Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1996, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 6. MAÍ1996 íþróttir DV Qu komst ekki Qu Yunxia, heimsmethafi í 1500 metra hlaupi kvenna, fær ekki að keppa í 800 metra hlaupi á ólympíuleikunum í sumar. Hún komst ekki í úrslit i grein- inni á úrtökumóti í Nanjing á laugardaginn en á enn mögu- leika á að keppa í sinni grein, 1500 metrunum. Kafelnikov vann Evgeni Kafelnikov frá Rúss- landi sigraði Bohdan Ulihrach frá Tékklandi í úrslitaleik á opna tékkneska meistaramótinu í tennis í gær, 7-5, 1-6, 6-8. Sanchez sigraði Það var spænskur úrslitaleik- ur á opna Hamborgarmótinu í kvennaflokki í tennis í gær. Arantxa Sanchez Vicario sigraði þar Conchitu Martinez, 4-6, 7-6, 6-0. Þær þýsku unnu Þýsku stúlkumar í TV Lutzell- ingen sigruðu Kras Zagreb í fyrri undanúrslitaleik Evrópu- móts bikarhafa í handknattleik í Zagreb um helgina. Lokatölur urðu 28-19 og er nær ömggt að liðið mun fara í úrslitin en það hefur þrivegis hampað Evrópu- meistaratitli. Þá vann Larvik frá Noregi sigur á Deubrechen frá Ungverjalandi, 23-20. Möguleik- ar norsku stúíknanna á að kom- ast í úrslit verða að teljast hverf- andi þar sem Ungverjarnir þykja mjög erfiðir heim að sækja. Jafnt hjá Dönum Danir gerðu jafntefli í tveimur landsleikjum í handknattleik karla á alþjóðlegu móti í Rúmen- íu um helgina. Danir og Júgó- slavar skildu jafnir, 26-26, og Danir gerðu einnig jafntefli gegn Rúmenum, 23-23. Met hjá Bayern Þýska úrvalsdeildarliðið Bayem Múnchen mun á þessari leiktíð setja áhorfendamet í þýsku úrvalsdeildinni í knatt- spymu. Uppselt hefur verið á alla 17 heimaleiki Bæjara sem þýðir að yfir 1 milljón áhorfenda hefúr séð leiki liðsins á leiktíð- inni. Daum til Kölnar? Flest bendir til þess að Christoph Daum, þjálfari Besikt- as í Tyrklandi, taki við stjóm- inni hjá Köln á næsta keppnis- tímabili. Daum, sem þjálfaði Köln fyrir 4 áram, hefur verið boðinn þriggja ára samningur og er hann að íhuga það tilboð. Eyjólfur Sverrisson lék undir stjóm Daums, fyrst hjá Stuttgart og síðan hjá Besiktas og varð meistari í bæði skiptin. Skotland Aberdeen-Falkirk 2-1 Celtic-Raith .. 4-1 Hibemian-Partick 1-0 Kilmamock-Rangers 0-3 Motherwell-Hearts . . 1-1 Rangers 36 27 6 3 85-25 87 Celtic 36 24 11 1 74-25 83 Aberdeen 36 16 7 13 5245 55 Hearts 36 16 7 13 55-53 55 Hibemian 36 11 10 15 43-57 43 Raith 36 12 7 17 41-57 43 Kilmamock 36 11 8 17 39-54 41 Motherwell 36 9 12 15 28-39 39 Partick 36 8 6 22 29-62 30 Falkirk 36 6 6 24 31-60 24 Rangers var án margra lykil- manna, svo sem Paul Gascoigne, Richard Gough og Andy Goram, en þrátt fyrir það vannst örugg- ur sigur. Gordon Duire skoraði tvö marka Rangers og Ally McCoist eitt. Lewis stökk 8,34 metra Hinn 36 ára gamli Carl Lewis hóf tímabilið ágætlega um helgina þegar hann stökk 8,34 metra í langstökki á frjálsíþróttamóti í Houston. Lewis reynir nú að komast á ólympíuleika í fimmta skipti og stefnir að því að vinna sér sæti í banda- ríska ólympíuliðinu. „Ég ætlaðfmér að stökkva lengra og varð fyrir nokkrum vonbrigðum en sýndi að ég er á réttri leið,“ sagði Lewis. Hann ætlar ekki að keppa