Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Qupperneq 32
44 MÁNUDAGUR 6. MAÍ1996 nn Páll Pétursson getur ekki gert það sem hann ekki getur. Kann ekki að skammast sín Páll Pétursson kann ekki að skammast sin, og ekki er hægt að ætlast til þess að menn geri það sem þeir ekki geta.“ Jón Baldvin Hannibalsson, í Alþýöu- blaðinu. Til að dúsa á Bessastöðum „Ég er til i að gera allt, þó að ég þurfi að dúsa á Bessastöðum sem einhver forseti í fjögur ár.“ Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, í Tímanum. Ummæli Ráðamenn í pólitískum pokabuxum „Ég var ekki alltaf ánægður með gerðir þeirra ríkisstjórna er stóðu að útfærslunum í 50 og 200 sjómílur en ég held að íslensk þjóð megi þakka sínum sæla að þá voru ráðamenn sem nú sitja að völdum enn í pólitískum pollabuxum." Höskuldur Skarphéðinsson, í Morgun- blaðinu. Kvikmyndagerðarmaður setji hornsteininn „Mér finnst að kvikmynda- gerðarmaður ætti að setja horn- steininn í nýtt tónlistarhús, því enginn annar er betur að því kominn." Guðný Halldórsdóttir, í DV. Stríð á hendur almenningi „Það verður alltaf ólga, þegar stjórnvöld segja almenningi stríð á hendur." Björn Grétar Sveinsson, íTímanum. Skýjakljúfar í New York hafa ver- ið notaðir til að setja met. Stigaklifur Met í að hlaupa upp stiga í 100 hæða húsi á Dennis W. Martz, en hann hljóp upp stigana í Detroit Plaza-hótelinu á 11 mín. og 23,8 sek. 26. júní 1978. Annar hlaup- ari, Dale Neil, setti met í lóðréttu míluhlaupi upp stiga þegar hann hljóp upp stigana í Peachtree Plaza-hótelinu í Atlanta á 2 klst., 1 mín. og 25 sek. 9. mars 1984. Empire State-byggingin í New York hefur freistað margs hlauparans. Sá sem á metið í að Blessuð veröldin hlaupa upp 1575 þrep í bygging- unni er Peter Squires sem hljóp upp stigana á 10 mín. og 59 sek. 12. febrúar 1981. Bill nokkur Stevenson á að baki enn eitt af- rekið í að fara upp stiga. Hann starfaði í breska þinghúsinu 1968-1983. Þegar hann hætti hafði hann farið upp hin 364 þrep í turninum 4000 sinnum en það jafngildir að hann hafi klifið tind Everest 25 sinnum. Hæsta hótel í heimi er Westin Stamford i Singapúr. Metið í að hlaupa upp 1336 þrep í byggingunni á Balvindfer Singh. Hann var að- eins 6 mín. og 55 sek. upp stig- ana 4. júní 1989. Dálítil él norðan- og austanlands Áfram verður austan- og síðan suðaustangola eða kaldi á landinu. Skúrir eða slydduél við suður- og suðausturströndina en dálítil él Veðrið í dag norðan- og austanlands. Annars staðar verður úrkomulítið en skýj- að. Á Norður- og Austurlandi má búast við 1 til 3 stiga frosti en 4 til 6 stiga hita syðst á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og súld eða rigning af og til í kvöld. Breytileg átt og úr- komulítið í nótt en norðan- og norð- vestangola og hætt við smáskúrum eða slydduéljum á morgun. Hiti 2 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.09 Sólarupprás á morgun: 4:38 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.34 Árdegisflóð á morgun: 9.00 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 0 Akurnes snjókoma 1 Bergsstaöir úrk. í gr. 1 Bolungarvík alskýjaó 0 Egilsstaöir léttskýjaö ■1 Keflavflugv. rign. og súld 6 Kirkjubkl. slydda 2 Raufarhöfn léttskýjaö -2 Reykjavik súld 6 Stórhöföi alskýjaö 4 Helsinki skúrir 11 Kaupmannah. skúrir 9 Óstó rigning 8 Stokkhólmur súld 5 Þórshöfn slydda 3 Amsterdam hálskýjaö 9 Barcelona léttskýjaö 16 Chicago alskýjað 6 Frankfurt skýjað 11 Glasgow skúrir 10 Hamborg skýjaö 94 London skýjaö 11 Los Angeles þokumóöa 16 Lúxemborg skýjað 11 París léttskýjaó 14 Róm skýjað 20 Mallorca léttskýjaö 20 New York heióskírt 12 Nice hálfskýjaó 18 Nuuk slydda 0 Orlando léttskýjað 23 Vín léttskýjaó 15 Washington skýjaö 18 Winnipeg alskýjaö 2 Kjartan Kristjánsson sjóntækjafræðingur: orðið DV, Suðurnesjum: „Það hefur verið sérstaklega hagstæð tíð síðla vetrar og á vor- mánuðum fyrir hlaupara út um allt land og ég á von á að hlaupver- tíðin, sem fram undan er, verði ansi lífleg," segir Kjartan Krist- jánsson, sjóntækjafræðingur og eigandi Gleraugnaverslana Kefla- víkur