Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1996, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 Fréttir Fangi kom fyrir dómara og saksóknara í gær og breytti óvænt framburði sínum: Segist hafa fengið félaga sinn dæmdan saklausan - sem fékk 2V2 árs fangelsi - hinn á nú yfir hofði sér aukarefsingu Sá fáheyrði atburður átti sér stað í gær að Gunnar Valdimars- son, 34 ára fangi á Litla-Hrauni, kom sjálfviljugur fyrir dómara og saksóknara í Reykjavík og greindi frá þvi að hann hefði í réttarhaldi í velur borið rangar sakargiftir á Engilbert Runólfsson, 31 árs félaga sinn, í fíkniefnamáli þar sem Gunnar var dæmdur i 2ja ára en Engilbert í 2% árs fangelsi. Engil- bert hafði alltaf borið af sér allar sakargiftir í málinu en var sak- felldur að mestu leyti vegna fram- Stuttar fréttir Utlendar kýr betri Rekstur kúabúa með erlendu kúakyni er hagkvæmari en með íslenskum kúm. Þetta kom fram á spástefnu kúa- bæhda í gær. Mannanafnalög samþykkt Ný lög um mannanöfn voru samþykkt á Alþingi í gær. Samkvæmt þeim verða leyfð aðlöguð útlensk eiginnöfn og þeir sem flytjast hingað geta haldið nafni sínu óbreyttu. Þetta kom fram á RÚV. Pétri mótmælt Nokkrir þingmenn hafa mót- mælt kosningaáróðri Péturs Kr. Hafstein utan á byggingu í Austurstræti sem Alþingi leig- ir að hluta undir skrifstofur þingmannanna. Þetta kom fram á Stöð 2. JVJ bauö lægst Verktakafyrirtækið JVJ í Hafnarfirði átti lægsta tilboð í gerð brúar um mislæg gatna- mót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar í Kópavogi. Samkvæmt Stöð 2 bauð JVJ 58% af kostnaðaráætlun. Milljón seiöunt sleppt Miklar seiðasleppingar eiga sér nú stað í Rangárþingi. Sam- kvæmt Stöð 2 verður Mtt í miRjón seiðum sleppt í ár og næsta ár í vatnasvæði Þverár og Eystri-Rangár. Verslun í Smára- hvammi Tvær verslanamiðstöðvar, önnur á stærð við Kringluna, munu rísa í Smára- hvammslandi i Kópavogi, sam- kvæmt fréttum Ríkissjónvarps- ins. Forseti á ráostefnu Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, er í forsæti á al- þjóðlegri ráðstefnu sem haldin er í Stokkhólmi um konur og völd. -bjb burðar Gunnars um að þeir hefðu staðið saman að því að fjármagna kaup á 313 grömmum af am- fetamíni í Hollandi og flytja síðan til íslands. Gunnar var tekinn með efnin á sér þegar hann kom til landsins en Engilbert kom daginn eftir. Lög- reglan var þá búin að fá layfi Gunnars til að koma myndbands- og hljóöupptökutækjum fyrir í ibúð hans og átti þannig að sanna sekt Engilberts er hann vitjaði efh- anna hjá Gunnari. Af einhverjum ástæðum brugöust upptökurnar en Engilbert fékkst engu að síður sak- felldur vegna framburðar Gunnars sem hann hefur nú dregið til baka - tæpum 3 mánuðum eftir að hér- aðsdómur gekk. Gunnar og Engilbert hafa báðir verið í afplánun á Litla-Hrauni frá því snemma í mars - Gunnar vegna amfetamínmálsins en Engil- bert vegna eldri dóms. Gunnar seg- ist ekki hafa verið beittur þrýst- ingi en segir ástæðuna fyrir breytt- um framburði sínum nú vera þá að á sínum tíma hafi það verið hug- mynd lögreglunnar að Engilbert væri einnig sekur í málinu. Saksóknari gerði Gunnari, sem mætti ekki með lögmann með sér í gær, grein fyrir því að þessar röngu sakargiftir gætu leitt til þess að hann yrði ákærður sérstaklega fyrir athæfi sitt vegna brots sem varðaði allt að 10 ára fangelsi. Lík- ur eru á að ríkissaksóknari feli RLR að rannsaka hinar röngu sak- argiftir í sérstöku sakamáli. Fíkniefnadómurinn gekk þann Þeir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra komu í gær heim frá Ósló með síldarsamning í farteskinu. Samninginn kynntu þeir í Leifsstöö í gær. DV-mynd GS Síldarsamningurinn var bræddur saman í tveggja vikna baktjaldamakki: Gro hringdi fýrst og vildi nýjar viðræður - bara þeir sem skrifuöu undir samninginn eru sáttir við hann Fyrir hálfum mánuði hafði Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, samband við Davíð Oddsson forsætisráðherra og lét hann vita að Norðmenn vildu að enn yrði reynt að semja um sildina. Þetta var í síðustu viku vetrar og áður en vetur var úti höfðu sjávar- útvegsráðherrarnir Þorsteinn Páls- son og Jan Henry T. Olsen og utan- ríkisráðherrarnir Halldór Ásgríms- NIÐURSTAÐA ,r o d d Á ríkiV0thturía„gsneaníaráttu FÖLKSINSi Sophiu Hansen? 904-1600 son og Björn Tore Godal allir fjórir hist á fundi í Lundúnum. Lundúnafundurinn ^ var haldinn með leynd en Halldór Ásgrímsson sagði á blaðamannafundi í Leifsstöð í gær að víst hefði fundurinn verið haldinn. Símtöl æðstu ráðamanna og fund- ir báru þann ávöxt í gær að í Ósló var undirritaður samningur um veiðar í ár úr norsk-íslenska síldar- stofninum. Þeir sem eiga að veiða síldina eru sammála um að hér sé á ferðinni hinn versti samningur. Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag, sagði við DV í gærkvöldi að hér hefðu norskir ráðamenn gef- iö burt réttmæta eign þjóðarinnar, norsku vorgotssíldina. „Það er engin síld í íslenskri lög- sögu og það er ekkert annað en gjöf að láta íslendinga hafa 190 þúsund tonn," sagði Oddmund. íslenskir starfsbræður Oddmundar hafa talað um óhæfilega undanlátssemi við Norðmerin og Rússa. Samkvæmt hinum umdeilda samningi fá Færeyingar og íslend- ingar að veiða 265 þúsund lestir, þar af íslendingar 190 þúsund lestir. Norðmenn fá 695 þúsund lestir en höfðu áður tekið sér 30 þúsund lesta meiri kvóta. Rússar fá 166 þúsund lestir,en ætla þó ekki að veiða 10 þúsund lestir af því. Þetta er nokkru meiri kvóti en Rússar höfðu ætlað sér. Halldór Ásgrímsson lýsti samn- ingnum í gær sem sigri síldarinnar og taldi gildi hans mest fyrir fram- tiðina. t ár myndi þó samningurinn einnig leiða til betri nýtingar á síld- inni því nú gæfist færi á að veiða hana í lögsögunni við Jan Mayen og lengdi það veiðitímann. Jakob Jakobsson, forstjóri Ha- frannsóknastofnunar, taldi og samn- inginn góðan. Hann var ekki í Ósló við samningsgerðina en tók þátt í kynningu á samningnum í Leifsstöð síðdegis í gær. Hann sagði að hagsmunir íslands fælust í að draga sem mest úr veiði nú. Þó viðurkenndi hann að fyrir- ætlanir Evrópusambandins yllu óvissu þótt treysta yrði því að Evr- ópusambandið legðist ekki í sjórán. -GK 19. febrúar og áfrýjaði Engilbert máli sínu til Hæstaréttar en Gunn- ar undi sínum dómi. Þegar mál Engilberts verður tekið fyrir þar, sennilega í haust, munu því ný gögn liggja fyrir Hæstarétti sem verður þá að meta hvort ástæða sé komin til að sýkna sakborninginn. Hvað sem gerist mun fikniefna- dómurinn yfir Gunnari standa, 2ja ára fangelsi, en möguleiki er hins vegar á þvi að hann fái annan dóm fyrir rangar sakargiftir. -Ótt Faxamjöl: Fimmföldun framleiðslu í Örfirisey Utandagskrárumræða fór fram á Alþingi í gær um fyrirhugaða stækkun á mjölverksmiðju Faxa- mjöls hf. í Örfirisey. Það var Svav- ar Gestsson sem hóf umræðuna og upplýsti að ætlunin væri að stækka verksmiðjuna úr 120 tonna i 520 tonna afkastagetu á dag. Svavar sagði að hér væri i raun um nýja verksmiðju að ræða og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefði því álitið að taka þyrfti sérstaklega á málinu. Því hefði nefndin farið fram á viö ráðherra að umhverfis- mat yrði gert vegna stækkunarinn- ar og byggt þá kröfu m.a. á áliti Hollustverndar ríkisins, stofnunar sem heyrði undir umhverfisráð- herra. Umhverfisráðherra hefði hins vegar hafnað því vegna þess að ekki verði séð að breyting á verk- smiðjunni hefði umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og sam- félag. Svavar átaldi ráðherra 'fyrir. viö- brögð hans í málinu þrátt fyrir ein- dregin tilmæli yfirvalda í Reykjavík sem byggð væru á áliti Hollustu- verndar. Svavar kvaðst telja að í túlkun umhverfisráðuneytisins fæl- ust þau viðhorf að mannlíf í þétt- býli flokkist, ekki undir ákvæði laga um náttúruauðlindir og samfélag. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra sagði að ekki væri laga- leg skylda til að láta fara fram um- hverfismat vegna fiskiverksmiðja yfirléitt og niðurstaða ráðuneytis- ins hefði orðið sú að styðjast við ákvæði mengunarvarnareglugerðar þegar starfsleyfi verður veitt verk- smiðjunni eftir breytingar. .Holl- ustuvernd hafi þau mál á hendi og opin leið verði til að gera athuga- semdir á þeim vettvangi. Þá hefði það einnig vegið þungt í ákvörðun ráðuneytisins að ekki væri um breytta starfsemi verksmiðjunnar að ræða. Kristín Halldórsdóttir (K.) tók undir það sjónarmið að um svo mikla breytingu á rekstri verk- smiðjunnar væri að ræða að það réttlætti fyllilega að fram færi um- hverfismat og það jaðraði við dóna- skap gagnvart yfirvöldum Reykja- víkur að neita um þaö. Hún skoraði á ráðherra að endurskoða afstöðu sina. Allnokkrar umræður urðu um málið og þeir Geir Haarde (S.), Guð- mundur Hallvarðsson (S.), og Árni Mathiesen (S.) töldu enga ástæðu til umhverfismats vegna fimmfaldrar stækkunar verksmiöjunnar. Þeir sem hins vegar töldu að slikt mat ætti að fara fram og skoruðu á um- hverfisráöherra að endurskoða mál- ið, auk þeirra sem fyrr eru nefndir, voru Össur Skarphéðinsson (A.), Hjörleifur Guttormsson (Ab.) og Svanfríður Jónasdóttir (Þ.). -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.