aft- ur fyrr en á úrtökumótinu fyrir leikana en reyn- ir eflaust að léttast aðeins því kappinn er orðinn 86 kíló og hefur aldrei verið þyngri. Heimsmeistaramótið í íshokkí: Carl Lewis ætlar sér að komast á ólympíuleika í fimmta skipti. Tékkarnir urðu heimsmeistarar Tékkar tryggðu sér í gær heimsmeistaratit- ilinn í íshokkí þegar þeir bára sigurorð af Kanadamönnum í úrslitaleik í Vínarborg, 4-2. Þetta var um leið fyrsti heimsmeistaratitill Tékka í íþróttinni en gamla Tékkóslóvakía fagnaði sex sinnum heimsmeistaratitlin- um, síðast árið 1985 þegar Tékkóslóvakía sigraði Kanada. Tékkar gerðu út um leik- inn á síðustu mínútu leiksins en þá skor- uðu þeir tvívegis. Kanadamenn byrjuðu leikinn betur og skoraðu fyrsta markið en Tékkar komust síðan yfir, 2-1. Rétt fyrir leikhlé jöfnuðu Kanadamenn metin en í síðari hálfleik reyndust Tékkarnir sterk- ari. Bandaríkjamenn unnu bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu en þeir lögðu Rússa í leik um þriðja sæti, 4-3. í úrvalsliði mótsins, sem valið var eftir úr- slitaleikinn, voru valdir fjórir Tékkar.'einn Kanadamaður og einn Rússi. -GH Johnson er frískur Michael Johnson, Bandaríkjamaðurinn sprettharði, vann auðveldan sigur í 200 metra hlaupi á fyrsta Grand Prix móti tímabilsins i Rio de Janeiro á laugardag- inn. Johnson hljóp á 20,27 sekúndum og sagði á eftir að það yrði erfitt að sigra sig í ár. Hann ætlar sér þrenn gullverðlaun á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar, i 200 og 400 metra hlaupi og í 4x400 metra boðhlaupi. Landi hans, heimsmethafmn Mike Pow- ell, tapaði hins vegar óvænt í langstökki og stökk aðeins 8,14 metra. Brasilíumaðurinn Nelson Ferreira sigraði og stökk 8,32 metra. Sergei Bubka frá Úkraínu varð að fá lán- aða stöng til að keppa með þar sem stöng- in hans brotnaði í flutningum. Bubka stökk aðeins 5,75 metra með lánsstönginni en það dugði honum þó til sigurs. -VS Hendry og Ebdon i urslit Heimsmeistarinn Stephen Hendry frá Skotlandi getur orðið heimsmeistari í snóker í sjötta skipti í dag. Hendry vann Nigel Bond auöveldlega í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Sheffield á laug- ardaginn, 16-7. Hendry hefur ekki tapað leik á HM í finim ár og unnið 24 leiki í röð á þeim tíma. Mótherji Hendrys í úrslitunum er Pet- er Ebdon sem sló Steve Davis út í átta manna úrslitum og sigi-aði Ronnie O’Sullivan, 16-14, í undanúrslitaleik sem tók hálfan níunda klukkutima. Úrslitaleikurinn hófst í gær og honum lýkur í dag. -VS Sigur hjá Steve Elkington Steve Elkington frá Ástralíu sigraði á Honda City golfmótinu sem lauk í Phiket í Tailandi í gær. Elkington lék á 281 höggi en næstir komu Felix Casas frá Filippseyj- um á 282 og Ástralamir Peter Fowler og Robert Willis á 283 höggum. Þetta var fyrsti sigur Elkingtons síðan hann vann PGA-meistaramót í Bandaríkj- unum í ágúst og hann og Casas háðu mik- ið einvígi á síðasta hringnum. Kunnir kappar á borð við Colin Montgomerie frá Skotlandi og Bemhard Langer frá Þýskalandi náðu ekki að ógna efstu mönnum á mótinu. Tékkar fagna hér sínum fyrsta heimsmeistaratitli í íshokkí eftir sigur á Kanadamönnum í úrslitaleik