og í Mjódd. Kjartan er þekktur langhlaupari en lenti í meiðslum og þurfti að hvíla sig. Maður dagsins „Ég lenti í bakmeiðslum eins og gengur og gerist hjá hlaupurum sem hlaupa mikið. Þetta gerðist eftir miklar æfingar síðastliðið sumar í kringum Reykjavíkur- maraþonið og maraþon í Lúxem- borg sem ég tók þátt í. Þurfti ég að hvíla mig í þrjá mánuði. Ég var eins og illa gerður hlutur heima hjá mér þegar ég gat ekki farið út að hlaupa. Nú er ég kominn á full- an skrið aftur og er að hlaupa þetta 50 til 60 kílómetra á viku. Ég Hlaup er lífsstíll hjá mér Kjartan Kristjánsson. passa mig þó á að yfirþjálfa mig ekki. Hjá mér er hlaup orðið lífs- stíll og ég er ómögulegur maður ef ég get ekki stundað mín hlaup. Þetta er eins og klukka sem segir mér að nú eigi ég að fara út að hlaupa. Þetta kannast allir lang- hlauparar við.“ Kjartan býr til gleraugu og seg- ir það ákaflega mikilvægt að þeir sem nota gleraugu séu með sem léttust gleraugu þegar þeir hlaupa: „Hlauparar hafa leitað til mín og spurt um gleraugu sem henti þeg- ar verið er að hlaupa. Þetta varð tO þess að ég fór að flytja inn Air Titanium sem er léttasta gler- augnaumgjörö í heimi, aðeins 2,8 grömm. Þetta er nýjung í gler- augnaumgjörðum og hentar eink- ar vel hlaupurum og öðrum sem eru í íþróttum og þurfa að nota gleraugu. Umgjörðin er skrúfulaus þannig að ekki er um að ræða að skrúfa tapist þegar hlaupið er.“ Kjartan býr i Garðabæ og ekur til Keflavíkur á hverjum degi. Hann segist hafa mörg áhugamál. „Það eru hlaupin fyrst og fremst, þá hef ég gaman af snóker og spila nokkrum sinnum í viku, Ijós- myndun er einnig ofarlega hjá mér en ég hef mitt myrkraher- bergi og framköllunargræjur heima. Þá hef ég einnig lúmskt gaman af fallegum sportbílum og áhuga á golfi. Eiginkona Kjartans er Hulda Hafsteinsdóttir og eiga þau þrjú börn, Huldu Guðnýju, 20 ára, Kristján Ágúst, 18 ára, og Kjartan Val, sem er 4 ára. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1505: Léttvopnaður riddari Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Sigríður Gröndal syngur ein- söng með kórnum. Vortónleikar Kórs Hjallakirkju Kór Hjallakirkju heldur vor- tónleika sína annað kvöld kl. 20.30 í Hjaflakirkju. Flutt verða lög eftir þekkt tónskáld eins og Tónleikar Haydn, Hándel, Elgar og S. Saens, en einnig verða fluttir negrasálmar. Einsöngvari á tón- leikunum verður Sigríður Gröndal. Þá kemur einnig kvar- tett fram með kórnum sem skip- aður er Aðalheiði Magnúsdóttur, sópran, Oddnýju J. Þorsteins- dóttur, alt, Jóni Steinari Jóns- syni, tenór, og Gunnari Jóns- syni, bassa. Stjórnandi kórsins er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Bridge Bridge er sveiflukennd íþrótt. Eina stundina spilar maður niður upplögðum samningi og aðra stund- ina vinnur maður spil sem virðist vonlaust. Lítum til dæmis á hendur NS í þessu spili: 4 K2 V 85 ♦ ÁK10853 4 K84 4 -- 44 -- ♦ -- 4 — 4 ÁDG874 «4 Á10972 4 G 4 5 Suður opnar á einum spaða, vest- ur segir tvö lauf og stuttu síðar er suður sagnhafi í 6 spöðum. Vestur spilar út laufás og laufdrottningu og spilið virðist næsta vonlaust. Er nokkur leið að losna við hjarta- tapslag? Ekkert vit er í að svína tígli, því ef tígullinn fellur 3-3 eru aðeins þrjú hjartaniðurköst. Eini möguleikinn er sá að annar hvor andstæðinganna eigi D9 blanka í tígli. Sagnhafi tekur trompin og spilar síðan tígli ofan frá. Spilið vinnst þannig því legan er þessi: 4 1053 44 G643 ♦ D9 4 10763 Spilið kom fyrir í sveitakeppni í Danmörku og á hinu borðinu var samningurinn sá sami með spaðan- íu út frá vestri. Suður fékk þá betri möguleika til að vinna spilið. Nú er hægt að kasta lauftaparanum í tíg- ulkónginn og ef vestur á ekki fleiri spaða og hjörtun liggja 3-3, er hægt að fría hjartalitinn. Það eru mun betri vinningslíkur en þessi ákveðna tígullega. En það kemur síðar í ljós við borðið að spaðanía í upphafi var „grísk gjöf‘, því það út- / spil leiðir sagnhafa í glötun. ísak Örn Sigurðsson 4 96 44 KD ♦ 7642 4 ÁDG92 4 K2 * 85 * ÁK10Í 4 K84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.