Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Page 30
42 MÁNUDAGUR 6. MAÍ1996 Afmæli Ingi Ingimundarson Ingi Ingimundarson aöalbókari, Borgarbraut 46, Borgarnesi, er sextugur í dag. Starfsferill Ingi fæddist í Borgarnesi og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1955 og dvaldi við starfsnám hjá H.B. í Kaupmannahöfn og C.W.S. í Manchester 1957. Ingi var deildarstjóri hjá Kaup- félagi Borgfirðinga 1956 og síðan gjaldkeri þar og aðalféhirðir til 1978 en hefur síðan verið aðalbók- ari og sýsluskrifari hjá sýslu- manni Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu í Borgamesi. Ingi sat í hreppsnefnd Borgar- ness 1970-74, var formaður skóla- nefndar Barna- og gagnfræðaskóla Borgamess um langt skeið, sat í fræðsluráði Vesturlands 1978-86, hefur veriö endurskoðandi Spari- sjóðs Mýrasýslu, Ungmennasam- bands Borgarfjarðar, Borgames- sóknar og fleiri stofnana um ára- bil, hefur gegnt stjómarstörfum í ýmsum félögum, m.a. i Lions- klúbbi Borgarness þar sem hann hefur starfað í þrjátíu ár, auk þess sem hann hefur m.a. verið svæðisstjóri, umdæmisstjóri og fjölumdæmisstjóri á vegum Lions- hreyfingarinnar, auk annarra trúnaðarstarfa fyrir hreyfinguna. Þá var hann formaður stjórnar Sementsverksmiðjunnar hf. sl. ár. Fjölskylda Ingi kvæntist 15.11. 1958 Jónínu Björgu Ingólfsdóttur, f. 26.12. 1938, skrifstofumanni. Hún er dóttir Ingólfs Nikódemussonar, húsa- smiðs á Sauðárkróki, og k.h., Unnar Hallgrímsdóttur húsmóður. Ingi Ingimundarson. Börn Inga og Jónínu Bjargar eru Unnur, f. 29.9. 1957, kennari við Grunnskólann á Höfn í Homa- firði, gift Grími Lúðvíkssyni raf- eindavirkja og eiga þau tvö böm, Kristínu og Jón Inga; Brynja, f. 5.10. 1962, kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi, gift Magnúsi Sigurðssyni blikksmið og eiga þau tvö börn, Hrafnhildi og Sigurð Inga; Ingimar, f. 23.8. 1964, lögfræðingur og deildarstjóri hjá Eimskipafélagi íslands hf. í Reykjavík; Anna, f. 10.7. 1973, kennaranemi við Háskólann á Ak- ureyri. Systkini Inga eru Guðmundur, f. 9.3.1927, forstöðumaður Hyrn- unnar i Borgamesi, kvæntur Ingi- björgu Eiðsdóttur og eiga þau tvö börn; Einar, f. 24.6.1929, málara- meistari í Borgarnesi, kvæntur Gisellu Steffen og eiga þau þrjá syni; Steinar, f. 28.10. 1930, starfs- maður Vegagerðarinnar í Borgar- nesi, kvæntur Sigrúnu Guðbjarn- ardóttur og eiga þau þrjú börn; Grétar, f. 28.2. 1934, d. 27.1. 1995, en ekkja hans er Ingigerður Jóns- dóttir og eignuðust þau þrjú börn; Jóhann, f. 24.3. 1938, leigubílstjóri í Reykjavík, var kvæntur Þor- björgu Þórðardóttur en þau skildu og eru böm þeirra tvö. Foreldrar Inga voru Ingimund- ur Einarsson, f. 21.3. 1893, d. 4.2. 1992, verkamaður og verkstjóri í Borgamesi, og Margrét Helga Guðmundsdóttir, f. 21.7. 1898, d. 5.2. 