Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Síða 27
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 39 Hringiðan Verölaunaafhending í nýsköpun- arkeppni grunnskólanemenda fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn. Á myndinni eru Atli Þór Fanndal og Hulda Lár- usdóttir úr félagi ungra uppfinn- ingamanna að veita þeim Gísla Þorsteinssyni og Braga Einars- syni viðurkenningu fyrir vel unn- in störf í þágu félagsinns. Danskeppni var haldin í íþróttahús- inu við Strandgötu i Hafnarfirði um helgina. Þar voru ungir og efnilegir dansarar ásamt eldri og reyndari dönsurum. Kristíana Kristjánsdóttir, Sigrún Ýr Magnúsdótir og Dóris Ósk Guðjónsdóttir tóku þátt í keppninni og stóöu sig með prýði. Hgr Síðasta frumsýning leikársins í Þjóðleik- / húsinu var á laugardaginn. Það var söng- / leikurinn Hamingjurániö sem settur var upp W á Smíðaverkstæðinu. Systkinin Ragnar Kjart- ' ansson og Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona komu á frumsýninguna. Á laugardaginn var opnuð Ijósmyndasýning á verk- um Sigríöar Bachmann hjá Hans Petersen í Aust- urveri. Á myndinni eru Gunnar Kristinn Hilmarsson, listakonan sjálf ásamt ömmubarni sínu, henni Sig- ríði Erlu Friðgeirsdóttur, og svo Guðrún Linda Val- björnsdóttir. Davíð Stefánsson, ungt Ijóðskáld úr Reykjavík, gaf út sína fyrstu Ijóða- bók á laugardaginn. Út- gáfuteiti var á Café au lait um kvöldið og þar las Davíð nokkur Ijóö upp úr bókinni. Langur laugardagur var á Laugaveginum á laugardaginn enda fyrsta helgin í maí. Frændsystkinin Andrl Grétarsson og Aníta Arnarsdóttir ræddu málin á meöan mömmur þeirra skoöuðu___________________ í glugga. Heilmikil sýning var á vegum Skeljungs í Perlunni um helg- ina. Margt var til sýnis, til dæmis tor- færubílar. Einnig var búiö að koma upp bensínstöö í fullri stærö innandyra. Þar var líka skógar- álfurinn Eiki og með Eika á myndinni er Margrét Björg Jóns- dóttlr. Mjl Hátíð harmóníkunnar JB var haldin í Súlnasal Hót- el Sogu á föstudagskvöld- Im iö. Þar kom fram fjöldinn Wj allur af harmóníkuleikurum, W islenskum og erlendum. ? Tvelr af frægustu harmóníku- ' ieikurum Norðmanna, þelr Arn- stein G. Johansen og Frode Cornelius Lund, tóku nokkur lög. DV-myndir Harl Um helgina var haldin danskeppnl í íþróttahúsinu viö Strandgötu í Hafn- arfirðl. Þeir félagarnlr Gunnar Hrafn Gunnarsson, Sigurður Hrannar Hjaltason og ísak Halldórsson úr Dansskóla Sigurðar Hákon- arsonar kepptu í frjálsum dönsum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.