Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Side 28
40 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1996 Menning________________ Vatnaskil hjá SÍ? Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sína fimmtu tón- leika í gulu áskriftarröðinni sl. fimmtudag. Hljóm- sveitarstjóri var Osmo Vánská og einleikari Henri Sigfridsson. Tónleikamir hófust á verki Jóns Nordals, Adagio, frá árinu 1965. Þetta verk Jóns er eitt af perl- um tónbókmennta okkar. Það er alvarlegt að yfir- bragði en íhugult að inntaki og markar viss skil í vinnuaðferðum Jóns. Osmo stjórnaði verkinu á áhrifamikinn hátt með berum höndunum, þannig að var sem hann mótaði hvem streng tónvefsins sjálf- stætt þótt allt lyti lögmálum heildarinnar. Hinn komungi píanisti, Henri Sigfridsson, sem okkur er að góðu kunnur síðan hann vann keppni ungra norrænna einleikara, NordSol, hér í Reykjavík í október sl., lék síðan með hljómsveitinni Píanókon- sert nr. 3 eftir Beethoven. Tónlist Áskell Másson Ljóst er að Henri býr yfir geysigóðri tækni en hitt einnig; að hann gefur mikið af sjáifum sér í leik sín- um og var þannig áhugavert að heyra túlkun hans á þessu meistaraverki Beethovens. í öðrum þættinum tókst honum eins og að skipta um tón í hljóðfærinu, svipað og gert er á orgel með registrum, og lék hann þannig í nk. undirtón á móti dempuðum strengjunum sálmkennda byrjun þáttarins. Tempóin í síðasta þætt- inum vom vel hröð, þannig aö sumir skalamir í ein- leikshljóðfærinu urðu að vera sannarlega leifturhrað- ir en það fór Henri létt meö og heyrðist hver nóta hjá honum. Hér virðist komið efni í stórpianista og verð- ur spennandi að fylgjast með Henri Sigfridssyni í framtíðinni. Síðasta verk tónleikanna var Konsert fyrir hljóm- sveit eftir Béla Bartók. Þetta er meðal síðari verka Bartóks og er sannkallað meistaraverk, enda hefur það fyrir löngu öðlast sterkan sess á tónleikaskrám hljómsveita siðan það var frumflutt, síðla árs 1944. Þessi konsert er í fimm þáttum og gerir hann miklar kröfur til einstakra hljóðfæraleikara svo og hljóm- sveitarinnar sem heildar. Flutningur sinfóníuhljóm- sveitarinnar á þessu verki sýndi svo að ekki verður Osmo Vánská hljómsveitarstjóri. um villst að hljómsveitin er nú meðal þeirra bestu sem starfandi em hjá hágrannaþjóðum okkar. Það er því hneisa hversu illa hefur verið búið að henni, hljómsveitina þarf að stækka í fulla stærð, þ.e. 90-100 manns, og búa þarf henni húsnæði sem sæmir slíkri stofnun. Það var vel við hæfi, í lok tónleikanna, að tónleika- gestir risu allir sem einn úr sætum sínum og hylltu auk hljómsveitarinnar Osmo Vánska sérstaklega en þetta voru síðustu tónleikar han5 með sveitinni sem aðalhljómsveitarstjóri og hefur eftirmaður ekki enn verið ráðinn. Eftir mikinn uppgang hljómsveitarinn- ar undir forystu Petris Sakaris og síðan Osmos Vánskás er komið að erfiðu framhaldi. Hljómsveitin hefur sýnt að hún verðskuldar stuðning okkar allra til æðstu dáða - megi svo verða. Tilkynningar Gallerí Greip Sýning stendur yfir á verkum Vikt- ors Guðmundar Cilia, 5. einkasýn- ing Viktors. Hann hefur einnig tek- iö þátt í nókkrum samsýningum. Viktor lauk námi 1992. Sýningin er opin alla daga vikunnar nema mánudaga frá 14-18. Burtfararpróf í Listasafni íslands Tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Listasafni íslands þriðjudaginn 7. maí kl. 20.30. Tónleikamir era burt- fararpróf Hrafnkels Orra Egilssonar sellóleikara frá skólanum. Kristinn Öm Kristinsson leikur rneð á píanó. Aðgangseyrir er kr. 300. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Ljósheimar 16B, íbúð á 5. hæð, þingl. eig. Vigdís Þórný Kjartansdóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, föstudaginn 10. maí 1996 kl. 14.00.___________________ Skipholt 37,1. hæð og kjallari, þingl. eig. Hrafninn hf., veitingahús, gerð- arbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vík og Landsbanki íslands, lögfr- deild, föstudaginn 10. maí 1996 kl. 15.30. ______________________ Sólvallagata 11, íbúð á efri hæð og 1/2 bílskúr m.m., merkt 0201, þingl. eig. Jakobína Eygló Friðriksdóttir, gerðarbeiðendur Ferðamálasjóður, Gjaldheimtan í Reykjavík, Glitnir hf. og Landsbanki íslands, lögfrdeild, föstudaginn 10. maí 1996 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Vinningur í ABU-Garcia spurningakeppni á sænskum dögum Vinnishafar eru Svanborg Ingvars- dóttir úr Keflavík og Ólafur Svav- arsson, 10 ára, úr Grafarvogi. Vinn- ingurinn er veiðiferð til Mörrum í Svángstad í Suður-Svíþjóð í júní. Veitt verður í tvo hálfa daga. Tjaldvagnaland Seglagerðin Ægir hefur opnað Tjaldvagnaland, 400 fm sýningar- og söluhúsnæði við Eyjaslóð 9 í Reykjavík. Þar eru til sýnis og sölu ýmsar gerðir fellihýsa og tjaldvagna sem Seglagerðin Ægir flytur inn frá löndum Evrópu. Opið verður alla virka daga í sumar frá kl. 9-18 og flestar helgar frá kl. 11-16. Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík færir vökudeild Barnaspítala Hringsins gjafir Vökudeild Bamaspítala Hringsins varð tuttugu ára 2. febrúar 1996. í tilefni af afmælinu færði Kvenfélag- ið Hringurinn í Reykjavík deildinni Apríl-sýningu Listasafnsins á Akureyri lauk þriðjudaginn 30. apríl en þá voru tvær sýningar í Listasafninu: Konan og nekt hennar, módelmynd- ir eftir Gunnlaug Blöndal og Stál- konan, ljósmyndir af vaxtarræktar- konum eftir bandaríska Ijósmyndar- ann Bill Dobbins. Aðsókn að sýning- unum sló öll met og komu um 500 manns í Listasafnið á sýningartím- anum. íbúafjöldi Akureyrarbæjar er um 15:000 manns. Krýsuvíkursamtökin 10 ára Nú eru liðin um 10 ár frá því að Krýsuvíkursamtökin vom formlega stofnuð í þeim tilgangi að kaupa skólahúsið í Krýsuvík og koma þar á fót meðferðarheimili fyrir þá vímuefnaneytendur sem verst vom staddir og þurftu á langtíma meö- ferð að halda. Stjóm Krýsuvíkur- samtakanna vill koma hugheilum þökkum til allra stuðningsmanna og velunnara samtakanna fyrir ómetanlegan stuðning á undanfóm- um 10 árum. að gjöf tvo fullkomna hitakassa af gerðinni Dráger frá Þýskalandi. Einnig tæki til að gefa nýburam köfnunarefnisildi. Þetta er ný tækni sem ryður sér nú til rúms og bætir verulega meðferð á bömum með mikla öndunarörðugleika. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason 8. sýn. fid. 9/5, brún kort gilda. HIÐ LJÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ld. 11/5, föd. 17/5, föd. 24/5. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Föd. 10/5, aukasýning. Allra síðasta sýnlngll Tveir miöar á verði eins! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Föd. 10/5, laus sæti, Id. 11/5. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 10/5, kl. 23.00, fáein sæti laus, síðasta sýning. • Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum i sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Tapað fundið Þessi fressköttur, hvítur og svart- ur að lit, hefur verið á flækingi á Hlíðarvegi í Kópavogi í 3-4 mánuði í vetur en vill komast heim til sín. Upplýsingar 1 símum 554 4894 og 567 2909. ÞJÓDLEIKHÚSID SMÍDAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors 3. sýn. Id. 11/5, 4. sýn. sud. 12/5, 5. sýn. mvd. 15/5. - STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: SEM YÐUR PÓKNAST eftir William Shakespeare 5. sýn. Id. 11/5., 6. sýn. mid. 15/5, 7. sýn. fid. 16/5. PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 9/5, föd. 10/5, nokkur sæti laus, Id. 18/5, sud. 19/5. TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. sud. 12/5, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 11/5 kl. 14.00, sd. 12/5 kl. 14.00, Id. 18/5 kl. 14.00. Ath. fáar sýningar eftir. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell l' kvöld, nokkur sæti laus, Id. 11/5, sd. 12/5. Ath. fáar sýningar eftir. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Mád. kl. 20.30 Albee-hátíð í umsjón Sindra Freyssonar, Thor Vilhjálmsson, Arnór Benónýsson og Hallgrímur H. Helgason fjalla um skáldið. Erlingur Gíslason. Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Edda Þórarlnsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Ragnheiöur Tryggvadóttir og Halla Margrét Jóhannsdóttir leiklesa úr verkum skáldslns. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Pacific Vipor, dökkblátt fjalla- hjól, 24 tomma, 21 gírs, með lás, tösku, vatnsbrúsa og hraðamæli, hvarf að kvöldi 1. maí frá Grænu- hlíð 9. Upplýsingar í síma 581 4025. Fundarlaun. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 ið er á móti smáauglýsi til kl. 22 til birtingar næsta Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag Smá- auglýsingar 5505000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.