1977, húsmóðir. Ætt Ingimundur var sonur Einars Gottsveinssonar, b. í Hjarðarnesi á Kjalamesi, og Gróu Ingimund- ardóttur. Margrét Helga var dóttir Guð- mundar Jónssonar, b. á Hundastapa, og Steinunnar Jóns- dóttur. Ingi og Jónína eru að heiman á afmælisdaginn. Unnur Einarsdóttir Unnur Einarsdóttir, bústýra að Neðri-Mýrum í Engihliðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Unnur fæddist að Neðri- Mýr- um og ólst þar upp i foreldrahús- um en að Neðri-Mýrum hefur hún búið alla tíð að undanskildum tveimur vetrum í Reykjavík og einum vetri á Blönduósi. Unnur kynntist því snemma öll- um cilmennum sveitastörfum og byrjaði auk þess að syngja með föður sínum er hún var innan við fermingu en hann spilaði í kirkj- um í fjölda ára. Fjölskylda Systkini Unnar: Guðmundur M. Einarsson, f. 24.6. 1907, d. 14.9. 1976, bóndi að Neðri-Mýrum; Guð- rún Einarsdóttir, f. 28.2. 1909, d. 28.12. 1986, húsmóðir i Vestmanna- eyjum; Hallgrímur M. Einarsson, f. 8.7. 1920, bóndi að Neðri-Mýrum. Foreldrar Unnar voru Einar Guðmundsson, f. 12.2. 1884, d. 16.1. 1934, bóndi að Neðri-Mýrum, og k.h., Guðrún Margrét Hallgríms- dóttir, f. 15.10. 1886, d. 14.9. 1956. Ætt Einar var sonur Guðmundar í Miðgili, bróður Árna, hreppstjóra og dbrm. í Geitaskarði, föður ís- leifs, prófessors og borgardómara, fóður Gísla hrl. og Áma, tónlistar- kennara og hljóðfæraleikara. Guð- mundur var sonur Þorkels, b. á Gvendarstöðum, á Spáná og Bark- arstöðum, Þorsteinssonar. Móðir Einars var Guðrún Einarsdóttir frá Bollagörðum á Seltjarnamesi. Guðrún Margrét var dóttir Hall- gríms Helgasonar frá Stóra-Sand- felli í Skriðdal og Guðrúnar Bjarg- ar Oddsdóttur, b. á Hreiðarsstöð- um i Fellum. Unnur er að heiman á afmælis- daginn. Menning Yfirborðsgaldur og blekkingalist Kristján Jónsson á Sóloni og Tumi Magnússon í Nýló Málverkinu em margar leiðir færar nú á tímum tjútts og trega. Yfirborðið er höfuðviðfangsefni tregafullra og þar minnast þeir fyrri tíma þegar málverkið bjó yfir dýpt þeirrar listar sem er sjálfsagð- ur hluti mannlegrar tilvistar. Til- vistarvandi málverksins er einmitt sprottinn að miklu leyti út frá hinni síbreytilegu myndmiðlaflóm nútímans. Þar ægir saman heildar- lausnum á myndvanda nútíma- mannsins; myndbandi, tölvu, filmu, faxi og neti í bland við allt hitt sem fyrir er. Yfirborð strigans verður næsta hjákátlegt í saman- burði sé markmiðið að ná til fjöld- ans, öðlast alþýðuhylli líkt og meistarar fyrri tíma. En nú eru vísast fæstir að keppa að slíku marki. Glíman við yfirborðið er fyrst og fremst persónuleg; á að leita í djúp fjarvíddarinnar og blekkingarinnar sem striginn er svo rómaður fyrir eða á að undir- strika eðli strigans sjálfs sem eins yfirborðsins til í niðursöguðum yf- irborðaskógi samtímans? Jarðtenging og yfirborðstákn Kristján Jónsson sýnir þessa dagana fimmtán málverk i Galleríi Sóloni íslandusi þar sem birtist viðleitni til að samsama blekking Myndlist Ólafur J. Engilbertsson areðli málverksins yfirborðshyggju og statistík samtímans. Kristján hefur numið í Barcelona þar sem er rík hefð í málverki, hvort held- ur er í blekkingalist (samanber Dalí) eða yfirborðsgaldri (samanber Míró). List Kristjáns byggist tals- vert á samspili leturs og myndar og sækir hann þar talsvert til þriðja Katalónans; Tapies, t.a.m. í Manifesto (nr. 3 á langvegg). Jafn framt er í verkum Kristjáns sterk jarðtenging - terra firma - og heildaráhrifin eru náttúruleg gró- andi, sérstaklega í verki tvö á lang- vegg, Hraunfossar ög skrift. I eðli sínu er list Kristjáns þó bundin statistík yfirborðstákna og