í gær. Tékkar voru vel að sigrinum komnir og unnu alla leiki sína á mótinu. Tennis: Muster fékk óvæntan skell - fyrsta tap í 38 leikjum á leir Thomas Mustef frá Austurríki fékk óvæntan skell gegn 19 ára gömlum Spánverja, Carlos Moya, í undanúrslitum á opna Munchen-mótinu í tennis á laugardaginn. Muster hefur verið ósigrandi á leirvöllum síðan í ágúst og hafði unnið 38 leiki á þeim i röð. Moya lék hann hins vegar grátt og sigraði, 6-3 og 6-3. í hinum undanúrslitaleiknum urðu ekki síður óvænt úrslit þegar Boris Becker tapaði fyrir lítt þekktum Tékka, Slava Dosedel, 7-6, 2-6, 7-6. Ailir höfðu reiknað með úrslitaleik á milli Musters og Beckers. í staðinn mættust Moya og Dosedal í úrslifaleik í gær ‘ og þar sigraöi Dosedal eftir harða baráttu, 6-4, 4-6, 6-3. Chang tapaði í Atlanta Það urðu líka óvænt úrslit í Atlanta í Bandaríkjunum mn helgina þegar Michael Chang tapaði fyrir Karim Alami frá Marokkó í undanúrslitum á sterku móti á leirvelli. Alami, sem er í 78. sæti á heimslistanum, vann 6-4 og 6-4. -VS Þýskaland Freiburg-Kaiserslautern ......0-0 Dortmund-Uerdingen............5-0 B. Munchen-Köln ..............3-2, Frankfurt-Schalke.............0-3 Stuttgart-DUsseldorf .........2-3 Gladbach-Karlsruhe ............1-2 Rostock-Bremen ...............2-1 Leverkusen-1860 Múnchen.......2-1 Þýska knattspyrnan: Dortmund og Bayern gefa ekkert eftir - jöfn og efst þegar þrjár umferðir eru eftir St. Pauli-Hamburger SV 1-1 Dortmund 31 17 10 4 69-34 61 B. Miinchen31 19 4 8 61-39 61 Gladbach 32 14 8 10 5049 50 H. Rostock 31 13 10 8 46-38 49 Karlsruhe 32 12 11 9 5042 47 Schalke 31 11 14 6 39-33 47 Hamburger 32 10 14 8 4546 44 1860 31 10 10 11 4743 40 Stuttgart 32 9 13 10 56-58 40 Freiburg 32 10 9 13 26-37 39 Bremen 31 8 14 9 33-37 38 Díisseldorf 32 8 14 10 3643 38 Leverkusen 31 8 13 10 35-33 37 Það stefnir í harða bráttu hjá Dortmund og Bayern Munchen um þýska meistaratitilinn í knatt- spymu. Liðin era efst og jöfn með 61 stig eða*ll stigum meira en Bor- ussia Mönchengladbach sem er í þriðja sætinu. Dortmund rótburstaði Uerdingen, 5-0, á föstudagskvöldið og á laugar- daginn vann Bayem sigur á Köln, 3-2. Bæjarar óðu í færum allan tím- ann og hefðu hæglega geta unnið stærri sigur. Búlgarski landsliðs- maðurinn Emil Kostadinov fékk nú tækifæri í byrjunarliði Bayern og þakkaði það með því að skora tvö mörk í leiknum og Júrgen Klins- mann skoraði þriðja markiö. Bæði Dortmund og Bayem eiga þrjá leiki eftir og þau verða bæði í eldlínunni annað kvöld. Bæjarar heimsækja Werder Bremen og Dort- mund leikur gegn Bayer Leverku- sen. Þetta var annar leikurinn sem Bæjarar leika undir stjórn Franz Beckenbauer og hafa þeir báðir unnist. „Ég var ánægður með leikinn þó svo að mörg marktækifæri hafi far- ið í súginn hjá okkur. Ef við ætlum að vinna UEFA-bikarinn og þýska meistaratitilinn verða heimaleik- irnir að vinnast,” sagði Becken- bauer eftir leikinn. Tveir af stærstu klúbbunum í þýsku knattspyrnunni, Kaisers- lautem og Frankfurt, eru í mikilli fallhættu en þrjú neðstu liðin falla og er Bayer Uerdingen þegar fallið. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.