Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 31 I>v Fréttir Hofsós: Mestu fram- kvæmdir um árabil DV, Sauðárkróki: Talsverðar framkvæmdir verða á Hofsósi í sumar - sennilega þær mestu um árabil. Stærsta verkefnið er höfnin, gerð skjólgarðs frá Suður- garðinum eða Árgarðinum, eins og hann er kallaður, og verða bátarnir þar með komnir í skjól fyrir suð- vestanáttinni. Áætlaður kostnaður við þetta verk er nokkuð á sjöttu milljón króna og er það styrkt að 90% af ríkissjóði. Þá verður ráðist í.frágang á frá- rennsli holræsakerfis þorpsins en það er verkefni, sem lengi hefur ver- ið á döfinni. Áætlaður kostnaður er um tvær milljónir króna og er þá stefnt að því að fara í gerð gang- stétta á Kirkjugötu og Sætúni. Áætl- að er að það verk kosti líka 2 millj- ónir. Reikningar hreppsins verða lagö- ir fram á hinum árlega almenna hreppsfundi 4. maí. -ÞÁ Evrópudagur á Akranesi DV, Akranesi: KER, kynningarmiðstöð Evrópu- samtakanna, og atvinnumálafulitrúi Akraneskaupstaðar halda fund á Akranesi 9. maí þar sem fjallað verður um þau tækifæri sem fyrir- tækjum standa til boða í Evrópu- samvinnu. Framsögumenn * á fundinum verða Emil B. Karlsson frá Ker, Kristinn Albertsson, alþjóðafulltrúi hjá Iðntæknistofnun, Freygarður Hafsteinsson, deildarstjóri efnis- tæknideildar Iðntæknistofnunar, og Hannes Hafstein, deildarstjóri mat- væladeildar Iðntæknistofnunar.- DÓ DANMORK KAUPMANNAHÖFN Takmarkaóur sætafjöldi 9.900 HVORA LEIÐ MEÐ FLUGVALLASKATTI Sala: Wihlborg Rejser, Danmörk sími: 00-45-3888-4214 Fax: 00-45-3888-4215 - barnaafmæli götupartí - ættarmót o.fl. Verð frá kr. 4.000 á dag án vsk. Herkúles Sími 568-2644, boósími 846-3490 ARM0RC0AT-ÖRYGGISFILMAN Breytirgterí í öryggisgler - 300% sterkara - Glær eða lituð - Vergegn sólarhita, upplitun og eldi - Setjum einnig sólar- og öryggistilmu á bíla. ARMORCOAT UMBOÐIÐ SKEMMTILEGT HF. KRÓKHÁLSI 3, SÍMI 587-6777 FORSKOTí SAMKEPPNI NÝIR STRAUMAR & BREYTTAR ÁHERSLUR í ÞJÓNUSTU Námstefna með Dick Schaaf, höfundi metsölubókarinnar The Service Edge og einum fremsta ' sérfræðingi Bandaríkjanna á sviði þjónustu. HALDIN AÐ SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM ÞRIÐJUDAGINN I4. MAÍ I9 9 6 FRÁ KL. 9 - I6. Dick Schaaf, einn fremsti sérfræð- ingur Bandaríkjanna á sviði þjónustu, er framkvæmdastjcri eigin ráðgjaf- arfyrirtækis, Vernacular Engineering, Inc. í Minnesota. Hann er vinsæli fyrirlesari hjá mörgum af stærstu og framsæknustu fyrirtækjum vestanhafs og þekktur fyrir að koma skilaboðum sínum á framfæri með líflegum og áhrifaríkum hætti. Hann er metsöluhöfundur sem skrifað hefur 12 bækur um stjórnun, gæði og viðskiptamál. Þekktasta bók hans er metsölubókin The Service Edge, 101 Companies That Profit From Customer Care. Síðan bókin kom út, árið 1989, hefur hún verið lögð til grundvallar umbyltingar í þjónustu margra þekktustu fyrirtækja heims og hefur hún verið þýdd á fjöl- mörg tungumál. Þá hefur hún verið valin af bókaklúbbum Macmillans og Fortune viðskiptatímaritsins. Nýjasta bók Dick Schaafs er Keeping the Edge, Giving Customers the Ser- vice They Demand. Báðar bækurnar verða afhentar þátttakendum á nám- stefnunni þeim að kostnaðarlausu. AFSLÁTTARTILBOÐ 3+1 Ef þrír eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun fær fjórði þátttakandinn fría skráningu. 7+3 Ef sjö eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun fá þrír þátttakendur til viðbótar fría skráningu. SERVICE ÍEDGE [101 Companies IThatProfltfrom Customer Care hj RON ZEMKF. r»«n>wr of /tjnKX'viSKH.v with DICKSCHAAF imirnmm - Utg. 1989, 584 bls. KEEPING p Ihe EDGE 1 Giving CUSTOMERS THE SERVICE THEY DEMAND DÍCK SCHAAF Bækurnar eru innifaldar í námstefnugjaldi. Verkefni Dick Schaafs undanfarin ár hefur verið að veita stjórnendum fyrirtækja upplýsingar og ráð til að halda forskoti sínu í sívaxandi samkeppni. Mörg fyrirtæki eru föst í innantómuýmálskrúði þegar kemur að þjónustustefnu þeirra og á mörgum sviðum er þjónustan, sem viðskiptavinurinn fær, ófullnægjandi. Dick Schaaf leggur áherslu á að hlustað sé á viðskiptavininn, að sköpuð sé framtíðarsýn um framúrskarandi þjónustu, að sett- ir séu staðlar og frammistaða sé mæld, fyrirtæki þjálfi starfsfólk sitt og geri því kleift að vinna fyrir viðskiptavininn. Það skiptir ekki máli á hvaða markaði er keppt, þjónustugæði þarf að tengja við þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir og í samhengi við það fjármagn sem ertil ráðstöfunar. Á námstefnunni mun Dick Schaaf fjalla um þær breyttu áherslur og þá meginstrauma sem eru að móta þá þjónustuhætti sem viðskiptaumhverfið verður að tileinka sér og þær nýju þjónustukröfur sem fyrirtæki verða að uppfylla til að standast samkeppni. Þar mun hann einnig kynna rannsóknir sínar á því hvaða aðferðum framsækin fyrirtæki í Bandaríkjunum beita til að margfalda árangur sinn og arðsemi um ieið og þau viðhalda forskoti sínu. SKRÁNING ER HAFIN í SÍMA 562-1066 VIÐ ÁBYRGJUMST ÁNÆGJU H N A! Almennt verð: Kr. 42.400. Félagsverð SFÍ: Kr. 24.900. Innifalið: BækurnarThe Service Edge og Keeping the Edge, vönduð námstefnu- gögn, morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Stjórnunarfélag íslands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.