Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Page 18
18 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 Fréttir Breyting á uppbót á lífeyri og endurgreiðslu á kostnaði vegna læknishjálpar og lyfja: Meginatriði breytinganna 1. Lyfjakostnaður barna yngri en 6 ára, umfram ákveðna upphæð, getur komið til endurgreiðslu hjá Tryggingastofnun ríkisins séu tekj- ur fjölskyldu undir ákveðnum mörkum. Endurgreiðslan fer farm fjórum sinnnum á ári í stað tvisvar og er 60-90% af kostnaði. Einstakl- ingur eða fjölskylda, sem hefur inn- an við 750.000 krónur í árstekjur, fær endurgreidd 90% af kostnaði vegna læknis- og lyfjakostnaðar um- fram 7000 krónur á hverju þriggja mánaða tímabili. 2. Heimilt er að hækka frekari uppbót einstaklings sem nýtur um- önnunar úr 12% í 140% af grunnlíf- eyri ef viðkomandi hefur verulegan kostnað vegna umönnunar, lyfja, sjúkdóms eða húsaleigu og hækka frekari uppbót lífeyrirsþega sem nýtur sérstakrar heimilisuppbótar úr 35% í 40% af grunnlífeyri ef þeir hafa verulegan sjúkra- eða lyfja- kostnað og greiða húsaleigu. Hér er um að ræða hækkun sem getur numið allt að 32.100 krónum á ári fyrir einstakling. 3. Hámarkstekjur lífeyrisþega til að hann geti notið frekari uppbóta eru ákveðnar 75.000 krónur á mán- uði sem er ívið hærra en Trygginga- stofnun hefur notað til viðmiðunar við ákvörðun frekari uppbóta frá því í september sl. Þá eru ákveðnar hámarkseignir lífeyrisþega í pen- ingum eða verðbréfum 2.500.000 krónur samkvæmt skattframtali til þess að viðkomandi geti notið frek- ari uppbóta. 4. Endurskoða skal fyrri úrskurði fyrir 1. september nk. í samræmi við reglugerðina og skýrar vinnu- reglur þannig að jafnræði sé tryggt milli bótaþega, sama hvenær þeir hafa fengið úrskurð um frekari upp- bætur. 5. Tryggingastofnun skal semja drög að vinnureglum um ákvarðan- ir og mat á greiðslu frekari uppbóta sem öðlast gildi eftir staðfestingu Tryggingaráðs. Vegna þess hve þessar reglur eru flóknar og erfitt fyrir fólk að átta sig á þeim er ætlunin, að sögn heil- brigðisráðherra, að kynna þær vel. -ÞK Viðmiðunarmörk endurgreiðslna - vegna læknis- og lyfjakostnaðar - Árstekjur plskyldu næsta almanaksár á undan Grunnkostnaöur 3. mánuöir Þátttaka TR umfram grunnkostnaö Undir 750.000 7.000 90% 750.000-999.999 9.000 90% 1.000.000-1.999.999 15.000 75% 2.000.000-2.999.999 21.000 60% 3.000.000 og meira 0% Mjólkursamlag KS, Sauðárkróki: Tækjabúnaður endurnýjaður DV, Fljótum: Unnið var að talsverðum endur- bótum í Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki sl. vet- ur. Sett var upp nýtt þvottakerfí fyr- ir samlagið sem nýtist bæði fyrir tækjabúnað og mjólkurbíla. Kerfið er sjálfvirkt og stjórnað af tölvu. Framleiðandi er AB Tetra í Svíþjóð. Þá var keyptur nýr fitusprengj- ari. Hann er helmingi afkastameiri en sá sem fyrir var enda var sá kominn til ára sinna, keyptur 1945. Öll mjólk sem unnin er sem neyslu- mjólk og súrmjólk fer í gegnum fitu- sprengjarann. Að sögn Snorra Evertssonar sam- lagsstjóra eru þessi nýju tæki þáttur í viðhaldi tækjabúnaðar samlagsins og miða einnig að því að fyrirtækið skili sem bestri vöru til neytenda. í vor verður tekið í notkun há- þrýstiþvottakerfi i húsinu sem ætl- að er til þvotta á sjálfu húsnæðinu. Búnaðurinn kemur til með að spara talsvert sápu- og vatnsnotkun og einnig vinnu, auk ýmiss hagræðis sem þessu fylgir. Að sögn samlags- stjóra er áætlað að kostnaður við þennan nýja tækjakost verði 17-20 milljónir króna. -ÖÞ SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA Fullkommn - með þjófavörn Hugmyndasamkeppni ungra vísindamanna 1996: Nemendur úr Mennta- skólanum við Sund Snorri Evertsson samlagsstjóri við nýja fitusprengjarann. DV-mynd Örn hlutu fyrstu verðlaun Verkefnið Náttúruhamfarir og mannlíf eftir hóp nemenda úr Menntaskólanum við Sund í Reykja- vík hreppti fyrstu verðlaun í hug- myndasamkeppninni Hugvísi en úr- slit liggja nú fyrir. í hópnum eru Ágúst Sturla Jónsson, Eyjólfur Magnússon, Haukur Guðnason, Hlynur Stefánsson, Ólafur Ragnar Helgason, Ómar Karlsson, Óskar Heimir Guðmundsson, Pétur Hann- es Ólafsson, Stefán Geir Árnason, Stefán Þórarinsson, Unnar Bjarni Arnalds, Vignir Jónsson, Þóra Vals- dóttir, Þórdís Sigurðardóttir og Þor- valdur Snorri Árnason. Önnur verðlaun hlaut Lespoki Styrmis Sævarssonar, nemanda úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þriðju verðlaun hlaut Lífvél Dav- íðs Guðjónssonar, nemanda úr Menntaskólanum í Reykjavík. Sérstaka viðurkenningu fyrir þátttöku hlutu Halldór Björnsson, Rúnar Logi Ingólfsson og Tómas Jónsson, nemendur úr Foldaskóla í Reykjavík. Það er fyrirtækið ísaga hf. sem er fjárhagslegur bakhjarl keppninnar en að henni standa að auki mennta- málaráðuneytið og Fræðsluskrif- stofa Reykjavíkur. Formaður dóm- nefndar, dr. Sigmundur Guðbjarna- son prófessor, afhenti verðlaunin í Hinu húsinu við Aðalstræti. Sigurvegarar í Hugvísi taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna í haust og alþjóðlegri vísindakeppi í Arizona í Bandaríkjunum á næsta ári. Keppnin er fyrir framhaldsskóla- nemendur á aldrinum 15-20 ára. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.