sam- hengis við aðra myndfleti og birtist sá eiginleiki hvað skýrast í myndröðinni Sáttmála í stigagangi. Með því að skipa verkunum í myndröð nær Kristján betur utan um þann galdur yfirborðins sem hann á einn eða annan hátt setur fram í öllum sínum verkum og var sömuleiðis uppistaðan á fyrstu sýn- ingu hans í Hafnarhúsinu í janúar á síðasta ári. Sýning Kristjáns stendur til 12. maí. Loftburstuð skynvilluáhrif Tumi Magnússon heldur upp- teknum hætti á sýningu er hann opnaði um helgina í gryfju Nýlista- safnsins með velgjulega titluðum loftburstamyndum. Líkt og á nokkrum síðustu sýningum, m.a. í Gerðarsafni og í Ásmundarsal á liðnu ári, úðar Tumi mörgum lit- um á léreft og skírir síðan eftir líf- rænum eða tilbúnum efnum sem samsvara litaflóru verksins. Að þessu sinni gerir Tumi tilraun með að hafa nánast einn tón í verki, Heilavef (nr. 1). í samanburði við marglitu verkin er þetta hins vegar hlutlaust og hefur ekki sams konar skynvilluáhrif er kalla jafnvel fram svima hjá skoðandanum. í hinum marglitari verkum eins og Rósa- blöðum, ilmvatni, slimhúð og parmesanosti (nr. 4) er að finna til- raun til blekkingar með yfirborð verksins er samsvarar fókusi á myndavél. Hér er skoðandinn í þeim sporum að vera líkt og með of sterk gleraugu eða gleraugnalaus að rýna í hyldýpi torkennilegra vessa sem ekki eru þar. í anddyri safnsins hefur Tumi loftburstað sósublettum neöst á veggina og eru þeir í samsvörun við vessamál- verkin í neðra en ekki nema svip- ur hjá sjón í samanburði. Tumi hefur nú fengist við þessa tegund Tll hamingju með afmælið 6. maí 85 ára Unnur Einarsdóttir, Neðri-Mýrum, Engihlíðarhreppi. Þórdís G. Ottesen, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi. 80 ára Þuríður Hermannsdóttir, Brekkubyggð 10, Blönduósi. Guðmundur Pétursson, Granaskjóli 12, Reykjavík. Ragnheiður Grímsdóttir, Vogabraut 42, Akranesi. Guðmundur Garðarsson, Fögruhlíð 5, Hafnarfirði. Ólöf Baldvinsdóttir, Ásabyggð 18, Akureyri. 75 ára Tómas Hólm Vilhjálmsson, Kirkjustræti 2, Reykjavík. 70 ára Nína Guðmundsdóttir, Skeljagranda 5, Reykjavík. 60 ára Hafsteinn Kristjánsson, Kirkjubraut 1, Seltjarnarnesi. Kristjana J. Richter, Kirkjuteigi 21, Reykjavík. Erla Gunnarsdóttir, Miðstræti 23, Neskaupstað. 50 ára Sjöfn Jóhannsdóttir, Efra-Seli, Stokkseyrarhreppi. María Olga Traustadóttir, Seftjöm 16, Selfossi. 40 ára Þóra Björg Garðarsdóttir, Ástúni 14, Kópavogi. Helgi Benediktsson, Garðhúsum 12, Reykjavík. Súsanna Þorvaldsdóttir, Suðurgötu 67, Hafnai'firði. Guðrún Heiðdís Jónsdóttir, Illugagötu 14, Vestmannaeyjum. Stefán Sigurðsson, Bessahrauni 24, Vestmannaeyjum. Fríða Sigurðardóttir, Lagarfelli 20, Fellahreppi. Sólveig Einarsdóttir, Bergstaðastræti 44, Reykjavík. Sigurður Pétursson, Hellum, Andakílshreppi. Ólafur Jónsson, Hellulandi, Rípurhreppi. Unnur Ósk Ármannsdóttir, Kársnesbraut 21D, Kópvogi. Þórarinn M. Eldjárnsson, Sléttahrauni 29, Hafnarfirði. Jóna Þórðardóttir, Helgamargrastræti 53, Akureyri. yfirborðsblekkingar málverksins upp á yfirborðið. um nokkum tima og úr þessu Sýning Tuma í Nýlistasafninu hljóta fleiri fletir að fara að koma stendur til 19. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.