands sem haldið var á Siglufirði helgina 26.-28. apríl. Hann hreppti því titil- inn skákmeistari Norðurlands í þriðja sinn. Vann fyrst 1990 og síð- an 1994. Rúnar hlaut 4!4 vinning af sex mögulegum. Annar varð Þór Valtýsson, Akureyri, og Smári Sig- urðsson, Siglufirði, varð þriðji. Rúnar varð einnig hraðskák- meistari Norðurlands, hlaut 18!4 vinning af 20. Gylfi Þórhallsson varð næstur og Þór Valtýsson hlaut þriðja sætið. I unglingaflokki sigraði Orri F. Oddsson frá Húsavík með 6 vinn- inga. Jón Á. Jensson, Svalbarðs- eyri, hlaut 5y2 og Valgarður Reynis- son Akureyri 4. Þessir piltar urðu i sömu röð í hraðskákmóti unglinga. f barnaflokki sigraði Egill Ö. Jónsson, Akureyri, með 5’/2 vinn- ing. Sigfús Arason Fossdal, Sval- barðseyri, var annar meö 5 v. og vann einnig hraðskákina en Bene- dikt Sigurjónsson, Húsavík, varð annar og Arnar Snæþórsson, Akur- eyri, þriðji. f kvennaflokki varð Anna Kr. Þórhallsdóttir Norðurlandsmeist- ari eftir að hún sigraði Stellu Krist- jánsdóttur í tveggja skáka einvígi um fyrsta sætið. Inga K. Jónsdóttir varð þriðja. Stúlkurnar, sem allar eru frá Akureyri, urðu í sömu röð í hraðskákkeppni í kvennaflokkn- um. Skákstjórar á mótinu voru Al- bert Sigurðsson og Gestur Einars- son. Sparisjóður Siglufjarðar og ís- landsbanki voru styrktaraðilar mótsins. -ÖÞ Frá afmælishófinu á Hótel Loftleiðum þann fyrsta maí. DV-mynd GS Lítið kókglas kr. 60 Hótel Loftleiðir 30 ára Haldið var upp á 30 ára afmæli Hótel Loftleiða 1. maí með fjöl- skylduskemmtun um miðjan daginn og um kvöldið var dansleikur og kalt borð í gamla stílnum. £ ^ðastLsfca, . sóS r a Það var árið 1964 sem ákveðið var að reisa hótel í Reykjavík. Þá var fargjaldastríð í algleymingi og Loft- leiðir höfðu nýlega lagt í gífurlega fjárfestingu með kaupum á Rolls Royce vélunum sem gátu borið fleiri farþega en áður hafði þekkst á leiðum félagsins. Skortur varð á hótelrými i Reykjavík þar sem Loftleiðir fóru að bjóða þeim farþegum sem ferðuðust milli Evrópu og Bandaríkjanna ódýra viðdvalardaga á íslandi. Fyrsta skóflustungan að Hótel Loftleiðum var tekin í nóvemberlok 1964. Hótelið skyldi rúma 200 gesti og vera þar með stærsta hótelið í Reykjavík. Hótelið var opnað 1. maí 1966 og var það meiri framkvæmda- hraði en yfirleitt gerðist með svo stórar byggingar, byggingin reis á tæpum 16 mánuðum. Síðar var hótelið stækkað og við- bygging tekin í notkun 1971. í dag er Hótel Loftleiðir stærsta hótelið í Reykjavik með 220 her- bergjum. Aðstaða til ráðstefnuhalds er góð. Þar er hægt að halda 400 manna ráðstefnu í einum sal og með hljóð- og myndtengingum inn í ann- an sal má bæta 110 manns við. Tæknibúnaður sem ráðstefnugest- um stendur til boða er sá besti sem völ er á. í kjallara hótelsins er sund- laug, gufuklefar og ljósabekkir auk hárgreiðslustofu fyrir gesti. í kjallaranum er einnig verslun Rammagerðarinar. Á veitingastöð- um er boðið upp á margvíslega rétti og Kynnisferðir eru á jarðhæð hót- elsins og einnig banki. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.